Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.10.2015, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 09.10.2015, Blaðsíða 18
K Kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Hrútar, vann á dögunum aðalverðlaun í flokki alþjóðlegra kvikmynda á kvikmyndahátíðinni í Zürich. Þegar Grímur tók við verðlaunum sínum til- einkaði hann þau íslenskri kvikmyndagerð, en hún nýtur velgengni nú um stundir en þess er skemmst að minnast að önnur íslensk kvik- mynd, Þrestir, mynd Rúnars Rúnarssonar, hlaut aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian fyrir skömmu. Stuttmynd Rún- ars, Síðasti bæinn, hlaut tilnefn- ingu til Óskarsverðlauna fyrir bestu leiknu stuttmynd árið 2006. Hún fetaði þar í fótspor kvikmyndarinnar Börn náttúr- unnar eftir Friðrik Þór Friðriks- son sem tilnefnd var til Óskars- verðlauna árið 1992 í flokknum besta erlenda kvikmyndin. Kvikmyndin Hrútar hefur verið sigursæl á kvikmyndahá- tíðum frá því að hún var fyrst sýnd í maí í kvikmyndahátíð- inni í Cannes en þar vann hún sín fyrstu verð- laun. Hún hefur keppt til verðlauna á fimm há- tíðum, unnið aðalverðlaun á fjórum þeirra og alls unnið til sex verðlauna. Þá hefur myndin verið tilnefnd sem framlag Íslands til Óskars- verðlaunanna þar sem hún keppir í flokki bestu mynda á erlendu tungumáli. Kvikmyndagagn- rýnandi The Guardian sagði Hrúta minna á Íslendingasögurnar. Hið kunna kvikmyndatímarit Variety hefur fjallað um mögulegar tilnefningar til Óskars- verðlauna og telur hún Hrúta meðal þeirra kvikmynda sem koma til greina sem besta myndin á erlendu tungumáli. Tímaritið telur stórmynd Baltasars Kormáks, Everest, einn- ig eiga möguleika á tilnefningu í ýmsa flokka, meðal annars fyrir bestu leikstjórn. Á lista Evrópsku kvikmyndaakademíunnar um þær kvikmyndir sem koma til greina sem besta mynd ársins eru tvær íslenskar myndir, Hrútar annars vegar og Fúsi, mynd Dags Kára, hins vegar. Tilnefningarnar verða kunngerðar 7. nóvember en verðlaunahátíðin verður í des- ember í Berlín. Hið íslenska kvikmyndavor er því svo sann- arlega orðið kvikmyndasumar. Kvikmyndin Vonarstræti, í leikstjórn Baldvins Z, hefur einn- ig hlotið alþjóðleg verðlaun. Í fyrra hlutu fjór- tán íslenskar kvikmyndir 34 alþjóðleg verðlaun á kvikmyndahátíðum. Hápunkturinn var þeg- ar kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Hross í oss, fékk kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs en hún fékk alls níu verðlaun. Árið 2013 fengu íslenskar kvikmyndir 33 alþjóðleg verðlaun. Svo notuð sé samlíking kvikmyndagagnrýn- anda The Guardian má segja að íslenskir kvik- myndagerðarmenn segi nútíma Íslendinga- sögur, sögur úr íslenskum veruleika, harðri baráttu og miklum tilfinningum þar sem lands- lag og umhverfi leikur stórt hlutverk, eins og sést ekki síst í verðlaunamyndunum Hrútum og Þröstum. Margar aðrar íslenskar kvikmyndar hafa verið frumsýndar undanfarin misseri. Mikil- vægt er að stuðla að áframhaldandi stuðningi við greinina sem skilar sér til baka með ýms- um hætti. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn verða að treysta á opinberan stuðning við list sína, auk annarrar fjármögnunar, en grunnfjár- mögnun frá heimalandi eykur líkur á annarri fjármögnun verkefnanna. Kvikmyndamiðstöð Íslands fékk í ár 888,6 milljónir króna og fram- lög hækka nokkuð sé litið til næsta árs, en á fjárlögum fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir að framlagið verði 961 milljón. Misskipting milli kynja þegar kemur að fjármögnun kvikmynda hefur verið gagnrýnd en vart er um það deilt að raddir kvenna heyrist, ekki síður en karla, eins og fram kom hjá Guðnýju Halldórsdóttur kvikmyndaleikstjóra í viðtali við Fréttatímann síðastliðinn föstudag þar sem hún sagði m.a.: „Eins og strákarnir eru að gera góðar myndir þá finnst mér orðið helvíti hart að sjá aldrei myndir um og eftir konur.“ Í pallborðsumræðum á nýafstaðinni kvik- myndahátíð hérlendis, RIFF, vék Baltasar Kormákur að þekkingarleysi íslensks banka- kerfis þegar kæmi að fjármögnun vegna kvik- myndagerðar og nefndi sérstaklega sjón- varpsþáttaseríuna Ófærð sem væntanleg er á skjáinn. Þar hefði hann rekist á veggi þegar hann tók að leita að fjármagni. Rauhæft plan og hugmynd yrðu þó að vera á bak við sér- hvert verkefni. Ekki væri hægt að ætlast til fjármögnunar nema hægt væri, með nokkuð öruggri vissu, að skila henni til baka. Í um- ræðunum voru þátttakendurnir hins vegar sammála um að íslensk kvikmyndagerð væri góð fjárfesting. Velgengni íslenskra kvikmyndagerðarmanna Nútíma Íslendingasögur Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Hösk- uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Skíði Skelltu þér á Heimsferðir bjóða frábæru skíðasvæðin Flachau og Lungau í Austurríki. Með skíðapassanum í Flachau er hægt að ferðast á milli 5 svæða með 25 þorpum, 865 km af brekkum og 276 lyftum af öllu tagi. Hér er flóðlýst skíðabrekka og því hægt að skíða til kl. 21.30 á kvöldin. Skíðarúta fer reglulega á milli svæðanna Flachau, Wagrain og St. Johan en aðgangur í rútuna fylgir skíðapassanum. Lungau skíðasvæðið hefur notið mikilla vinsælda meðal Íslendinga en þar er m.a. rekið hótel í eigu Íslendinga. Lungau svæðið er með fjölbreytt úrval af skíðabrekkum sem henta getu hvers og eins og líka þeim sem eru á snjóbrettum. Í Lungau er fólksfjöldinn minni en á mörgum skíðasvæðum og því oftast styttri bið eftir lyftunni. Frá kr. 134.900 m/hálfu fæði Netverð á mann frá kr. 134.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 158.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 19. desember í 7 nætur. Frá kr. 149.500 m/hálfu fæði Netverð á mann frá kr. 149.500 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 186.100 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 19. desember í 7 nætur. Frá kr. 141.900 m/hálfu fæði Netverð á mann frá kr. 141.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 155.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 26. desember í 7 nætur. Frá kr. 152.900 Netverð á mann frá kr. 152.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 155.400 m.v. 4 fullorðna í herbergi. 26. desember í 7 nætur. Skihotel Speiereck I Lungau Unterberghof I Flachau Hotel Zum Weissen Stein I Lungau Hotel Liftplatz I Lungau 18 viðhorf Helgin 9.-11. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.