Allt um íþróttir - 01.07.1950, Blaðsíða 9

Allt um íþróttir - 01.07.1950, Blaðsíða 9
Fram (0) 4 — Víkingur (0) 2 Þetta var fyrsti leikur íslands- mótsins, sem veður var með hag- stæðara móti og jafnframt fyrsti leikurinn, sem endanleg úrslit fengust í. Víking veitti lengi vel betur, en undir lokin voru kraft- arnir á þrotum og skoraði Fram 2 mörk á síðustu 5 mínútum. Þeg- ar 10 mín. voru af síðari hálfleik hafði Víkingur 2 yfir (Gunnlaug- ur Lárusson bæði). Fyrir Fram skoruðu Lárus Hallbjömsson (2), Ríkharður Jónsson og Sæmundur Gíslason. KR (1) 3 — Valur (0) 0. í þessum leik náði KR aftur leiknum, sem liðið sýndi fyrst í Reykjavíkurmótinu, en það var að- eins fyrri hluta fyrri hálfleiksins, síðan urðu ríkjandi háar og lang- ar spymur, sem ekki höfðu annan tilgang en að flytja þungamiðju leiksins yfir á vallarhelming and- stæðinganna. Ólafur Hannesson skoraði fyrsta markið, Ari Gísla- son annað og Sigurður Bergsson það þriðja. Víkingur (0) 4 — ÍA (1) 3 Þessi leikur var með f jölsóttari leikjum mótsins og líklega einnig sá skemmtilegasti og fjörugasti, í það minnsta undir lokin. Leikinn dæmdi enski dómarinn Mr. Victor Rae og hefur það eflaust átt sinn þátt í að Akurnesingarnir voru ekki eins ákveðnir og fastir og á fyrri leikjum. Þegar stundarfjórð- ungur var eftir stóðu leikar 2:1 Víking í hag, og á næstu 10 mín. auka þeir það í 4:1. Þá vom eftir aðeins 9 leikfærir Akumesingar og tókst þeim að skora 2 mörk á síðustu 3 mín., bæði mörkin úr vítaspymu (Sveinn Teitsson). Fyrsta mark ÍA skoraði Þórður Þórðarson. Mörk Víkings skomðu Bjarni Guðnason, Baldur Ámason (2) og Gunnlaugur Lárusson. Fram (1) 4 — Valur (1)1 I þessum leik var skorað eitt hið sérstæðasta mark, sem hér hefur sézt á íþróttavellinum í op- inberum leik. Þegar leikur skyldi hafinn að nýju eftir fyrsta mark Fram, tókst Val svo vel upp, að um 6—7 sek. eftir að knettinum var spymt af miðdeplinum lá hann í neti Fram-marksins. I síðari hálfleik tók Fram leikinn eiginlega í sínar hendur og hélzt knötturinn lengst af á vallarhelmingi Vals. Mörk Fram skomðu Láms, Rík- harður (2) og Guðmundur Jóns- son. KR (1) 1 — ÍA (1) 1 Ágætisveður var, er leikur þessi fór fram, en ekki var hann að sama skapi vel leikinn. Bæði mörkin vom skoruð í fyrri hálfleik, Har- aldur Einarsson fyrir KR og Þórð- ur Þórðarson fyrir ÍA. Valur (1)2 — Víkingur (0) 0 Þar eð lítið var í húfi, lagði hvorugt liðið sig neitt í framkróka, var leikurinn því fremur daufur og rólegur. Sérstaklega var „slen- ið“ á Víking áberandi. Halldór Halldórsson skoraði bæði mörkin. IÞRÓTTIR 9

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.