Morgunblaðið - 23.01.2015, Side 32

Morgunblaðið - 23.01.2015, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015 ✝ Laufey Stein-grímsdóttir fæddist í Reykjavík 3. júní 1948. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 11. jan- úar 2015. Laufey var dóttir hjónanna Stein- gríms Bjarnasonar frá Bolungarvík, fisksala í Grímsbæ, f. 1918, d. 1994, og Þóru Kristínar Kristjánsdóttur frá Ísafirði, f. 1922, d. 2011. Laufey ólst upp á Sogavegi 158, á heimili foreldra sinna, í stórum systkina- og frændsystk- inahópi. Þetta voru miklir um- brota og breytingatímar þar sem Sogamýrin var að breytast úr sveit í borg með tilheyrandi athafnasemi og framkvæmdum alþýðufólks, sem oft af litlum efnum, var að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Systkini Laufeyjar eru 1) Ólína Kjartans Óladóttir Emert, f. 1941, 2) Svandís Bára, f. 1943, 3) Bárður Árni, f. 1945, dætur og eina stjúpdóttur, 3) Brynja Huld, f. 5.3. 1978, sam- býlismaður Jakob Hafsteinn Hermannsson og á hún fjóra syni, fjórar stjúpdætur og einn stjúpson, 4) Ellert, f. 25.3. 1980, maki Magnea Lynn Fisher og hann eina dóttur, tvær stjúpdæt- ur og einn stjúpson. Laufey fæddist í Reykjavík og gekk í Breiðagerðisskóla og Réttarholtsskóla áður en leið hennar lá til Bandaríkjanna þar sem hún var skiptinemi veturinn 1965-66. Þegar heim kom hóf hún nám í Hjúkrunarskóla Ís- lands og útskrifaðist þaðan 1970. Laufey starfaði sem hjúkr- unarfræðingur á meðan heilsan leyfði, fyrst á geðdeild Borgar- spítalans en síðar á Sjúkrahúsi Keflavíkur, á Garðvangi í Garði, í Víðihlíð í Grindavík, við heima- hjúkrun og víðar. Hún greindist með illvíga liðagigt árið 1997 og varð upp úr því að hætta störf- um utan heimilis. Laufey og Hannes byggðu sér heimili að Ásgarði 10 í Keflavík og bjuggu þar hátt í 30 ár en síð- ustu árin í Innri-Njarðvík, síðast að Seljudal 56. Útför Laufeyjar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 23. jan- úar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. 4) Kristján, f. 1946, 5) Bjarni Jón, f. 1947, d. 1968, 6) Erlingur Rúnar, f. 1949, 7) Steinþór, f. 1951, 8) Kristín Salóme, f. 1954, 9) Þórhall- ur, f. 1955, d. 2009, 10) Gunnar Örn, f. 1956, 11) Hörður, f. 1957, d. 1984, og 12) Lilja, f. 1960. Eftirlifandi eiginmaður Lauf- eyjar er Hannes Einarsson húsa- smíðameistari, f. 20 júlí 1948. Foreldrar hans eru María Jóns- dóttir frá Norðfirði, f. 1924, og Einar Hannesson skipstjóri úr Keflavík, f. 1923, d. 2004. Laufey og Hannes voru mikið fjölskyldufólk og rík af afkom- endum en þau eignuðust fjögur börn og stóran hóp barnabarna. Afkomendur þeirra eru: 1) Ína Björk, f. 28.4. 1972, og á hún eina dóttur og tvo syni, 2) Einar, f. 3.7. 1974, maki Hrund Óskars- dóttir og á hann þrjá syni, þrjár Elsku mamma mín er látin allt of ung að aldri eftir langvinn veikindi. Þrátt fyrir að glíma við skerta heilsu síðastliðin tæplega 20 ár hafði mamma óbilandi lífs- vilja allt framundir það síðasta. Hún ætlaði sér að verða allra kerlinga elst og fylgjast með okkur afkomendum sínum miklu lengur. Mamma hafði endalaus- an áhuga á okkur öllum með tölu og óbilandi trú á okkar mann- kostum og hæfileikum. Henni tókst líka að láta okkur öllum líða eins og við værum alveg einstök í hennar augum og jafnvel pínu uppáhalds. Það var líka svo sér- stakt