Morgunblaðið - 23.01.2015, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015
Brussel. AFP. | Ungi rannsóknar-
blaðamaðurinn Tinni verður aðal-
stjarnan á einni af helstu lista-
verka- og forngripakaupstefnum
Evrópu sem hefst í Brussel á
morgun og stendur til 1. febrúar.
Frumteikning sem notuð var á
kápu Tinnabókarinnar Dularfulla
stjarnan (L’Étoile mystérieuse)
verður þá til sölu og uppsett verð
hennar er 2,5 milljónir evra, jafn-
virði rúmra 380 milljóna króna.
Á teikningunni eftir belgíska
myndasöguhöfundinn og listamann-
inn Georges Remi, eða Hergé, sést
Tinni með hundinum sínum, Tobba,
horfa furðu lostinn á stóran svepp
á grýttri strönd. Teikningin er ekki
í lit eins og fullgerða myndin á
bókarkápunni þar sem sveppurinn
er rauður og hvítur og líkist þekkt-
um skynörvandi sveppi.
Adáendur Tinna og listaverka-
safnarar hafa sýnt teikningunni
mikinn áhuga. Færst hefur í vöxt
að safnarar greiði miklar fjárhæðir
fyrir þekktar teiknimyndir. Til að
mynda var fágæt teikning af Tinna
seld á 539.880 evrur, jafnvirði 82
milljóna króna, í desember og
teikningar úr einni opnu Tinna-
bókar voru seldar í maí sl. á 3,58
milljónir evra, sem svarar tæpum
350 milljónum króna. Það er hæsta
verð sem greitt hefur verið fyrir
teikningar af Tinna og ævintýrum
hans.
Viðurkenna myndasögu-
höfunda sem listamenn
Ekki er langt síðan listaverka-
safnarar sýndu slíkum teiknimynd-
um lítinn áhuga. „Fyrir 25 árum,
þegar maður fór til teiknimynda-
höfunda á borð við Tardi til að
kaupa bókarkápu horfðu þeir undr-
andi á mann og spurðu hverjir í
ósköpunum hefðu áhuga á slíkum
myndum,“ sagði Alain Huberty,
einn eigenda gallerís sem selur
teikninguna.
Teikningin sem notuð var á kápu
Dularfullu stjörnunnar, sem var
fyrst gefin út árið 1942, er á meðal
fimm Tinna-teikninga sem eru í
eigu safnara. Langflestar teikn-
ingar Hergé eru í eigu stofnunar
sem fjölskylda hans kom á fót árið
1983.
Safnarar tóku að kaupa slíkar
teikningar á níunda áratug aldar-
innar sem leið og seldu þær oft
bókaverslunum sem selja teikni-
myndabækur. Seinna fóru lesendur
bókanna að sýna teikningunum
áhuga og einnig uppboðsfyrirtæki
sem viðurkenna nú myndasöguhöf-
undana sem listamenn.
Hergé var á meðal fyrstu
myndasöguhöfundanna sem safn-
arar sýndu áhuga og seinna bætt-
ust við listamenn á borð við Belg-
ann André Franquin, höfund
bókanna um Viggó viðutan, og
Peyo, höfund Strumpanna.
„Verðið ræðst fyrst og fremst af
nafni listamannsins og síðan af
gæðunum,“ sagði Huberty. „Ein-
stök verk seljast á einstaklega háu
verði.“
Mikill áhugi er á teiknimynda-
bókum í Bandaríkjunum. Mjög vel
með farið eintak af fyrstu Super-
man-bókinni frá júní 1938 var selt
á 3,2 milljónir dala, jafnvirði rúmra
420 milljóna króna, í Bandaríkj-
unum í júní síðastliðnum. Seljand-
inn, Darren Adams, safnari í Wash-
ington-ríki, sagði að þetta væri
líklega besta eintakið sem til væri
af bókinni og lýsti henni sem „helg-
ustu“ teiknimyndabók sögunnar.
Því eru þó aðdáendur Tinna alls
ekki sammála.
Tinna-mynd á
380 milljónir
Teiknimyndir stórhækka í verði
AFP
Eftirsótt Kona virðir fyrir sér frumteikningu sem notuð var á kápu Tinna-
bókarinnar Dularfulla stjarnan. Hún verður til sölu í galleríi í Brussel.
Bólivíumaður tekur þátt í göngu í tilefni af því að Evo Morales sór embætt-
iseið forseta í þriðja skipti í gær. Morales varð fyrsti forseti Bolivíu úr röð-
um indíána árið 2006 og var endurkjörinn til 2020 með 60% atkvæða í októ-
ber. Hann hefur þjóðnýtt olíulindir og aðrar náttúruauðlindir landsins.
AFP
Morales sver forsetaeiðinn
Ný könnun hefur leitt í ljós að um helmingur fullorðinna Japana stundar
ekki kynlíf, eða þá mjög sjaldan. Þessi niðurstaða veldur stjórnvöldum í
Japan áhyggjum vegna lágrar fæðingartíðni. Að meðaltali eignast hver
kona aðeins 1,41 barn og það þýðir að íbúunum fækkar. Íbúarnir eru nú
rúmar 126 milljónir en um fjórðungur þeirra er 65 ára eða eldri og hlutfall
aldraðra hækkar stöðugt. Könnunin leiddi í ljós að 48,3% japanskra karl-
manna stunduðu kynlíf í mánuðinum fyrir könnunina og 50,1% japanskra
kvenna. Rúm 20% karlmannanna báru því við að þeir ynnu svo mikið að
þeir gætu ekki stundað kynlíf sökum þreytu. 24% kvennanna sögðust ekki
hafa stundað kynlíf vegna þess að það væri „of erfitt“.
ÍBÚUM JAPANS FÆKKAR
Yfirvöld hafa áhyggjur af litlu kynlífi
TILBOÐ
TILBOÐTILBOÐ
TILBOÐ
TILBOÐ
T ILBOÐ
Hátúni 6a | 105 Reykjavík | Sími 552 4420 | www.fonix.is
Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land!
afsláttur
Spil er frábær gjöf
Sendum
um allt land
spilavinir.is
Bezzerwizzer fÆst hjá okkur!
Við aðstoðum þig við að velja spilin
og pökkum þeim inn í gjafapappír fyrir þig.