Morgunblaðið - 23.01.2015, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.01.2015, Qupperneq 1
Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Víglundur Þorsteinsson lögfræð- ingur telur að stórfelld og marg- vísleg lagabrot hafi verið framin eftir að ákvörðunum Fjármálaeft- irlitsins um stofnúrskurði nýju bankanna í október 2008 var breytt. Þannig hafi erlendir „hræ- gammasjóðir“ hagnast um 300-400 milljarða króna á kostnað þjóðar- innar, ekki síst fyrir atbeina Stein- gríms J. Sigfússonar, þáverandi fjármálaráðherra. Víglundur sendi seint í gær- kvöld Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, og öllum þing- mönnum bréf, eigin greinargerð og stofnúrskurði Fjármálaeftirlits- ins fyrir nýju bankana, frá því í október 2008, sem stofnaðir voru með heimild í neyðarlögunum í októ- ber 2008. Stofnúrskurðir FME hafa ekki áður verið birtir opinberlega. Í bréfi sínu til forseta Alþingis segir Víglundur m.a.: „Í greinar- gerðinni leiði ég líkur að því að fram- in hafi verið stórfelld brot á almenn- um hegningarlögum, stjórnsýslu- lögum, lögum um fjármálafyrirtæki, lögum um fjármálaeftirlit og ef til vill fleiri lögum. Sýnist mér hugs- anlegt að ólögmætur hagnaður skilanefnda/slitastjórna af meintum fjársvikum og auðgunarbrotum kunni að nema á bilinu 300-400 millj- örðum króna í bönkunum þremur.“ »18-19 Stórfelld svik og blekkingar  Sendi þingheimi stofnúrskurði FME um nýju bankana Víglundur Þorsteinsson F Ö S T U D A G U R 2 3. J A N Ú A R 2 0 1 5 Stofnað 1913  19. tölublað  103. árgangur  HEFUR ÁHUGA Á FJÖLBREYTILEIKA MANNLÍFSINS Á LEIÐ Á ÁSTAFUND Í KARÍBAHAFINU HÖFUM ÞAÐ ÞJÓÐLEGT Á ÞORRA SUÐURFERÐ HNÚFUBAKS 12 ÞORRABLÓTSIGGA ELLA LJÓSMYNDARI 10 Anna Lilja Þórisdóttir Ingveldur Geirsdóttir Íslendingar í Noregi njóta góðs af já- kvæðum staðalmyndum um land og þjóð. Þeim er tekið vel af Norð- mönnum, öfugt við suma aðra hópa innflytjenda sem mæta stundum for- dómum og mismunun. Þetta er meðal þess sem Guðbjört Guðjónsdóttir, doktorsnemi í mann- fræði, hefur orðið áskynja í rann- sókn sinni á reynslu Íslendinga sem hafa flutt til Noregs eftir hrun. Í dag er áfram haldið með umfjöll- un um flutninga Íslendinga til Nor- egs, Danmerkur og Svíþjóðar á ár- unum eftir bankahrun. Viðmæl- endur Morgunblaðsins sem flutt hafa til þessara þriggja landa segj- ast fæstir upplifa sig sem innflytj- endur. Flestir þeirra segja að heimamenn líti öðrum augum á Ís- lendinga en þá innflytjendur sem komi lengra frá. »20-21 Íslending- ar, ekki út- lendingar  Danski seðla- bankinn ákvað í gær að lækka innlánsvexti sína um 0,15%, og eru þeir nú mínus 0,35%. Ákvörð- unin var tekin í kjölfar ákvörð- unar evrópska seðlabankans fyrr um daginn um að kaupa skuldabréf á markaði fyrir 60 milljarða evra, jafngildi um 9.200 milljarða króna. Hlutabréfa- verð á evrópskum mörkuðum tók kipp við tilkynninguna og gengi evrunnar féll gagnvart dollar. »25 Bregðast við skuldabréfakaupum Evrópski seðla- bankinn í Frankfurt. Um 7% eru innflytj- endur í Hafnarfirði  Um sjö prósent íbúa í Hafnarfirði eru erlendir ríkisborgarar. Þrettán prósent barna á leikskólum og tæp tíu prósent í grunnskólum bæjarins eru af erlendum uppruna. Þetta kemur fram í lokaumfjöllun um Hafnarfjörð í greinaflokknum Heimsókn á höfuðborgarsvæðið í blaðinu í dag. Rætt er við Edytu Agnieszku Janikula sem annast þjónustu við pólskumælandi fólk á Bókasafni Hafnarfjarðar. Hún rek- ur einnig lítið hreingerningar- fyrirtæki með manni sínum. Að auki er sagt frá uppbyggingu á Völlunum og í Skarðshlíð, fjallað um íþróttafélagið Hauka og for- vitnast um löndun í Hafnarfjarðar- höfn. »22 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kaþólska kirkjan hyggur á byggingu tveggja nýrra kirkna, það er á Selfossi og Reyðarfirði. Einnig þarf að stækka Maríukirkjuna í Breið- holti og Péturskirkjuna á Akureyri. Kaþólski söfnuðurinn á Íslandi hefur þrefaldast á síð- ustu tíu árum. Áætlað er að kaþólskir á Íslandi séu nú um 13.000 talsins eða um 3,5% heildar- mannfjöldans. Átján prestar og 31 nunna þjóna söfnuðinum, að sögn Kaþólska kirkjublaðsins. Pétur Bürcher Reykjavíkurbiskup hefur keypt, helgað og blessað þrjár nýjar kirkjur og tvær nýjar kapellur á sjö árum. Guðshús kaþólskra eru alls 18 víða um land. Kirkjan hefur einnig keypt nokkrar fasteignir og land- spildur með stuðningi velunnara í Þýskalandi og Sviss. Unnið er að því að koma á fót Mið- stöð fyrir menntun og námskeið í Stykkis- hólmi. Benediktsmunkar frá Frakklandi eru hér á landi í þeim tilgangi að kanna með stofnun klausturs á Úlfljótsvatni. Munkarnir messuðu ásamt prestum og biskupi á Úlfljótsvatni í gær. Endanleg ákvörðun um stofnun klaust- ursins verður tekin síðar. Benediktsreglan er stærsta klausturreglan í kaþólskum sið. Verði af stofnun klausturs á Úlfljótsvatni verður það þriðja kaþólska klaustrið hér á landi. Fyrir eru Karmelklaustr- ið í Hafnarfirði, sem er nunnuklaustur, og Kapúsínaklaustrið á Reyðarfirði, sem er munkaklaustur. Kaþólskum fjölgar ört  Stefnt að byggingu tveggja nýrra kirkna og stofnun klausturs á Úlfljótsvatni MBenediktsmunkar kanna klausturstofnun »4 Veiði hefur verið með besta móti í mánuðinum að sögn Júlíusar Sigurðssonar, skipstjóra á Dað- ey GK 777. Skipið landaði vænum þorskafla í Reykjavíkurhöfn í gær eftir vel heppnaðan túr á Morgunblaðið/Árni Sæberg Fínn fengur sóttur á Gróttuslóðir Gróttuslóðir. Á myndinni má sjá Ólaf Sigurðs- son, einn áhafnarmeðlima, vinna að löndun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.