hvernig hún mætti alltaf fólki þar sem það var. Hún gerði meiri kröfur til þeirra sem henni fannst standa undir þeim og ýtti okkur því alltaf í áttina að því að verða aðeins betri manneskjur, svona eitt skref í einu. Ég var elst minna systkina og tók fljótt mikla ábyrgð, alveg eins og mamma hafði líka gert í sínum uppvexti. Mömmu fannst því mikilvægt að ég fengi að kynnast nýjum hlutum og nýjum aðstæðum og gerði allt til að þroska mig og víkka sjóndeild- arhring minn. Hún hafði sjálf farið sem skiptinemi til Banda- ríkjanna þegar hún var ung og fengið mikið út úr þeirri dvöl og vildi hún endilega að ég fengi tækifæri til að kynnast heiminum betur. Þegar ég var 14 ára hjálp- aði hún mér að komast í vist vest- ur á Ísafjörð, árið eftir fór ég svo sem sumarskiptinemi til Chicago (sem ég fékk í fermingargjöf) og síðar í heilt ár sem skiptinemi til sömu fjölskyldu. Að fara sem skiptinemi var alveg meiriháttar skemmtilegt og þroskandi og síð- ast en ekki síst þá græddi ég heila nýja fjölskyldu sem ég held enn sambandi við. Ég fór ung að heiman en hélt alltaf mjög nánu sambandi við mömmu. Við töluðum samt alls ekki saman daglega og oft liðu margir dagar á milli en alltaf hringdi hún eða kom þegar mað- ur þurfti mest á henni að halda. Það átti jafnt við um þegar ég bjó í Reykjavík eða í Chicago. Það var eins og hún fyndi alltaf hvernig manni liði. Það er ekki hægt að minnast mömmu án þess að minnast á það hvað hún var úrræðagóð. Hún var alveg ótrúlega útsjónarsöm og góður greinandi. Hún gat lag- að alls kyns dót og græjur og leyst hvaða vandamál sem kom upp á alveg ótrúlega útsjónar- saman máta. Og þrátt fyrir að hún hafi verið alveg einstakur hjúkrunarfræðingur þá held ég að hún hefði orðið stórkostlegur verkfræðingur eða iðnaðarmað- ur. Þessi eiginleiki reyndist henni oft vel eftir að hendur og fætur brugðust henni. Það var líka fátt betra en að hafa mömmu hjá sér þegar maður var að und- irbúa veislu eða standa í fram- kvæmdum því þó að hún gæti ekki hjálpað mikið lengur þá sá hún alltaf lausnir á öllum vanda- málum og gat kennt manni leiðir til að auðvelda sér lífið. Elsku mamma mín, takk fyrir allt sem þú kenndir mér og alla ástina sem þú gafst mér og mín- um og takk fyrir að reynast Laufeyju minni sem annað for- eldri alla tíð. Ég elska þig og mun halda gildum þínum í heiðri. Þín dóttir, Ína. Laufey var sú sjötta í röð þrettán systkina, fædd 3. júní 1948, og var tólf ára þegar ég, sú yngsta, fæddist. Haustið 1965 fór Laufey til Bandaríkjanna sem skiptinemi. Í sendibréfum frá þeim tíma spurði hún um litlu systkini sín sem henni þótti svo ofurvænt um. Þar stóð meðal annars: „Ég sakna Lilju svo mik- ið að ég held stundum að ég lifi ekki af að bíða eftir að sjá hana“. Nú segi ég það sama um Lauf- eyju, tilhugsunin um að fá ekki að sjá hana, tala við hana og vera nálægt henni, er nær óbærileg. Það er erfitt að kveðja, kannski erfiðast af öllu, en jafnframt óumflýjanlegt. Laufey var ekki bara stóra systir mín heldur líka sannur vinur, ráðgjafi og fyrir- mynd í mörgu. Þegar ég var lítil sagðist ég ætla að gera alveg eins og Laufey stóra systir mín þegar ég yrði stór. Það kom líka á dag- inn að ég fetaði í fótspor hennar um margt, tel ég hana þó hafa verið mér fremri í flestu. Laufey var einstök á svo margan hátt og