Morgunblaðið - 23.01.2015, Síða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015
✝ SigurborgSkúladóttir
fæddist 11. ágúst
1919 í Stykkis-
hólmi. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni 18.
janúar 2015.
Foreldrar
hennar voru Guð-
rún Jónsdóttir, f.
4. ágúst 1879, d.
25. júlí 1966, og
Skúli Skúlason skipstjóri, f. 4.
apríl 1875, d. 11. desember 1950.
Þau áttu heima í Skúlahúsi,
Stykkishólmi, allan sinn búskap
að undanteknu einu ári í Fag-
urey.
Sigurborg var yngst níu
systkina og komust átta af
barnsaldri. 1) Ingibjörg, f. 25.
september 1902, d. 22. mars
1975. 2) Sigurður, f. 12. nóv-
ember 1905, d. 14. janúar 1972.
3) Málmfríður, f. 9. júlí 1907, d.
24. september 1979. 4) Hólm-
fríður, f. 23. desember 1908, d.
24. mars 1989. 5) Margrét Odd-
fríður, f. 22. apríl 1910, d. 18.
janúar 2001. 6) Ásta Kristrún, f.
1. júlí 1912, d. 27. september
1997. 7) drengur, f. 19. desember
1915, d. 19. desember 1915. 8)
borgar eru níu: Hrafn Ingi
Gunnarsson Kaldal, f. 2006, Oli-
ver Leifsson Kaldal, f. 2007,
Ragnheiður Helga Víkings-
dóttir, f. 2008, Ása Júlía Leifs-
dóttir Kaldal, f. 2009, Guðrún
Lovísa Víkingsdóttir, f. 2010,
Sigmar Kári Gunnarsson Kal-
dal, f. 2010, Ingibjörg Have Kal-
dal Þorbjarnardóttir, f. 2012,
Birkir Logi Gunnarsson Kaldal,
f. 2012, og Sigurborg Ásta
Leifsdóttir Kaldal, f. 2013.
Sigurborg fæddist í Stykkis-
hólmi og átti þar heima til sjö-
tugs, fyrst í foreldrahúsum í
Skúlahúsi til 1945 að þau hjónin
fluttu inn í nýbyggt íbúðarhús
sitt á Tangagötu 13, þar sem þau
áttu heima upp frá því meðan
bæði lifðu. Sigurborg fluttist til
Reykjavíkur 1989 og átti heima í
Krummahólum 8 með syni sínum
Ingvari.
Sigurborg vann frá 15 ára
aldri í Verzlun Sig. Ágústssonar
og safnaði sér fyrir námi og fór í
Héraðsskólann á Laugarvatni,
síðan í Kvennaskólann í Reykja-
vík og tók kvennaskólapróf
1940. Hún starfaði í Verzlun Sig.
Ágústssonar við bókhald og síð-
an í Hólmkjöri eftir að það fyrir-
tæki tók við rekstrinum og til
sjötugs að hún fluttist til Reykja-
víkur.
Sigurborg verður jarðsungin
frá Fella- og Hólakirkju í dag,
23. janúar 2015, kl. 15. Jarðsett
verður í Stykkishólms-
kirkjugarði.
Lovísa, f. 2. júní 1918,
d. 19. apríl 1938.
Hinn 20. október
1945 giftist Sigur-
borg Víkingi Jó-
hannssyni, f. 28. júlí
1921, d. 15. nóvember
1985. Foreldrar hans
voru Halldóra Helga-
dóttir, f. 30. desem-
ber 1884, d. 7. júní
1980, og Jóhann Þor-
valdsson, f. 9. júní
1882, d. 27. júlí 1961. Þau áttu
heima á Eskifirði. Systkini Vík-
ings voru Ingvar, f. 1905, d.
1959, og Þórlaug, f. 1907, d.
1942.
Börn Sigurborgar og Víkings
eru: 1) Jóhann, f. 30. júní 1946, d.
8. apríl 2013, maki Guðný Krist-
björg Óladóttir, f. 2. mars 1950.
2) Guðrún Lovísa, f. 5. desember
1947, maki Viðar Vésteinsson, f.
23. september 1948. Börn: Vík-
ingur, f. 1973, Vésteinn, f. 1976,
og Halldóra, f. 1980. 3) Skúli, f.
13. janúar 1949, maki Ingibjörg
Kaldal, f. 27. maí 1949. Börn
þeirra eru Leifur, f. 1979, Gunn-
ar, f. 1981, og Sigurborg, f. 1986.
4) Halldór, f. 5. júní 1957. 5)
Ingvar, f. 22. júlí 1960.
