Dagrenning - 01.02.1951, Side 14
Kristur hafi gert ráð fyrir því að saman mundi
fara eyðilegging musterisins í Jerúsalem og
„endir veraldar“, en svo er endalokatíminn
kallaður í Mattheusarguðspjalli. Þetta er
sennilega byggt á því, að í Lúkasarguð-
spjalli er frásögnin samfelld af þess-
unr tveimur spádómum. Hins vegar
er það mjög greinilegt í Mattheusarguð-
spjalli, að þessir spádómar eru tveir og alveg
aðgreindir. Tuttugasti og fjórði kapítuli Matt-
heusarguðspjalls hefst á spádómnum um eyði-
leggingu musterisins, og er augljóst, að þann
spádóm hefur Kristur birt lærisveinunum,
annað hvort í musterinu eða á leiðinni að því
eða frá. Spádómur lrans um „endi veraldar“
byrjar fyrst í 3. versi og þar er tekið fram, að
þá voru þeir, Kristur og lærisveinarnir, stadd-
ir á Olíufjallinu. Spádómarnir um eyðingu
musterisins og „endalokin“ eru því tveir alveg
aðgreindir spádómar.
Vér skulum nú líta á þennan merkilega
spádóm og taka hann upp á þann veg ,að vér
höfum í einni heild allt, sem sagt er í öllum
þrem samstofna Guðspjöllunum, án þess að
endurtaka það, sem sameiginlegt er í þeim.
Auðvitað verður spádómurinn ekki settur
fram þannig, án þess að umskrifa liann að
verulegu leyti, en það breytir í engu efni
hans.
Kristur var staddur á Olíufjallinu. Þá gengu
til hans þeir Pétur, Jakob, Jóhannes og And-
rés og spyrja: Hvenær verða endalokin og
hvert eða hver verða tákn þess, að þau séu
í nánd?
Hann svarar þeim á þessa leið: Táknin
verða einkum þessi:
1. Þér munuð heyra um hemað og spyrja
hernaðartíðindi. En hræðist ekki, þótt
þér spyrjið slíkt, því að það er óhjá-
kvæmilegur undanfari endalokanna, og
þótt mikil hemaðarátök eigi sér stað,
eru endalokin þá enn ekki kornin.
2. Þjóð mun rísa upp gegn þjóð og kon-
ungsríki gegn konungsríki. Menn munu
verða píndir, ofsóttir og kvaldir og hatrið
manna í milli mun verða slíkt, að börn
munu framselja foreldra sína, bræður
og vinir munu svíkja hver annan og for-
eldrar munu framselja börn sín. Margir
munu verða líflátnir.
3. Miklir landskjálftar nrunu verða, hall-
æri sumstaðar og drepsóttir, voðafyrir-
burðir og nrargs konar tákn á himni,
sólu, tungli og stjörnum.
4. Fram á sjónarsviðið munu koma menn,
sem fólki verður kennt að líta á sem
frelsara og endurlausnara mannkvnsins,
en þeir eru aðeins falskristar, sem leiða
menn afvega, þess vegna skuluð þið al-
veg sérstaklega vara yður á þeim, þeir
munu gera „tákn og undur“ fyrir fólkið,
og það mun verða til þess að blinda
fólkið enn meir og afvegaleiða það.
5. Lögmálsbrotin munu magnast og menn
munu ekki hirða um hvað er rétt og
hvað er rangt samkvæmt Guðs lögmáli.
Sannleikann munu menn ekki hirða um,
en margir munu leiddir verða í villu með
táknum og undrum lýginnar.
6. Jerúsalem mun verða umkringd af her-
fylkingum og hún mun verða eydd. Þá
ættu þeir að flýja, sem búa í Júdeu (þ. e.
í Palestínu), og sérstaklega ættu konur
með böm að flýja þau landsvæði, því
þar mun verða stórfelld neyð og óskap-
legar þrengingar.
Þessi eru, samkvæmt spádómi Krists, aðal-
táknin um að „endalokin“ séu í nánd, en
þau eru samt „enn ekki komin,“ þó þessi tákn
séu sýnileg orðin. En þegar þjóðir heimsins
sjá þessa atburði gerast, alla saman á skömm-
um tíma, þá eiga þær að vita, að „tíminn er
í nánd“ — aldaskiptin standa þá fyrir dyrum.
Og nú vil ég spyrja:
8 DAGRENNING