Allt um íþróttir - 01.07.1950, Blaðsíða 16

Allt um íþróttir - 01.07.1950, Blaðsíða 16
STÓRVIÐBURÐUR! R. Mathias kemur til íslands . . . HEIMBMETHAFINN í TUGÞRAUT Allar líkur benda til, að hinn kunni tugþrautarmaður Robert Mathias muni koma hingað í kringum 20. þ. m., í þeim tilgangi að keppa við Öm Clausen í tug- þraut. Ef úr því verður, er hér um að ræða atburð, sem vekja mun heimsathygli. Mathias og Öm hafa áður keppt saman í þessari f jölþættu íþrótta- grein eða tvisvar sinnum og sá fyrmefndi borið sigur úr býtum í bæði skiptin. í fyrra skiptið á Ólympíuleikunum 1948 með 7139 . . . og keppir við Örn Clausen. stig, en þá keppti örn í fyrsta skipti í tugþraut og hlaut 6444 stig og bætti íslenzka metið um nær 900 stig. í síðara skiptið í Osló árið eftir, en þá skildu að- eins 149 stig á milli og varð Örn annar með 7197 stig og sigraði hinn velþekkta bandaríska tug- þrautarmann Irving Mondschein. Frægð Arnar fór víða fyrir þetta mikla afrek, en hann lét ekki við þetta eitt sitja. Rúmum mánuði seinna keppti hann um Norður- landameistaratitilinn og sigraði auðveldlega og enn á nýju meti — 7259 stig. Eftir fyrri dag þrautar- innar hafði hann hlotið 4147 stig og er það fjórði bezti árangur, sem náðst hefur í heiminum. Tugþraut er mjög erfið íþrótta- grein eða íþróttagreinar, enda eru þeir, sem beztum árangri ná í henni, hinir ókrýndu konungar frjálsíþróttamanna. Fyrir áhorf- endur er tugþraut einhver sú skemmtilegasta grein, sem frjáls- íþróttir hafa upp á að bjóða, en eins og gefur að skilja, þá eru keppendurnir oftast mjög misjafn- ir hvað getu snertir í hverri grein þrautarinnar og þar af leiðandi breytist röð keppendanna alloft og jafnan er síðasta greinin mest spennandi. Má í því sambandi minna á síðasta Evrópumeistara- mót, þegar Norðmaðurinn Holm- 16 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.