Morgunblaðið - 23.01.2015, Síða 33

Morgunblaðið - 23.01.2015, Síða 33
aldrei dæma.Við vitum að amma og afi, pabbi og bræður þínir hafa tekið vel á móti þér. Núna líður þér vel á góðum stað þar sem þú ert umvafin yndislegum englum. Takk fyrir allt saman, elsku, besta, frænka okkar. Elsku Hannes, Ína, Einar, Brynja, Elli og fjölskylda, missir ykkar er mikill. Megi Guð vera með ykkur og styrkja ykkur í gegnum þennan erfiða tíma. Þín- ar frænkur, Þóra, Rakel, Berglind og Helga Þórhallsdætur. Elsku hjartans Laufey Nú hefur fallega frænka mín kvatt þennan heim. Þegar ég sit hér og hugsa til hennar þá kemur mér strax í hug hennar mikli kærleikur og ljósið skæra sem brann innra með henni. Helstu minningar mínar um Laufeyju er þegar ég var hjá henni í Ásgarðinum í Keflavík og á Sogaveginum hjá ömmu. Þær eru mér afar kærar og munu lifa með mér svo lengi sem ég lifi og veita mér yl og huggun. Ljós lýsir í myrkri. Það fyllir mig af gleði, leiðir mig og gefur mér líf. Ljósið er inni í mér. Það er inni í þér. Saman lýsum við skært. Elsku Laufey, mig langar að þakka þér fyrir allar þær fallegu og yndislegu stundir sem við átt- um saman. Elsku Hannes, Ína, Einar, Brynja og Elli, ég votta ykkur alla mína samúð. Þín frænka, Ragnheiður Ólína Kjartansdóttir. Þar sem er hjartarúm, þar er húsrúm. Það átti svo sannarlega við um Laufeyju frænku mína og fjölskyldu hennar. Árið 1955 fluttu foreldrar mínir frá Siglu- firði til Reykjavíkur með fjögur börn sín og það fimmta var á leið- inni. Steingrímur Bjarnason, móð- urbróðir minn, hafði byggt hús á Sogavegi 158 og nú lét hann sig ekki muna um að bæta einni hæð ofan á það til að fjölskylda systur hans hefði þak yfir höfuðið þegar hún kæmi til Reykjavíkur. Stein- grímur átti þá þegar átta börn. Þau voru orðin tíu þegar við fluttum þaðan fjórum árum síð- ar. Þessi stóri barnahópur bjó þarna saman í sátt og samlyndi. Mér hlýnar enn um hjartarætur þegar ég hugsa til þessara ára og Laufeyjar. Hún var fjórða í röð- inni af systkinunum, fyrsta stelp- an og það engin smástelpa. Hún sýndi það strax í bernsku að hún var einstök manneskja, hlý og góð. Hún var hjálpsöm og ótrú- lega dugleg, sinnti bræðrum sín- um vel og gekk í öll heimilisstörf eins og fullorðin manneskja. Það er erfitt að sjá hvernig Kristín eða Stína, eins og móðir hennar var kölluð, hefði getað annast þetta stóra heimili svo vel færi án þess að hafa slíka hjálp- arhellu sem Laufey var. Hún var strax sem barn ótrú- lega mikil mamma, móðurum- hyggjan skein af henni. Við vor- um ekki gamlar þegar ég spurði hana hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór. Svarið kom um hæl: „Giftast og eignast mörg börn.“ Hún stóð við það. Það kom ekki á óvart að Lauf- ey skyldi mennta sig í hjúkrun. Umönnunarstörf og umhyggja fyrir öðrum var henni í blóð bor- in. Laufey var alla tíð jákvæð og bjartsýn sem örugglega hefur hjálpað henni mikið í sínum erf- iðu veikindum. Ég er þakklát fyr- ir langt símtal sem ég átti við Laufeyju skömmu áður en hún lést. Hún var þá komin á líkn- ardeildina en henni var efst í huga að komast heim um jólin til að geta verið hjá fjölskyldunni og það