Morgunblaðið - 23.01.2015, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015
Traust og góð þjónusta í 18 ár
HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200
OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18, LAUGARDAGA 11-14
Er ekki kominn tími á að fá sér
góð les-, tölvu- eða fjærgleraugu
Verð frá 19.900,-
umgjörð og gler
Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is
Opið mánudaga til föstudaga 11 - 18 I laugardaga 11 - 16
ÚT
SA
LA10 - 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUMHÚSGÖGNUM OG SMÁVÖRU
Sly SVEFNSÓFI / Svefnbreidd 140x200
Spingdýna / verð áður kr. 139.900
Valmont 3ja sæta sófi
Verð áður kr. 151.300
ÚTSALA kr. 109.900
ÚTSALA kr. 128.600
S V E F N S Ó F I
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Fjölbrautaskólanum í Ármúla (FÁ)
var í vikunni afhentur Grænfáninn í
fimmta sinn. Skólinn hefur tekið
þátt í verkefni Landverndar, Skólar
á grænni grein, í
10 ár, eða lengst
framhaldsskóla
hér á landi. Um
alþjóðlegt um-
hverfisverkefni
er að ræða sem
Landvernd gerð-
ist aðili að árið
2000. Í dag eru
um 230 skólar í
landinu þátttak-
endur, allt frá leikskólum upp í há-
skóla, og nemendur þeirra alls um
45 þúsund talsins.
Sigrún Magnúsdóttir umhverfis-
ráðherra afhenti fulltrúa FÁ fánann
við formlega athöfn. Við sama tæki-
færi opnaði Illugi Gunnarsson
menntamálaráðherra Verkefna-
kistuna, sem er rafrænn vettvangur
á netinu fyrir kennara til að skiptast
á verkefnum í tengslum við Skóla á
grænni grein.
FÁ fyrirmynd annarra skóla
Katrín Magnúsdóttir, verkefnis-
stjóri Skóla á grænni grein, segir
það hafa verið vel við hæfi að athöfn-
in færi fram í FÁ, sem hefði staðið
sig afar vel í umhverfismálum og
verið öðrum skólum fyrirmynd.
„Þetta er umhverfismenntaverk-
efni fyrir skóla, sem vilja taka sig á í
umhverfismálum, setja sér markmið
og uppfylla þau. Ef við metum það
svo að viðkomandi skóli standi sig
afhendum við Grænfánann til að
flagga í skólanum. Verkefnið gengur
aðallega út á að virkja nemendur og
skólann allan og gera fólk betur
meðvitað í umhverfismálum,“ segir
hún.
Af þessum 230 skólum eru flestir
leik- og grunnskólar, en æ fleiri
framhaldsskólar hafa tekið þátt í
verkefninu. Að sögn Katrínar er
misjafnt eftir skólum hvernig verk-
efnið er framkvæmt. Í framhalds-
skólum séu t.d. starfandi umhverf-
isráð með þátttöku nemenda, sem fá
vinnuna metna til eininga. Starfa
umhverfisráð þá eftir þeim mark-
miðum sem skólinn hefur sett sér.
Víða í grunnskólum eru tveir nem-
endur úr hverjum árgangi á ung-
linga- (og miðstigi) skipaðir í svona
ráð. Fundað er reglulega og áhersla
lögð á lýðræðisleg vinnubrögð. Kall-
að er eftir hugmyndum frá nem-
endum og fulltrúar þeirra standa
síðan fyrir fræðslu og kynningum til
allra í skólanum.
Tengir skólana betur saman
Katrín segir Verkefnakistuna
hafa komið til eftir að endurskoðun
fór fram fyrir nokkrum árum á verk-
efninu. Kennarar hafi óskað eftir
vettvangi til að skiptast á hug-
myndum og verkefnum og mark-
miðið sé jafnframt að tengja skólana
betur saman. Ekki þurfi að finna
upp hjólið á hverjum stað.
„Meginmarkmiðið hjá okkur er að
auka umhverfisvitund nemenda og
kennara. Það er mikilvægt að byrja
snemma að leggja áherslu á hvað
það skiptir miklu máli að ganga vel
um umhverfið, taka ábyrgð á eigin
hegðun og hugsa þetta í hnattrænu
samhengi. Við tökum tillit til bæði
mismunandi þema í Grænfánaverk-
efninu og grunnþátta nýrrar aðal-
námskrár allra skólastiga,“ segir
Katrín.
Grænfáni rafvæddur
Skólar á grænni grein skiptast á verkefnum á netinu
Fjölbrautaskólinn í Ármúla fékk Grænfánann í 5. sinn
Morgunblaðið/Þórður
Grænfáni Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra afhenti Bergdísi Helgu
Jónsdóttur, formanni umhverfisráðs FÁ, Grænfánann við athöfn í vikunni.
Grænfáninn
» Við athöfnina í FÁ flutti Óm-
ar Ragnarsson hugvekju um
umhverfismál og Reykjavíkur-
dætur sungu.
» Alls eru um 230 skólar hér á
landi þátttakendur í verkefninu
Skólar á grænni grein.
Katrín
Magnúsdóttir
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins halda því fram að ný úttekt
sem Intellecta vann fyrir innri end-
urskoðun Reykjavíkurborgar um
sameiningu skóla sé áfellisdómur yf-
ir öllu sameiningarferlinu. Úttektin
á stofnun skóla- og frístundasviðs
borgarinnar og sameiningu grunn-
skóla var lögð fram í borgarráði í
gær. Fulltrúar meirihlutans líta öðr-
um augum á úttektina og segja
margt fá þar góða einkunn þótt al-
varlegar athugasemdir séu gerðar
við samráðsskort.
Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins segir að í úttektinni sé í einu og
öllu tekið undir gagnrýni borgarfull-
trúa Sjálfstæðisflokksins á samein-
ingu skóla. „Rauði þráðurinn í
skýrslunni er að samráð var algjör-
lega ófullnægjandi auk þess sem
skorti framtíðarsýn og faglegar og
fjárhagslegar forsendur. Í sem
skemmstu máli fær sameiningarferl-
ið, undirbúningur og framkvæmd
verksins falleinkunn,“ segir þar.
Miklar deilur urðu um sameiningu
grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu á
sínum tíma, sem meirihluti Besta
flokksins og Samfylkingarinnar
réðst í á síðasta kjörtímabili.
Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar
framtíðar, Vinstri-grænna og Pírata
bókaði á móti á borgarráðsfundinum
í gær að þeir flokkar sem stæðu að
nýjum meirihluta sem áttu á þessum
tíma sæti í borgarstjórn hefðu ekki
verið samstiga í afstöðunni til skóla-
sameininga á síðasta kjörtímabili.
Núverandi meirihluti væri hins veg-
ar sammála um það mat að skýrslan
bæri með sér að í verkefninu hefði
margt verið vel gert og fengi góða
einkunn en gerðar væru alvarlegar
athugasemdir við mikilvæga þætti,
ekki síst þá sem lytu að samráði við
hagsmunaaðila og skorti á pólitískri
samstöðu.
Segja nýja úttekt
vera áfellisdóm
Ólík sýn á skýrslu um sameiningu skóla
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Skóli Hvassaleitisskóli sameinaðist
Álftamýrarskóla í Háaleitisskóla.