Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2015, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.08.2015, Blaðsíða 11
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 11 Sæmundur Runólfsson sæmdur gullmerki UMFÍ Sæmundur Runólfsson var sæmdur gullmerki UMFÍ á sambands-þinginu í Vík í Mýrdal, en hann lét af störfum sem framkvæmda- stjóri UMFÍ 30. apríl sl. eftir ríflega 23 ára starf. Sæmundur hóf störf sem framkvæmdastjóri UMFÍ 1. janúar 1992. Hann hafði áður setið í stjórn UMFÍ 1985–1991 og verið fram- kvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ í Mosfellsbæ árið 1990. Hann var einnig formaður Umf. Drangs í Vík 1977–1983. Sæmundur hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir ungmennafélagshreyfing- una. Hann sat m.a. í stjórn Íslenskra getrauna 1992–2009, íþrótta- nefnd ríkisins 1992–2004 og í stjórn ISCA 1999–2011. Kristín Gunnarsdóttir UMSB var valin matmaður þingsins Sæmundur Runólfsson ásamt Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur, fráfarandi formanni UMFÍ. Valdimar Leó Friðriksson UMSK afhendir Kristínu Gunnarsdóttur UMSB askinn góða sem mat- maður þingsins fær til varðveislu í tvö ár. Áralöng hefð er fyrir því á sambandsþing-um UMFÍ að velja matmann þingsins. Að þessu sinni var það Kristín Gunnarsdóttir, einn af þingfulltrúum Ungmennasambands Borgarfjarðar, sem varð þess heiðurs aðnjót- andi að vera valin matmaður þingsins. Kristín tók við viðurkenningunni sem er forkunnar- fagur og glæsilega útskorinn askur. Valdimar Leó Friðriksson, matmaður þingsins 2013, afhenti Kristínu askinn sem HSK gaf á sínum tíma. Kristín tók strax við hlutverki matmanns og kallaði starfsfólk eldhússins fram og fékk það dúndrandi lófaklapp fyrir frammistöðu helgarinnar. Svipmyndir frá 49. sambandsþingi UMFÍ 2015

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.