Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.07.2015, Side 52

Fréttatíminn - 31.07.2015, Side 52
 Í takt við tÍmann Fanney Hauksdóttir Elskar Grey´s Anatomy Fanney Hauksdóttir eru 22ja ára Seltirningur sem undanfarin tvö ár hefur unnið heimsmeistaratitil í kraftlyftingum í sínum þyngdarflokki. Hún æfir fjórum sinnum í viku og vinnur í sundlaug Seltjarnarnesi í sumar. Hún ætlar til Krítar í sumar og í vetur ætlar hún annaðhvort að halda áfram í verkfræði sem hún er búin að vera að læra undanfarið, eða skipta yfir í sálfræðina. Ég er búin að vera í verkfræði í HR í eitt og hálft ár en í sumar er ég að vinna í sundlaug Seltjarnarness. Ég æfi kraft- lyftingar með Gróttu og í vor náði ég að verja heimsmeistaratitilinn í undir 63 kg flokki. Í bæði skiptin náði ég að vinna alla unglingaflokkana. Á veturna þjálfa ég fimleika hjá Gróttu. Staðalbúnaður Ég æfi alveg ótrúlega mikið og er að þjálfa svo ég er eiginlega alltaf í íþrótta- fötum. Ég elska æfingafötin frá Nike og Under Armour og eru þau í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er alltaf að fara á æfingu eða að koma af æfingu, svo ég er vandræðalega mikið í Gróttupeysunni minni. Það hefur æxlast þannig. Ég á tvær svo ég get þvegið á milli. Þegar ég klæði mig upp þá er ég mikið í svörtu. Ég fylgist ekki mikið með tísku og hef frekar einfaldan fatasmekk. Ég vel oft- ast eitthvað svart en poppa það svo upp með skarti og skóm. Maður býr á Ís- landi og reynir þá mest að versla erlend- is. Samt vil ég ekki versla mikið í H&M því það endist ekki nógu vel. Hér heima versla ég mest í Top Shop og Zöru. Hugbúnaður Ég reyni að fara sem mest í sund sem mér finnst mjög notalegt. Sérstaklega eftir æfingar. Ég reyni líka að fara sem oftast í sumarbústað með kærastanum mínum. Það er alltaf gott að komast úr bænum. Ég horfi ekki mikið á sjónvarp en þó fylgist ég með nokkrum þáttaserí- um. Ég elska Grey´s Anatomy og svo hef ég líka verið að horfa á Scandal, sem mér finnst mjög skemmtilegir. Svo eiga allir sakamálaþættir mjög vel við mig. Ég er ekki mikið á djamminu en þegar ég fer eitthvað með vinkonunum þá för- um við oftast á B5 eða Prikið. Annars finnst mér yfirleitt betra að vera bara í góðu partíi. Gló er í miklu uppáhaldi þegar kemur að því að borða úti. Svo finnst mér gott að fara á Grillmarkaðinn með kærastanum. Það er okkar uppá- haldsstaður. Vélbúnaður Ég er með Macbook Pro og nota hana mjög mikið. Það er eiginlega ekki hægt að vera í námi í dag án þess að eiga góða tölvu. Ég er með iPhone 5 og í honum nota ég Facebook mikið, en er að reyna að koma mér inn í In- stagram. Ég er ekki góð í tæknimálum. Ég fer örugglega fimm sinnum á dag í Íslandsbankaappið og svo er Snapchat skemmtilegt líka. Ég er gjörn á að týna símanum mínum og nota því oft Find My iPhone appið. Það app hefur fundið símann minn á undarlegustu stöðum. Það eina vonda við það er það að sím- inn pípir ógeðslega hátt sem pirrar þá sem finna símann. Ég verð alltaf mjög hamingjusöm þegar ég finn hann. Einu sinni fannst hann úti á götu. Aukabúnaður Mömmumatur er mitt uppáhald. Ég fer ekki mikið á skyndibitastaði og er hrifin af týpískum íslenskum mat. Ég á Yaris sem heitir Gutti og hann fer með mér hvert sem ég fer. Ég fór í sumarbú- stað í Aðalvík á Hornströndum með allri fjölskyldunni í sumar, sem var mjög skemmtilegt. Eftir verslunarmanna- helgina er ég að fara að keppa á Evr- ópumóti í Tékklandi og eftir það fer ég í frí til Krítar. Sumarið er því bara gott. Ég er ekki viss hvort ég haldi áfram í verkfræðinni því ég er búin að skrá mig í sálfræði í HÍ, ég er svona að bræða það með mér hvað ég vel. Á níundu tónleikum sumardjasstónleikaraðar Jómfrúarinnar, veitinga- húss við Lækjargötu, laugardaginn 1. ágúst, kemur kvartettinn Bjartar vonir fram. Forsvarsfólk hans eru píanóleikar- inn Anna Gréta Sigurðardóttir (Bjartasta vonin í djass- og blústónlist samkvæmt Ís- lensku tónlistar- verðlaununum 2015) og bassa- leikarinn Leo Lindberg (nýj- asti handhafi Monicu Zet- terlund verð- launanna í Svíþjóð). Sölvi Kolbeinsson leikur á saxófón og Erik Qvick á trommur. Þau munu flytja fjölbreytt úrval þekktra djass- laga. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Þeir hefjast klukk- an 15 og standa til klukkan 17. Að- gangur er ókeypis að venju og góð veðurspá. -hf Anna Gréta leikur á Jómfrúnni um helgina. Bjartar vonir á Jómfrúnni 52 dægurmál Helgin 31. júlí-2. ágúst 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.