Morgunblaðið - 23.01.2015, Side 35
gætir skilið við tárin. En þegar
ég að dánarbeði þínu kom vissi
ég að þú varst komin í hans
faðmlag. Hamingjan og brosið á
vörum þínum sannfærði mig um
það að nú væru allar þínar þján-
ingar liðnar og þú gengin með
afa í andanna lönd.
Bið að heilsa, elsku amma,
þar til næst.
Ellen Dagmar Björnsdóttir.
Hún var falleg og hnarreist
hún amma þótt ellin hafi verið
farin að beygja hana undir það
síðasta. Fædd í Vestmannaeyj-
um árið 1917, næstelst átta
systkina og farin að vinna strax
og geta var til við að þurrka fisk.
Hún hjálpaði mömmu sinni við
heimilisstörf og axlaði þá
ábyrgð sem var að vera elsta
systirin í systkinaröðinni. Í vist
til Reykjavíkur fór hún upp á
land þegar hún hafði aldur til og
þar kynntist hún afa og fór að
búa með honum. Þau byggðu sér
hús að Langholtsvegi 6 þar sem
þau bjuggu allt fram á elliár. Að
koma til þeirra á Langholtsveg-
inn var yndislegt. Þar var mikill
gestagangur, systkini ömmu og
afa og stundum haldnar stórar
veislur þar sem margar kyn-
slóðir komu saman. Alltaf á jóla-
dag var veisla hjá ömmu þar
sem andi umhyggju fyllti and-
rúmsloftið til allra ásamt veit-
ingum sem ömmu einni var lagið
að reiða fram. Henni var annt
um það að enginn færi svangur
frá sér og bað okkur ætíð að
nota með af öllum sortum. Það
var alltaf pláss á Langholtsveg-
inum fyrir alla sem vildu koma.
Hjónaband ömmu og afa var
líka einstakt, hann var allur að
vilja gerður að hjálpa og maður
heyrir rödd hans enduróma „já,
Ella mín“, en amma stjórnaði
heimilinu af styrkri hendi og
gætti þess að enginn yrði útund-
an. Amma var mikil handa-
vinnukona og það lék allt í hönd-
unum á henni en hún vann
einnig í Dúk sem saumakona
þegar börnin voru orðin stálpuð.
Það eru ófaár peysurnar sem
hún hefur prjónað á barnabörn-
in og langömmubörnin. Þegar
ellin gerði það að verkum að þau
gátu ekki lengur hugsað um
húsið á Langholtsveginum,
fluttu þau að Kleppsvegi 62 og
undu hag sínum vel. Þau voru
alltaf einstaklega samhent,
amma og afi, hjálpsöm hvort við
annað og maður skynjaði virð-
inguna sem þau báru hvort fyrir
öðru. Það var alltaf gott að
koma til þeirra og finna vinarþel
eða bara fá frið fyrir heiminum í
rólegheitum hjá ömmu og afa.
Þau báru mikla umhyggju fyrir
börnum sínum og afkomendum.
Amma var dyggðum prýdd og
nýtni var henni í blóð borin en
kjörin settu mark sitt á konuna.
Hún vildi ekki skulda neinum og
var komin með budduna upp ef
maður gerði fyrir hana smá-við-
vik en stundum var hægt að tala
hana til.
Amma bar ekki sorgir sínar á
torg, hún var af þeirri kynslóð,
sagði bara: „hvað heldur þú það
gagnist að tala um þetta?“ En
með aukinni vináttu okkar á
milli töluðum við um sorgir okk-
ar en sumt féll henni afar þungt.
Við gátum þannig fengið stuðn-
ing hvor af annarri og alltaf vissi
hún það ef eitthvað hrjáði mann.
Hún var berdreymin og
dreymdi jafnan fyrir barna-
börnum og kyni þeirra.
Að koma til ömmu var eins og
að fara í var, í lífsins ólgusjó.
Þar var friður og ró og málin
rædd af skynsemi. Umhyggjan
sem hún bar fyrir dætrum mín-
um var mikil. Við vorum fasta-
gestir í viku hverri hjá henni og
hún naut þess að annast þær.
Hún ruggaði með þeim og fór
með vísur, reri á selabát og
sagði sögur. Stundum þurfti
engin orð heldur var nærvera
hennar svo áþreifanleg og um-
hyggjan skein frá henni. Þetta
eru dýrmætar stundir.
