Morgunblaðið - 23.01.2015, Page 4
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Biskup og munkar Pétur Bürcher Reykjavíkurbiskup ásamt Benediktsmunkunum frá Frakklandi.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ábóti og tveir munkar úr St. Wandr-
ille-klaustri Benediktsreglunnar ná-
lægt Rúðuborg í Frakklandi eru
staddir hér á landi. Erindi þeirra er
m.a. að kanna aðstæður á Úlfljóts-
vatni með klausturhald í huga.
Munkarnir og prestar kaþólskra hér
á landi sungu messu í kirkjunni á
Úlfljótsvatni í gær. Endanleg
ákvörðun um klausturhald og hve-
nær það hefst verður tekin síðar.
Reiknað er með að þrjá til fimm
munka þurfi til að hefja klaustur-
haldið.
Benediktsmunkar fást gjarnan við
búrekstur og jarðrækt auk bæna-
gjörðar. Til greina kemur að munk-
arnir í klaustrinu á Úlfljótsvatni
muni starfa við skógrækt á staðnum,
en jörðin er sem kunnugt er í eigu
Skógræktarfélags Íslands og Skáta-
hreyfingarinnar.
Kaþólskir eru nú um 3,5% þjóð-
arinnar og telja um 13.000 manns.
Fjöldi þeirra hefur þrefaldast á síð-
asta áratug. Margt hefur áunnist í tíð
Péturs Bürchers, biskups í Reykja-
víkurbiskupsdæmi, sem lætur senn
af embætti af heilsufarsástæðum.
Hann afhenti Frans páfa lausn-
arbeiðni sína fyrir nokkrum mán-
uðum. Gerð er grein fyrir helstu
störfum og verkefnum Bürchers
biskups á árunum 2007-2015 í Kaþ-
ólska kirkjublaðinu. Þar kemur m.a.
fram að hann hafi lagt áherslu á að
fjölga prestum og eru þeir nú 18 tals-
ins. Þeir ásamt 31 nunnu úr alþjóð-
legum trúarreglum þjóna söfnuði
kaþólskra hér á landi.
Þá hefur Bürcher biskup staðið
fyrir framförum á sviði menntunar,
trúfræðslu og helgisiða innan kirkj-
unnar, m.a. með útgáfu bóka. Einnig
hefur hann unnið að því að styrkja
fjárhag og innviði biskupsdæmisins.
Í biskupstíð sinni hefur hann keypt,
helgað og blessað þrjár nýjar kirkjur
og tvær nýjar kapellur. Þær eru
kirkja Heilags Jóhannesar Páls II á
Ásbrú á Keflavíkurflugvelli, Corpus
Christi-kirkjan á Egilsstöðum,
Kirkja Heilagrar fjölskyldu Jesú,
Maríu og Jósefs á Höfn í Hornafirði,
lítil kapella í biskupshúsinu í Landa-
koti og húskapella hjá Systrum Móð-
ur Theresu frá Kalkútta. Kaþólskir
eiga nú alls 18 guðshús víða um land.
Talin er brýn þörf á að byggja
tvær nýjar kirkjur og er stefnt að því
að byggja kirkjur á Selfossi og Reyð-
arfirði. Einnig þarf að stækka Mar-
íukirkju í Breiðholti og eins Péturs-
kirkju á Akureyri.
Unnið er að því að koma á fót Mið-
stöð fyrir menntun og námskeið í
Stykkishólmi. Hún verður í húsnæði
við spítalann þar sem áður var rek-
inn leikskóli.
Benediktsmunkar
kanna klausturstofnun
Kaþólskum fjölgar og kirkjan færir út kvíarnar
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015
Jón Gunnarsson, formaður at-
vinnuveganefndar Alþingis, lagði
fram munnlega tillögu á fundi
nefndarinnar í gær um að skoðað
yrði hvort fjórir virkjanakostir til
viðbótar við Hvammsvirkjun ættu
að vera í nýtingarflokki. Lilja Raf-
ney Magnúsdóttir, þingmaður
Vinstri-grænna, greindi frá þessu
á þingfundi í gær og vakti tillagan
mikil viðbrögð á meðal þingmanna.
