Morgunblaðið - 23.01.2015, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Enn er gripiðtil aðgerðatil að
bjarga evrunni.
Mario Draghi,
bankastjóri Seðla-
banka evrunnar,
tilkynnti í gær að
bankinn myndi
verja 60 millj-
örðum evra (9.200 milljörðum
króna) á mánuði til kaupa á
ríkisskuldabréfum gefnum út í
evruríkjum og veðtryggðum
skuldabréfum frá mars að telja
fram í september á næsta ári.
Spáð hafði verið að nú yrðu
prentvélarnar settar í gang og
markaðirnir þegar gert ráð fyr-
ir því í bókum sínum.
Þessi aðgerð heitir á máli
innvígðra „magnbundin íhlut-
un“ og er ætlað að hleypa lífi í
máttvana hagkerfi. Hagvöxtur
á evrusvæðinu er með minnsta
móti, þýska efnahagsvélin farin
að hiksta og óttinn við verð-
hjöðnun eða langvarandi stöðn-
un fer vaxandi.
Hugsunin er sú að með því að
seðlabankinn prenti peninga til
að kaupa skuldabréf muni vext-
ir lækka, sem verði til þess að
einstaklingar og fyrirtæki taki
lán, neysla og útgjöld aukist, ný
störf verði til og efnahagurinn
taki við sér.
Þetta er sú leið, sem farin
hefur verið í Bandaríkjunum
undanfarin sex ár og margir
hafa hvatt til þess að það sama
yrði gert á evrusvæðinu. Ang-
ela Merkel, kanslari Þýska-
lands, hefur hins vegar verið al-
gerlega andvíg því, einkum á
þeirri forsendu að þá kæmust
þau ríki, sem eru í mestu
klandri, hjá því að takast á við
rót vandans og ráðast í umbæt-
ur, sem vissulega kunni að vera
sársaukafullar, en muni þegar
upp er staðið skila traustari
undirstöðum fyrir efnahaginn.
Sýn Merkel er sem sagt sú að
frekar en að ýta vandanum á
undan sér eigi að
taka á honum. Ekki
er hægt að segja að
þetta hafi virkað
hingað til á evru-
svæðinu, en þá er
líka rétt að halda til
haga að ekki hefur
verið ráðist í um-
bætur af offorsi,
enda stjórnmálamönnum nokk-
ur vorkunn. Það er ekki væn-
legt til vinsælda og endurkjörs
að kvelja kjósendur.
Síðan er auðvitað undirliggj-
andi vandi evrunnar og helsta
ástæðan fyrir því að hún hefur
nú verið í gjörgæslu í hálfan
áratug. Upptaka evrunnar var
pólitískt keppikefli, lausnar-
gjaldið fyrir því að Þýskaland
fengi að sameinast, án þess að
efnahagslegar forsendur væru
fyrir hendi.
Tæki og tól til að halda úti
sameiginlegu myntsvæði
margra ríkja og draga úr mis-
vægi þegar uppsveifla var á
einum stað og niðursveifla á
öðrum voru ekki fyrir hendi.
Evran er peningahít.
Gallinn við að grípa nú til
„magnbundinnar íhlutunar“,
það er að segja peningaprent-
unar til kaupa á skuldabréfum,
á evrusvæðinu er að vextir eru
nú þegar í lágmarki. Stýrivext-
ir Seðlabanka evrunnar voru
0,05% og þeim var ekki breytt í
gær, enda lítið svigrúm til
lækkunar ætli menn að halda
sig plúsmegin við núllið.
Því eru hverfandi líkur á því
að þessi aðgerð muni hafa þau
áhrif á vexti að útlán muni
aukast. Þeir eru það lágir fyrir.
Hinir nýprentuðu peningar
munu þá frekar fara í að kaupa
hlutabréf og fasteignir með til-
heyrandi hættu á bólumyndun.
Hefði Draghi ætlað að auka
neyslu í raun hefði honum
sennilega verið nær að dreifa
þessu fé beint til almennings á
evrusvæðinu.
Seðlabanki evr-
unnar uppfyllir
væntingar markaða
en hætt er við að að-
gerðin reynist gagn-
laus fjáraustur í
evruhítina}
Prentvélarnar ræstar
Vímuefnaneyslahefur farið
minnkandi meðal
unglinga á Íslandi
ef marka má kann-
anir og er það vel.
Vandinn er þó því
miður ekki úr sögunni og á
mbl.is var í gær haft eftir
Þórði Kristjánssyni, skóla-
stjóra í Seljaskóla, að komið
hefðu upp tilfelli þar sem nem-
endur hefðu reykt kannabis á
skólatíma. Hann bætir við að í
slíkum tilfellum sé nemendum
vísað úr skóla og þá sé ekkert
úrræði til að taka við þeim.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins lögðu á fundi
skóla- og frí-
stundaráðs
Reykjavíkur á
miðvikudag fram
tillögu um að
koma á sérúrræði
fyrir grunnskólanema með
áfengis- og vímuefnavanda.
