Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.07.2015, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 31.07.2015, Blaðsíða 52
 Í takt við tÍmann Fanney Hauksdóttir Elskar Grey´s Anatomy Fanney Hauksdóttir eru 22ja ára Seltirningur sem undanfarin tvö ár hefur unnið heimsmeistaratitil í kraftlyftingum í sínum þyngdarflokki. Hún æfir fjórum sinnum í viku og vinnur í sundlaug Seltjarnarnesi í sumar. Hún ætlar til Krítar í sumar og í vetur ætlar hún annaðhvort að halda áfram í verkfræði sem hún er búin að vera að læra undanfarið, eða skipta yfir í sálfræðina. Ég er búin að vera í verkfræði í HR í eitt og hálft ár en í sumar er ég að vinna í sundlaug Seltjarnarness. Ég æfi kraft- lyftingar með Gróttu og í vor náði ég að verja heimsmeistaratitilinn í undir 63 kg flokki. Í bæði skiptin náði ég að vinna alla unglingaflokkana. Á veturna þjálfa ég fimleika hjá Gróttu. Staðalbúnaður Ég æfi alveg ótrúlega mikið og er að þjálfa svo ég er eiginlega alltaf í íþrótta- fötum. Ég elska æfingafötin frá Nike og Under Armour og eru þau í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er alltaf að fara á æfingu eða að koma af æfingu, svo ég er vandræðalega mikið í Gróttupeysunni minni. Það hefur æxlast þannig. Ég á tvær svo ég get þvegið á milli. Þegar ég klæði mig upp þá er ég mikið í svörtu. Ég fylgist ekki mikið með tísku og hef frekar einfaldan fatasmekk. Ég vel oft- ast eitthvað svart en poppa það svo upp með skarti og skóm. Maður býr á Ís- landi og reynir þá mest að versla erlend- is. Samt vil ég ekki versla mikið í H&M því það endist ekki nógu vel. Hér heima versla ég mest í Top Shop og Zöru. Hugbúnaður Ég reyni að fara sem mest í sund sem mér finnst mjög notalegt. Sérstaklega eftir æfingar. Ég reyni líka að fara sem oftast í sumarbústað með kærastanum mínum. Það er alltaf gott að komast úr bænum. Ég horfi ekki mikið á sjónvarp en þó fylgist ég með nokkrum þáttaserí- um. Ég elska Grey´s Anatomy og svo hef ég líka verið að horfa á Scandal, sem mér finnst mjög skemmtilegir. Svo eiga allir sakamálaþættir mjög vel við mig. Ég er ekki mikið á djamminu en þegar ég fer eitthvað með vinkonunum þá för- um við oftast á B5 eða Prikið. Annars finnst mér yfirleitt betra að vera bara í góðu partíi. Gló er í miklu uppáhaldi þegar kemur að því að borða úti. Svo finnst mér gott að fara á Grillmarkaðinn með kærastanum. Það er okkar uppá- haldsstaður. Vélbúnaður Ég er með Macbook Pro og nota hana mjög mikið. Það er eiginlega ekki hægt að vera í námi í dag án þess að eiga góða tölvu. Ég er með iPhone 5 og í honum nota ég Facebook mikið, en er að reyna að koma mér inn í In- stagram. Ég er ekki góð í tæknimálum. Ég fer örugglega fimm sinnum á dag í Íslandsbankaappið og svo er Snapchat skemmtilegt líka. Ég er gjörn á að týna símanum mínum og nota því oft Find My iPhone appið. Það app hefur fundið símann minn á undarlegustu stöðum. Það eina vonda við það er það að sím- inn pípir ógeðslega hátt sem pirrar þá sem finna símann. Ég verð alltaf mjög hamingjusöm þegar ég finn hann. Einu sinni fannst hann úti á götu. Aukabúnaður Mömmumatur er mitt uppáhald. Ég fer ekki mikið á skyndibitastaði og er hrifin af týpískum íslenskum mat. Ég á Yaris sem heitir Gutti og hann fer með mér hvert sem ég fer. Ég fór í sumarbú- stað í Aðalvík á Hornströndum með allri fjölskyldunni í sumar, sem var mjög skemmtilegt. Eftir verslunarmanna- helgina er ég að fara að keppa á Evr- ópumóti í Tékklandi og eftir það fer ég í frí til Krítar. Sumarið er því bara gott. Ég er ekki viss hvort ég haldi áfram í verkfræðinni því ég er búin að skrá mig í sálfræði í HÍ, ég er svona að bræða það með mér hvað ég vel. Á níundu tónleikum sumardjasstónleikaraðar Jómfrúarinnar, veitinga- húss við Lækjargötu, laugardaginn 1. ágúst, kemur kvartettinn Bjartar vonir fram. Forsvarsfólk hans eru píanóleikar- inn Anna Gréta Sigurðardóttir (Bjartasta vonin í djass- og blústónlist samkvæmt Ís- lensku tónlistar- verðlaununum 2015) og bassa- leikarinn Leo Lindberg (nýj- asti handhafi Monicu Zet- terlund verð- launanna í Svíþjóð). Sölvi Kolbeinsson leikur á saxófón og Erik Qvick á trommur. Þau munu flytja fjölbreytt úrval þekktra djass- laga. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Þeir hefjast klukk- an 15 og standa til klukkan 17. Að- gangur er ókeypis að venju og góð veðurspá. -hf Anna Gréta leikur á Jómfrúnni um helgina. Bjartar vonir á Jómfrúnni 52 dægurmál Helgin 31. júlí-2. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.