Dagrenning - 01.02.1951, Blaðsíða 17

Dagrenning - 01.02.1951, Blaðsíða 17
meiri þrengingar og hörmungar bíða: „Þá mun verða svo mikil þrenging, að enginn hef- ur þvílík verið frá upphafi heims allt til þessa, né mun verða“, segir í Mattheusar- guðspjalli. Þar segir ennfremur, að „þá muni allar kynkvíslir jarðarinnar kveina“ og „á jörðunni muni verða angist meðal þjóðanna í ráðaleysi við dunur hafs og brimgnv“, og enn, „að menn muni gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því, sem koma muni yfir heimsbvggðina, því að kraftar himnanna rnuni bifast.“ Hér segir Frelsarinn oss fyrir hvers vænta má, og margt af þessu er býsna athyglisvert nú, í Ijósi þeirrar tækniþróunar, sem orðið hefur síðustu þrjátíu árin. Tökurn til dæmis þessa setningu: „Á jörðinni mun verða ang- ist meðal þjóðanna í ráðaleysi við drunur hafs og brimgný." Hefur ráðalevsi þjóðanna nokkru sinni verið meira en nú? Enginn kann lengur neina lausn á hinum mikilvægustu vandamálum, og þó höfum við bæði ráð- stjóin, nú urn mikinn hluta heims og alls- konar „ráð“, og stofnanir starfandi á alþjóða vettvangi til að ráða fram úr hinum miklu alþjóðlegu vandamálum. Og þó á ráðaleysið eftir að verða enn meira. Svo virðist sem þar geti komið, að mönnun- um takist að leysa þau náttúruöfl, sem þeir, ef til vill, ráða ekki við, verði þeim sleppt lausum. Verði förmum af vetnissprengjum eða kjarnorkusprengjum steypt í heimshöfin, t. d. í kafbátastyrjöld, rnundi það ekki geta orsakað slíkar „dunur hafs og brimgný“, að menn stæðu jafnvel enn ráðalausari en þeir eru nú? Og hvað mundi Frelsarinn eiga við er hann segir „að kraftar liimnanna muni bif- ast?“ Það er enn óráðin gáta, en vér vitum nú, að vísindamönnum heimsins eru nú þegar kunn ýms þau leyndarmál, sem gætu orðið mannkyninu hættuleg, væru þau opinberuð og hagnýtt. Vér viljum engu spá um þessi efni, en tírninn mun leiða í Ijós hvað orð Meistarans þýða. Nú veit ég að einhver mundi vilja segja:Enn hafið þér enga beina sönnun fyrir því fært, að þessi lýsing Krists á endalokunum eigi við vora daga. Þetta getur dregist enn um þús- undir ára eins og það hefur nú þegar dreg- ist um nærfellt 2000 ár. Þessunr athugasemd- um vil ég svara á þessa leið: Ég hefi bent á að flest táknin, sem Kristur sagði mönnunum að hafa til marks um, að „endalokin“ væru í nánd, eru nú fram kom- in, og þau hafa öll komið fram á tímabili, sem enn er ekki full fjörutíu ár. Þetta tel ég veigamestu röksemdina fyrir því, að enda- lokin séu í nánd. En ég vil bæta öðru við: Lærisveinarnir spurðu Krist tvisvar hvenær endalokin yrðu. í annað skiptið á Olíufjallinu í sambandi við þennan spádóm, og svaraði liann þá: Um þann dag og stund veit enginn, ekki einu sinni engíar himnanna né sonuiinn, heldui aðeis Faðiiinn einn.“ En hann sagði þeim annað. Hann sagði þeim, að þessir atburðir allir nmndu gerast á æfi einnar og sömu kynslóðar. „Þessi kyn- slóð mun ekki undir lok líða, unz allt þetta kemur fram.“ Orðið „kynslóð" er oft notað í Biblíunni um ákveðið tímabil. Það táknar þar ávalt 40 ára tíma. Kristur segir því óbein- línis tímann þó hann segi hvorki „daginn né stundina“, er örlagaríkustu atburðirnir dynja yfir. Orðin „þessi kynslóð" liljóta að tákna þá kynslóð, sem liíii þegar þessi tákn, sem Kiistui nefndi taka að geiast. Vér, sem nú lifum, erum „þessi kynslóð", sem Kristur talar um. Táknin, sem liann nefndi, byrjuðu að koma fram 1914, er fyrsta heimsstyrjöldin hófst, og „konungsríki tók að rísa gegn konungsríki.“ Tímabilið ,sem um er að ræða, hlýtur því að vera tíminn frá DAGRENNING 11

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.