Morgunblaðið - 23.01.2015, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 23.01.2015, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015 ORKUSJÓÐUR Í 2. grein reglugerðar um Orkusjóð nr. 514/2003 eru tilgreindar eftirtaldar heimildir til styrkveitinga úr Orkusjóði: Orkusjóður auglýsir rannsóknarstyrki 2015 Við úthlutun styrkja 2015 verður sérstök áhersla lögð á: Orkustofnun fylgir stefnu stjórnvalda um rafræna stjórnsýslu og skal senda rafrænar umsóknir af vef Orkustofnunarwww.os.is Nánari upplýsingar á www.os.is, og hjá Orkusjóði, Rangárvöllum við Hlíðarfjallsveg, 603 Akureyri í símum 569 6083 - 894 4280 - Netfang Orkusjóðs er jbj@os.is  að veita styrki eða áhættulán til hönnunar eða smíði frumgerðar tækja og búnaðar til rannsóknar og nýtingar orkulinda  að veita styrki til sérstakra verkefna á sviði hagkvæmrar orkunotkunar, þ.m.t. til fræðslu og upplýsingastarfsemi  að veita styrki til verkefna sem stuðla að nýtingu á innlendri orku í stað jarðefnaeldsneytis og styrkja alþjóðasamvinnu um slík verkefni  hagkvæma orkunýtingu og orkusparnað  innlenda orkugjafa  vistvænt eldsneyti og sparnað jarðefnaeldsneytis  öflun þekkingar á þessum sviðum ogmiðlun hennar  rannsóknir, þróun og samstarf sem að þessu miðar  atvinnusköpun Umsóknarfrestur er til 6. mars 2015 ORKUSTOFNUN ORKUSJÓÐUR Margir líkja mosk- um við tilbeiðsluhús kristinna manna, gyð- inga, hindúa eða búdd- ista án þess að skilja, að moska þjónar ekki aðeins tilbeiðsluþörf múslíma heldur er hún stjórnstöð fyrir allt veraldlegt og andlegt líf múslíma. Íslam ger- ir ekki greinarmun á veraldlegum og trúar- legum þáttum lífsins. Samkvæmt íslam er lífið sjálft aðeins hluti trúarlífsins en önnur trúarbrögð líta svo á að trúin sé hluti lífsins. Frelsi einstaklings er víðsfjarri eðli íslams. Reglur íslams ráða yfir öllu lífi og hegðun manna. Skyldan til undirgefni við Allah er skilyrðis- laus. Moskan er skóli, dómstóll, æf- ingastöð, samkomuhús en ekki ein- göngu tilbeiðslustaður. Allar mosk- ur heimsins eru að fyrirmynd fyrstu moskunnar, mosku Múham- eðs í Medína. Þar kvað Múhameð upp dóma, hverja skyldi lífláta, hvernig haga skyldi árásum og stríði. Moskan var geymslustaður vopna, æfingastöð fyrir stríðsmenn Múhameðs og bardagasveitirnir voru sendar þaðan til að ræna, rupla, drepa og hneppa í þrældóm, kúga heiminn undir Allah og Mú- hameð, – undir yfirráð íslams. Allar moskur gegna sama hlut- verki sem moska Múhameðs í Med- ína. Verkefni moskunnar er oft hul- ið almennum múslímum. Alkunna er þó að ýmislegt fer fram innan moskanna sem brýtur gróflega gegn þeim samfélögum sem hafa leyft starfsemi þeirra. Vopn hafa iðulega fundist í moskum. Þar eru lögð á ráðin til að kúga löndin undir alræðið og kannanir sýna að í 80% af moskum í Vesturlöndum er boð- að jihad, hatur, dauði og tortíming manna af öðrum trúar- brögðum eins og boð- að er í helstu trúar- ritum múslíma, kóraninum, hadíðum og sirah. Engum kom á óvart að sprengjuverksmiðja Hamas fannst í mosku á Gaza. Hins vegar vakti meiri athygli þegar vopn fundust í moskunni í Finnsburys Park í London. Imam- inn þar, Abu Hamza, þjálfaði hermdar- verkamenn og geymdi vopn í mosk- unni. Hann sá ekkert athugavert við þessa hegðan enda í samræmi við handbækur íslams. Aðrir imam- ar styðjast við sömu bækur, sama stýriverk. Moska er merki um yfirráð ísl- ams jafnvel í landi þar sem múslím- ar eru í minnihluta og ákall til þeirra að endurheimta