Mun tillagan vera að undirlagi
skólastjóra í Árbæ og Breið-
holti.
Það getur verið afdrifaríkt
fyrir ungt fólk að misstíga sig
og því þarf samstöðu um að
tryggja að fyrir hendi séu úr-
ræði, sem komi í veg fyrir að
það flosni upp úr námi.
Leita þarf ráða til að
neysla leiði ekki til
að ungmenni flosni
upp úr námi}
Ungt fólk og vímuefni Þ
egar skipa þarf varamann í mann-
réttindaráð í höfuðborg lands er
ekki nema sjálfsagt að til verksins
veljist maður sem hefur opin-
berlega lýst yfir andúð sinni á fólki
tiltekinna trúarbragða. Hafi viðkomandi einnig
ítrekað viðrað þær skoðanir sínar að samkyn-
hneigt fólk eigi ekki að njóta sömu mannréttinda
og aðrir er auðvitað borðleggjandi að rétti kandí-
datinn er fundinn. Hvað þá ef viðkomandi finnst
mannréttindaráð óþarft. Sé þetta ekki nóg, má
bæta við að téður varamaður er í allt öðrum
stjórnmálaflokki en hann er fulltrúi fyrir í
ráðinu.
Þetta gerðist ekki í einu af þeim löndum
heims þar sem mannréttindi og réttindi minni-
hlutahópa eru lítils metin. Þetta er heldur ekki
atriði í farsakenndri B-mynd, heldur gjörningur
borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina sem virðast
hafa álitið að ef mínusarnir væru bara nógu margir, þá yrði
úr plús.
Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina völdu
Gústaf Níelsson ekki af handahófi úr þjóðskrá til að sitja í
mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þeir völdu hann sér-
staklega, leituðu meira að segja út fyrir raðir eigin flokks-
manna. Ástæðan hlýtur að vera sú að þeir hafi talið skoðanir
hans fara saman við stefnu framboðsins.
Þeir sem gagnrýndu þessa skipan eru að sjálfsögðu sak-
aðir um pólitískan rétttrúnað, eins og við mátti búast. Gagn-
rýnin, sem m.a. kom frá ýmsu framáfólki Framsóknar-
flokksins, varð síðan til þess að ákveðið var að
draga skipanina til baka, tilkynning kom frá
borgarfulltrúunum um að þeir hefði ekki þekkt
til afstöðu Gústafs og að skipanin hefði ekki ver-
ið í samræmi við stefnu Framsóknarflokksins.
Þessar skýringar kalla á ýmsar spurningar.
Eins og til dæmis hvers vegna í ósköpunum sé
verið að velja mann til setu í ráði, þegar síðar er
fullyrt að ekki hafi verið vitað hver afstaða hans
er til þess málaflokks sem ráðið sinnir. En sú
spurning, sem líklega er brýnast að fá svar við,
er þessi: Hver er eiginlega stefna Framsóknar-
flokksins fyrst borgarfulltrúar hans koma fram
fyrir hönd flokksins með þessum hætti?
Í grundvallarstefnuskrá Framsóknarflokks-
ins er kafli sem ber yfirskriftina mannréttindi.
Þar segir m.a. að flokkurinn hafni hvers konar
mismunun sem geri greinarmun á fólki eftir
kynþætti eða kynhneigð. Þetta lítur vel út, en það eru at-
hafnirnar sem segja mest til um hver stefna einstakra
flokka er í raun. Verkin tala hærra en stefnan.
Að róta í pólitískum sorphaugum eftir fordómum, sem
hugsanlega kunna að falla einhverjum í geð og verða til þess
að hala inn einhver atkvæði, hefur sem betur fer átt lítt upp
á pallborðið í íslenskum samfélagi og viðbrögðin við þessari
umdeildu skipan borgarfulltrúanna í Reykjavík staðfesta
það. Framsóknarflokkurinn þarf að gera upp við sig hvern-
ig flokkur hann vill vera. Almenningur á rétt á að fá að vita
það, ekki síst þeir mörg þúsund landsmenn sem kusu flokk-
inn í síðustu alþingiskosningum. annalilja@mbl.is
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
Rótað í pólitískum ruslahaugum
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldur@mbl.is
Norska fjármálafyrirtækiðDNB spáir mjúkri lend-ingu í norska hagkerfinu íkjölfar olíuhrunsins.
Kjersti Haugland, yfirhagfræð-
ingur hjá DNB, fór yfir þessa spá
bankans í samtali við Morgunblaðið í
Ósló í gær.
Hún segir þess vænst að olíu-
hrunið muni hafa mest efnahagsleg
áhrif á vesturströnd Noregs, einkum í
höfuðstað olíuiðnaðarins, Stafangri,
og í Norður-Noregi, þar sem hafa ver-
ið miklar væntingar um olíu- og gas-
vinnslu á nýjum svæðum, þar með tal-
ið Barentshafi.