Barnabarnabörn Sigur-
Elskuleg tengdamóðir mín,
Sigurborg Skúladóttir frá Stykk-
ishólmi, er látin. Síðustu tvö árin
bjó hún á hjúkrunarheimilinu
Sóltúni og fékk þar hægt andlát
aðfaranótt 18. janúar eftir stutta
sjúkralegu.
Ég kynntist Sigurborgu fyrst
um páskana 1970 þegar ég fór
nýtrúlofuð með Skúla mínum
vestur í Hólm að hitta tilvonandi
tengdaforeldra mína, þau Sigur-
borgu og Víking. Nokkuð var ég
kvíðin á leiðinni í rútunni og var
viss um að þeim litist ekkert á
þessa Reykjavíkurstelpu. Öll
hræðsla hvarf eins og dögg fyrir
sólu um leið og ég var komin inn
fyrir dyr á Tangagötunni og
mætti yndislegu viðmóti þeirra
hjóna.
Margs er að minnast á langri
samleið. Ferðirnar í Hólminn
urðu margar og þegar börnin
okkar komu til sögunnar var allt-
af gaman að heimsækja afa og
ömmu í Hólminn. Þegar Víkingur
dó og dró að starfslokum Sigur-
borgar í Stykkishólmi fór hún að
huga að flutningi til Reykjavíkur.
Rétt fyrir sjötugsafmælið flutti
hún í Krummahóla og bjó þar
með yngsta syni sínum Ingvari.
Hún var trúuð kona og ekki leið á
löngu áður en hún var farin að
sækja félagsstarf í Fella- og
Hólakirkju og Gerðubergi. Hún
hafði alltaf gaman af að spila og
eignaðist þar góða spilavini. Og
oft fór hún í skemmtileg ferðalög
með „gamla fólkinu“ eins og hún
sagði.
Sigurborg var alla tíð mikil
hannyrðakona. Hún saumaði föt
á börnin sín fimm þegar þau voru
ung. Þegar þau uxu úr grasi og
tengdabörnin bættust við prjón-
aði hún lopapeysur á okkur öll.
Eftir að hún hætti vinnu í Stykk-
ishólmi og fluttist til Reykjavíkur
árið 1989 heklaði hún mikið og
dýrindisdúkar í ýmsum stærðum
og gerðum spruttu af nálinni eins
og ekkert væri. Í Krummahólum
var haldið í gamlar hefðir frá
Stykkishólmi eins og þá að hafa
opið hús á Þorláksmessu fyrir
fjölskylduna á afmælisdegi Fríðu
systur Sigurborgar og þá var oft
glatt á hjalla þegar afkomendur
hittust. Eftir því sem þeim fjölg-
aði var alltaf pláss fyrir einn til
viðbótar í litlu stofunni. Barna-
börnin eru sex og barnabarna-
börnin eru orðin níu. Tvær úr
hópnum bera nafn Sigurborgar.
Þegar heilsu tók að hraka ann-
aðist Ingvar hana af mikilli natni
þar til hún flutti í Sóltún í árs-
byrjun 2013. Þar leið henni vel og
naut hún einstakrar umönnunar
starfsfólksins. Þegar ég heim-
sótti hana sagði hún oft með mik-
illi áherslu: „Þær ERU alltaf svo
góðar við mig.“ Hún naut þess að
fá heimsóknir, ekki síst þegar
barnabarnabörnin voru með í för.
Stundum notuðum við tæknina
og töluðum við „mið“-Sigurborgu
og fjölskyldu hennar í Danmörku
á Skype. Það fannst henni
skemmtilegt. Alltaf var gaman að
ræða við hana um lífið í Hólm-
inum í gamla daga. Þá hafði hún
frá mörgu að segja. Sigurborg
hafði alla tíð gaman af manna-
mótum og naut þess að vera inn-
an um sitt fólk. Þegar hún varð
95 ára 11. ágúst sl. var slegið upp
tveimur veislum fyrir vini og
vandamenn.
Ég þakka Sigurborgu tengda-
móður minni fyrir langa og góða
samleið. Starfsfólki Sóltúns er
þökkuð einstök umönnun og
væntumþykja í hennar garð og
okkar aðstandenda.
Ingibjörg Kaldal.
Sigurborg tengdamóðir mín
hefur nú kvatt í hárri elli, full-
komlega sátt við guð og menn.