landið undir yfirráð Allah og sharíalög. Mú- hameð sagði Gabríel erkiengil hafa fært honum þau skilaboð Allah að allur heimurinn væri ein allsherjar moska. Þeir sem neita þessu hafi brotið af sér gegn Allah. Múslímum er ætlað að endurvekja yfirráð Al- lah yfir svæðum sem hafi verið tek- ið frá Allah með rangindum. Þeir sem verjast þessari „göfugu“ ætlun séu því í raun árásaraðilar gegn Al- lah og því er jihad ekki árás músl- ima á „kuffar (skammaryrði músl- ima fyrir alla þá sem ekki eru múslimar) heldur varnaraðgerðir gegn rangindum sem kuffar hafa í frammi gegn Allah og Múhameð (sem nú hefur legið dauður í ómerktri gröf í 1383 ár). Hér er ástæða til að rifja upp orð, sem Erdogan, forseti Tyrk- lands gerði að sínum:. „Moskurnar eru herskálar okkar, hvelfingarnar hjálmar okkar, bænaturnarnir byssustingir og hinir trúræknu her- menn okkar.“ Það eru því ekki mín orð að moska sé vígi óvinarins í landi okkar heldur orð íslamistans. Einn helsti tilgangur með mosku er að vinna að „hijra“ einstaklinga og með því að íslamísera samfélagið þar til íslam er ráðandi og getur kúgað samfélagið undir sína stjórn og þá auðvitað sérsaklega „kuffar“ en ekki síður konur og börn. Hijra hét flutningur Múhameðs frá Mekka til Medína þegar staða hans breyttist frá því að vera heldur illa þokkaður götuprédikari í voldugan og grimman herkonung. Það felst í hijra að taka upp múslimska háttu t.d. fyrir konur að klæðast í slæður yfir hár og jafnvel fyrir andlit og láta hvergi sjást í hold nema kannski á höndum og á andliti. Sér- staklega jafngildir þetta að flytjast frá „jahiliyyah“ (fáfræði fyrir daga íslams) til fullrar íslamiseringar, þar með talin innleiðing sharíalaga. Trúfrelsisákvæði stjónarskrár- innar eiga ekki við um íslam vegna þess að íslam stenst ekki skilyrðin sem stjórnarskráin setur fyrir iðk- un hennar hérlendis. Hér er vísað í 63. grein stjórnarskráinnar: „Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sann- færingu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða alls- herjarreglu.“ Þeir, sem þekkja íslam, vita að íslam samræmist ekki góðu siðferði eða allsherjarreglu. Flestir sem ekki þekkja íslam ættu að hafa hugboð um þetta sama. Hvaða boðar íslam sem ekki samræmist allsherjarreglu? Hér koma nokkur atriði: Misrétti milli karlmanna og kvenna. Misrétti milli múslíma og annarra trúarhópa. Dauðarefsingar fyrir að ganga af íslamstrú. Dauðarefsingar fyrir samkynhneigð. Limlestingar fyrir t.d. þjófnað. Dauðarefsingar fyrir að hallmæla íslam eða Múhameð. Bann á tjáningarfrelsi um íslam. Karlmönnum er leyft að eiga fjórar konur. Margt fleira ljótt má tína til. Fari svo að moskan í Sogamýri rísi fyrir peninga frá arabískum salafistum, sem hafa verið að styrkja ISIS og Al Kaída, ber lög- reglunni að stöðva boðun íslams í húsinu. Sama á við um starfsemi beggja félaga múslíma á Íslandi, nema þessi félög lýsi yfir andstöðu við þau ákvæði í trúarritum sínum sem stríða gegn allsherjarreglu (þ.e. öll íslensk lög) og góðu siðferði eins og við skilgreinum það. Hvað er moska? Eftir Valdimar H. Jóhannesson » Alkunna er þó að ýmislegt fer fram innan moskanna sem brýtur gróflega gegn þeim samfélögum sem hafa leyft starfsemi þeirra. Valdimar H Jóhannesson Höfundur er á eftirlaunaaldri. Hérlendis er að finna hóp sem sam- anstendur af vel menntuðum ein- staklingum, þessir að- ilar hafa hlotið gráðu í ýmsum fræðum sem bæði er vöntun á hér- lendis sem og