Dagrenning - 01.02.1951, Side 11
göngu bundnir við tíma spámannanna, sem
þeir eru komnir frá.
Ég veit ekki allskostar hvernig því er var-
ið með öðrum þjóðum, en hér hjá oss er það
nú svo, að það er hrein undantekning ef
vart verður var við mann, sem nokkurn trún-
að leggur á spádóma Biblíunnar. Þetta er því
merkilegra sem spádómarnir eru einmitt
sterkasta og öruggasta sönnunin fyrir tilveru
almáttugs, alvalds og óskeikuls Guðs. Spá-
dómarnir eru gefnir oss til þess að vér skulum
trúa á Guð, og eðlileg afleiðing af því, ef
menn hætta að trúa spádómunum, eða sneiða
hjá þeim, verður sú, að menn hætta einnig að
frúa á Guð. Ef nokkuð af ritum Biblíunnar
er Guðs orð í bókstaflegri merkingu, þá eru
það spádómarnir. Þeir eru beinlínis, þannig
til orðnir, að spámaðurinn „hevrði" eða „sá“
hvað „verða mundi“. Guðs orð „kom til
hans“, eða „orð kom frá Drottni", eins og
það þráfaldlega er orðað í Biblíunni.
Og Guð hafði alveg sérstakan tilgang með
spádómunum. Tilgangurinn var sá, að sann-
færa ísraelsmenn, þá þjóð, sem hann hafði
valið sér til þjónustu hér á jörðinni, um það
tvennt, að Drottin væri til og að hann væri
sá, sem hann sagðist vera. Enginn hefur und-
irstrikað betur þýðingu og gildi spádómanna
en Frelsarinn — Jesús Kristur. Hvað eftir
annað sagði hann lærisveinum sínum fyrir
ýmislegt, sumt jafnvel næsta hversdagslegt
en annað harla ótrúlegt, í þeim tilgangi, að
þeir skyldu trúa því, sem honum var aðal-
triðið, að þeir tryðu, að hann væri sá, sem
hann sagðist vera Guðs sonur og FreJsarisynd-
ugra manna. Hvað eftir annað vitnar hann
til ýmsra spámanna og tekur upp orð þeirra.
Og eitt hið síðasta, sem guðspjöllin segja um
hann er, að hann hafi sagt við lærisveinana:
„Þetta eru þau orð mín, sem ég talaði við yð-
ur, meðan ég enn var með yður, að rætast
ætti allt það, sem ritað er í lögmáli Móse og
spámönnunum og sálmunum um mig.“
Vér, sem teljum oss kristna menn, og
kennum oss þannig til nafns Krists, þó ekki
sé þar ef til vill meiru til að dreifa en nafn-
inu einu, getum ekki komist hjá því að gefa
gaum þessari afstöðu Jesú. Hann er sannfærð-
ur um það, að allt, sem um hann er ritað í
lögmáli Móse, spámannaritunum og sálm-
unum, á að rætast. Og ef vér förum í gegnum
þessi rit er hægðarleikur að bqnda á fjölda
spádóma og fyrirsagna þar, er snerta Krist
komu hans og starf, sem hafa þegar rættst.
En það er einnig margt í þessum sömu spá-
dómsbókum, sem enn heíur ekki rættst.
Mundu það þá vera falsspádómur? Það er
engin ástæða til að ætla slíkt, því eins og
spámaðurinn gat séð þúsund ár fram í tím-
ann með hjálp Guðs, eins gat hann séð tvö
þúsund ár eða þrjú þúsund ár eða enn lengra
fram. Ef vér á annað borð viðurkennum það,
að almáttugur Guð sé til, þá leiðir þar af
einnig viðurkenning á mætti hans til þess að
segja fyrir gang sögunnar um langa framtíð.
Ef vér hins vegar höfnum spádómunum,
teljum það aðeins tilraunir skarpskvgnra
manna þess tímabils, er þeir lifðu á, til að
hafa áhrif á samtíð sína, — sem sumir spá-
dómar Gamla Testamentisins óneitanlega
eru, — líður ekki á löngu þar til vér tökum
að hafna ýmsu fleiru af því, sem sagt er í
Heilagri ritningu.
Mér er í minni ágæt ritgerð eftir amerísk-
an prest og doktor í guðfræði, sem ég las fyrir
nokkru og sem fjallaði um sannleiksgildi
Biblíunnar. Honum fórust orð á þessa leið:
Ef þú rífur úr Biblíunni þinni blöðin með
sköpunarsögunni, ættartölunum, sem taldar
eru rangar, og frásögnunum af fyrirbærun-
um, sem menn telja nú hugarburð og æf-
intýri, svo sem Nóaflóði. Ef þú hafn-
ar Móse-lögmáli og telur það týnt saman
úr ýmsum eldri heiðnum heimildum. Ef þú
telur, að sagan um ættkvíslir ísraels sé rneiri
eða minni tilbúningur og þjóðsögur, sem lítið
DAGRENNING