tókst. Laufey hafði ríka frá- sagnargáfu og við hlógum mikið þegar hún var að rifja upp öll bernskubrekin með sínum skemmtilega húmor. Laufey var ekki mikið fyrir að bera sorgir sínar á torg. Hún var meira fyrir að hlusta, hjálpa og líkna öðrum. Hún var alltaf til staðar fyrir fólkið sitt og sýndi því ást sína í verki. Ég votta Hannesi, börnum, barnabörnum, systkinum og fjöl- skyldum þeirra mínar innileg- ustu samúðarkveðjur vegna frá- falls þessarar yndislegu manneskju. Kristín Jónsdóttir. Það var ótrúlega gaman að alast upp á Sogaveginum eftir miðja síðustu öld, hverfið iðaði af lífi og leikjum. Fyrstu kynni okkar Laufeyj- ar, þá um fimm til sex ára gaml- ar, voru þau að við stóðum sín hvorum megin við girðinguna „hennar“ á milli Sogavegar 158 og 162 og hún spurði: „Átt þú heima í þessu litla húsi?“ Ég jánkaði því og þá sagðist hún eiga heima í miklu stærra húsi en ég, svo kom: „Áttu engin systk- ini?“ Jú, ég sagðist eiga tvö, „iss ég á átta systkini og ömmu og afa og Ínu frænku,“ og svona hélt þetta áfram á meðan við horfðum hvor á aðra. Síðan sagði hún: „Viltu leika við mig?“ Þar með hófst ævilöng, einlæg og falleg vinátta sem aldrei rofnaði. Og þeim átti eftir að fjölga yndislegu systkinum hennar og frændfólki í stóra húsinu, þar sem ríkti glaðværð og gæska með vestfirskum áherslum. Þar munaði ekkert um einn munn í viðbót, „kond́eska og fáðu þér kex og kaffilit með krökkunum,“ sagði Stína, alltaf jafn hress og notaleg eins og hún hefði ekkert fyrir þessum börnum … en þau hjálpuðust líka að á heimilinu og þar kom vinkona mín sterk inn. Hún varð snemma ábyrg og man ég eftir henni í stórþvottum tíu ára gamalli og fékk ég stund- um að hjálpa henni, enda vön úr þvottalaugunum og þá komumst við líka fyrr út að leika. Fyrir Laufeyju var þetta bara eitt af því sem þurfti að gera. Við upp- lifðum margt skemmtilegt sam- an, fórum í 3-bíó á sunnudögum, í gömlu sundlaugarnar með ein- hvern hóp með okkur, við tvær að gista í sumarbústaðnum þeirra við Rauðavatn, hún að kenna mér að flauta eins og strákar gerðu, hún að uppfræða mig um „rússagrýluna“ og ég sem var uppalin í sósíalísku um- hverfi, en íhaldið réð ríkjum hjá gæðamanninum Steingrími fisk- sala, já, hún kenndi mér ótal margt sem jók á víðsýni mína. Svo komu unglingsárin uppfull af leyndarmálum og tilfinning- um, þá var líka gaman hjá okkur, alltaf svo gaman. Hún hafði allt til að bera, var dugleg, skynsöm, einlæg en um- fram allt var hún skemmtileg. Hún var góður námsmaður, setti sér markmið og fylgdi þeim eftir, fór sem skiptinemi til Banda- ríkjana, vann á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn, kynnti sér London og lærði hjúkrun. Já, hún Laufey gerði allt í réttri röð, enda kveið ég átján ára gömul meira fyrir að segja henni að ég væri ófrísk heldur en foreldrum mínum, og hún sagði: Elsku Birna mín, hvað varstu eiginlega að hugsa? Þar talaði ábyrga, þroskaða vinkona mín með um- hyggju sína og ást, sem ég er endalaust þakklát fyrir. Ég vil kveðja vinkonu mína með hennar orðum, þegar hún kynnti mig nýlega fyrir afkom- anda sínum og sagði: Þetta er Birna, hún er æska mín. Mér fannst þetta svo