gætu nýst okkur vel. Ástæða þess að þessir aðilar geta ekki starfað á sínu sérsviði er sú að þeir hlutu mennt- un sína í öðru landi og menntun þeirra er af þeim ástæðum ekki metin til jafns við þá sem mennta sig hér heima. Við höfum lækna, raftækni- og efnafræðinga sem starfa á matsölustöðum og við ræstingar. Þarna er ekki verið að hjálpa fólki að aðlagast og taka þátt í íslensku samfélagi. Sumir hafa reynt að fá nám sitt og gráður samþykktar hérlendis en alltof margir fá þau svör að til þess þurfi viðkomandi að taka 3-4 ár í háskóla til að fá „íslenskan stimpil“. Það er ótrúlegt að fólk eigi að þurfa að endurtaka nám sem það hefur nú þegar lokið til að vera almennilega viðurkennt hérlendis. Af samtölum mínum við einstaklinga í þessari stöðu eru margir sem segjast vera tilbúnir til þess að reyna við skólann aftur, en aðstæður þeirra eru svo margs- konar að fæstir hafa möguleika á því þrátt fyrir vilja. Fólk er komið með fjölskyldur, hefur haft lág laun í einhvern tíma og sér ekki svigrúm til þess að leggja í kostn- aðinn sem því fylgir að framfleyta fjölskyldu og vera í fullu námi. Úrbætur Sem betur fer eru einstaka fög að leita leiða til að bæta úr þessu en það á ekki að þurfa að knýja fólk fram aftur og aftur á milli skóla, starfsstétta og stofn- ana. Ef hérlendis væri byggt upp kerfi sem hjálpaði ein- staklingum sem eru fullfærir í sínu fagi að aðlagast íslenskum aðstæðum sem að þeirra sérsviði snúa og verkferlum hér- lendis þá eiga einstaklingar sem flytja til Íslands ekki að þurfa að byrja algjörlega upp á nýtt til að fá það staðfest að þeir hafi gengið í skóla. Spurningin er líka hvort munur sé á þeim Íslendingum sem læra erlendis og koma svo til landsins aftur til að hefja störf og þeim einstaklingum sem ólust upp í öðru landi, lærðu þar og koma svo til Íslands til að hefja störf. Það er brýnt að menntamálaráðherra leiti leiða til að hjálpa fólki sem flytur til Ís- lands að láta meta menntun þess. Við búum í fjölmenningarsam- félagi og viljum að landið okkar taki vel á móti fólki sem vill flytja hingað, til þess þurfum við einmitt að búa til verkfæri til að láta það ganga. Virkjum þau sem hafa þekkinguna og getuna til starfa. Svo er aldrei að vita hvað við get- um lært af þeim. Virkjum þau Eftir Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur Jóhanna María Sigmundsdóttir » Þarna er ekki verið að hjálpa fólki að að- lagast og taka þátt í ís- lensku samfélagi. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Vart hefur þing komið saman aftur fyrr en stjórnarandstaðan byrjar sín hefðbundnu upphlaup. Nú er hún að amast við því að viðræðum við ESB verði slitið. Skorað er á ríkissstjórn- ina að halda striki sínu í því máli. Einnig er stjórnarandstaðan að fetta fingur út í það að verðtrygging sé ekki afnumin. Það er nú kannski ekki jafn einfalt mál og stjórnarand- staðan vill vera láta. Hvers vegna af- nam vinstri stjórnin ekki verðtrygg- inguna ef það er svona auðvelt? Það er einkenni á þessari stjórnarand- stöðu að hún hefur allt á hornum sér. Rétt er að benda á að vinstri flokk- arnir sátu með hendur í skauti allt síðasta kjörtímabil, létu allt reka á reiðanum og tóku ekki á einu eða neinu. Það er því auðvelt fyrir þá að finna að öllu. Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Upphlaup Alþingishúsið Innandyra er tekist á um framhald aðildarviðræðnanna við ESB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.