prýdd miklum mannkostum. Dugnaður hennar, ósérhlífni og viljastyrkur sýndi sig vel í gegn- um löng, erfið og sársaukafull veikindi. Það vita allir þeir sem til þekkja. Laufey var sannur vinur og tryggðatröll, sannleiks- leitandi og hugrökk. Hún kaus svo lengi sem hún gat, og lengur jafnvel, að gera hlutina sjálf fremur en að biðja um hjálp og notaði oft til þess mikla útsjónar- og uppfinningasemi. Laufey greindist með illvíga liðagigt fyr- ir 16 árum sem dró smátt og smátt úr getu hennar til að nota hendur og fætur auk þess að valda henni miklum verkjum. Þrátt fyrir allt þetta mótlæti kvartaði Laufey aldrei og kærði sig ekki um vorkunn. Fyrir þremur árum greindist hún með krabbamein sem síðan tók sig upp aftur og felldi að lokum þennan mikla baráttujaxl. Þeir sem hafa séð Monty Python- myndina „In search of the holy Grail“ muna kannski eftir svarta riddaranum sem hafði óbilandi hugrekki og baráttuvilja, þannig var Laufey. Ég sé Laufeyju fyrir mér með hlýtt og geislandi blik í auga, tilbúna að gefa örlátlega af sjálfri sér. Það var aldrei leiðin- legt að vera með Laufeyju, hún var með meðfæddan leikhæfi- leika og gat brugðið sér í allskyns hlutverk, gert grín að sjálfri sér og verið óborganlega fyndin. Laufey var fyrst og fremst fjöl- skyldumanneskja. Nú þegar hún er farin er höggvið stórt skarð í hennar frændgarð og margir eiga um sárt að binda. Fyrst og fremst þó Hannes, eiginmaður hennar, stoð og stytta, svo og börnin og barnabörnin sem Lauf- ey átti svo sterka og einlæga tengingu við. Laufey snerti líf svo margra og gaf ríkulega af sér hvar sem hún var, minning henn- ar heldur áfram að lifa í hjörtum okkar sem elskuðum hana. Elsku systir, ég hvíslaði ýmsu í eyrað á þér síðustu nóttina sem þú lifðir og ég vakti með þér, við munum báðar hvað það var og geymum á besta stað, við hjart- að. Kærleiksbandið milli okkar sem var hnýtt þegar í upphafi fær ekkert slitið, við sjáumst. Hannes, Ína, Einar, Brynja og Elli og barnabörnin öll, megi Guðs kærleikur styrkja ykkur í sorginni. Lilja. Lilja Steingrímsdóttir. Mig langar að minnast hennar Laufeyjar systur minnar með nokkrum orðum. Laufey var búin að há baráttu við illvíga sjúk- dóma um langt skeið og berjast hetjulega. Hún bar ekki þjáning- ar sínar á borð annarra og það var ekki hennar að láta aðra finna fyrir þjáningum sínum, raunar held ég að hún hafi lengst af ekki þolað umræðu um heilsu sína, svo ég ætla að sleppa því hér. Laufey er ein af okkur þrettán systkinum og ólst upp með tíu al- systkinum sínum, átta bræðrum og tveimur systrum á Sogavegi 158. Hún tilheyrði eldri helm- ingnum og var eina systirin í þeim hópi og það fór mikil orka hjá henni í að reyna að ala upp og siða þrjá eldri og tvo yngri bræð- ur, með misjöfnum árangri. Við systkinin í yngri deildinni nutum hins vegar móðureðlis hennar að fullu öll okkar uppvaxtarár. Bernsku- og unglingsár Laufeyj- ar fóru því í að hjálpa mömmu við að reyna að halda aga á eldri strákunum, gæta okkar yngri systkina sinna og veita okkur umhyggju og kærleika af nægta- brunni sínum. Ég er ekki frá því að Laufey hafi verið eins og framlenging af mömmu og reynt að sinna því sem mamma náði ekki að gera hundrað prósent. Laufey var stóra systirin á heim- ilinu sem við elskuðum og dáðum og bárum mikla virðingu fyrir. Laufey