Morgunblaðið - 23.01.2015, Page 2
BAKSVIÐ
Brynja Björg Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Katar er meðal þeirra landa þar sem
MERS-veiran svokallaða hefur
greinst í mönnum, þar á meðal í
Doha, þar sem heimsmeistaramótið í
handbolta stendur nú yfir. Um 200
Íslendingar eru staddir þar vegna
keppninnar.
Birgir Jóhannesson smit-
sjúkdómalæknir, sem flutti erindi um
málið á Læknadögum í gær, segir
sjúkdómstilfelli í Katar ekki mörg,
kannski um tíu talsins, og þau séu
ekki nýleg. Smit séu ekki algeng á
þessum árstíma, auk þess sem sjúk-
dómurinn berist ekki auðveldlega á
milli manna.
,,Sjúkdómurinn virðist ganga í
bylgjum og sem betur fer virðist
heimsmeistaramótið í handbolta í
Katar vera haldið utan þeirra mánaða
sem mestu bylgjurnar eru.“
Hann segir sjúkdóminn að öllum
líkindum eiga uppruna sinna í leð-
urblökum en kameldýr séu talin aðal-
uppspretta sjúkdómsins í mönnum.
,,Talið er að kameldýrið sé millihýsill-
inn sem leiðir til sýkingar í mönnum.
Engu að síður er ekki mikil almenn
smithætta á milli manna. Þeir sem
smitast hafa flestir verið í nánum
samskiptum við kameldýr, svo sem
kamelhirðar.“
Hann segir ekki einhlítt að fólk
þurfi að forðast kamelferðir á þessum
slóðum en ferðamönnum sé ráðlagt
að forðast þéttar kamelhjarðir, sér-
staklega ef dýr líta út fyrir að vera
veik. ,,Lönd á Arabíuskaganum vita
af sýkingahættunni þannig að ferða-
þjónustuaðilar þar eru vonandi farnir
að fjarlægja úr hjörðunum dýr sem
gætu verið veik.“
Morgunblaðið/Golli
Katar Um 200 Íslendingar eru nú staddir í Doha vegna HM í handbolta.
Katarfarar varist kamelkjöt og mjólk
Afar ólíklegt að MERS-veiran breiðist út á Vesturlöndum, segir sérfræðingur í smitsjúkdómum
Þá séu ferðamenn varaðir við að
drekka ógerilsneydda kamelmjólk og
borða kamelkjöt sem ekki sé full-
eldað. Mikilvægast sé þó að viðhafa
almennar sýkingavarnir, þ.e. gæta að
handþvotti.
,,Frá því að veiran kom fyrst fram
á sjónarsviðið árið 2012 hefur henni
vaxið ásmegin en útbreiðsla nýrra til-
fella hefur að mestu leyti takmarkast
við Arabíuskagann. Eins og gengur
og gerist í alþjóðasamfélögum koma
upp einstaka tilfelli vegna fólksflutn-
inga en þetta eru allt innflutt tilfelli.“
Engar líkur á faraldri
Aðspurður segir Birgir engar líkur
á að sjúkdómurinn verði að farsótt á
Vesturlöndum. ,,Séu sýkingavarnir í
lagi er auðvelt að koma í veg fyrir út-
breiðslu sjúkdómsins.“ Þá sé íslenska
heilbrigðiskerfið vel í stakk búið til að
takast á við MERS-tilfelli.
„Sýkingavarnir á Íslandi eru al-
mennt séð mjög góðar og innviðir
kerfisins eru mjög góðir.“
Aðrir nýir smitsjúkdómar voru í
brennidepli á Læknadögunum í gær,
þar sem rætt var um lyme-sjúkdóm-
inn, chikungunya-vírus, dangue-
flensu og ebólu.
MERS- veiran
(e. Middle East
respiratory
syndrome
coronavirus)
lýsir sér sem
skæð lungna-
bólga og hefur
nú greinst í 22
löndum. Hún
kom fram á sjónarsviðið árið
2012, í Sádi-Arabíu, og hefur
dregið tæplega 300 manns til
dauða þar í landi. Uppspretta
veirunnar er í leðurblökum en
menn smitast aðallega í gegn-
um kameldýr.
Birtingarmynd sjúkdómsins
getur verið hiti, hrollur, skjálfti
og vöðvaverkir. Höfuðeinkennin
eru þó hósti, mæði og blóðhósti
ásamt meltingafæraeinkennum.
MERS-VEIRAN
Birgir Jóhann-
esson læknir.
Helst á
Arabíuskaga
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Samninganefnd Starfsgreinasam-
bands Íslands kom saman til fundar
í Karphúsinu í gær til að ganga frá
kröfugerð í komandi kjaraviðræð-
um.
Björn Snæbjörnsson, formaður
SGS, sagði við Morgunblaðið að af-
loknum fundi að kröfugerðin yrði
ekki kynnt opinberlega fyrr en eftir
fund með samninganefnd Samtaka
atvinnulífsins næstkomandi mánu-
dag.
