Morgunblaðið - 23.01.2015, Síða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015
Í öllu þessu ferli sýnist hafa verið
beitt skipulegum blekkingum og
rangri upplýsingagjöf til Alþingis og
almennings til að ná málum fram.
Rétt til upprifjunar er vert að
halda til haga að þegar Framsókn-
arflokkurinn hélt því fram vorið 2009
að lán hefðu verið afskrifuð áður en
þau voru færð í hina nýju banka var
það miskunnarlaust barið niður af yf-
irvöldum sem rangfærslur, þótt yf-
irvöld vissu að rétt væri.“
Friða erlenda kröfuhafa
Í greinargerðinni segir að við lest-
ur fundargerða hinnar svokölluðu
stýrinefndar um samninga við er-
lenda kröfuhafa sumarið 2009 komi í
ljós að meginverkefni nefndarinnar
virðist hafa verið að friða hina er-
lendu kröfuhafa með því að leita leiða
til að taka upp/fara framhjá lögmæt-
um úrskurðum FME frá október
2008 til þess að bæta hlut erlendra
kröfuhafa og færa þeim ávinning í
sinn hlut.
Þessi vinna nefndarinnar hafi síð-
an leitt til þess að gerðir voru samn-
ingar milli fjármálaráðuneytisins og
skilanefnda föllnu bankanna á árinu
2009. Í hverjum banka fyrir sig hafi
verið samið um að taka skyldi upp
mat FME / Deloitte LLP á verðmæti
þeirra krafna sem fluttar höfðu verið
yfir í hina nýju banka.
„Ákveðið var í þeim störfum að
víkja skyldi frá forsendum og stofn-
úrskurðum Fjármálaeftirlitsins frá
október 2008 þannig að starfsmönn-
um bankanna var sigað á viðskipta-
vini bankanna til þess að færa skila-
nefndunum af geðþótta ávinning/
hagnað umfram þá niðurstöðu sem
orðið hafði samkvæmt lögmætri
ákvörðun FME sem tekin var með
heimild í 5. gr. neyðarlaganna,“ segir
orðrétt í greinargerðinni.
Í lok greinargerðarinnar segir
Víglundur: „Að lokum er rétt að
halda til haga að enn er tími til rann-
sóknar á þessum þáttum þar sem
fyrningarfrestur þessara meintu
auðgunarbrota sýnist vera 10 ár.
Það er því nægur tími fyrir Alþingi
að hlutast til um rannsókn þessara
mála.
Vel má hugsa sér að þingið feli um-
boðsmanni sínum slíka rannsókn eða
þá embætti ríkissaksóknara.“
Sjá nánar á mbl.is þar sem skoða
má stofnúrskurði FME og önnur
skjöl Víglundar.
felld
Samsett mynd/Eggert
Bankarnir Víglundur ger-
ir opinbera stofnúrskurði
FME frá í október 2008.
„Hér legg ég fram gögn sem staðfesta að bank-
arnir hafi eignast nettókröfur, eftir að búið var
að afskrifa þær að stórum hluta,“ sagði Víg-
lundur Þorsteinsson í samtali við Morgunblaðið.
Víglundur rifjar upp að framsóknarmenn hafi á
sínum tíma haldið því fram að svona hafi þetta
gerst, en þáverandi stjórnvöld, ekki síst Stein-
grímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráð-
herra, og hans samverkamenn hafi ávallt sagt að
svo hafi ekki verið.
„Vinstri stjórnin hún blekkti og laug allan tím-
ann. Það var aftur og aftur logið, þegar því var
haldið fram að staðhæfingar Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar um að afskriftirnar hefðu verið
dregnar frá, áður en lánin voru flutt í nýju bank-
ana, væru rangar,“ segir Víglundur.
„Steingrímur J. Sigfússon, til þess að frið-
þægja erlenda kröfuhafa, lét rífa upp stofn-
úrskurði FME og breyta, til
ábata fyrir hrægammasjóði,“
sagði Víglundur.
„Eftirleikurinn voru sam-
felldar blekkingar og svik,
sem gengu svo langt að það
var ekki bara að skuldararnir
og þjóðin væru blekkt, í dag-
legum umræðum um málið,
heldur hafa dómstólar verið
blekktir allan tímann, því
þessi gögn hafa aldrei verið
lögð fyrir dómstóla. Það hafa frá hruni verið
kveðnir upp margir dómar, þar sem fram hefur
komið að bankarnir hafa þóst eiga annað en þeir
eignuðust í raun,“ segir Víglundur.
„Með neyðarlögunum voru kröfur haldlagðar
til að jafna á móti innlánum og jafnframt voru öll
tryggingaréttindi haldlögð. Bankarnir eign-
uðust þannig aldrei neitt annað en nettó það sem
var fært í bækur þeirra 2008.
Jafnframt var öllum erlendum kröfum bank-
anna umbreytt í íslenskar krónur miðað við
gengi 30. september 2008.“
Víglundur segir að vitanlega hafi neyðarlögin
verið sett til þess að eyða snöggt og ákveðið eins
mikið og mögulegt var áhrifum hrunsins á al-
menning og atvinnulíf í landinu og til þess að
koma í veg fyrir langvarandi stöðnun vegna rétt-
arágreinings.
„Þegar Steingrímur J. fór í sína vegferð 2009
og lét rífa upp stofnúrskurði FME, þá eyddi
hann þar með þeim jákvæðu áhrifum sem hefðu
getað orðið og framlengdi kreppu á Íslandi, sem
enn stendur,“ sagði Víglundur Þorsteinsson að
lokum.
„Skuldarar og þjóðin voru blekkt“
Víglundur
Þorsteinsson
Skannaðu kóðann
til að sækja skjöl
og gögn Víglundar