Dagrenning - 01.02.1951, Page 24
Nokkrar myndir ha£a náðst, er sýna ljósgeislana frá „diskunum" eins og
hvít bönd á næturhimninum. Hlutir þessir („diskarnir") geta skyndi-
lega breytt um stefnu, til þess að forða sér undan eða víkja úr vegi fvrir
flugtélum, sent reyna að kornast nálægt þeim.
Þessi mynd var tekin af Flak. Sgt. D. Ussel úr 13. bandaríska flug-
hernum (13th Airborn division). Fáum sekundum síðar hitti llugskeyti
úr loftvarnabyssu (flak rockets) „diskinn", og sprengdi hann, en spreng-
ingin líktist flugeldaregni, og um 20 sillurlit hylki féllu til jarðar.“
Síðan segir:
„Þegar eitt þessara silfurhylkja var brotið náðist fyrsti „maðurinn
frá Mars“. Sjónarvottur segir: „Ég varð gagntekinn af mikilvægi þessa
augnabliks, en jafnframt var ég undrandi á örvinglan Jtessa „alumini-
um rnanns". Líkami hans var Jtakinn gljáandi málmþynnum." Stjörnu-
athugunarstöðin Phonix í Arisona telur líklegt að þær séu til verndar
gegn hættulegum geimgeislum (cosrnic rays).“
Lengri er frásögnin ekki á þeim blöðum, scm fylgdu myndunum, en
myndirnar voru þar endurprentaðar eftir „The Talk of the Times.“ Ef hér er
eklti um falsmyndir að rœða er hér á ferðinni merkilegasti atburður, sem gerst
hcfir í sögu mannkynsins svo langt aftur, sem vér höfum sögur af. En hvers
vegna er þessa þá ekki getið i heimsblöðunum munu menn spyrja?
Til þess kunna að liggja ýmsar ástœður. Geta þessar dvergverur lifað hér?
Þcer skilja ekki okkar mál. Ráða þcer e. t. v. yfir einhverjum leyndarmálum
sem vér þekkjum ekki og gcrtu orðið okkur hcettuleg? Hvernig má varðveita
þessar dvergiierur svo þccr fái haldið lifi og ef til vill megi fra’ðast af þeim um
það lwaðan þcer eru?
Ef fólk almennt fengi vitneskju um verur þessar, og hvar þcer vceru niður-
komnar gceti það hccglega orðið til þess, að þetta mikilvcegasta spor til sam-
bands við aðra hnetti yrði algjörlega ónýtt. Þess vegna er það ekki óskiljanlegt,
að opinber stjórnamöld i Randarikjunum, sem vafalaust hafa tekið málið i
sinar hendur, þar sem það var lierinn sem skaut „diskinn“ niður, vilji ekki á
þessu stigi láta neitt verulegt vitnast um málið fyrr en rannsóknum er lengra
komið. Vér skulum rninnast þess, að þó ef til vill séu hingað komnir nokkrir
„menn frá Mars“ eða einhverri annari jarðstjörnu, getum vér ekki af
þeim frceðst fyrr en oss hefir tekist að halda i þeim lifinu, gera þá oss vinveitta,
og fundið leið til að tala við þá með einhverjum hcetti.
DAGRENNING hefir nú skrifað til Bandarikjanna til þess að afla sér
enn betri sannana og meiri fróðleiks um þetta efni og vonar að hcegt verði i
ncesta hefti að segja frekar frá þessu einstaka fyrirbceri eftir enn betri og ör-
uggari lieimildum. J. G.
1S DAGRENNING