fallegt og segi því: Laufey, þú varst æska mín. Ég bið að almættið umvefji og styrki elsku Hannes, börnin, barnabörnin, systkini og alla fjöl- skylduna. Birna Dís. MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015 ✝ Dýrleif JónínaTryggvadóttir fæddist að Að- algötu 8, Ólafsfirði, 5. apríl 1929. Hún lést 13. janúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Tryggvi Marteinsson út- gerðarmaður, f. í Burstabrekku í Ólafsfirði 17. nóv- ember 1889, d. 5. apríl 1969, og Rósa Friðfinns- dóttir, f. í Sauðaneskoti á Uppsa- strönd í Svarfaðardal 26. júní 1897, d. 17. júlí 1971. Bróðir Dýrleifar er Baldvin Tryggvason, fyrrverandi spari- sjóðsstjóri, f. 12. febrúar 1926, kvæntur Halldóru Rafnar, f. 31. maí 1947. Dýrleif stundaði nám í barna- skóla Ólafsfjarðar og síðan í framhaldskólanum í Reykholti 1946-1947 og þá stundaði hún einnig nám við Húsmæðraskól- ann í Reykjavík. 1956, synir þeirra eru Ingólfur, f. 5. mars 1980, og Sveinn Óskar, f. 6. nóvember 1985. Óskar Jósef, f. 15. ágúst 1960, kvæntur Ingu Fjólu Baldurs- dóttur, f. 18. nóvember 1962, börn þeirra eru Brynjar Jósef, f. 9. júní 1994, Brynhildur Júlía, f. 5. október 1999, og Hilmir Steinn, f. 10. september 2002. Börn Ingu Fjólu eru Óli Bald- ur, f. 12. desember 1983, og Lára, f. 8. febrúar 1991. Anna El- ín, f. 30. ágúst 1963, gift Rúnari Sigurjónssyni, f. 27. október 1963, börn þeirra eru Gunnar Þór, f. 20. febrúar 1984, Hall- dóra Ósk, f. 11. maí 1991, og Val- gerður Gréta, f. 6. febrúar 1987. Ingólfur dóttursonur hennar ólst upp hjá henni frá unga aldri. Langömmubörn Dýrleifar eru 10 en þau eru Andri Þór, Sandra Lind, Steinrún Dalía, Sylvía Björk, Arnór Þorri, Þorvaldur, Ýr. Anna Margrét og Jóhanna Rósa. Dýrleif starfaði hjá Reykja- víkurborg, fæðingardeild Land- spítalas og á Röðli hjá föður- systur sinni, Helgu Marteins- dóttur. Útför Dýrleifar verður gerð frá Langholtskirkju í dag, 23. janúar 2015, kl. 15. Dýrleif giftist 10. september 1955 Óskari Guðlaugs- syni, f. 31. janúar 1931, d. 18. desem- ber 1984. Foreldrar hans voru Guðlaug- ur Guðmundson veitingamaður, f. í Urriðakoti Garða- hreppi 1. mars 1899, d. 5. ágúst 1967, og Sigurlín Valgerður Jónasdóttir, f. í Selja- teigshjáleigu Reyðarfirði 31. október 1901, d. 24. janúar 1957. Börn þeirra eru: Guðlaugur Tryggvi, f. 11. júní 1952, kvænt- ur Þorbjörgu Árnadóttur, f. 10. mars 1953, dætur þeirra eru Guðný Guðrún, f. 25. júlí 1972, og Dýrleif Júlía, f. 29. nóvember 1980. Baldvin Páll, f. 18. maí 1955, dóttir hans er Hulda Ósk, f. 16. apríl 1977. Drengur f. 30. jan- úar 1957, d. 2. febrúar 1957. Sig- urlín Rósa, f. 25. mars 1959, gift Sveini Jóhannessyni, f. 22. júní Elsku hjartans mamma mín, það er svo erfitt að kveðja þig. Tengsl okkar voru alltaf mjög sterk og núna síðustu ár höfum við hist nær því á hverjum degi. Við höfum átt margar yndislegar og skemmtilegar stundir saman. Börnin mín Gunnar Þór og Hall- dóra fengu að njóta ömmu sinnar mikið þegar þau voru yngri og eins þegar þau urðu eldri og það er ég þakklát fyrir hvað þau eiga margar og góðar minningar um ömmu sína. Mér þykir einnig vænt um að Anna Margrét ömmustelpan mín fékk að