Hjartans þakkir, amma, fyrir
nestið sem þú gafst mér út í líf-
ið.
María Svavarsdóttir.
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015
Fljótlega fór ég svo að heim-
sækja ömmu og afa í sumarbú-
staðinn þeirra og voru þau ekki
lengi að planta niður tré í mínu
nafni við bústaðinn eins og þau
gerðu fyrir öll sín barnabörn.
Þetta var ekkert flókið í þeirra
huga, ég var orðin barnabarnið
þeirra og aldrei fann ég fyrir
neinum greinarmun hvað það
varðaði.
Sumarið sem ég varð tólf ára
seldi ég DV í miðbæ Reykjavík-
ur. Þar sem ég var yngst og
nýjust í hópnum hafði ég ekkert
horn til þess að standa á eða
fastakúnna. Ég flæktist því
bara um miðbæinn og reyndi að
selja blaðið. Það brást ekki að
um hádegisbil var hún amma
mín mætt til að kaupa af mér
blaðið. Alveg sama hvernig viðr-
aði þá fór hún út í göngutúr há-
degishléinu sínu til að leita að
mér.
Amma starfaði við símsvörun
hjá Íslandsbanka og heimsótti
ég hana stundum í vinnuna sem
unglingur. Það var gaman að
sjá hversu góð hún var í starfi
sínu og hvað hún var vel liðin af
öllum í kring um sig. Einnig var
hún reglulega heiðruð innan
fyrirtækisins og í tvígang gerð-
ist það að ókunnugt fólk tók sér
tíma til að skrifa grein í blöðin
um það hversu frábær hún
væri. Amma fór alltaf hjá sér
við svona hrós en við hin vorum
afskaplega montin af henni .
Þegar amma hélt matarboð
þá borðaði hún aldrei með gest-
unum heldur var hún alltaf upp-
tekin við að passa upp á að allir
hefðu nóg af öllu og væru
ánægðir. Maturinn var alltaf
mjög góður en ef einhver hrós-
aði henni þá sagði hún oftast
bara ákveðið „nei“ og hélt svo
áfram að dekra við mannskap-
inn. Til dæmis var hún farin að
sigta súpuna ofan í diskana fyr-
ir okkur barnabörnin svo að við
þyrftum ekki að borða sveppina
eða aspasinn og það þótti okkur
góð þjónusta.
Amma Dúna var alltaf svo
góð og ánægð með allt sem ég
tók mér fyrir hendur. Ég minn-
ist hennar sem yndislegrar
konu sem ég var heppin að fá að
kynnast og hafa í lífi mínu.
Hvíl í friði, elsku amma mín.
Ásta Axelsdóttir.
Elsku amma, fyrir stuttu síð-
an sagðirðu við okkur að þegar
að kveðjustund kæmi þá skyld-
um við muna að það væri ekki
slæmt, það var huggun að vita
að þú værir undir ferðina búin á
góðan og betri stað.
Nú þurfum við að kveðja þig
og verður að segjast að þessi
orð fá á einhvern hátt aðra
merkingu og erfitt að trúa því
að við séum að skrifa þessa
grein.
Elsku amma, við verðum ætið
þakklátar fyrir allt sem þú hef-
ur gert fyrir okkur.
Ótalmargar helgarferðir með
þér og afa upp í bústað þar sem
við fórum í ævintýraferðir upp í
fjall eða niður við lækinn, við
systurnar sátum kannski á
stóra steininum sem við köll-
uðum Hestinn og heyrðum þig
kalla okkur í mat úr fjarska
„Júhúú!“. Þú passaðir alltaf
uppá að okkur liði vel og hélst
uppi hlátrasköllunum með
skemmtiatriðum og fíflalátum.
Minningarnar eru lýstar upp
af gleði og einkennast af ást og
umhyggju, að hugsa til þín vek-
ur hjartayl og ekki annað hægt
en að brosa í gegnum tárin.
Elsku amma, þú verður alltaf
okkar stærsta fyrirmynd og við
kveðjum þig með söknuði í
hjarta.
Marta og Dúna.