Mér er ljúft að minnast hennar
og þakka áratuga samleið. Minn-
ing mín, er ég kom fyrst inn á
heimili tengdaforeldra minna í
Stykkishólmi, hefur verið mér of-
arlega í huga síðustu daga. Það
var hinn einstaki menningarblær
sem sveif yfir heimilinu og ekki
síst umræður og hlustun á tónlist
sem kemur upp í hugann. Enda
var þá Víkingur tengdapabbi
primus motor í öllu er viðkom
tónlistarlífi í Hólminum. Ég var
vanari umræðum um sjávarút-
veg, sementsframleiðslu og dá-
semdir Dýrafjarðar.
Heimilið var oft mannmargt.
Auk yngri bræðranna bjó Hólm-
fríður, systir Sigurborgar, þar og
svo bjó Halldóra, móðir tengda-
pabba, líka hjá þeim. Auk þess
komu í heimsókn ættingjar að
sunnan til skemmri og lengri
dvalar. Þar að auki komu fjöl-
margir er tengdust störfum hús-
bóndans. Öllum var tekið með
brosi á vör, þótt sjálfsagt hafi
álagið oft verið mikið.
Á fyrstu árum áttunda áratug-
arins, eftir að við fórum að eign-
ast börn, varð það m.a. að fastri
venju að dvelja í góðu yfirlæti um
páska í Hólminum hjá afa og
ömmu ásamt stórfjölskyldunni.
Samgöngur við Snæfellsnes voru
ekki sambærilegar við það sem
þær eru í dag. Oft var bras að
komast yfir „Fjallið“ en tilhlökk-
unin og ánægjan við að fá að
koma í Hólminn gerði það að
verkum að allir erfiðleikar við að
komast þangað gleymdust fljótt.
Sigurborg var eldklár og
skemmtileg kona, gat verið stíf á
meiningunni stundum en alla
jafna ljúf og góð og afar þakklát
fyrir allt sem gert var fyrir hana
og blessaði mann í bak og fyrir.
Barnabörnin og barnabarna-
börnin kallaði hún englana sína.
Hún var útivinnandi þar til hún
varð sjötug, vann hálfan daginn
við bókhald, hafði einstaklega fal-
lega rithönd og lærði meira að
segja tölvubókhald.
Þegar hún hætti að vinna og
var orðin ekkja og búin að missa
Hólmfríði systur sína flutti hún
til Reykjavíkur til þess að vera
nærri sínu fólki. Þetta var mikil
breyting, en með sinni eðlislægu
seiglu og dugnaði tókst hún á við
hana. Hún var félagslynd að eðl-
isfari og fljótlega fór hún í fé-
lagsstarf aldraðra í Fella- og
Hólakirkju, þar sem hún naut sín
vel. Sigurborg var heilsuhraust
að mestu alveg fram yfir nírætt,
en þá fór að halla undan fæti hjá
henni og sl. tvö ár bjó hún á
hjúkrunarheimilinu Sóltúni við
frábæra umönnun starfsfólksins
þar og blessaði hún það og undr-
aðist hvað það var allt gott við
sig.
Blessuð sé minning Sigur-
borgar Skúladóttur.
Viðar Vésteinsson.
Amma situr á stól við hliðina á
rúminu mínu og við förum með
bænir. „Kanntu þessa“ segir hún
og byrjar á nýrri. Hún situr hjá
mér á meðan ég sofna. Við erum
uppi í svefnherbergi á Tangagötu
13 í Stykkishólmi, heimili ömmu í
44 ár. Þetta er ein af mínum
fyrstu minningum um ömmu.
Ég var fyrsta barnabarn
ömmu Sigurborgar og afa Vík-
ings. Árið áður en ég fæddist
höfðu mamma og pabbi misst
frumburð sinn í fæðingu og var
litli ljóshærði víkingurinn því
mikill gleðigjafi og strax ljóst að
ekkert gat komið í veg fyrir að-
dáun ömmu og afa á mér. Ég var
bara nokkurra vikna þegar ég
kom fyrst á Tangagötuna, var
skírður í stofunni að viðstöddu
fjölmenni. Það dró ekki úr að-
dáuninni að ég var skírður í höf-
uðið á afa.
Amma sá til þess að heimsókn-
ir í Hólminn voru ávallt kærleiks-
ríkar og móttökurnar konungleg-
ar. Í minningunni var alltaf beðið
eftir okkur með uppdekkað borð.
Ef við komum mjög seint um
kvöld var á borðinu kvöldsnarl
með besta baunasalati í heimi.
Súkkulaðikaka og mjólk var líka
oft á boðstólum fyrir svefninn.
Amma var mikill gestgjafi og
naut þess að fá til sín fólk og vera
innan um fólk, enda var alla tíð
mikill gestagangur á Tangagöt-
unni.