kynnast langömmu sinni, við hjálpumst að við að segja henni frá þér, elsku mamma. Minningar um þig eru endalausar og verða okkur dýrmætar inní framtíðina. Ég vil nota tækifærið og þakka starfsfólkinu á Droplaugarstöðum fyrir góða umönnun þessa 5 mán- uði sem þú varst þar. Þú varst ynd- isleg mamma, amma og góð tengdamamma. Við söknum þín sárt. Við hittumst aftur, elsku mamma mín. Kveðja til móður minnar Elsku mamma ég sakna þín þú farin ert mér frá get ekki framar leitað til þín né andlit þitt fengið að sjá. Er lítil ég var, þú lofaðir mér alltaf hjá mér að vera er kúrði ég við hálsinn á þér það vorum við vanar að gera Ég veit að núna hjá drottni þú ert og þú ert mig ekki að svíkja ég elska þig mamma mín, hvar sem þú ert og ég veit að þú elskar mig líka. Elsku mamma mín sofðu nú rótt þangað til drottinn þig vekur, ég man þig bæði dag og nótt, minningar mínar enginn tekur. (Svava Blomsterberg) Þín Anna Elín. Við vorum tvö systkinin, Balli og Dídí, augasteinar foreldra okkar, og ólumst upp í Ólafsfirði, fiski- þorpi, þar sem lífið var saltfiskur. Nú er góða systirin mín látin og þorpið okkar allt annað en í þá gömlu daga. Dídí andaðist á Drop- laugarstöðum 13. janúar sl. þar sem hún dvaldist síðasta hálfa árið og naut stakrar umönnunar barna sinna og starfsfólksins, sem veitti henni fyrirmyndar atlæti og hlý- legt umhverfi. Fram að því bjó hún á heimili sínu með elskulegri aðstoð og hjálp barna sinna. Á síðari árum hefur Alzheimer- sjúkdómurinn náð æ sterkari tök- um á systur minni og hún horfið smám saman í aðra hugarheima. Undir lokin voru bernskuár okkar í Ólafsfirði ofarlega í huga hennar. Þangað hvarf hugurinn og þar voru Dídí og Balli bróðir hjá pabba og mömmu í litla húsinu þeirra. Systk- inin léku sér um allt þorpið, einnig uppi í Holtum eða vestur á Sandi. Þau fylgdust með bátunum koma úr róðrum með mikinn eða lítinn afla og sjómönnunum labba í nið- urbrotnum bússunum sínum heim til sín með bitakassann undir hend- inni og í hinni hékk fiskspyrða í soðið. Þau stóðu á smákössum og stokkuðu upp línuna hans pabba og „hjálpuðu“ mömmu og landmann- inum við að breiða eða taka saman saltfiskinn úti á Mölum. Við krakk- arnir vorum úti um allt nema helst ekki á sjálfri bryggjunni þar sem við þvældumst bara fyrir og gátum dottið í sjóinn og kannski drukkn- að. Ég var þremur árum eldri en Dídí og á undan í barnaskólann og gekk síðan menntaveginn. Dídí systir var hins vegar stelpa, en á æskuárum okkar datt fæstum í hug að stúlkur ættu að stunda langskólanám. Dídí lauk þó prófum frá Héraðsskólanum í Reykholti og Húsmæðraskóla Reykjavíkur og þótti standa sig vel. Heima í Ólafs- firði vann hún ýmis störf og var ráðin símstúlka á símstöðina í plássinu sem ekki þótti ómerkileg staða. Frá barnsaldri var hún ætíð kærleiksrík stoð og stytta foreldra okkar. Rúmleg tvítug fluttist hún til Reykjavíkur og vann fyrir sér við þjónustustörf á ýmsum stöðum, m.a. Landspítalanum. Hún kynnt- ist þá eiginmanni sínum, Óskari Guðlaugssyni, flugmanni og starfs- manni Veðurstofunnar, og giftist honum 1955. Þeim fæddust fimm myndarleg börn, sem öllum hefur vegnað vel. Hjónaband þeirra stóð