Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.10.2015, Side 6

Fréttatíminn - 09.10.2015, Side 6
É g held að fólk átti sig almennt ekki á því hversu algeng ofnotkun á tölvum er orðin,“ segir Eyjólfur Örn Jóns- son sálfræðingur hefur unnið með unglingum með tölvufíkn síðastlið- in 10 ár. Hann segir biðlista vegna tölvufíknar á BUGL, barna-og ung- lingageðdeild Landspítalans, vera skuggalega langa. Börn skynji tíma öðruvísi en fullorðnir og eitt ár á biðlista gangi auðvitað gangi ekki upp. „Miðað við tölfræðina í kring- um okkur ættum við að reikna með að þetta séu svona 8-15% barna og unglinga sem glíma við þennan vanda. Rannsóknir sýna líka að strákar ánetjast tölvum frekar en stelpur en hlutföllin eru um 75% á móti 25%.“ Allir geta ánetjast Eyjólfur segir hvern sem er geta ánetjast tölvum. „Þetta getur allt eins verið einmana strákurinn sem situr þögull út í horni og vinsæli fótboltastrákurinn sem á fullt af vinum. Oft byrjar þetta þannig að einstaklingi líður ekki vel, er kvíð- inn, til dæmis vegna skilnaðar eða vandræða í vinahópnum, og þá er auðvelt að hverfa í heim tölvunnar og ýta þannig vandanum frá sér. Það er líka auðveldara að standa sig vel í tölvunni en utan hennar. Það er mjög áhugavert að skoða í heilaskanna hvað gerist þegar einstaklingur sigrar á íþróttamóti og bera það saman við hvað gerist þegar einstaklingur vinnur í tölvu- leik. Það eru nákvæmlega sömu hlutir sem gerast á sömu heila- svæðum í einstaklingunum, líðanin er sú sama þrátt fyrir að það taki auðvitað mun lengri tíma að verða góður í íþróttum en tölvuleik.“ Sumir fara ekki á klósettið Eyjólfur segir það hversu seint sé gripið inn í vandann vera mikið áhyggjuefni. „Við erum því miður að grípa allt og seint í taumana. Ofnotkun miðast við 5 tíma tölvu- notkun á dag en flestir sem koma til mín eru að glíma við um 10 tíma notkun á dag. Þeir verst settu eyða hátt í 20 tímum á dag fyrir framan tölvuna. Það eru einstaklingar sem gera ekkert annað, fara ekki í skól- ann, sofa ekki og fara jafnvel ekki á klósettið. Það hættulega við of- notkunina er hversu vön við erum því að hafa þessi tæki við fingur- gómana öllum stundum. Það getur verið afskaplega erfitt fyrir foreldra að taka eftir því hvenær krakkarnir eru komin yfir eðlileg mörk.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Afgreiðslutími Mán. til fös. frá kl. 10–18 Laugardaga frá kl. 11–16 www.dorma.is Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 REST heilsurúm MEIRA Á dorma.is COMFORT heilsurúm • Svæðaskipt poka- gormakerfi • Burstaðir stálfætur • Sterkur botn • 320 gormar pr fm2 • Góðar kantstyrkingar • Svæðaskipt poka- gormakerfi • Burstaðir stálfætur • Sterkur botn • 320 gormar pr fm2 • Steyptar kantstyrkingar • Inndraganlegur botn • 2x450 kg lyftimótorar • Tvíhert stál í burðargrind • Hliðar- og enda stopparar • Hljóðlátur mótor • Viðhaldslaus mótor Aðeins 123.675 kr. Nature’s Comfort heilsudýna með Classic botni. Stærð: 180x200 cm. Fullt verð: 164.900 kr. 25% AFSLÁTTUR af 100 x 200 cm á meðan birgðir endast. Aðeins 54.675 kr. Nature’s Rest heilsu- dýna með Classic botni. Stærð: 100x200 cm. Fullt verð: 72.900 kr. 25% AFSLÁTTUR af 180 x 200 cm á meðan birgðir endast. STILLANLEGT HEILSURÚM með Shape heilsudýnu SHAPE B Y N AT U R E ’ S B E D D I N G Dormaverð Stærð cm. Shape og C&J silver 2x80x200 349.900 2x90x200 369.900 2x90x210 389.900 2x100x200 389.900 120x200 199.900 140x200 224.900 Við eigum afmæli og nú er veisla Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.  