Páskar og Stykkishólmur voru
órjúfanleg heild alla mína æsku
eða allt þar til amma flutti til
Reykjavíkur 1989. Minningar frá
þessum fjölskyldustundum eru
dýrmætar, alltaf sól, alltaf gleði.
Hænsnakofinn á bak við hús
var heillandi heimur. Amma
hellti kartöfluhýði og fleiru í fötu
sem við afi fórum með og gáfum
hænunum. Ég hélt fast í afa þeg-
ar við fórum inn fyrir hænsna-
girðinguna, atgangurinn var mik-
ill. Ég fór líka með afa í kirkjuna,
fékk að sitja við hliðina á honum
við orgelið bæði þegar hann æfði
sig og í messum – amma beið
heima með mat.
Eftir að amma flutti til
Reykjavíkur varð auðveldara að
heimsækja hana í Krummahól-
ana. Það var alltaf jafngaman að
koma, alltaf tekið á móti manni
eins og höfðingja. Einu sinni fékk
ég að lesa undir próf hjá ömmu,
fékk aðstöðu inni í herberginu
hennar til lestursins en eina sem
ég man er þjónusta ömmu við
námsmanninn. Minningarnar eru
margar.
Amma Sigurborg var fyrst og
síðast Hólmari. Hún unni Stykk-
ishólmi og vildi veg bæjarfélags-
ins sem mestan. Ég þakka henni
að mér eru fáir staðir kærari en
Stykkishólmur, Maðkavíkin og
Tangagata.
95 ár er löng ævi og amma
kvaddi þennan heim södd lífdaga.
Hún hefur saknað afa í næstum
30 ár, nú eru þau loks sameinuð.
Við getum glaðst yfir því.
Takk fyrir allt, elsku amma.
Víkingur.
Þegar við minnumst ömmu
okkar er okkur öllum efst í huga
hversu barngóð kona hún var.
Þegar við vorum yngri var há-
punktur ársins þegar við fengum
að fara í Hólminn til ömmu og afa
í nokkra daga um páska og eigum
við margar okkar bestu minning-
ar þaðan.
Þegar Leifur var lítill spurði
hann mömmu sína: „Mamma, er-
um við englar? Amma kallar okk-
ur alltaf englana sína.“
Eftir að amma flutti í bæinn
gátum við hitt hana oftar. Á
hverju ári fóru afkomendur
hennar saman í sumarbústað þar
sem hápunktur hvers dags var að
spila Gaur með ömmu. Þá voru
miklar serimoníur viðhafðar.
Aldrei brást að eftir hverja gjöf
sagði amma: „Og ég sem hélt að
við værum vinir.“ Þegar líða fór á
spilið sagði hún oft: „Ég er nú
ekki með nein sparispil“ og þá
vissu allir að hún myndi vinna
spilið. Þegar hún sagði svo:
„Jæja, nú skuluð þið fara að losa
ykkur við háu spilin“ vissu allir
að hún hafði áhyggjur af að
brenna inni með eitt hátt spil. Nú
eru barnabarnabörnin hennar
farin að spila spilið sem hún
kenndi okkur öllum og við bros-
um út í annað þegar við heyrum
þau segja frasana hennar ömmu
sem okkur finnst fylgja spilinu.
Þegar við systkinin og síðar
börnin okkar komu í heimsókn til
Sigurborgar ömmu í Krumma-
hóla og síðar í Sóltún var ávallt
tekið á móti okkur með opnum
faðmi og kveðjum eins og „elsku
vinirnir mínir“. Amma var alltaf
svo góð við barnabarnabörnin sín
og hlökkuðu þau alltaf jafnmikið
til að heimsækja hana.
Amma var mjög trúuð kona og
Sigurborgu (mið) er minnisstætt
þegar hún kenndi henni faðirvor-
ið í næturpössun í Krummahól-
unum. Einnig er henni mjög
minnisstætt eitt sinn þegar við
vorum í matarboði og til umræðu
var hvað Sigurborgu langaði
mikið í gæludýr, en pabbi hennar
vildi ekki leyfa henni það. Þá
sagði amma: „Öll börn verða að
fá að umgangast dýr“ og þá var
það ákveðið! Sigurborg fékk þá
hamstur og hefur átt dýr alla tíð
síðan og þakkar það ömmu sinni.
Amma var mjög nett kona en
hún var ótrúlega kraftmikil fram
á gamalsaldur og kröftugt faðm-
lag hennar og handtak bar því
vitni. Eitt af síðustu skiptunum
sem við hittum ömmu eftir að
hún veiktist var hún svo ánægð
að sjá okkur og sagði okkur oft
hversu glöð hún væri að hafa
okkur hjá sér. Við eigum ótal
margar góðar minningar um
ömmu okkar. Hún varð langlíf og
náði að kynnast barnabarnabörn-
um sínum vel og fyrir það erum
við þakklát.