✝ Sigrún HuldJónsdóttir
fæddist 8. nóv-
ember 1934 á Ísa-
firði. Hún lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 16.
janúar 2015.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jón
Magnús Pétursson
bæjargjaldkeri á
Ísafirði, síðar
kaupmaður og bókari í Reykja-
vík, f. 17.11. 1894, d. 3. 1. 1981,
og Kristbjörg Jónsdóttir hús-
móðir, f. 23.5. 1904, d. 15.2.
1981. Systkini Sigrúnar voru
Jóhann Þorsteinn Davíðsson
Löve, f. 29.7. 1923, d. 10.4.
2002, Lísbet Jónsdóttir Willis, f.
16.3. 1931, d. 5.3. 2013.
Börn Sigrúnar eru tvö. Dótt-
Guðmundssyni, f. 1978. Börn
þeirra eru Thelma Hrönn, f.
2009, og Viktoría Ýr, f. 2013.
Hannes, f. 1988, sambýliskona
Helen Lilja Helgadóttir, f. 1988.
Valdís, hjúkrunarfræðinemi, f.
1992, gift Hirti Má Gestssyni, f.
1982.
Sigrún giftist 8. nóvember
1958 Hannesi Pálssyni, f. 18.4.
1898, d. 15.1. 1978. Núverandi
eiginmaður Sigrúnar er Hauk-
ur Þórðarson, járnsmiður frá
Hvallátrum, f. 21. 10. 1934.
Giftust þau 14.3. 1981.
Sigrún Huld ólst upp á Ísa-
firði. Eftir að hún fluttist til
Reykjavíkur starfaði hún við
verslunarstörf, vann við setn-
ingu hjá Blaðaprenti og einnig
sjálfstætt sem setjari. Síðar
flutti hún vestur og vann sem
bóndi á Hvallátrum í Rauða-
sandshreppi um skeið og lauk
svo starfsævi sinni hjá Pósti og
síma í Reykjavík.
Útför Sigrúnar Huldar fer
fram frá Bústaðarkirkju í dag,
23. janúar 2015, og hefst at-
höfnin kl. 13.
ir hennar er Guð-
björg Jóhanna Sig-
rúnardóttir, f.
17.12. 1957. Börn
hennar eru Sigrún
Huld, f. 1978, gift
Gunnari Trausta
Magnússyni, f.
1977. Börn þeirra
eru Þorbjörg Hall-
dóra, f. 2006,
Gunnar Gabríel, f.
2014. Auðunn Jón,
f. 1981. Anna María, f. 1992,
sambýlismaður hennar er
Bjarni Farestveit, f. 1990. Dótt-
ir þeirra er Fjóla Sif, f. 2009.
Vigdís Björk, f. 1994. Sonur
Sigrúnar er Guðmundur Hann-
esson, f. 22.9. 1960, kvæntur
Kristlaugu Sigríði Sveinsdóttur,
f. 5.5. 1958. Börn þeirra eru Ás-
laug Rós, f. 1983, gift Tómasi
Sigrún mágkona mín er fallin
frá eftir stutt en erfið veikindi.
Þótt heilsan væri farin að bila
síðustu árin átti enginn von á
því að hún kveddi svo fljótt. Ég
kynntist Sigrúnu fyrst þegar
hún og Haukur bróðir minn
rugluðu saman reytum sínum.
Þau voru þá á miðjum aldri, hún
ekkja og átti tvö uppkomin börn
en hann piparsveinn. Hún flutti
til hans hingað í Dalalandið og
hafa þau búið hér með okkur í
blokkinni síðan. Undanskilin eru
þó tvö ár eða svo sem þau voru
við búskap vestur á Látrum í
Rauðasandshreppi. Þau tóku við
búsforráðum á Látrum þegar
móðir okkar dó 1980 og faðir
okkar var of heilsuveill til að sjá
um búskapinn einn. Sigrúnu lík-
aði búskapurinn ágætlega og
reyndist hin efnilegasta búkona.
Ekki reyndust þó forsendur til
að halda þessum búskap áfram
og var hann lagður af og þau
fluttu suður. Sigrún var greind,
hæfileikarík og margfróð kona
sem hafði oft sterkar skoðanir á
hlutunum og lét þær óhikað í
ljós. Hún tók verslunarpróf og
starfaði við ýmis störf í gegnum
tíðina, meðal annars bókasetn-
ingu um árabil. Síðustu starfs-
árin sín vann hún við póstþjón-
ustu, en það reyndist henni
nokkuð erfitt vegna heilsu-
brests.
