Dagrenning - 01.02.1951, Qupperneq 19
„Og ef Drottinn hefði eigi stytt þá daga,
kæmist enginn maður af, en sakir hinna út-
völdu, er hann hefui útvalið, hefur hann
stytt dagana.“
Þessi orð eru lögð Kristi í nmnn, og Biblí-
an þekkir enga aðra, sem Drottinn Abrahams,
ísaks og Jakobs hefur útvalið, en ísraelsmenn.
Þeir munu því korna fram á sjónarsviðið á
síðustu árum hinna miklu þrenginga, og eiga
hlut að því, að heimurinn ferst ekki gjörsam-
lega í hinum væntanlegu Ragnarökum kom-
andi styrjaldar.
Og þeir ísraelsmenn verða ekki nein um-
komulítil smáþjóð heldur stórþjóð eða þjóða-
samband, sem mun geta látið til sín taka
svo um munar.
*
Að lokurn skulum vér svo reyna að gera
oss grein fyrir því, hvað bæði Kristur og
spámennirnir eiga við, þegar þeir tala um
hina „síðustu daga“, „daga endalokanna" eða
„endir veraldar“. Það kemur langbest fram
í Opinberunarbókinni, í spádómunum um
„Hina dularfullu Babylon“ og „Ilina nýju
Jerúsalem". „Dagar endalokanna“ tákna tví-
mælalaust endalok ákveðins skipulags eða
skipulagshátta, sem lengi hafa staðið.
Adam Rutherford hefur í ágætri ritgerð um
tímabilið frá 1914 til 1956 kornist að orði á
þessa leið:
„Hvers vegna skyldu þessar miklu þreng-
ingar og eyðilegging eiga sér stað í lok núver-
andi skipunar og vera undanfari hinnar
nýju?“
Svarið er að finna í 2. kapítula Daníels-
bókar, þar sem hin heiðnu stórveldi og ríkja-
samstevpur síðustu tuttugu og fimm alda,
eru táknuð með gríðarstórri mannsmynd úr
málmi. Líkamshlutar hennar eru gerðir úr
mismunandi málmum ,sem tákna eiga hin
ýmsu stórveldi, er ríkja skyldu í heiminum,
allt frá dögum Daníels til endalokanna.
Höfuðið, sem er úr gulli, táknar veldi Baby-
lonar á þeim tímum, og þau heimsveldi, sem
á eftir fara eru í réttri tímaröð táknuð með
ýmsurn málmurn. Hið síðasta í röðinni táknar
árásarríki meginlands Evrópu í dag, sem ekki
eru annað en sundurtættar leifar hins foma
rómverska heimsveldis. Síðan er því lýst í spá-
dómnum hvernig gríðarstór steinn, sem
losaður er úr fjalli, án þess nokkur manns-
hönd sé þar að verki, lendir á fóturn líkneskj-
unnar og rnolar hana sundur svo að eftir verð-
ur duft eitt, en steinninn verður að stóru
fjalli, sem nær um alla jörð. Og skýring spá-
dómsins er gefin í sama kapítula: Steininn
táknar Guðriki, sem koma skal ,og sem gjör-
eyðir fyrst hinum síngjörnu árásarríkjum, en
leggur síðan undir sig allan heiminn og stend-
ur að eilífu. Þess vegna eru hinir miklu erfið-
leikar nauðsynlegir, að ekki er hægt að stofn-
setja hið dásamlega ríki friðarkonungsins á
jörðunni, fyrr en öll hin gamla skipan með
alhi sinni. spillingu hefur verið gjörsamlega
afmáð, en það getur ekki orðið nema með
miklum þrengingum.“
Þessi lýsing Rutherfords er skýr og vafa-
laust rétt. „Hinir siðustu dagar“ eru því ekki
sá dómsdagur sem miðaldakirkjan boðaði,
þar sem jörðin ferst með öllu sem á henni er,
heldur lokastig og hrun þess heimsskipu-
Jags, sem vér nú búum við, og skiptir þar
engu hvort vér búum í hinum kapitalistiska,
sósialistiska eða kommúnistiska heimi.
Kommúnisminn er lokastig hinna baby-
lonsku skipulagshátta, þar sem öllu því er út-
rýmt, sem nefnt hefur verið frelsi, sjálfstjóm
og mannúð, en komið er á í staðinn full-
komlega vísindalegu þrælahaldi. — Það
er álíka mikill misskilningur að halda
að kommúnisminn sé byrjun nýrra skipu-
lagshátta í heimi vorum eins og að halda
að kvöldið sé morgun.
í þeim Ragnarökum, sem nú standa yfir,
líður allt hið gamla heimsskipulag undir
lok — það tortímir sjálfu sér.
DAGRENNING 15