Leifur, Gunnar og Sigurborg.
Það er dymbilvika árið 1989.
Ég er á leið í mikla ævintýraför
með rútu frá Akranesi í Stykk-
ishólm með Vésteini bróður og
Gunnari frænda. Reyndar voru
allar ferðir í Hólminn ævintýra-
ferðir. Mýrarnar voru í huga lítils
ferðalangs einn lengsti vegarkafli
landsins og spennan var orðin
nánast óbærileg þegar loksins
sást til Stykkishólms af Kerling-
arskarði. En þessi ferð var ein-
stök. Engir foreldrar. Bara
amma sem myndi dekra við mann
næstu daga. Ferðalagið tók 12
tíma og snjógöngin á leiðinni
náðu rútunni að hæð. Árni Helga
beið á bensínstöðinni og skutlaði
okkur krökkunum út á Tanga þar
sem hlýr ömmufaðmur, hlýtt
ömmuhús og heitur ömmumatur
beið okkar. Við tóku dagar sem
urðu að hamingjuminningu þeg-
ar frá leið. Bærinn var á kafi í
snjó. Maðkavíkina lagði og því
var hægt að gera rennibrautir í
snjónum niður klettana og út í
sjó. Innivið stýrði Halldór skák-
móti milli heimilismanna og
Ingvar spilaði hljómplötur með
tónlist sem síaðist inn í undir-
meðvitundina. Og svo var amma
alltumlykjandi. Hún eldaði allan
matinn sem okkur fannst bestur
og kunni að hlera hvað manni
þætti gott. „Ó, mér þykir svo
vænt um ykkur“ heyrðist svo oft.
Amma var samt ekki alveg
venjuleg. Það var alltaf eins og
hún hefði alist upp á fínu yfir-
stéttarheimili. Maður átti ekki að
gera neitt sem „ekki þótti fínt“.
Amma sá til þess að við lærðum
almennilega mannasiði og borð-
siði. Hjá ömmu átti alltaf að segja
takk og afsakið, sitja kyrr og
halda sig til hlés þegar fullorðna
fólkið var að tala. Það var sko
ekki sama hvernig maður kom
fyrir. Amma var líka skarpgreind
og félagslynd, var vel lesin og tal-
naglögg. Hún var hrókur alls
fagnaðar við spilaborðið. Að spila
Gaur er list sem hún kenndi okk-
ur afkomendunum og munu fras-
arnir hennar lifa áfram. „Hann
verður nú vetrarmaður hjá mér
þessi“, „ég hélt að við værum vin-
ir“ og „setjið nú út háu spilin, ég
er að fara að loka“ heyrðist þegar
hún var komin í vandræði.
Amma fylgdist með öllu, gerði
kröfur til sinna og hafði sínar
skoðanir á hreinu. „Nei, ég
þekkti hann aldrei, hann var
framsóknarmaður.“
Amma var trúuð og ræktaði
trúna. Ég vissi alltaf af ömmu við
útvarpstækið þegar ég söng í út-
varpsmessum og á eftir fékk ég
hrós og athugasemdir um sálma-
valið. Henni þótti til dæmis lítið
varið í messu á föstudaginn langa
ef sálmurinn Ég kveiki á kertum
mínum var ekki sunginn. Prestar
voru hins vegar heilagir menn og
undanþegnir gagnrýni ásamt
sýslumönnum og öðrum embætt-
ismönnum.
Amma var berdreymin. Hana
dreymdi fyrir öllum stórum við-
burðum, veikindum, barnsfæð-
ingum og andlátum sinna nán-
ustu. Voru draumarnir slíkir að
enginn efaðist um merkingu
þeirra.
„Jæja, nú snúum við okkur í
dansátt“ sagði amma þegar hún
vildi halda heim. Nú hefur amma
Sigurborg kvatt okkur í síðasta
sinn og við höldum heim í Stykk-
ishólm þar sem hún fær að hvíla
hjá afa Víkingi eftir þrjátíu ára
aðskilnað. Minning hennar mun
lifa í okkur öllum.
Halldóra.
Sigurborg
Skúladóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar
✝
Hjartans þakkir sendum við til allra þeirra
sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar okkar ástkæra
BENTS SCH. THORSTEINSSON.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu,
Heimaþjónustu og Landspítalans fyrir góða
umönnun og hlýhug.
Margaret Sch. Thorsteinsson
og fjölskylda.