Upp í hugann koma minn-
ingar um margar skemmtilegar
samverustundir, t.d. frá hesta-
mennskuárunum okkar saman.
Sama má segja um útilegureis-
urnar á sumrin með ferðahópn-
um, en þá var oft glatt á hjalla.
Það var fyrir tíma felli- og hjól-
hýsa. Eftir að Sigrún var hætt
að vinna lagði hún stund á fönd-
urvinnu með gler og málm og
gerði margar fallegar myndir og
muni meðan hún hafði heilsu til.
Einnig hafði hún mikla ánægju
af að rækta rósirnar sínar og
fleira í garðinum, en átti orðið
erfitt með það vegna veikleika í
baki. Börnin hennar og barna-
börnin voru hennar stolt og yndi
og fylgdist hún vel með þeim
öllum. Sigrún var góður vinur
og nágranni og hennar verður
sárt saknað. Við munum sakna
þess að sjá þau ekki lengur leið-
ast upp í búðina í sinni daglegu
verslunarferð og heilsubótar-
göngu. Ég kveð Sigrúnu með
þakklæti og hlýhug.
Börnum hennar, Guðbjörgu
og Guðmundi, og þeirra fjöl-
skyldum og Hauki votta ég inni-
lega samúð.
Ragna.
Leiðir okkar lágu saman þeg-
ar Sigrún giftist móðurbróður
mínum, Hauki Þórðarsyni.
Haukur og systkini hans höfðu
búið í sömu blokk í Dalalandi
ásamt fjölskyldum sínum um
árabil. Því fengum við bræður
mínir og frændsystkin að alast
upp í mikilli nálægð. Koma Sig-
rúnar inn í þetta samfélag var
ánægjuleg. Við börnin hænd-
umst að henni. Hún sýndi okkur
áhuga og var skemmtileg, uppá-
tækjasöm og kom sífellt á óvart.
Við kunnum vel að meta hrein-
skilni hennar og lífsgleði. Við
hrifumst með þegar hún sagði
frá, hafði frá svo mörgu að segja
og gerði það af innlifun.
Sigrún og Haukur stunduðu
fjárbúskap um tíma vestur á
Látrum við Látrabjarg ásamt
afa mínum, Þórði Jónssyni. Ég
var svo lánsöm að vera hjá þeim
fyrir vestan hluta úr sumri. Það
var góður og lærdómsríkur tími.
Sigrún hafði gaman af að miðla
af þekkingu sinni og gerði það
af natni og þolinmæði. Þetta
sumar fórum við í ferðalag að
Nauteyri við Ísafjarðardjúp á
æskuslóðir Sigrúnar. Hún naut
þess að segja frá og sýna okkur
staðinn sinn, því þar átti hún
sterkar rætur.
Eftir að við frændsystkinin
uxum úr grasi og fluttum að
heiman var alltaf gott að leita til
Sigrúnar. Hún fylgdist með okk-
ur og samfagnaði á tímamótum.
Tók á móti okkur með mildu
brosi og opinn faðminn.
Ég þakka samfylgd með Sig-
rúnu og kærar minningar og
votta Hauki, börnum Sigrúnar
og fjölskyldu samúð mína. Megi
Guð vera með þeim.
Lilja Kristjánsdóttir.
Sigrún Huld Jónsdóttir er
horfin af heimi. Þar kveður mik-
il ágætiskona að loknu löngu og
að sumu leyti óvenjulegu lífi. Ég
kynntist Sigrúnu þegar hún gift-
ist frænda mínum Hannesi Páls-
syni frá Undirfelli. Þetta var
fremur sérkennilegt hjónaband
þar sem aldursmunur þeirra
hjóna var meiri en venjulegt er
eða hátt á fjórða áratug. Þetta
var þriðja hjónaband Hannesar,
sem ekki löngu áður hafði misst
frábæra eiginkonu, Katrínu Þor-
steinsdóttur, og harmaði hana
ákaflega. Sigrún var á hinn bóg-
inn einstæð móðir hálfþrítug.
