Morgunblaðið - 23.01.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.01.2015, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Ég er ekki ennþá alveg búin að átta mig á þessu og er í hálfgerðu áfalli. Ég bjóst aldrei við svona góðum árangri,“ segir Ólöf Embla Kristinsdóttir hjá VBC sem varð Evrópumeistari í flokki hvítbeltinga undir 64 kg í brasilísku jiu jitsu (BJJ). Evrópumótið er haldið í Lissa- bon í Portúgal og stendur til 25. janúar. Eftir glímuna kom í ljós að andstæðingur hennar í úrslitaglímunni var Luciana Cristina Leite Galvao. Hún er litla systir stórmeistarans Andres Galvaos en hún æfir einnig hjá bróður sínum. Ólöf hafði ekki hugmynd um hver andstæðingurinn var og segir hlæjandi að hún hefði eflaust verið öðruvísi stemmd fyrir glímuna ef hún hefði vitað hversu sterkur andstæðingur hún væri. Ólöf, sem er tvítug að aldri, byrjaði að æfa BJJ fyrir einu og hálfu ári. Áður hafði hún æft sund í níu ár. „Það hefur eflaust hjálpað mér því ég var í góðu formi.“ Hún náði að keppa á nokkrum mótum heima áður en hún fór á Evrópumótið. Ólöf hefur mjög gaman af glímunni og seg- ist ætla að halda áfram af krafti enda gaman að eiga við andstæðingana og reyna að hugsa út fyrir boxið. Æfinga- félagi Ólafar, Guðrún Björk Jónsdóttir hjá VBC, vann til silfurverðlauna í flokki hvítbeltinga undir 79 kg. „Við er- um alveg í skýjunum með árangurinn,“ segir Ólöf sem var að fara að styðja við bakið á félögum sínum á mótinu. Á Evrópumeistarmótinu eru 22 Íslendingar frá fimm félögum skráðir til leiks. Keppt er eftir fimm- beltaflokkum: hvítu, bláu, fjólubláu, brúnu og svörtu, en auk þess eru keppendur einnig flokkaðir eftir aldri og þyngd. 3.400 keppendur eru skráðir til leiks sem gerir þetta að stærsta BJJ-móti sem haldið hefur verið til þessa. 22 Íslendingar keppa á stærsta Evrópumeistaramóti í brasilísku jiu jitsu í Lissabon Evrópumeistari Ólöf og Luciana C.L. Galvao voru kampakátar eftir glímuna en Ólöf bar sigur úr býtum. Ekki áttað sig á sigrinum Morgunblaðið/Eggert Ljósmyndari Sigríður Ella Frímannsdóttir opnar ljósmyndasýningu þann 5. febrúar á Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsinu. um fólksins til að vinna myndaröðina með því. Í pels á ströndinni Verkefnavinnslan í vinnustof- unni gengur þannig fyrir sig að þátt- takendur fara út að mynda að morgni til, mynda allan daginn og fá svo endurgjöf eða viðbrögð frá kenn- urunum og svo er haldið áfram. „Þetta er alveg rosalega lærdóms- ríkt og gengur dálítið hratt fyrir sig. Maður verður að vera snöggur að átta sig og það er virkilega gaman að vinna svona,“ segir Sigga Ella. „Í lok námskeiðsins var síðan yfirferð yfir Ljósmynd/Sigga Ella Flottur Teknar voru myndir af 21 einstakling með Downs-heilkenni. Hugsunin að baki er sú hvort við séum smám saman að útrýma fólki með Downs-heilkenni í kjölfar tækninnar. öll verkefnin og lítil sýning á Þjóð- minjasafninu. Mary Ellen gaf nem- endum umsögn og ég fékk góða um- sögn sem ég var rosalega ánægð með. Hún mælti hiklaust með því að ég færi að vinna á setti í kvikmynd- um hér heima eða erlendis svo það er eitthvað sem ég er að skoða og hefði mikinn áhuga á að prófa,“ segir Sigga Ella sem meðan á vinnustof- unni og náminu stóð fór út að mynda með alla pelsana í farteskinu og þá hófust töfrarnir. Annars vegar myndaði hún tón- listarfólk í pelsum á heimilum þeirra og hins vegar fór hún á hina ýmsu staði og myndaði ókunnugt fólk í pelsum. „Mig langaði að vera með pelsinn þar sem hann á í rauninni ekki heima. Það eru ekkert allaf allir í pels. Þannig að ég keyrði bara út um alla Reykjavík með pelsana, fór upp í Breiðholtið og í Nauthólsvík þar sem fólk var á ströndinni í sund- fötum, fór með pels út á Granda í fiskvinnsluna og fékk fólk til þess að vera með mér. Allir nema einn tóku ótrúlega vel í það,“ segir ljós- myndarinn Sigríður Ella Frímanns- dóttir um verkefni síðasta árs. Áhugasamir ættu að bregða sér á sýninguna sem opnuð verður 5. febrúar á Ljósmyndasafni Reykja- víkur í Grófarhúsinu. Einnig má skoða verk Siggu Ellu á vefsíðu hennar, www.siggaella.com. Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is CHEVROLET LACETTI STATION 05/2007, ekinn 141 Þ.km, 5 gíra. TILBOÐ 690.000, ásett verð 890 þkr. Raðnr.253201 áwww.BILO.is HYUNDAI GETZ GL 08/2005, ekinn 130 Þ.km, bensín, 5 gíra. TILBOÐ 590.000. Ásett verð 890 þkr. Rnr.253199 á www.BILO.is VW CADDY sendibíll 01/2005, ekinn aðeins 78 Þ.km, bensín, 5 gíra, klæddur að innan, mjög snyrtilegur!. Verð 880.000. Raðnr.253190 á www.BILO.is M.BENZ ML 320CDI AMG Árgerð 2007, ekinn 158 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, AMG útlit. Verð 5.290.000. Raðnr.253164 áwww.BILO.is HONDA CR-V Lifestyle 12/2011, ekinn 49 Þ.km, sjálfskiptur. STAÐ- GREIÐSLUTILBOÐ 3.990 þkr. ásett verð 4.290 þkr. Raðnr.282860 áwww.BILO.is Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.