Forsætisnefnd kölluð saman
„Þetta mál er ekki bara háð
venjulegri þinglegri meðferð eða
meirihluta í nefndum. Um svona
mál gilda sérstök lög, hvernig eigi
að breyta virkjunarkostum og
færa milli flokka. Í þeim lögum
segir að ráðherra eigi að gera til-
lögur um nýja virkjunarkosti á
grundvelli umsagnar verkefna-
stjórnarinnar, ekki formaður at-
vinnuveganefndar. Hér er því um
lögbrot að ræða,“ sagði Guðmund-
ur Steingrímsson, þingmaður
Bjartrar framtíðar. Aðrir þing-
menn stjórnarandstöðunnar sögðu
í ræðum sínum að breytingartil-
lagan bryti gegn samkomulagi
flokkanna um rammaáætlunina.
Gerðu þeir því skóna að markmið
stjórnvalda væri að afnema
rammaáætlun. Var Einar K. Guð-
finnsson, forseti Alþingis, hvattur
til að kalla saman forsætisnefnd til
þess að kanna hvort Jón gæti lagt
fram umrædda breytingartillögu. Í
kjölfar fundarins steig Einar í
pontu og sagði að hann gæti ekki
sem forseti þingsins skert rétt
manna til þess að koma með breyt-
ingartillögur.
Róbert Marshall, þingmaður
Bjartrar framtíðar, gagnrýndi síð-
an Jón Gunnarsson harðlega í um-
ræðum um fundarsköp forseta,
sem hófust eftir að forseti þingsins
lauk máli sínu. Kallaði hann Jón
„pólitíska gungu“ fyrir að þora
ekki að skrifa tillögur sínar niður
á blað. „Það hefur enginn séð til-
lögu háttvirts þingmanns, hann
hefur ekki þorað að skrifa hana
niður á blað. Hvar er hana að
finna? Hún er bara í hausnum á
háttvirtum þingmanni. Ég vor-
kenni houm að vera svona mikill
pólitískur heigull að þora ekki að
fara fram með eigið mál,“ sagði
Róbert. Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra sagði að farið væri
með margt rangt mál í þingsal.
Breytingartillagan hefði aðeins
verið lögð fram til umsagnar í
þinginu. Þá hefði engin ákvörðun
verið tekin um að virkja.
bmo@mbl.is
Vilja skoða
fjóra nýja
virkjunarkosti
Tillaga lögð fram munnlega á þingi
Deilt var um lögmæti tillögunnar
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Lögmæti Deilt var um lögmæti til-
lögu Jóns Gunnarssonar í gær.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Byrjað er að pressa repjufræ í Ás-
gerði í Hrunamannahreppi. Repju-
olían verður notuð í minkafóður í
stað aðkeyptrar fitu og allt hratið
sömuleiðis sem próteingjafi í fóðrið.
Er þetta nýjung hér á landi.
Feðgarnir og loðdýrabændurnir
Þorbjörn Sigurðsson og Sigurður
Jónsson í Ásgerði hafa ræktað repju
og nepju í þrjú ár. Þorbjörn segir að
þeir hafi verið að prófa sig áfram
með mismunandi afbrigði og upp-
skeran verið misjöfn. Í sumar feng-
ust aðeins 1,5 tonn af þurrkuðu fræi
af hverjum hektara en áður höfðu
mest náðst 2,8 tonn. Safnast hafa
upp um 30 tonn af repjufræi og nú
ákváðu bændur að kaupa sér pressu
til að gera úr því verðmæti.