var mjög hvetjandi í sið- bótar- og uppeldisverkum sínum með okkur systkinin, t.d. dugði alveg að minnast á að forsetinn færi alltaf í gömlu sundlaugarnar í Laugardal til að koma skaran- um af stað í sund. Eins notaði hún mikið verðlaunaviðurkenn- ingar til að ná sínu fram og ef hvatningar dugðu ekki þá gerði „svipurinn“ það jafnan. Það var því ekkert eðlilegra fyrir mig en að flytja til Lauf- eyjar og Hannesar sem ungling- ur og læra húsasmíði þegar hún bauð mér það og bjó ég á heimili þeirra í fjögur ár. Fyrst á Þóru- stígnum í Njarðvík og flutti síðan með þeim í nýja húsið sem þau byggðu sér í Ásgarðinum. Þann- ig naut ég umhyggju og verndar Laufeyjar á mótunarárum mín- um og það var auðvelt að ræða við hana um stóru mál unglings- ins í eldhúskróknum í Ásgarðin- um. Ég hef síðar á lífsleiðinni notið þess að hafa haft trúnað Laufeyjar og traust í öllum mál- um sem upp hafa komið og við getað rætt þau okkar á milli. Þegar við systkinin og mágfólk vorum að endurbyggja hús sem afi okkar byggði á Hóli í Bolung- arvík, tók Laufey virkan þátt í því á sinn hátt og sýndi verkefn- inu mikinn áhuga og var óspör á Hannes og syni þeirra í vinnu- ferðir vestur. Laufey var einstök og gegn- heil manneskja og mikil fjöl- skyldukona sem var stolt af sínu fólki. Við Björk og Bjarklind kveðj- um Laufeyju með virðingu og þökk og vottum Hannesi, Ínu, Einari, Brynju, Ellerti og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Gunnar Örn Steingrímsson. Elskuleg systir okkar hefur nú kvatt þetta jarðlíf. Við viljum minnast þín með nokkrum fátæk- legum orðum og þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið okkur. Við höfum sannarlega verið mik- ilvægar hver annarri og hugsum til baka um það sem við kölluðum að „eiga stund saman“ sem við áttum margar góðar við kertaljós og notalegheit. Orðheppnin og húmorinn sem við skildum svo vel en var aldrei á kostnað ann- arra veitti okkur gleði og ánægju. Okkur systkinunum hef- ur þú verið kærleiksrík og góð systir sem við munum öll sakna meðan við lifum. Við vitum að þú áttir pláss í hjörtum margra og ekki síst barna sem þú með gæsku og visku lagðir gott til og hafðir góð áhrif á, og það gildir um okkur líka. Í stórum systk- inahóp eins og við tilheyrum gengur ýmislegt á og þú ábyrgð- arfull í meira lagi og hjálpsöm, reyndir að stýra okkur syst- kinunum, kannski sérstaklega bræðrum okkar, með mismiklum árangri. Bræðurnir í miklum meirihluta, átta talsins og fullir af fjöri. Oft hefur reynt á þolrifin hjá þér enda mikil löngun til að hafa hlutina í röð og reglu. Skiptinemaársins í Bandaríkjun- um naust þú vel og blómstraðir og eignaðist ævivinkonur sem heimsóttu þig og þú þær, síðast fékkst þú ógleymanlega heim- sókn frá dásamlegri vinkonu sem við Ollý nutum með ykkur fjöl- skyldunni, og fórum við öll sam- an flott út að borða og þegar við ætluðum að borga var vinkonan búin að því fyrir okkur öll og engu um það breytt. Svo vænt þótti henni um fjölskyldu þína. Þegar þú komst svo úr skipti- nemanáminu fórst þú í hjúkrun- arskólann og bjóst á heimavist- inni til að fá næði við lærdóminn. Skemmtilegrar sögu af Laufey og bílnum hennar minnumst við, en hún var eitt sinn að hjálpa mömmu æskuvinkonu sinnar kærrar sem því miður lést fyrir nokkrum árum og reyndist þér mjög þungbært. En þú