Fréttatíminn - 09.10.2015, Síða 64
Í takt við tÍmann Hörður Bjarkason
Maður er flottur á gólfinu á b5 og Austur
Hörður Bjarkason er 23 ára Seltirningur og nemi á lokaári í viðskiptafræði við HR. Hann var að
senda frá sér sitt fyrsta lag og myndband, Ekki vera feimin. Hörður keyrir um á gömlum Pajero og
horfir á norræna spennuþætti.
Ég hef alltaf verið í tónlist, lærði á saxa-
fón hjá Óskari Guðjónssyni og Hauki
Gröndal, og hef mikið verið að spila og
syngja í veislum undanfarin ár. Ég hef
líka alltaf verið að semja tónlist en klára
aldrei lögin. Í vor var ég svo í þriggja
vikna áfanga um stefnumótun fyrir-
tækja þar sem lögð var áhersla á hvað
markmiðasetning er mikilvæg. Þar áttu
allir að setja sér persónubundin markmið
og sýna að þeir gætu staðið við þau. Ég
ákvað að fullklára lag. Kennarinn greip
þetta á lofti og sagði að ég yrði að flytja
lagið í síðasta tímanum. Ég stóð við stóru
orðin og tók gítarinn með í tímann og
flutti Ekki vera feimin. Ég fékk svo félaga
minn til að hjálpa mér að taka lagið upp í
sumar og annar félagi skaut myndband-
ið fyrir mig. Viðbrögðin hafa verið mjög
skemmtileg – betri en ég þorði að vona.
Staðalbúnaður
Ég get ekki sagt að ég sé traustur við-
skiptavinur neins fatamerkis. Ég fer
ekki ýktar stefnur en reyni svona að vera
með straumnum. Í skólanum er ég oftast
í skyrtu og gallabuxum eða einhverju
svoleiðis en svo hendir maður sér í spari-
gallann ef maður fer á eitthvað skrallerí.
Hugbúnaður
Þegar ég á lausan tíma finnst mér fínt að
gera eitthvað skemmtilegt með vinum
mínum. Ég er tíður gestur í sundlaug-
um bæjarins og ef maður er í stuði leyfir
maður sér að kíkja í bíóhúsin. Á sumrin
spila ég golf og það blundar líka í mér
laumu veiðimaður. Stangveiðimaður,
það er, ég er minna í rjúpunum, ísbjörn-
unum og því öllu. Ég og félagar mínir
erum nýlega komnir á norræna vagninn
í sjónvarpsefni og vorum til dæmis að
klára allar seríur af Forbrydelsen. Dan-
ir og Norðmenn kunna þetta alveg. Ég
fer ekki troðnar slóðir þegar ég fer út
að skemmta mér. Ég fer á b5 og Austur.
Þar kann ég vel við mig á gólfinu – þar er
maður flottur.
Vélbúnaður
Ég er á eplalestinni og er nýbúinn að
uppfæra búnaðinn. Nú er ég með nýja
Macbook Pro Retina og er kominn yfir
í sexuna í iPhone. Svo er ég líka mik-
ill iPad maður. Eins og flestir nota ég
Snapchat, Instagram og Facebook og svo
skráði ég mig á Twitter fyrir ekki löngu.
Ég hef reyndar verið alltof mikill farþegi
þar og þarf að fara að rífa mig upp.
Aukabúnaður
Ég er mikill aðdáandi hótels mömmu
þegar kemur að mat. Það er helvíti gott
að komast í fínt nautakjöt eða lambalæri
heima. En við námsmenn erum auðvi-
tað mikið í skyndibitanum, það er engin
undankomuleið þar. Ef maður reynir að
velja eitthvað hollt þá er skálin á Gló al-
veg geggjuð. Sumir segja að það sé und-
antekning ef þeir sjá mig tvisvar á sama
bílnum en ástæðan er sú að pabbi rekur
bílaverkstæði og ég enda alltaf á bílum
sem hann kaupir í gegnum vinnuna. Nú
er ég á gömlum Pajero og hef gaman af
að þykjast vera hluti af jeppamenning-
unni. Ég er duglegur að kíkja í World
Class, annað hvort uppi í HR eða úti á
Nesi, það liggur beinast við. Ég tók mér
ársfrí eftir stúdentsprófið úr Versló, vann
í hálft ár og safnaði fyrir heimsreisu. Þá
fór ég um Suðaustur Asíu með félaga
mínum, við fórum um Indland, Taíland,
Víetnam, Laos, Kambódíu og enduðum
á að keyra upp Ástralíu. Það var alveg
magnað.
Lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i
B ubbi Morthens hefur nú deilt lífi sínu með okkur í gegnum söngtexta í 35 ár
og að óreyndu hefði maður ekki
haldið að hann ætti margt eftir
ósagt. Annað kemur þó í ljós við
lestur fyrstu ljóðabókar hans,
Öskraðu gat á myrkrið, sem kom út
á dögunum. Hér er Bubbi einlæg-
ari og opnari en nokkru sinni fyrr
og bókin er rússíban-
areið í gegnum líf hans
frá uppvexti þar sem
heimilisofbeldi er snar
þáttur yfir í flóttann í
fíknina, móðurmissi,
lífið sem frægur fíkill
háður skuldbindinga-
lausu kynlífi, klámi og
aðdáun fjöldans og að
lokum harða baráttu við
að sigrast á fíkninni, ná
tökum á lífi sínu, öskra
gat á myrkrið og hleypa
ljósinu inn.
Þessi ljóð eru ekki
auðveld lesning, sárs-
aukinn á köf lum svo
skerandi að maður
fær kökk í hálsinn, en
Bubbi hefur fullt vald á
því sem hann er að gera
og ljóðin 33 sem bókina mynda eru
hnitmiðuð og snörp, þótt þessum
lesanda hér þyki reyndar að enn
hefði mátt skerpa og hvessa á
nokkrum stöðum. Móðurmissir-
inn er leiðarhnoða í gegnum alla
bókina og aftur og aftur skýtur upp
myndinni af augunum bláu sem
vatnið lokaði en það er ekki fyrr en
á síðustu síðunum, sem lýsa dvöl í
meðferð, sem sá sársauki er færður
í þetta eina orð:
hvíslar maður orðið mamma stónd
öskrar maður orðið mamma á spítti
hlær maður að orðinu mamma á lsd
grætur maður yfir orðinu mamma í meðferð
Annar rauður þráður sem liggur í
gegnum alla bókina er þráin eftir
„eðlilegu“ lífi, heimili, ást, ró og því
að geta verið góður pabbi. Heim,
en hvar er heim? er setning sem
kemur fyrir aftur og
aftur en jafnvel eftir að
hafa eignast heimili,
ást og börn er fíkillinn
ófær um að finna ham-
ingjuna, það er fíknin
sem heldur um stjórnar-
taumana og drepur alla
drauma, konur hverfa
og börnin með og aft-
ur tekur við hringiða
neyslu og svalls. Við
bókarlok grillir í nýtt
upphaf, endurfæðingu
og nýtt líf, en undir ligg-
ur vissan um að fíknid-
jöfullinn liggur í leyni
og getur skotið upp
kolli hvenær sem er.
Það vinnst aldrei fulln-
aðarsigur.
Það ætti svo sem
ekki að koma neinum á óvart að
Bubbi kunni að búa hugsanir sínar
í orð, nánast hvert einasta manns-
barn á landinu kann textabrot eftir
hann og ýmsir af frösum hans eru
nánast orðnar ofnotaðar klisjur, en
það er munur á söngtexta og ljóði
og þessi bók skipar honum í flokk
skálda.
Friðrika Benónýsdóttir
fridrikka@frettatiminn.is
öskraðu gat á
myrkrið
Bubbi Morthens
Mál og menning 2015
ritdómur Fyrsta ljóðaBók BuBBa mortHens
Eins og jóla-
þorp í helvíti
64 dægurmál Helgin 19.-21. október 2012