Dagrenning - 01.02.1951, Blaðsíða 10
dætur yðar mun hann taka og láta þær búa
til smyrsl, elda og baka. Og bestu lendur
vðar, víngarða og olíugarða mun hann taka
og gefa þjónum sínum, og af sáðlöndum j'ðar
og víngörðum mun liann taka tíund og gefa
bana geldingum sínum og þjónum sínum.
Og þræla yðar og ambáttir og bina bestu uxa
vðar og asna yðar mun hann taka og hafa
til sinna verka. Af sauðfénaði yðar mun hann
taka tíund’, en sjálfir munuð þér verða þræl-
ar hans. Þá munuð þér brópa undan konungi
yðar ,er þér hafið kjörið yður, en þá mun
Drottinn ekki svara yður.“
En fólkið vildi ekki hlýða fortölum Samú-
els og sagði: Nei, konungur skal yfir oss vera.“
— Drottinn sagði þá við Samúel: „Lát þú að
orðum þeirra og set yfir þá konung.“ —
#
Þessi tímamót í lífi ísraelsþjóðarinnar eru
ekki ósvipuð þeim aldaskiptum, sem vér nú
bfum. Lýðræðisskipulagið, í því formi, sem
það hefur verið til þessa, befur sýnt flesta
sömu ágallana sem fram komu í lýðræðis-
kerfi dómaratímabilsins, og þjóðir heimsins
virðast nú stefna vitandi vits að nýrri teg-
und konungsstjórnar, skefjalausu einræði.
Margar þeirra hafa þegar kallað einræðið yfir
sig og hinar eru undantekningarlítið á sömu
leið, þótt þær fari misjafnlega hratt.
Hin látlausa flokkabarátta meðal lýðræð-
isþjóðanna veldur þar slíkri spillingu og rotn-
un, að hrun skipulags þeirra er óumflýjanlegt
fyrr eða síðar, og þá bíður einræðið færis, að
taka harðstjórnarvöldin í sínar hendur, en
áður hefur það, leynt eða Ijóst, eflt flokk
eða flokka, sem tilbúnir eru að taka við stjóm-
artaumunum þegar stundin er komin. Og
það er ekki vegna þess, að almenningur og
hinir skammsýnu flokkaleiðtogar, viti það
ekki mæta vel, hvað hið væntanlega einræð-
isskipulag muni færa þeim, að haldið er áfram
lengra og lengra á þeirri braut heldur af því,
að illgimi og flokksofstæki útilokar alla skyn-
samlega lausn vandamála. Kröfur einræðis-
herra nútímans eru nákvæmlega hinar sömu
nú og þær, sem Samúel lýsti fyrir ísraelslýð
forðum, ef þær eru þá ekki enn harðari.
#
En hliðstæða nútímans við lok dómara-
tímabilsins er mjög greinileg einnig að öðru
leyti. Það er sem sé eins nú, eins og þá, að
„orð frá Drottni er sjaldgæft, og vitranir fá-
tíðar.“ Það, að andlegir eða veraldlegir leið-
togar lýðsins fái „vitranir" nú, eins og áður
átti sér stað, kemur ekki lengur fyrir, enda
mundi enginn þora að segja frá því, þó Drott-
inn vitrist honum, af bláberri hræðslu við
„misjafna blaðadóma“, eða af hræðslu við að
verða hafður að háði og spotti, ef liann léti
nokkurn mann vita slíkt.
En alvitur Guð hefur komið því þannig
fvrir af vísdómi sínum, að hvorki andlegir né
veraldlegir leiðtogar lýðsins þurfa beinlínis
að taka áhættuna af því, að Drottinn vitrist
þeim. Hann hefur skilið þeim og öðrum eftir
orð sitt — Heilaga ritningu — þar sem sagt
er frá hverri vitraninni annari merkilegri og
hverjum spádómnum öðrum öruggri, til þess
að færa kynslóðunum heim sanninn um til-
veru Guðs, kærleika hans og umburðarlyndi.
Þangað — í Guðs heilögu bók — Biblíuna —
getum vér sótt vitranir, og þar er að finna
hvern þann fróðleik, sem mannkyninu er
nauðsynlegur til þess að það geti gengið á
Guðs vegum. Þar er og að finna forskriftir
um það, sem varast skal að gera, ef vér viljum
að oss farnist vel. Þar er að finna stjórnarskrá
framtíðarríkisins. Og síðast en ekki síst er þar
að finna spádóma, sem „þjónar Guðs“ —
spámennirnir — hafa eftirlátið oss. Og hver
heilvita maður getur sagt sér það sjálfur, að
ekki mundu þessir spádómar hafa verið gefnir
mannkyninu og geymdir og varðveittir í þús-
undir ára, með slíkri nákvæmni og raun ber
vitni,ef þeir væru bláber hindurvitni,eða sam-
safn óskiljanlegra orða og setninga, eða ein-
4 DAGRENNING