Morgunblaðið - 23.01.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.01.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Jöklar á norðanverðu landinu og sérstaklega Drangajökull hafa undanfarin 20 ár verið á talsvert öðru róli en aðrir jöklar landsins. Á sama tíma og stórjöklarnir hafa rýrnað hvert einasta ár og skrið- jöklarnir hopað hafa komið nokkur ár sem Drangajökull hefur aukið við sig og sömuleiðis jöklar beggja vegna við Eyjafjörð. Þetta segir Oddur Sigurðsson, sérfræðingur á sviði jöklarann- sókna hjá Veðurstofunni, en hann hefur í fjölda ára fylgst með þróun jökla, mælt þá og myndað. Hann segir að síðastliðinn vetur og vet- urinn þar áður hafi verið mikil snjósöfnun á Norðurlandi og jökl- ar þar hafi aukið við sig þessi tvö ár. „Á síðustu 20 árum hafa komið ár sem þeim hefur aukist efni á sama tíma og stóru jöklarnir; Langjökull, Hofsjökull, Mýrdals- jökull og Vatnajökull, hafa allir minnkað hvert einasta ár,“ segir Oddur. Drangajökull er fimmti stærsti jökull landsins á eftir Mýr- dalsjökli, en allir eru þeir meira en 100 ferkílómetrar að stærð. Svona eindregið og mikið hop þekkjum við ekki úr sögunni „Það hafa nánast allir jöklar hopað og svona eindregið og mikið hop þekkjum við ekki úr sögunni,“ segir Oddur. „Hvert nýtt ár er viðbót við þessa þróun og það kemur okkur ekki lengur á óvart að þessi þróun haldi áfram. Sumir segja að það geri mann bara hræddan að stefnan skuli vera svona eindregin í loftslaginu og við þekkjum ekkert þessu líkt. Þetta á við skriðjökla út úr meg- injöklum, en einnig staka jökla. Reyndar er kannski ekki heppilegt að tala um skriðjökla því allir jökl- ar skríða.“ Stórjöklarnir hafa rýrnað, nema Drangajökull sem er á öðru róli  Síðustu 20 ár hafa komið ár sem jöklum á norðanverðu landinu hefur aukist efni Ljósmynd/Oddur Sigurðsson Drangajökull er fimmti stærsti jökull landsins Myndin er tekin úr Kalda- lóni í september árið 2001. Frá vinstri efst á myndinni eru Hljóðabunga, Reyðarbunga og Hrollaugsborg. Það ár var snælínan mjög neðarlega á jöklinum sem þýðir að þetta ár hefur jökullinn aukið við sig. Velferðarráð Reykjavíkur- borgar ákvað á fundi sínum í gær að afnema viðbótargjald fyr- ir notendur ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Í gjaldskrá verður 1.100 króna gjald fyrir hverja ferð umfram 60 á mánuði fellt niður og miðað við hálft gjald í strætó. Var tillagan samþykkt einróma á fund- inum. Í tilkynningu frá Reykjavík- urborg segir einnig að ákveðið hafi verið að fresta ákvörðun vegna breytinga á reglum um hámarks- fjölda ferða til næsta fundar hinn 5. febrúar, í ljósi athugasemda sem komu fram í áliti umboðsmanns borgarbúa sem bárust velferðarráði seint í fyrradag. Velferðarráð mun áfram funda með Strætó og fylgjast náið með framkvæmd þjónustunnar eftir því sem kemur fram í tilkynningunni. „Borginni er í mun að framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðs fólks gangi eins vel og kostur er og að breyt- ingar á fyrirkomulagi verði til að bæta hana,“ segir í tilkynningunni. Viðbótar- gjald fellt niður  Breyting á ferða- þjónustu fatlaðra Aðstæður hóps vísindamanna til mælinga við gosstöðvarnar í Holu- hrauni voru erfiðar í gær, að sögn Evgeniu Ilyinskaya eldfjallafræð- ings. „Það var logn og þá berst mökk- urinn beint upp í loftið og leggur ekki með jörðinni. Þá er mun erf- iðara að ná sýni. En það fór að bæta í vindinn í kringum sólarlag og þá var öllum mælitækjum hent út. Það er líka verið að setja upp síritandi mæli sem verður hérna áfram,“ sagði hún og átti von á að vís- indamennirnir yrðu að störfum eitt- hvað frameftir kvöldi. Mæla við erf- iðar aðstæður Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Hæstiréttur staðfesti í gær sex ára fangelsisdóm yfir karlmanni fædd- um 1981 sem dæmdur var í héraðs- dómi fyrir frelsissviptingu, hótanir, líkamsárás og nauðgun á barnsmóð- ur og fyrrverandi unnustu sinni auk brots gegn valdstjórninni aðfaranótt og framundir morgun jóladags 2013. Í dómnum kemur fram að mað- urinn hafi haldið konunni nauðugri í íbúð sinni í fimm klukkustundir áður en henni tókst að flýja til nágranna. Á þeim tíma hafi hann kýlt hana í síð- una, hendur, andlit og hnakka og á sama tíma hótað að berja hana til dauða. Þá hafi hann notað hníf og rispað konuna. Meðal annars beitti hann konuna ofbeldi fyrir framan barn þeirra. Þá var hann sakfelldur fyrir að nauðga konunni og þvinga hana til samræðis og annarra kynferðismaka meðan á frelsissviptingunni stóð. Í dómi héraðsdóms er tekið fram að atlagan hafi verið sérlega hrotta- fengin. Í dómi hæstaréttar segir að við ákvörðun sé ákærða til refsi- þyngingar að nauðgunarbrot hans var framið á sérstaklega meiðandi hátt. Loks var hann sakfelldur fyrir að hóta lögreglumanni sem var á vett- vangi við skyldustörf og að beita hnífi gegn lögreglu er hún reyndi inngöngu í íbúðina. Auk fangelsis- dómsins er manninum gert að greiða konunni 3,5 milljónir króna í skaða- bætur og dóttur þeirra 800 þúsund krónur. Þá var honum gert að greiða áfrýjunarkostnað upp á rúmar 809 þúsund krónur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hæstiréttur Íslands Staðfestur var sex ára dómur yfir manninum. Hæstiréttur stað- festi sex ára dóm  Hélt barnsmóður nauðugri, barði hana og nauðgaði Oddur hefur í fjölda ára í samstarfi við Jöklarann- sóknafélagið fylgst með þróun skriðjökla, meðal annars með mælingum á jökulsporðunum. Verið er að leggja lokahönd á yfirlit um þróun þeirra á síð- asta ári, en Oddur segist ekki eiga von á öðru en að þróun síðustu tveggja áratuga hafi haldið áfram í fyrra. Á síðasta ári missti Ok eða Okjökull stöðu sína sem jökull þar sem hann uppfyllir ekki lengur við- mið til að hægt sé að kalla hann jökul. Árið 1890 var Ok 16 ferkílómetrar að flatarmáli, en hefur minnkað jafnt og þétt síðan. Var jökullinn aðeins orðinn 0,7 ferkíló- metrar sumarið 2012. Jöklar sem hafa hlotið sömu örlög og eru nánast horfnir sem jöklar eru Forsælu-, Hattar- og Snótarjökul í Kerlingarfjöllum sem hurfu um 1970 og Morsárjökull, sem var skrið- jökull úr Hofsjökli í Lóni, svo dæmi séu tekin. Mælingar á jökulsporðum NOKKRIR SKRIÐJÖKLAR HAFA HORFIÐ Oddur Sigurðsson Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flottir í fötum ÚTSALAN í fullum gangi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.