Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.2015, Side 28

Skinfaxi - 01.08.2015, Side 28
28 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands U ngmennasamband Eyja-fjarðar var stofnað 8. apríl 1922 á Akureyri. Fyrstu stjórn sambandsins skip-uðu þeir Jón Sigurðsson frá Dagverðareyri sem var forseti, Kristján Karlsson bankafulltrúi, ritari, og Jóhannes Jónasson verslunarmaður, féhirðir. Jón lét af störfum sem forseti á þinginu 1924 og var þá Þor- steinn Þorsteinsson kosinn forseti og gegndi því starfi til 1929 en þá var Jóhann Frímann kosinn forseti. Kristján Karlsson lét af ritarastörfum á þingi 1923 og ári síðar var hann kjörinn í sambandsstjórn UMFÍ, og hafði hann það starf á hendi í tvö kjörtímabil, eða til 1930. Þetta kemur fram í afmælisriti UMSE sem gefið var út á 40 ára afmælinu 1962. Héraðsmót voru hald- in á hverju ári og ennfremur lögðu menn kapp á skógrækt svo að eitthvað sé nefnt. Stefnir í 14 aðildarfélög Aðildarfélög UMSE eru 12 talsins auk þess sem tvö félög til viðbótar eru með bráðabirgðaaðild og eru í formlegu ferli um inngöngu í sambandið. Þau koma úr fimm sveitarfélögum. Ýmiskonar starfsemi fer fram í félögunum. Sex þeirra eru ungmennafélög og eru þau einnig fjölgreinafélög. Hin sex eru sérgreinafélög, þar af þrjú hestamanna- félög, golfklúbbur, skíðafélag, sundfélag, blakfélag og klifurfélag. Innan aðildarfélaganna eru stundaðar eftirtaldar íþróttagreinar: Badmin- ton, blak, fimleikar, frjáls- íþróttir, golf, hestaíþróttir, knattspyrna, skíði (alpa- greinar), skák, sund, klifur og borðtennis. Formaður UMSE nú er Bjarnveig Ingvadóttir og framkvæmda- stjóri Þorsteinn Marinósson. Sambandið gegnir veigamiklu hlutverki á þessu svæði Félög sem standa sig vel á landsvísu ,,Félögin á svæðinu sjá svona að mestu leyti um sig sjálf. Starfsemin er mismunandi en hér á Dalvík og í kring getum við sagt að sé heilmikil starfsemi. Við getum í því sam- bandi nefnt knattspyrnu, golf, sund og skíði og við höfum átt keppendur framarlega í þessum greinum. Öldungablak hefur alltaf verið vinsælt, hér er öflugt hestamannafélag og svo er líka haldið úti æfingum í frjálsum íþróttum. Öll þessi félög standa sig vel miðað við stærð á landsvísu. Samherjar inni í Eyjafjarðarsveit halda vel utan um starfið hjá sér,“ sagði Bjarnveig Ingvadóttir, formaður Ungmennasambands Eyjafjarðar, í spjalli við Skinfaxa. Bjarnveig sagði að þegar á allt væri litið stæði starfið með ágætum en aðstaðan í sumum greinum mætti verða betri. „Aðstaðan er ekki allt of góð en skíðaaðstaðan er fín þannig lagað og alltaf er verið að endurnýja eitthvað. Hestamenn Bjarnveig Ingva- dóttir, formaður Ungmennasam- bands Eyjafjarðar.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.