Allt um íþróttir - 01.07.1950, Blaðsíða 11

Allt um íþróttir - 01.07.1950, Blaðsíða 11
Landið finnst mér mjög hrika- legt, en fagurt um leið og fegurra eftir því sem ég dvelst hér lengur. Fólkið er mjög vingjarnlegt og þeir mörgu kunningjar, sem ég hef eignazt, gera allt, sem þeir geta, til að gera mér dvöl mína hér skemmtilega og ógleymanlega. — Hvert er álit þitt á íslénzk- um íþróttamönnum? Ég þekkti marga þeirra með nöfnum, áður en ég kom hingað, og ekki minnkaði álit mitt'á þeim, eftir að ég kynntist þeim persónu- lega. íslenzkir frjálsíþróttamenn standa algerlega jafnfætis öðrum Evrópuþjóðum, og íþróttamenn eins og Örn Clausen, Gunnar Huse- by, Finnbjöm Þorvaldsson, Torfi Bryngeirsson, Guðmundur Lárus- son, Haukur Clausen og Hörður Haraldsson hafa varpað miklum Ijóma á ísland og íslendinga. Knattspymumenn ykkar virðast ekki eins góðir og frjálsiþrótta- mennirnir og má e. t. v. kenna því um, að grasvelli skortir. — Finnst þér áhugi fólksins á íþróttum mikill hér? Ég er alveg viss um, að hvergi fylgist almenningur eins vel með íþróttum almennt eins og hér. Einnig held ég, að ísland sé eina landið í Evrópu, þar sem frjáls- íþróttir eiga jafnmiklum vinsæld- um að fagna og knattspyma. — Álítur þú íslendinga hafa mikla möguleika á að standa sig vel í Brússel? Mín skoðun er sú, að Huseby sé nokkuð viss með titilinn í kúlu- varpi, auk þess sem örn Clausen hefur stóra möguleika í tugþraut- inni, verði hann heill heilsu. í spretthlaupunum emð þið líka nokkuð vissir með að fá menn meðal hinna þriggja fyrstu. — Er nokkuð sérstakt, sem þú villt taka fram? Þið megið gjaman segja lesend- um ykkar, að ég vonist til að fá tækifæri til að heimsækja ykkar dásamlega land oft aftur. Einnig þætti mér vænt um, ef þið vilduð geta þess, að komið hefur opin- bert boð um að íslendingar heim- sæki þýzkar borgir og keppi þar eftir EM, og er það von mín og ósk, að úr þeirri heimsókn geti orðið. í því sambandi vil ég geta þess, að Reykjavík hefði stóra möguleika á að sigra nærri því hvaða borg sem væri í Þýzkalandi í stigakeppni, en sumar þeirra eru milljónaborgir. Við kveðjum nú þennan vin- gjarnlega unga mann og biðjum hann að skila kveðju til þýzkra íþróttamanna frá íslenzkum. Úr ýmsum áttum. Alþjóða-Ólympíunefndin sam- þykkti á fundi sínum 16. maí s.l. að gera fulltrúa Vestur-Þýzka- lands að meðlimi í nefndinni og gaf þar með löndum hans mögu- leika á að taka þátt í næstu Ólympíuleikum. Ákvörðun þessi hefir sætt gagnrýni víða um Ev- rópu. IÞRÓTTIR 11

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.