Morgunblaðið - 23.01.2015, Síða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015
Trúlofunarhringar
- okkar hönnun og smíði
jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind
!
"
#
""
##
$!
%%#
$$%
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
!"
!"
##%
$
"$
##%
$!!
#
%# !
$"
"%
$
#
$"
""#
#$
$%"
#
%"$
$$
%""
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Norðmenn seldu 10,5% meira magn
af þorski á síðasta ári en árið 2013.
Veiddu þeir alls 475 þúsund tonn og
hækkaði verð um 4,9%. Heildar-
verðmæti útflutningsins fór því úr 112,5
milljörðum íslenskra króna í 130,2 millj-
arða, sem er nærri því 16% hækkun
milli ára. Þá veiddu Norðmenn tæplega
154 þúsund tonn af ufsa, sem er nærri
6 þúsund tonnum meira en árið 2013.
Ýsuafli Norðmanna minnkaði hins
vegar milli ára og dróst útflutningur
saman á nærri öllum afurðaflokkum
hennar nema ferskri óunninni ýsu. Þar
jókst útflutningur um 5,7%.
Norðmenn veiddu meiri
þorsk en minna af ýsu
● Útreikningar Hagstofunnar sýna að
launavísitalan hélst nærri óbreytt í
desember síðastliðnum frá fyrri mán-
uði. Vísitalan hækkaði því frá árslokum
2013 um 6,6% en hún er reiknuð út frá
reglulegum launum í hverjum mánuði
sem greidd eru fyrir umsaminn vinnu-
tíma hvort sem um er að ræða dag-
vinnu eða yfirvinnu.
Sömu gögn sýna að kaupmáttar-
vísitala launa lækkaði í desember um
0,3% frá fyrri mánuði en á árinu 2014
hækkaði vísitalan um 5,8%.
Launavísitalan hækkaði
um 6,6% á síðasta ári
STUTTAR FRÉTTIR ...
VIÐTAL
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Hagfræðingurinn Derek Ridyard
fór yfir kosti og galla víðtækra og
matskenndra heimilda samkeppnis-
yfirvalda í Bretlandi á fundi Sam-
taka atvinnulífsins í gær en hann tel-
ur að Ísland eigi ekki að taka upp
breska kerfið í einu vetfangi heldur
taka minni skref og móta það að eig-
in þörfum. Ridyard er stofnandi
RBB Economics og hefur yfirgrips-
mikla þekkingu og reynslu á sviði
samkeppnismála. „Frá árinu 2002
hafa farið fram fimmtán sérstakar
rannsóknir í Bretlandi þar sem sam-
keppnisyfirvöld taka fyrir ákveðinn
geira atvinnulífsins án þess að grun-
ur leiki endilega á saknæmri hátt-
semi aðila. Þessar rannsóknir fara
fram á grundvelli víðtækra heimilda
samkeppnisyfirvalda en með þessum
hætti getur tekist að leiðrétta ástand
og finna hluti sem draga úr skilvirkni
markaðarins sem annars væri erfið-
ara að gera,“ segir Ridyard en bend-
ir jafnframt á að varhugavert geti
verið að beita opnum og matskennd-
um heimildum sem þessum. „Í að-
eins einu máli af þessum fimmtán
var ekkert aðhafst. Er það vegna
þess að svo mikið er að í bresku hag-
kerfi eða getur verið að stundum
leitu menn logandi ljósi að einhverju
sem er kannski ekki fyrir hendi?“
Ferlið þarf að vera opið
Eðli ríkisvalds er slíkt að beiting
þess þarf að vera bæði réttlætanleg
og nauðsynleg. Ridyard bendir því á
að rannsóknarferli samkeppnisyfir-
valda þurfi að vera opið og gegnsætt.
„Þegar þú gefur stofnunum svona
víðtækt vald til rannsókna þarf að
takmarka beitingu þess og tryggja
að allt ferli sé opið og gegnsætt því
þetta er ekki gallalaus heimild.