Þótt sumir hafi ekki talið þetta
hjónaband til frambúðar rættist
betur úr en við var búist. Hann-
es gekk Guðbjörgu dóttur Sig-
rúnar í föðurstað og settu þau
hjón saman bú á fjórðu hæð að
Háaleitisbraut 30 og þar bjó
Sigrún þeim einstaklega vistlegt
heimili. Þau eignuðust soninn
Guðmund, mjög efnilegan dreng
sem síðar var mörg sumur hjá
okkur á Höllustöðum við ein-
staklega góðan orðstír enda af-
bragðsmaður. Örlögin höguðu
því svo að ég varð heimagangur
hjá þeim hjónum um margra ára
skeið. Gestrisni þeirra var mikil
og hjá þeim leið öllum vel og
þar var gaman að koma. Sigrún
var mjög myndarleg húsmóðir
og ástríki þeirra hjóna duldist
engum sem með þeim dvaldi.
Þegar börn þeirra uxu úr grasi
las Sigrún með Guðbjörgu dótt-
ur sinni, tók landspróf og síðan
verslunarpróf enda var hún góð-
um gáfum gædd. Svo sem að lík-
um lét sótti ellin Hannes heim.
Hann varð fótfúinn og hjartveik-
ur. Sigrún sýndi honum einstaka
ástúð og er ekki ofmælt að hún
hafi með umhyggju sinni lengt
til muna ævi Hannesar síns.
Hann hafði vinnuþrek til efsta
dags og gat ekki hugsað sér að
flytja í aðra íbúð þótt stigar
væru langir að íbúð þeirra á
fjórðu hæð. Eftir lát Hannesar
fækkaði samfundum við Sig-
rúnu. Hún eignaðist ágætan
mann, Hauk Þórðarson frá
Látrum. Við á Höllustöðum
sendum afkomendum og öðrum
ástvinum Sigrúnar bestu sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minning
hennar
Páll Pétursson.
Sigrún Huld
Jónsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR,
Dúna,
Básbryggu 5, Reykjavík,
lést 17. janúar sl. á hjúkrunarheimilinu
Skjóli. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 23.
janúar kl. 13. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja
minnast hennar er bent á líknarstofnanir.
.
Gunnar Oddsson,
Sif Gunnarsdóttir, William A. Burhans jr.,
Oddur Gunnarsson, Guðný Kristín Erlingsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar konu minnar, móður, tengda-
móður, ömmu og fósturmóður,
FANNEYJAR ÁRMANNSDÓTTUR,
Hjallalundi 18,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til Heimahjúkrunar á
Akureyri fyrir ómetanlegan stuðning, svo og starfsfólks lyfja-
deildar Sjúkrahússins á Akureyri og Heimahlynningar á
Akureyri.
Birgir Helgason,
Svava Birgisdóttir, Sigurbjörn Reynisson,
Ásdís Inga Birgisdóttir,
Sesselja Gunnarsdóttir, Eyjólfur Þorri Magnússon,
Hróbjartur Gunnarsson,
barnabörn, fósturbörn og fjölskyldur þeirra.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
RÖGNVALDUR ÞÓR RÖGNVALDSSON
Sautjándajúnítorgi 3,
Garðabæ,
áður Brimhólabraut 23,
Vestmannaeyjum,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold þriðjudaginn 20. janúar.
Útför hans fer fram frá Vidalínskirkju föstudaginn 6. febrúar
kl. 13.00.
Ásta Sigurbjörg Guðjónsdóttir,
Guðjón Rögnvaldsson, Ragnheiður Einarsdóttir,
Bryndís Rögnvaldsdóttir, Unnar Guðmundsson,
Hörður Rögnvaldsson, Sigrún Gísladóttir,
Hallgrímur Rögnvaldsson, Wendi Zeng,
Rannveig Rögnvaldsdóttir, Halldór Halldórsson,
barnabörn og langafabörn.
✝
Elskuleg eiginkona min, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐNÝ JÓHANNSDÓTTIR,
Hafnarstræti 100,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
miðvikudaginn 7. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar.
Stefán G. Sveinsson,
Stefán G. Stefánsson, Margrét Stefánsdóttir,
Sveinn S. Stefánsson, Sára Patursson,
börn og barnabön.