Morgunblaðið - 23.01.2015, Page 23

Morgunblaðið - 23.01.2015, Page 23
Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað. nema tvær mínútur að ganga í leikskólann á Hörðuvöllum þar sem sonur okkar er. Við leigjum ágæta íbúð hér í hjarta bæjarins. Líkar það vel, við treystum okkur ekki í eignakaup í bráð,“ segir Edyta. „Þá finnst mér bæjar- yfirvöld koma vel til móts við fólk af erlendum uppruna sem hér býr og þarf þjónustu. Sjálf var ég spurð að því í fyrra hvað mætti bæta í þeirri þjónustu og þar benti ég á að upplýsingar þyrftu að vera á fleiri tungumálum og úr því á víst að bæta,“ segir Edyta og bæt- ir við að fjölskylda sín sé komin til að vera á Íslandi. Í heimsóknum sínum til Póllands nú finni þau að ræturnar séu hér. Hefur vegnað vel á Íslandi Edyta er í hálfu starfi á bóka- safninu í Hafnarfirði auk þess sem hún rekur lítið hreingerninga- fyrirtæki með eiginmanni sínum. Starfsemin, sem hófst síðasta sum- ar, hefur farið ágætlega af stað. „Við unnum áður við þrif sem launafólk en fórum svo í eigin rekstur. Verkefnin eru næg, launin ágæt og vinnutíminn sveigjan- legur. Okkur hefur vegnað vel á Íslandi,“ segir bókavörðurinn – kona sem er með allt á hreinu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bókaormar Staðan könnuð. Valdemar Pálsson og Edyta með Yrsu á pólsku. æfingar í húsinu niður meðan á leik stendur. Þetta segir allt til sín.“ Körfuboltakrakkar úr öllum bænum Aðstaða Hauka á Ásvöllum, sem tekin var í notkun árið 2001, er glæsileg. Þar er stórt íþróttahús og knattspyrnuvöllur með gervi- grasi. Nú er svo komið að bæta þarf við. Nauðsynlegt þykir nú, að sögn Ívars, að byggja íþróttasal sem væri að minnsta kosti löglegur körfu- og handknattleiksvöllur, það er 40 x 20 metrar að stærð. Slíkt telja menn að yrði mikil lyfti- stöng fyrir allt starfið, hvort held- ur fyrir meistaraflokka félagsins eða barna- og unglingastarfið. Á þeim vettvangi er fótboltinn vin- sælastur; iðkendur þar eru um 400, í handboltanum eru um 280 krakk- ar og nærri 200 í körfunni. „Jú, vissulega vinna ytri að- stæður alltaf með ákveðnum íþróttagreinum og auka vinsældir þeirra. Val á Jóni Arnóri Stef- ánssyni sem íþróttamanni ársins 2014 hefur aukið áhuga krakkanna á körfu og ef Íslendingum gengur vel á HM í handbolta í Katar gerist hið sama þar,“ segir Ívar, sem er reyndur þjálfari í körfuboltanum og enn að. Frístundaskólinn vinsæll Vellirnir eru barnahverfi Hafnarfjarðar en flestir Hauka- krakkar koma þaðan af Hvaleyr- arholti og úr Áslandi. Körfubolta- krakkar koma hins vegar úr því sem næst öllum bænum. En sannarlega er nær- umhverfið áherslumál og í vetur standa Haukar fyrir rekstri frí- stundaheimilis á Ásvöllum. Það er opið alla virka daga fyrir nem- endur í Hafnarfirði þó svo að að- allega séu þetta krakkar af Völl- unum, í 1. og 2. bekk. Börnin eru sótt í skólann og komið á Ásvelli, en heimilið er opið frá 13 til 17:00 – og alveg frá morgni séu einhver frávik í hefðbundnu skólastarfi. Á frístundaheimilinu er farið í ýmsa leiki, glímt við þrautir, spilað, púsl- að, farið í útileiki og svo framvegis. „Tveir lærðir kennarar annast þetta starf og í vetur hafa um 30 krakkar komið á Ásvelli á degi hverjum til að vera með. Eins og staðan er núna þá er kominn bið- listi og áhuginn eykst sífellt,“ segir Ívar að síðustu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sportið Körfuboltamaðurinn Ívar Ásgrímsson er íþróttastjóri Hauka. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015 Þrátt fyrir verulegan samdrátt í lönduðu magni bolfisks undanfarin ár er Hafnarfjörður áfram einn af stærstu útgerðarstöðum landsins. Þar bárust á land 23.290 tonn af afla á sl. ári sem kemur bænum í 4. sæti á landsvísu. Mest eru um- svifin í Reykjavík, þá Grindavík og Vestmannaeyjar eru í þriðja sæti. Hafnarfjörður kemur næst. Árið 2010 var landað um 50.200 tonnum af bolfiskafla í Hafnarfirði en nú ríflega 50% minna. Helgast þetta m.a. af því að útgerðar- starfsemi Stálskipa hf. var hætt, það er togari þess var seldur svo og aflaheimildir. Að öðru marki skýrist sam- drátturinn, segir Már Sveinbjörns- son hafnarstjóri, af því að sam- dráttur hefur orðið í veiðum á karfa á Reykja- neshrygg og grálúðu við Austur- Grænland. Þá koma skip hins þýska fyrirtækis DFFU, sem er í eigu Samherja, ekki í sama mæli og var í íslensk- ar hafnir. Frystigeymsla Eimskips við Hafnarfjarðarhöfn er í byggingu og á hún að taka um 10.000 tonn. Hún er byggð með tilliti til þess að aukning hefur orðið í veiðum á uppsjávarfiski sem krefst frysti- rýmis. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sjórinn Mikil útgerð er í Hafnarfirði, bæði stórra togara og minni báta. Minna landað úr erlendum skipum  Um 23 þúsund tonn af bolfiski í Hafnarfjörð í fyrra Már Sveinbjörnsson Um 7% Hafnfirðinga eru erlendir ríkisborgarar, 13% barna á leikskólum bæjarins eru af erlendum upp- runa og tæp 10% grunnskólanema. Þetta kemur fram í skýrslu samráðshóps Hafnarfjarðarbæjar sem kann- aði stöðu innflytjenda í bænum. Eins og öðrum bæj- arbúum er innflytjendum sinnt vel „en stundum veld- ur lítil íslensku- og enskukunnátta erfiðleikum“, eins og segir í skýrslunni sem kom út fyrir rúmu ári. Algengt er að innflytjendabörn hafi ekki verið í ís- lensku málumhverfi þegar þau koma í leikskólana í Hafnarfirði. Aðlögun þeirra tekur því oft tíma. Sömu- leiðis sé takmörkuð tungumálafærni foreldra hindrun í samstarfi. Úr þessu öllu þurfi að bæta og í því efni er íslenskukennsla efst á blaði. Hvað varðar íþrótta- og tómstundastarf virðist þátttaka barna frá útlöndum minni en annarra. Sam- skipti við foreldra eru ekki jafngreið og vera skyldi – og fyrir vikið skapast hætta á að börn fylgi ekki hópnum. Einnig er nefnt að gefa þurfi stöðu útlend- inga á vinnumarkaði gaum. Hlutfall útlendinga meðal atvinnuleitandi fólks í bænum hefur verið allt að 18%. Í mörgum tilvikum er fólk sem á uppruna sinn á fjarlægri slóð þó afskipt, enda þekkir það ekki rétt- indi sín né veit hvar til dæmis félagshjálpar er að leita sé þörf á slíku. Í framhaldi af því að skýrslan kom út haustið 2013 hefur verið farið í ýmsar aðgerðir, að sögn Rann- veigar Einarsdóttur, sviðsstjóra fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar. Ráðinn var verkefnastjóri í forvörnum sem m.a. hefur með málefni innflytjenda að gera. Stofnaður var sjóður sem á að styrkja börn innflytj- enda til tómstundaiðkunar og hópur um málefni inn- flytjenda – vettvangur samráðs og tillagna – er tek- inn til starfa. Aðlögun að hópnum tekur sinn tíma SAMRÁÐSHÓPUR UM MÁLEFNI ÚTLENDINGA ER TEKINN TIL STARFA DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is Tæki til vetrarþjónustu Stofnað 1957

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.