„Þetta var mjög góður fundur og
með þeim betri sem hafa verið í
samninganefnd Starfsgreinasam-
bandsins. Samstaðan og samheldnin
var mikil og góð. Fundurinn gefur
góðan tón fyrir það sem væntanlegt
er í vetur. Við göngum bjartsýn til
leiks um að gengið verði að okkar
kröfum en erum jafnframt tilbúin í
átök,“ segir Björn.
Formenn 16 aðildarfélaga SGS
sitja í samninganefnd en þrjú félög
til viðbótar, Flóabandalagið svo-
nefnda, ganga frá sinni kröfugerð
seinna í mánuðinum.
Skynjum hvað okkar fólk vill
Í Morgunblaðinu í gær sagði Þor-
steinn Víglundsson, framkvæmda-
stjóri SA, það tímabært að forysta
verkalýðshreyfingarinnar yrði
ábyrgari í yfirlýsingum sínum.
Sagði Þorsteinn enga innistæðu
vera fyrir tuga prósenta launahækk-
unum á vinnumarkaðnum.
Um þessi ummæli Þorsteins segir
Björn Snæbjörnsson: „Við skynjum
vel hvað okkar fólk segir og hugsar.
Við hlustum á okkar fólk og vitum
hvað það vill. Því finnst hreinlega að
það sé verið að halda láglaunafólki
niðri á meðan aðrir fá að leika sér
eins og þeir vilja. Samtök atvinnu-
lífsins spila þar stóra rullu.“
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu á miðvikudag er þungt hljóð
í forystu verkalýðshreyfingarinnar.
Áhersla er lögð á að hækka
lægstu launin og miða lágmarkslaun
við 300 þúsund krónur, sem er talið
formlegt framfærsluviðmið. Krafa
er uppi um að hækka skattleysis-
mörkin samkvæmt heimildum blaðs-
ins og leggja áherslu á krónutölu-
hækkanir.
Samninganefnd SGS gefur tóninn
Samstaða á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins Kröfugerðin upplýst eftir fund með
Samtökum atvinnulífsins á mánudag Göngum bjartsýn til leiks en tilbúin í átök, segir formaður SGS
Morgunblaðið/Eggert
Kjör Formenn 16 aðildarfélaga SGS á fundi samninganefndar í Karphúsinu
í gær. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, er við enda fundarborðsins.
Veður var hlýtt og milt á höfuð-
borgarsvæðinu í gær og kjörið til
útreiðartúra. Í dag hvessir við suð-
ur- og vesturströndina en hægara
verður norðaustanlands. Kólnar
síðdegis.
Hvasst framan af degi við suður- og vesturströndina
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aftur frost eftir skamma þíðu
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Hæstiréttur sýknaði í gær fjóra at-
vinnubílstjóra, sem allir höfðu verið
dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands
eystra til að greiða sekt vegna þess
að bíll og eftirvagn þeirra höfðu ver-
ið þyngri en umferðarlög leyfa.
Niðurstaða Hæstaréttar var að
vigtar, sem notaðar voru til að vega
bílana, hefðu ekki verið löggiltar og
ekki lægi fyrir að þær hefðu verið
kvarðaðar með réttum hætti.
Bílstjórarnir fjórir voru upphaf-
lega dæmdir til að greiða 30-60 þús-
und króna sekt en dómar voru
kveðnir upp í héraði síðari hluta árs
2013. Í dómi Hæstaréttar segir, að í
janúar 2013, eftir að málin voru dóm-
tekin í héraði, hafi Neytendastofa
sent bréf til Vegagerðarinnar þar
sem vakin var athygli á því að Neyt-
endastofu hefði borist ábending um
ólöggiltar vogir hjá Vegagerðinni og
var vísað til þess að mælitæki, sem
notuð væru til lögboðinna mælinga
og eftirlits, skyldu kvörðuð með
rekjanlegum kvörðunum af faggilt-
um aðilum. Óskaði Neytendastofa
eftir því að öxulþungavogir sem
Vegagerðin notar yrðu þegar í stað
löggiltar hjá aðilum sem starfa í um-
boði Neytendastofu og hafa heimild
til að löggilda vogirnar. Fyrir
Hæstarétt hafi verið lögð gögn þess
efnis að búið sé að löggilda allar vog-
ir umferðareftirlits. Ómótmælt sé
hins vegar, að vogir þær sem mældu
þunga umræddra bíla hafi ekki verið
löggiltar. „Menn hafa verið sektaðir
eftir þessum vogum frá því reglu-
gerðin var kynnt árið 2009 til ársins
2013. Spurning er hvort ríkið þurfi
ekki að endurgreiða þessar sektir?“
segir Guðmundur V. Gunnarsson,
eigandi GV grafna, þar sem bílstjór-
arnir fjórir starfa.
Engin sekt vegna
rangrar vigtar
Spyr hvort ríkið þurfi að endurgreiða