bauðst til að flytja veisluföng frá Hólm- garði í Kópavog fyrir fermingar- veislu í fjölskyldu hennar, en þegar þú steigst út úr bílnum á áfangastað sérð þú að fat með fisk í hlaupi stóð á kúptum toppn- um og hafði gleymst að setja það inn í bílinn, hafði það ekki hagg- ast og hægt var að bera á borð vandræðalaust, varla hægt að gera betur þótt um góðakstur- skeppni hefði verið að ræða, en svona varstu, gerðir allt vel. Þú hefur ekki verið kvartsár þó ærin ástæða hafi verið til en gigtin sem hitti þig svo illilega fyrir 17 árum fjötraði þig. Þú gerðir allt sem þú gast og miklu meira og þreyttir ekki aðra á „kvabbi“, þú vildir draga það eins lengi og hægt var, það dróst þú til ævi- loka. Ofan á gigtina kom krabb- inn sem ekkert gaf eftir. Við minnumst þess hvað þið Hannes tókuð alltaf vel á móti okkur og alltaf öllu tjaldað til, svo að heim- sóknin yrði sem best, höfðings- skapurinn ykkur sameiginlegur. Mörg af systkinabörnum okkar áttu þig sem góðan trúnaðarvin sem og þín góða fjölskylda enda mættir þú öllum á þeirra stað og gerðir þér sérstaklega far um það. Þín er sárt saknað, hvíl í friði, kæra systir, og eins og við ákváðum þá verðum við alltaf í hjörtum hver annarrar. Vottum þér, kæri mágur, og fjölskyldum ykkar innilega samúð. Kristín Salóme Stein- grímsdóttir, Ólína K. Ermert, og makar. Amma, þú varst algjör hetja og alveg stórkostleg kona á allan hátt. Þú varst alltaf svo jákvæð og fannst alltaf það góða í öllum. Þú varst ein af þeim fáu sem ég gat talað um allt við og gat sagt allt, eitthvað sem ég myndi kannski ekki segja öðrum. Mér fannst alltaf jafn gaman að koma til þín og gleðja þig með því að gera fínt og hella upp á kaffi fyrir þig þannig að þú kæmir fram í nýþrifið og fínt hús. Svo áttum við alltaf langt og skemmtilegt spjall saman og töluðum um allt sem okkur datt í hug. Fyrir nokkrum dögum, þegar þú lást inni á spítala, kom ég til þín og knúsaði þig og kyssti og svo kom allt í einu einhver „ofurkraftur“ í þig og þú reist upp og knúsaðir mig og sagðist elska mig. Þú veist ekki hve mikils virði það var fyrir mig og mun ég aldrei gleyma því. Ég á æðislegar minningar með þér og er þakk- látur fyrir þessar góðu stundir og að hafa fengið að hafa þig, þessa yndislegu konu, í lífi mínu. Þú hefur alltaf verið og munt alltaf vera fyrirmyndin mín og ég hef alla tíð frá því að ég var bara pínulítill drengur litið upp til þín. Elska þig endalaust, gullið mitt. Ég mun alltaf elska þig. Kveðja, Kristján Þórarinn. Elsku fallega amma mín, ég trúi því ekki að þú sért farin. Þú varst mín besta vinkona og mitt akkeri í lífinu. Sama hvað bjátaði á þá vissi ég að ég ætti þig alltaf að. Þú brást alltaf við öllu með kærleika. Síðustu ár varstu mjög veik og baráttuþrek þitt og lífs- vilji var aðdáunarverður. Alltaf reyndirðu að vera sjálfbjarga og gera allt sjálf, þrátt fyrir þín miklu veikindi. Mér finnst svo lýsandi fyrir þig þegar þú hringdir í mig í desember meðan ég var að lesa undir próf og þú sagðir mér að þú hefðir tekið til í herberginu mínu, því þú vissir undir hve miklu álagi ég væri. Ég man líka þegar ég átti afmæli nú síðast, þá varstu enn á fótum þegar ég lagði af stað í vinnuna um fjögurleytið. Ég velti því fyrir mér hvað þú værir að gera á fót- um svona seint og svo þegar ég kom heim úr vinnunni