Allt um íþróttir - 01.07.1950, Blaðsíða 17

Allt um íþróttir - 01.07.1950, Blaðsíða 17
vang þurfti að vera um 14 sek. á undan Rússanum Kusnetzov í 1500 m. hlaupinu, til þess að verða Evrópumeistari í tugþraut, en Holmvang sigraði með 18 sek. mun. Nærtækara er þó dæmið um Öm Clausen, sem á sínum tíma þurfti að vera um 8 sek. á undan Mond- schein, til þess að verða annar 1 tugþrautinni. Hann varð 8,6 sek. fljótari. Þótt Öm hafi misst úr langan og mikilvægan tíma til æfinga, ætti hann að geta náð mjög góðum ár- angri og að bíða ósigur fyrir Ro- bert Mathias er ekki svo mikið atriði, enda þótt Örn ætti að hafa möguleika á að koma þessum f jöl- hæfa íþróttagarpi á óvart. Til dæm- is hefur hinn velþekkti íþrótta- frömuður Lauri Pihkala, Finn- landi, látið þá skoðun í ljós, að Örn geti bætt heimsmetið um 100 stig og jafnvel fleiri eru á þeirri skoðun. Mesta viðurkenningin á getu Arnar er þó sú, að Mathias skuli gera sér ferð til íslands, til þess einungis að keppa við hann. Hér skulu nú gefin upp beztu afrek þessara tveggja tugþrautar- manna til gamans fyrir væntan- lega áhorfendur að keppni þeirra. Mathias Örn 100 m .. 11.3 11.0 Langstökk 6.82 7.11 Kúluvarp .. 13.59 13.63 Hástökk . . 1.83 1.86 400 m . . 51.3 50,7 110 m. grindahl. . . 15.0 15.3 Kringlukast .... . . 46.00 36.13 Stangarstökk .. .. 3.50 3.40 Mathias örn Spjótkast ......... 54.23 45.24 1500 m............. 4:58.2 4:49.4 Stig alls .......... 7556 7259 Síðan þessi grein var rituð hef- ur Mathias sett nýtt heimsmet í tugþraut, með 8042 stigum! SPREYTTU ÞIG! Svör við spurningunum á bls. 2. 1. Noregur. 2. Hann var sigurvegari í Mara- þonhlaupi hinna fyrstu nútíma Ólympíuleikja, sem háðir voru í Aþenu 1896. 3. Axel V. Tulinius. 4. Rússinn Nikolai Botvinnik. 5. Knattspymufélögin Fram og K.R. 6. Fimm, eða kúluvarp og kringlukast Gunnars Husebys, 1500 m. Óskars Jónssonar, stangarstökk Torfa Bryngeirs- sonar og 100 m. Finnbjarnar Þorvaldssonar. 7. í París. 8. Fjóra, þann fyrsta gegn Dön- um 1946, sem við töpuðum með 3:0, gegn Norðmönnum 1947, töpuðum með 4:2, 1948 sigruðum við Finna með 2:0, og í fyrra töpuðum við fyrir Dönum með 5:1. 9. Pétur Kristjánsson. 10. Á Afmælismóti Í.R. 1947 kepptu Gunnar Huseby og Svíarnir Anton Bolinder, Ev- rópumeistari í hástökki, og Lennart Attervall, Evrópu- meistari í spjótkasti. IÞRÖTTIR 17

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.