Þorbjörn segir að notuð sé að-
keypt olía til að styrkja minkafóðrið
á sumrin, þegar auka þurfi orkuna í
því. Þorbjörn segir að repjuolía úr
þeirra eigin uppskeru komi aðeins í
stað hluta þeirrar olíu sem keypt er
að. Hann tekur fram að repjuolían sé
mjög góð í fóðrið en margfalda þurfi
ræktunina til að hún geti komið al-
veg í stað annarrar fitu.
Prófa hvernig hratið virkar
Þorbjörn hefur hug á því að nota
hratið sem til fellur við pressunina til
að auka próteinið í fóðrinu. Segir að
oft vanti prótein á veturna og í
minna mæli á sumrin. Fiskimjöl hef-
ur mikið verið notað í þessum til-
gangi en það er dýrt enda hágæða-
prótein.
„Við eigum eftir að prófa hvernig
hratið virkar, hvernig hægt er að
nýta það í stað aðkeyptra hráefna,“
segir Þorbjörn og lætur þess getið
að hann sé að afla sér upplýsinga hjá
sérfræðingum um þetta.
Hálmurinn sem til fellur við repju-
ræktina nýtist einnig, ýmist sem
undirburður undir dýrin eða til sölu í
svepparækt.
„Þetta er liður í að nýta landið sem
maður á. Ég rækta korn og repju
með skít frá búinu og nota engan
tilbúinn áburð. Svo er gaman að fást
við eitthvað nýtt,“ segir Þorbjörn.
Liður í að nýta landið sem maður á
Loðdýrabændur í Ásgerði rækta repju og nota olíuna og hratið í fóður fyrir minkana
Olían kemur að hluta til í stað aðkeyptrar olíu og reynt verður að nota hratið í stað fiskimjöls
Ljósmynd/Ólafur Eggertsson
Repjupressun Feðgarnir og minkabændurnir í Ásgerði taka nýju pressuna
í notkun, f.v. Páll Sigurðsson, Sigurður Jónsson og Þorbjörn Sigurðsson.
Benediktsreglan er stærsta klausturreglan í kaþ-
ólskum sið. Hún er kennd við Benedikt frá Núrsíu
sem stofnaði regluna á 6. öld e. Kr. á Ítalíu. Bene-
diktsklaustur geta ýmist verið munka- eða nunnu-
klaustur. Ellefu klaustur voru stofnuð hér í kaþ-
ólskum sið. Á meðal þeirra voru Benediktsklaustrin
Þingeyraklaustur, Munkaþverárklaustur og Hítar-
dalsklaustur. Viðeyjarklaustur var mikilvægt
menntasetur en þar starfaði lengstum Ágústínus-
arregla en einnig Benediktsreglan um stutt skeið og
tók þá Ágústínusarreglan aftur við klaustrinu. Eins tilheyrðu nunnu-
klaustrin á Kirkjubæ og Reynistað Benediktsreglunni.
Stærsta klausturreglan
BENEDIKTSREGLAN ANNAÐIST REKSTUR NOKKURRA
KLAUSTRA HÉR Á ÖLDUM ÁÐUR, M.A. Í VIÐEY
Heilagur Benedikt
frá Núrsíu.
Virkjanirnar sem um ræðir eru Hvammsvirkjun, Holta-
virkjun, Urriðafossvirkjun í Þjórsá og Hagavatns-
virkjun. Í nóvember á síðasta ári lagði Jón fram tillögu
á Alþingi um að átta virkjunarkostir yrðu skoðaðir og
mætti sú tillaga mikilli andstöðu á þingi. Jón
Gunnarsson vísaði gagnrýni þingmanna á bug í gær
og sagði að aðeins stæði til að skoða hvort þessir
kostir ættu heima í nýtingarflokki og að umsagnar-
frestur hefði verið gefinn fram í febrúar. Eins og stað-
an er í dag eru þessir fjórir kostir í bið.
Fjórir kostir úr biðflokki
DEILT UM VIRKJANIR Á ALÞINGI
Jón Gunnarsson