Olíuhrunið muni seinka vinnslu á
nýjum svæðum en eftir því sem olíu-
verðið hækkar á ný á næstu árum
muni fjárfesting í slíkum verkefnum
aukast á ný. Horfir bankinn í því efni
til þess að olíuvinnsla úr leirsteini í
Bandaríkjunum geti í sumum til-
fellum verið á mörkum þess að vera
arðbær þegar olíuverðið er jafn lágt
og nú.
Verð gæti hækkað um 40% í ár
Sérfræðingar DNB spá því að
meðalverð á tunnu af olíu verði um 65
dalir í ár og að verðið í árslok verði um
70 dalir. Olíuverðið er nú um 50 dalir
og þarf það því að hækka um 40% í ár
til þess að spáin gangi eftir.
Að sögn Haugland spáir bankinn
því að atvinnuleysi í Noregi aukist úr
3,5% í fyrra í 4,5% árið 2017 – þegar
það nái hámarki – og að 24 þúsund
fleiri verði þá á atvinnuleysisskrá en
nú. Samdráttur í olíugeiranum muni
koma niður á hagvexti.
Samdrátturinn í olíuiðnaðinum
muni hafa í för með sér að kaup-
máttur aukist aðeins um 0,5% í ár sem
sé minnsta aukningin frá 1995.
Á hinn bóginn skapi það öðrum
atvinnugreinum tækifæri að launa-
kostnaður sé að lækka. Fyrirtæki í
öðrum greinum muni þannig verða
samkeppnisfær í launum hjá sérfræð-
ingum, til dæmis verkfræðingum, sem
olíugeirinn hefur sogað til sín.
Ávöxtunin vegur á
móti lækkun
Þeirri reglu hefur verið fylgt í
Noregi frá árinu 2001 að norska ríkis-
stjórnin má nota að hámarki sem
nemur 4% af verðmæti norska olíu-
sjóðsins til opinberra útgjalda.
Haugland segir að núverandi
ríkisstjórn hafi ákveðið að hlutfallið
skyldi vera 3% í ár. Vegna góðrar
ávöxtunar sjóðsins verði útgjöldin
aðeins sem svarar 2,5% af verðmæti
olíusjóðsins. Það sé mat bankans að
jafnvel þótt olíuverðið lækkaði niður í
40 dali á tunnuna og ekkert svigrúm
væri til að leggja sjóðnum til fé muni
vextir og arðsemi fjárfestinga í ár
vega þar upp á móti. „Það setur svig-
rúmið sem er fyrir hendi í samhengi,“
segir Haugland og bendir á að veik-
ing norsku krónunnar hafi aukið virði
eigna sjóðsins í öðrum myntum.
Vaxtalækkun heldur
verði uppi
Greiningardeild bankans telur
að húsnæðisverð muni haldast stöð-
ugt í Noregi. Vaxtalækkanir norska
seðlabankans muni lækka greiðslu-
byrði norskra húsnæðislána sem eru
að sögn Haugland flest með breyti-
lega vexti. Það muni vega á móti nei-
kvæðum áhrifum olíuhrunsins á hag-
kerfið.
Norðmenn skulda að meðaltali
sem nemur 200% af árlegum ráðstöf-
unartekjum og hefur hlutfallið aldrei
verið svo hátt.
Minni umsvif í olíuiðnaðinum
muni koma niður á hótel- og ráð-
stefnugeiranum í Noregi, einkum í
Stafangri, og á veitinga- og þjónustu-
geiranum. Bókanir á norskum hótel-
um hafi minnkað. Á hinn bóginn
muni lægra gengi norskrar krónu
skapa tækifæri í ferðaþjónustu.
Olíuhrunið hægir á
hagvexti í Noregi
Morgunblaðið/Baldur
Frá gullöldinni Olíugróði síðustu ára í Noregi birtist í glæsilegum skrif-
stofubyggingum við aðaljárnbrautarstöðina í Ósló.
Greiningar-
deild DNB
telur að
gengi norsku
krónunnar
hafi lækkað
of mikið
vegna olíu-
hrunsins. Það
sé of lágt
skráð og
muni hækka um 5% gagnvart
evru í ár. Rökstyður Haugland
það með vísan til efnahagshorfa
í Noregi. „Það er engin kreppa í
Noregi,“ segir hún. Haugland
segir neikvæðar efnahagshorfur
á evrusvæðinu hafa neikvæð
áhrif á fjárfestingar norska olíu-
sjóðsins í Evrópu. Hins vegar
hafi inngrip Evrópska seðla-
bankans með magnbundinni
íhlutun, eða peningaprentun,
haft jákvæð áhrif á verðmæti
eignasafnsins. Hún segir sér-
fræðinga DNB vera bjartsýnni á
horfurnar á evrusvæðinu en sér-
fræðingar margra fjármálafyr-
irtækja og telji ekki að evru-
svæðið muni liðast í sundur.
Engin kreppa
í Noregi
SÉRFRÆÐINGAR DNB
Kjersti Haugland