Morgunblaðið - 23.01.2015, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 23.01.2015, Qupperneq 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Bara það að sækjast eftir stöðu gerir hana raunverulega í þínum augum. Smá-samkeppni gæti valdið uppþoti. Temdu þér að kanna málin áður en þú gerir eitthvað. 20. apríl - 20. maí  Naut Áður en þú einangrast alveg skaltu eyða tíma í að finna út hvað þú átt sameiginlegt með öðrum. Segðu bara öðr- um hvað þér finnst um þá og láttu þá um að hafa áhyggjurnar ef ástæður eru til. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það reynir á hvern mann þú hefur að geyma þegar þú verður vitni að samtali sem ekki á að koma fyrir þín eyru. Bættu það ærlega upp og byrjaðu á því að biðjast afsökunar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú finnur fyrir göfuglyndi og örlæti gagnvart öllum í dag. Fólk sem hugsar vel til þín hefur góð áhrif á skapið þitt og léttir þér lífið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu það eftir þér að skvetta svolítið úr klaufunum en gættu allrar háttvísi. Reyndu að finna skoðunum þínum farsælan farveg og fylgdu þeim þar eftir, þótt með- alhófið sé vandratað. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Dagurinn hentar vel til skemmtunar. Mundu að seinna kann þig að vanta svör við einhverju svo taktu spyrjendunum vel. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hlutirnir kunna oft að virðast flóknari en þeir eru. Skiptu þér ekki af öðrum og reyndu ekki að bjarga heiminum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft meiri ró og kyrrð og finna tíma fyrir sjálfa/n þig. Nú er komið að þér að leggja í púkk mannlegrar þekkingar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það gengur ekki að skella skuldinni á kerfið því þú ert einn af þegn- unum. Nú er komið að því að sinna þessum málum og leiða þau til lykta. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hvatvísi, ævintýri og gjafmildi eru þemun. Nú skaltu sigrast á þeim hug- myndum og fagna sigrinum innilega. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ef fer sem horfir ætti ekkert óvænt að koma upp á í dag. Annars er hætt við að jákvæðni þín brenni fljótt upp í erf- iðum samskiptum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það má ýmislegt gera sér til dægra- dvalar án þess að það kosti mikið fé. Farðu vel yfir allt, jafnvel tvisvar, og ekki ganga að neinu vísu. Þetta erindi birti Kristján Run-ólfsson á Boðnarmiði: Leiður vetur, langur, kaldur, leggur á jörðu heljargaldur. Sjást á himni sortaský. Vaknar líf þá vorar aftur, vonarneistans eflist kraftur. Hringrás lífsins hefst á ný. Golli, Kjartan Þorbjörnsson, er ljósmyndari Morgunblaðsins og fylgir landsliðinu í Katar. Hann bregður upp myndum úr ferðalag- inu á fésbók. Þar á meðal eru þess- ar limrur: Í Katar er heimurinn handbolti þeir halda hér mótið með brambolti og flytja allt inn en hvergi ég finn súrdeigisbrauðið frá Sandholti. Á línunni lítið á Robba. Hann leikmönnum kemur í bobba sem rífa hann í. „Ca c’est la vie“ Á frönsku mun markvörðinn klobba. Hallmundur Kristinsson kemst svo að orði á Boðnarmiði: Það besta sem að við bjóðum er betra en hjá öðrum þjóðum. Framsóknarmenn finnast þó enn. En fækkar trúlega óðum. Hallmundur gerði skopmyndir að umræðuefni á Leirnum – segist dá- lítið hafa verið að velta því fyrir sér, hvaða árangri þeir ætluðu að ná þarna úti með endurteknum birtingum skopmynda. „Ekki hef ég komist að niðurstöðu,“ segir hann. „Aftur á móti datt mér í hug vísa: Brjótum nú af okkur hundingjahelsið, höldum öllum í stuði; til þess að varðveita tjáningarfrelsið teiknum myndir af guði. Vísnaflóðgáttir opnuðust. Krist- ján Gaukur Kristjánsson sagði tjáningarfrelsið hvorki hafa verið auðfengið né Franska byltingin án mannfórna. „Þú berst ekki fyrir frelsi til þess að gefa það frá þér aftur af því að einhver kýs að móðg- ast. Enginn hér mun yrkja meir ef þeir banna skensið. Þæg og prúð við lokum Leir, og loks við drepum glensið.