Vissulega verður kerfið sveigjan-
legra og getur tryggt skilvirkar
lausnir þar sem þörf er á en það get-
ur líka orðið of sveigjanlegt og verið
íþyngjandi fyrir fyrirtæki. Ríkið er
svo ekki alltaf besti aðilinn til að
bæta stöðu markaðarins. Við sáum
það í máli breska samkeppniseftir-
litsins gegn gulu síðunum í Bret-
landi. Fyrirtækið var vissulega í
markaðsráðandi stöðu en ákvörðun
um verðþak á þjónustu þess var
nokkuð íþyngjandi þótt hún reyndist
á endanum ekki nærri því jafnáhrifa-
rík og aðrar lausnir sem markaður-
inn kom með sjálfur í formi Google
og annarra netfyrirtækja er leistu
gulu síðurnar af hólmi á mörgum
sviðum.“
Íslendingar taki lítil skref í einu
Spurður um Ísland segir Ridyard
skynsamlegt fyrir Íslendinga að fara
varlega í sakirnar. „Það er erfitt að
gera ríkar kröfur um samkeppi á öll-
um sviðum þegar landið telur færri
en 350 þúsund manns. Þess vegna er
ekki alltaf æskilegt að minni lönd
horfi til aðferða stærri landa. Íslend-
ingar ættu að fara rólega í sakirnar
og skoða þá þætti breska kerfisins
sem henta miðað við aðstæður hér á
landi.“
Víðtækar rannsóknarheim-
ildir varhugaverðar
Morgunblaðið/Eggert
Fundur Derek Ridyard fræddi gesti á fundi SA um sérstakar rannsóknarheimildir breska samkeppniseftirlitsins.
Frá 2002 hafa 15 sérstakar samkeppnisbrotarannsóknir farið fram í Bretlandi
Á þriðjudaginn tilkynnti Marel
fækkun 150 stöðugilda hjá fyrirtæk-
inu og segir Árni Oddur Þórðarson,
forstjóri Marel, þetta skref í að ein-
falda reksturinn. „Við störfum á
kvikum og síbreytilegum markaði.
Til þess að viðhalda samkeppnis-
stöðu okkar og sækja aukna mark-
aðshlutdeild ákváðum við fyrir ári
síðan að taka ákveðin skref til ein-
földunar á rekstri til að þjónusta
þarfir viðskiptavina okkar enn bet-
ur.“ Aðgerðirnar eru liður í því að ná
yfir 100 milljóna evra rekstrarhagn-
aði sem fyrirtækið hefur kynnt fjár-
festum sínum og stefnt er að árið
2017.
Sameina verksmiðjur
Á síðasta ári voru kynnt áform um
að samþætta framleiðslustarfsemi
Marel í færri og stærri verksmiðjur
en fyrirtækið rekur 17 verksmiðjur
víðsvegar um heiminn. „Við kynnt-
um í þessari viku samþættingu á allri
framleiðslu okkar fyrir kjöt, kjúk-
linga og áframvinnslu matvæla undir
einu þaki í Gainesville í Georgíu-ríki
og erum því að samþætta þá fram-
leiðslustarfsemi sem var í Des Moi-
nes í Iowa við framleiðslu okkar í
Gainesville. Á síðasta ári tilkynntum
við sambærilegar aðgerðir í Hollandi
og Danmörku. Allar þessar aðgerðir
munu styðja við frekari vöxt með
lægri tilkostnaði en áður. Tilgangur-
inn er að ná skilvirkari þjónustu við
viðskiptavini og nýta tækjabúnað og
starfsmenn betur en áður,“ segir
Árni en áhersla verður einnig lögð á
enn frekari nýsköpun. „Við stígum
mikilvæg skref til að hlúa enn betur
að nýsköpunarstarfi félagsins með
því að tilkynna um fjárfestingu í
nýrri nýsköpunarmiðstöð í Des Moi-
nes í Iowa í Bandaríkjunum. Ný-
sköpun og markaðssókn eru drif-
kraftar frekari vaxtar til að sinna ört
stækkandi markaði á heimsvísu.“
Morgunblaðið/Ómar
Störf Marel samþættir framleiðslu-
starfsemi sína í Bandaríkjunum.
Marel stefnir á
frekari nýsköpun
Fækkað um 150
stöðugildi til að
einfalda reksturinn
Heimir Örn Herbertsson, hæsta-
réttarlögmaður hjá LEX, telur
heppilegra að endurskoða verk-
efni í stað þess að auka heim-
ildir Samkeppnisstofnunar. „Við
eigum að einblína á raunveruleg
verkefni sem steðja að varðandi
samkeppnisstöðu og markaðinn
frekar en að víkka út rannsókn-
arheimildir.“
Endurskoðun
ÞÖRFIN Á ÍSLANDI