í tæp 30 ár, þar til Óskar andaðist í desember 1984 eftir áratuga bar- áttu við hrörnunarsjúkdóminn Multiple scelerosis. Þessi ár voru þeim hjónum og börnum þeirra átakanlega erfið en aldrei kvartaði Dídí þótt við erfiðleika væri að glíma. Hún elskaði sitt fólk og eig- inmaðurinn og börnin voru henni alltaf næst hjarta. Að Óskari látn- um stóð hún ein með börnin fimm og þeim helgaði hún líf sitt. Dídí systir var framar öllu öðru góð manneskja, fórnfús og kærleiksrík Það var guðslán að eiga slíka syst- ur. Við Dóra vottum systurbörnum mínum og þeirra fjölskyldum dýpstu samúð okkar og okkar fólks. Baldvin Tryggvason. Elsku amma. Að kveðja þig er það erfiðasta sem ég hef gert. Ég veit samt að þú ert komin á betri stað þar sem þér líður vel. Þú varst með svo fallegt hjarta og varst svo góð við alla. Ég var alltaf hjá þér þegar ég var lítil og þú kenndir mér svo margt, að lesa og skrifa og sagðir mér sögur af öllu því sem þú gerðir í gamla daga, mér fannst það alltaf jafn spennandi. Allt mitt líf vorum við mjög nánar og þú varst besta vinkona mín, ég sagði þér allt og þú áttir alltaf svör við öllu. Oft sátum við saman við eldhúsborðið, þú skarst rúgbrauð með smjöri og sykri í teninga og við sátum heilu klukkutímana og spiluðum og spjölluðum saman um heiminn og geiminn. Þó svo að þú værir komin með alzheimer þá breyttist persónan þín aldrei, þú varst alltaf eins, alltaf með þitt fallega bros, hlýju knúsin þín og þessa yndislegu góð- mennsku sem þú hafðir. Það var skrítið að venjast því að þú sem vissir allt og mundir allt værir farin að spyrja okkur spurninga. Þú varst samt alltaf svo sterk og lést aldrei neitt stoppa þig, þrátt fyrir mörg veikindatilfelli hélstu alltaf áfram. Ég er svo þakklát að Anna Mar- grét hafi átt yndisleg fjögur ár með þér, alltaf gladdistu jafn mikið þeg- ar hún kom að heimsækja þig og hún hafði svo gaman af þér, sér- staklega núna síðustu mánuði, þá vissi maður að þótt þú værir lasin gæti hún glatt þig. Anna Margrét saknar langömmu sinnar svo mikið en hún veit að núna ertu engill á himnum sem passar uppá okkur. Á útskriftardaginn minn kom ég til þín og ég sagði þér frá því að ég væri búin með skóla, það var svo gaman að heyra hvað þú varðst glöð með það. Í starfsnáminu fékk ég einnig þann heiður að hugsa um þig á Mörkinni þegar þú varst í hvíldarinnlögn og það voru tímar sem ég met mikils. Ég er svo þakklát fyrir að ég fékk að eyða síðustu mínútunum með þér og ég mun geyma allar minningarnar okkar vel og ég mun halda áfram að segja Önnu Mar- gréti sögur af þér og segja henni frá því hversu einstök manneskja þú varst, engin var eins og þú. Með miklum söknuði kveð ég þig nú í bili, þangað til við hittumst næst. Ég elska þig svo mikið, amma mín, guð geymi þig og dreymi þig vel. Við höfði lútum í sorg og harmi og hrygg við strjúkum burt tárin af hvarmi. Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið því fegursta blómið er frá okkur horfið. Með ástúð og kærleik þú allt að þér vafðir og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir þótt móðuna miklu þú farin sért yfir þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir.) Halldóra Ósk og Anna Margrét. Amma var húsmóðir af gamla skólanum og þessi týpíska amma af sinni kynslóð. Hún giftist afa mínum: Óskari Guðlaugssyni, og eignuðust þau sex börn, fjóra drengi og tvær telpur, en einn dreng misstu þau þegar hann var ungbarn. Amma var hrædd við ketti, ók aldrei bíl og las dönsk blöð fyrir háttinn. Amma kallaði svalir: altan og sagði frasa eins og: „þetta er svaka lekkert“ og „þú ert hoj og slank“. Hún sagði mér oft sögur af sínum fyrri árum, af æskuslóðunum í Ólafsfirði, þegar hún vann á hótel Norðurlandi og þegar hún stundaði nám í Reyk- holti og í Húsmæðraskólanum. Amma hafði mikið dálæti á Helgu frænku og Jóni kennara eins og hún kallaði þau alltaf og var dug- leg að halda minningu þeirra á lofti. Lilla, æskuvinkona hennar ömmu, lést fyrir rúmlega fjórum árum, en Lilla var henni afar kær og þær héldu góðu sambandi alla tíð og töluðu oft afar lengi saman í síma. Mamma mín og ég bjuggum heima hjá afa og ömmu þegar ég var nýfæddur og ólst ég að mestu leyti upp á því heimili. Við amma vorum ávallt mjög náin og ég er henni óendanlega þakklátur fyrir alla þá góðmennsku og örlæti sem hún sýndi mér og fyrir að hafa allt- af trú á mér. Líf hennar ömmu var oft þrautarganga og hún þurfti að hafa fyrir hlutunum og var afar ósérhlífin og þá sérstaklega við heimilisstörfin. Árið 1957 eignuð- ust amma og afi sinn þriðja son, sem var drengurinn sem þau misstu, og var litli drengurinn jarðsettur ofan í kistu hjá gamalli og góðri konu, eins og amma sagði alltaf. En litli drengurinn var ávallt ofarlega í huga hennar. Afi minn veiktist af MS-sjúkdómnum og lést svo árið 1984 eftir löng og erfið veikindi. Ég, þá fjögurra ára gutti, gleymi aldrei svipnum á ömmu minni þegar hún sagði mér að afi minn væri dáinn og hefur það atvik verið greypt í huga minn alla tíð. Amma hafði glímt við heilahrörnunarsjúkdóm í nokkur ár og hafði minni hennar hrakað mikið á þeim tíma. Síðustu sporin í hennar ævi voru stigin á Drop- laugarstöðum, en sú vist hafði góð áhrif á hana. Starfsfólki Droplaug- arstaða eru hér með færðar þakkir fyrir þá góðu umönnun sem amma fékk. Það er sorglegt að hugsa til þess að amma sé búin að kveðja og það að eilífu. Hún sem var svo stór partur af lífi manns er nú horfin á vit forfeðra sinna. Á svona stundu breytist maður ósjálfrátt aftur í litla strákinn, sem þótti fátt betra en að láta ömmu sína hugga sig þegar eitthvað bjátaði á. En nú er amma horfin á braut og eftir stendur minning um sómakonu, sem tók ávallt hag annarra fram yfir sinn eigin og auðgaði líf okkar sem stóðum henni næst með nær- veru sinni. Ég veit ég mun aldrei geta launað þér fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig, en ég mun gera mitt besta til að vera dætrum mínum eins góður og þú varst mér alltaf. Þú sem varst mér svo góð alla mína æsku. Mikið gæðablóð með endalausa gæsku Alltaf mín þú gættir, það færði mér ró. Líf mitt þú bættir á meðan hjartað í þér sló. Blessuð vertu amma mín, þú alltaf við mér brostir. Við þér blasir eilífðin og sonurinn sem þú misstir. Þinn Ingólfur. Dýrleif Jónína Tryggvadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.