“ Hallmundur átti þetta innlegg: Þótt blessun guðanna brysti og barnatrúna ég missti, ég minnist mynda af Kristi; messað var undir þeim. Þá fór ég þreyttur heim. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Limrur frá Katar, skop- myndir og tjáningarfrelsið Í klípu SAMKEPPNIN ER FARIN AÐ GANGA Á GRASINU OKKAR. ÞVÍ MIÐUR GERUM VIÐ EKKERT MARKTÆKT, ÞANNIG AÐ ÞAÐ ER BARA GERVIGRAS. eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... tunglskininu að kenna. EF ÞÚ VILT AÐ ÉG FÆRI MIG SKALTU LÁTA MIG VITA MENNIRNIR VIRÐAST EKKI VERA AÐ REYNA SITT BESTA Í DAG... LÍKLEGA VAR ÞAÐ SLÆM HUGMYND AÐ VEITA KOFFÍNLAUST Í MORGUNMATINN! SVIK OG PRETTIR HF. Það er með ólíkindum hvað sumirstjórnmálamenn geta lagst lágt til að hugsanlega afla sér vinsælda og atkvæða. Nýjasta dæmið sem Víkverji veit um er útspil borgar- stjóra í vikunni í sambandi við frí- daga. x x x Á borgarstjórnarfundi í fyrradagkom fram að borgarstjóri vildi að 19. júní í ár yrði frídagur í staðinn fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní vegna þess að fyrrnefnda daginn væri 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og illa gengi upp að hafa tvo frídaga með svo stuttu millibili. x x x Það er allt gott um kvenfrelsis-baráttuna að segja og vel til fundið að halda sérstaklega upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, en borgarstjóri er vægast sagt á hálum ís, eins og borgarar hafa verið frá því snemma í desem- ber sl. vegna aðgerðarleysis hans í hreinsun gatna og stíga, þegar hann vill þurrka út þjóðhátíðardaginn með einu pennastriki. Það er á veturna sem þarf að bregðast fljótt við með ruðningi en ekki á sumrin. x x x Það vill svo til að 17. júní er lög-bundinn frídagur á Íslandi. Er það helsta mál borgarstjóra í að- draganda kjarasamninga að taka þennan rétt af borgurum? x x x Víkverji veltir því einnig fyrir sérhvort þetta sé liður í lengra sjónarspili borgarstjóra. Hann segir að ekki gangi að hafa tvo frídaga með einn vinnudag á milli. Sé hann sam- kvæmur sjálfum sér gengur þá alls ekki að hafa tvo frídaga í röð. Annað- hvort skírdagur eða föstudagurinn langi verður þá að víkja sem frídag- ur, páskadagur eða annar í páskum, hvítasunnudagur eða annar í hvíta- sunnu, jóladagur eða annar í jólum, gamlársdagur eða nýársdagur. Laugardagur eða sunnudagur. x x x Þetta útspil borgarstjóra er dæmttil að mistakast en hverju verður stungið upp á næst? víkverji@mbl.is Víkverji Ef einhvern mann í ykkar hópi brestur visku, þá biðji hann Guð sem gefur öll- um örlátlega og átölulaust og honum mun gefast. (Jakobsbréfið 1:5) • Það er ekki að ástæðulausu að fagmaðurinn velur Spiegelau og nú getur þú notið þeirra • Platinumlínan okkar er mjög sterk og þolir uppþvottavél Spiegelau er ekki bara glas heldur upplifun Við bjóðum Spiegelau í fallegum gjafaöskjum sem er tilvalin tækifærisgjöf eða í matarboðið. • Rauðvínsglös • Hvítvínsglös • Kampavínsglös • Bjórglös • Karöflur • Fylgihlutir Hágæða kristalglös frá Þýskalandi Allt fyrir eldhúsið Verð frá 2.490 kr. Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–17, laugard. kl. 11-14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.