Heilbrigðismál átaksverkefni í kjölfar baráttu Stefnt að útrýmingu lifrarbólgu C hérlendis e instaklingum sem eru smitaðir af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygg- inga á Íslandi mun bjóðast með- ferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100% tilvika. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra gengur frá samkomulagi um samstarfsverkefni heilbrigðis- yfirvalda og lyfjafyrirtækisins Gilead sem leggur til lyfið Har- voni. Með meðferðarátakinu verður reynt að útrýma sjúk- dómnum hér á landi og stemma stigu við frekari útbreiðslu hans en hópur lækna á Landspítala hefur haft forystu um innleið- ingu þess. Lifrarbólga C er alvarlegur og í mörgum tilvikum lífshættuleg- ur sjúkdómur. Sé sýkingin ekki meðhöndluð getur hún leitt til vaxandi örmyndunar í lifur, skorpulifrar, lifrarkrabbameins og lifrarbilunar. Á Íslandi er áætlað að um 800 til 1000 manns séu smitaðir af lifrarbólgu C en árlega greinast á bilinu 40-70 einstaklingar. Unnt er að lækna lifrarbólgu C hjá flestum sjúklingum með viðeigandi lyfjagjöf. Lyfin eru í töfluformi og gefin daglega með- an á meðferð stendur, alla jafna í átta til tólf vikur, þótt sumir sjúklingar geti þurft meðferð í allt að 24 vikur. Stefnt er að því að hefja átakið fyrir árslok. Sjúklingum verður forgangsraðað af sérfræðilækn- um Landspítala en átakið mun vara í 3 ár. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir hefur barist fyrir því að fá lífs- nauðsynleg lyf við lifrarbólgu en hún smitaðist af sjúkdómnum við blóðgjöf á sjúkrahúsi eftir barnsfæðingu. Hún stefndi ríkinu en það hafði áður neitað henni um lyfin en tapaði málinu nýverið fyrir héraðsdómi. Hún fagnaði fréttunum um ákvörðun heilbrigðisyfirvalda og í samtali við Vísi sagði hún þetta stórkost- legar fréttir. -jh  tölvufíkn erfitt fyrir foreldra að greina vandann Mörg börn í vanda vegna tölvufíknar Ætla má að 8-15% barna og unglinga glími við tölvufíkn, um 75% þeirra eru drengir en 25% stúlkur. Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur segir erfitt að greina vandann og það sé áhyggjuefni hversu seint sé gripið í taumana. Þeir verst settu eyða hátt í 20 tímum á dag fyrir framan tölvuna og fara jafnvel ekki á klósettið. Úrræði Rúmlega 800 börn eru skráð í meðferð á göngudeild Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, BUGL, og glímir stór hópur drengja á aldrinum 14-18 ára við tölvufíkn. Einstaklingar eru ekki lagðir inn á sjúkrahús fyrr en þeir eru farnir að þjást af alvarlegu þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsunum. Aðrar meðferðir sem standa tölvufíklum og fjölskyldum þeirra til boða eru til dæmis hugræn atferlismeðferð, þjálfun í félagslegri færni, fjölskyldumeðferð og jafnvel lyfjameðferð. Stuðningshópar og endurhæfing hafa einnig reynst vel þó lítið sé um slíkt á Íslandi. 4 klukkustundir á dag á samskiptamiðlum Rannsóknir SAFT frá árunum 2003-2014 sýna að meðalspilun á tölvuleikjum á netinu hefur aukist frá 0,4 klst. á dag upp í 1,8 klst. á dag meðal grunnskólabarna í 4-10. bekk. Samkvæmt rannsókninni Ungt fólk 2014 kemur fram að um 6% unglinga í 8.-10. bekk spila tölvuleiki að jafnaði 4 klst. eða meira á hverjum degi. Hlutfallið er enn hærra þegar kemur að samskiptamiðlum en þá eru rúmlega 14% unglinga á þessum aldri á höfuðborgarsvæðinu og um 15% á landsbyggðinni sem eru meira en 4 klst. á dag á samskiptamiðlum. Einkenni Líkamleg einkenni ofnotkunar: Húðvandamál vegna hita frá batteríum Vöðvabólgur Sinaskeiðabólga Bakverkir Höfuðverkir Svefnleysi og þreyta Andleg einkenni ofnotkunar: Félagsfælni og kvíði Þunglyndi og áhugaleysi Einbeitingarskortur Skert tilfinningastjórn Þroskabreytingar 6 fréttir Helgin 9.-11. október 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.