var kom- inn afmælispakki á koddann minn, þig hafði langað til að koma mér á óvart. Alltaf þegar mér leið illa leitaði ég til þín og mér leið alltaf betur við það að tala við þig, það voru ekki endi- lega orðin sem hugguðu mig heldur líka hlýjan sem ég fann frá þér. Þú hugsaðir alltaf um aðra á undan sjálfri þér, sama hvað á bjátaði. Þú leyfðir okkur aldrei að finna hve veik þú varst í raun og nú fyrir jól þegar við fór- um að taka eftir miklum breyt- ingum á þér, bjóst ég alltaf við að þú myndir rífa þig aftur upp eins og alltaf áður, en í þetta skiptið gat líkaminn ekki meir. Ég vona að þú vitir hve heitt ég elska þig og hve mikið ég hugsa til þín. Ég veit þú ert á betri stað núna og þjáist ekki lengur, það gerir söknuðinn og sársaukann aðeins bærilegri. Orð fá ekki lýst hve mikið skarð er komið í lífið nú þegar þú ert farin en ég veit samt að þú ert alltaf hjá mér og að nú eigum við fallegasta verndaren- gilinn. Ég mun lifa mínu lífi með þig í hjarta mínu. Ég lofa ég mun gera þig stolta elsku amma mín. Þín nafna, Laufey. Við sjáum þau fyrir okkur, Laufeyju og Hannes bróður, í Krossholtinu, nýlega farin að draga sig saman á leiðinni á dansleik. Þessi minning sækir á okkur systur nú þegar við kveðj- um Laufeyju og lítum til baka yf- ir liðna tíð. Þau voru svo falleg og ástfangin og við systur svo ánægðar því við héldum hrein- lega að hann bróðir okkar myndi ekki ná sér í kvonfang, orðinn rúmlega tvítugur. Ungi hjúkrun- arfræðingurinn frá Reykjavík varð mágkona okkar, fjölskyldan stækkaði og lífið hélt áfram með öllum sínum tilbrigðum. Kærleikur, hlýja og mannvin- ur er það sem einkenndi hana alla tíð. Hún gaf ungviðinu tíma og var einstaklega umhyggjusöm og góð við alla. Þetta upplifðum við systur og einnig börnin okkar en Laufey átti líka sérstakan stað í hjörtum þeirra. Þótt líkamlegir kraftar yrðu að láta undan þá brotnaði hún aldrei. Hélt sínum sterku per- sónueinkennum og umfaðmaði alla. Þessir eiginleikar nýttust henni vel í lífsins ólgusjó, því oft gaf á bátinn eða eins og segir í kvæðinu: Við skulum ei æðrast þó inn komi sjór og endrum og sinn gefi á bátinn. Að halda sitt strik, vera í hættunni stór og horfa ekki um öxl, það er mátinn. (Höf. ók.) Á kveðjustund streyma þakk- lætiskveðjur frá fjölskyldu Hannesar. Við munum ætíð minnast Laufeyjar með ást og hlýju. Það halda mér engin bönd. Ég er fuglinn sem flýgur, skipið sem bylgjan ber. kvæði mín eru kveðjur. Ég kem og ég fer. (Davíð Stefánsson) Margrét Lilja og Sigurlaug. Elsku, besta, frænka okkar, að þú hafir þurft að kveðja svona snemma er svo óréttlátt. Það er erfitt að hugsa til þess að við eig- um ekki eftir að hitta þig aftur, knúsa og spjalla við þig. Við syst- ur vorum svo lánsamar að alast upp á Sogaveginum (umferðar- miðstöð fjölskyldunnar) og hitt- um við því svo marga í fjölskyld- unni, en hún er nú ansi stór. Við erum svo glaðar yfir því að hafa fengið að kynnast þér svona vel í seinni tíð þar sem við sátum ófá- ar stundir í eldhúsinu hjá ömmu Stínu yfir kaffi, kertaljósi og spjölluðum um heima og geima. Ekki má nú gleyma happ-pizzun- um góðu sem þú elskaðir að fá hjá okkur. Þú varst alltaf svo hlý og yndisleg, það var svo þægilegt að tala við þig og okkur fannst þú Laufey Steingrímsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.