Dagrenning - 01.02.1951, Side 16

Dagrenning - 01.02.1951, Side 16
tírna. í ríki þess „frelsara' er ekki heldur rúm fyrir Jesú Krist. í kennslubókum þess ríkis stendur: „Það er „vísindalega“ sannað, að Jesús Kristur hefur aldrei verið til“, og á kirkjudyr- um þess stórveldis stendur skrifað: „Lokað, vegna þess að enginn Guð er til.“ Þessum nýja „frelsara“ knékrjúpa milljón- ir rnanna víðsvegar um heim og málverk af honum og myndir prýða hvert heimili á helmingnum af yfirborði jarðar. Er þetta ekki nákvæmlega eins og Kristur sagði oss: Segir ekki heimurinn nú í dag urn þessa „frelsara“, „Sjá, hér er hinn Smurði“. — Jú en Kristur sagði oss: — Trúið því ekki! En rnargir trúa þessu — og þar á meðal ýrnsir „hinna útvöldu", eins og Kristur einnig sagði fvrir að verða rnundi. Og loks megum vér ekki gleyrna okkar eigin „frelsurum" — öllurn hinurn miklu alþjóðasamtökum, sem vér, vestrænar þjóð- ir, setjum nú allt vort traust á. í því sambandi ber oss að minnast Þjóðabandalagsins garnla, sem stofnað var til þess að „vernda friðinn" í heiminum og iyrirbyggja stríð um aldur og æfi. Það lifði í tuttugu ár og reyndist alveg óhæft til að vernda friðinn og fyrirbyggja styrjaldir. Og nú í dag höfum við vorar „Sam- einuðu þjóðir“, sanrkomu, þar sem Guð er aldrei nefndur á nafn. Þessi „frelsari“ átti að tryggja mannkyninu trúfrelsi, málfrelsi, hugs- anafrelsi, frelsi frá ótta og frelsi frá skorti — en efndirnar hafa orðið þær að í mörgum ríkjum þessara samtaka er ekkert af þessu frelsi lengur til, og í flestum öðrum er ótti og uggur í brjóstunr flestra manna. Og Kristur sagði enn: Lögmálsbrotin munu magnast! Hvemig er með það tákn? Ósann- indi og blekkingar og óregla á öllurn svið- um og hvers konar lastalíf stendur nú með meiri blóma en nokkru sinni fyrr. Þjófnaðir, rán, sviksemi og gripdeildir eru daglegt brauð í hinurn svokölluðu menningarlöndum, og þar sem „menningin“ er minni er Jressi starfsemi skipulögð á ýms- an hátt og heil félög starfandi að slíku. Mað- ur getur varla lengur treyst nokkurri frétt sem berst, hún er jafnan ýkt eða lituð af áróð- ursmönnum við fréttaflutninginn. Jafnvel rnyndir er ekki lengur að marka, þær eru oft „tilbúnar" í ákveðnu augnamiði og því ósann- ar og blekkjandi. Enginn veit raunar leng- ur hvað er satt og hvað ósatt. Blöðin, sem upphaflega höfðu það göfuga hlutverk að fræða fólkið og segja því sannleikann eru nú orðin að blekkinga- og áróðurstækjum óhlut- vandra flokka. Og loks eru það svo ummæli Frelsar- ans um Jerúsalem! Og hér er komið að einu athvglisverðasta atriðinu í spádómi Krists. Nú — einmitt nú á vorum dögurn —, er Jerúsalem allt í einu orðin eitt af mestu vandamálum heimsstjórnmálanna eftir að hafa verið gjörsamlega þýðingarlaus staður í pólitískum skilningi í mörg hundruð ár. Nú þegar má segja að Jerúsalem sé „umkringd af hersveitum", en á þó efalaust eftir að verða betur síðar. Og öllum, sem nokkurt skyn ber á hernaðaraðstöðuna í heiminum nú í dag kemur sanran um, að einhver allra hættuleg- asti staður jarðkringlunnar, hvað heimsfriðinn snertir, sé einmitt Jerúsalem og Palestína. Það má nærri segja það nú með öruggri vissu að í Jerúsalem og Júdeu munu fram fara ein- hver rnestu átök næstu heimsstyrjaldar, og að þaðan verði þá fluttar á burt konur og böm til þess að forða þeim frá algjörri tortím- ingu. * Tírninn leyfir ekki að ég fari frekar út í þessi atriði þó það væri æskilegt, enda hef ég vakið athygli yðar á því helsta, sem Krist- ur bendir á að verða muni táknrænt fyrir endalokin. En hann bætir því við, að þessi tákn séu aðeins „upphaf fæðingarhríðanna“, og „endirinn sé ekki þá þegar kominn“. Enn, 10 DAGÚENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.