Morgunblaðið - 10.03.2015, Síða 19

Morgunblaðið - 10.03.2015, Síða 19
www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Taktu bílinn með til Færeyja og Danmerkur 2015 Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 74.500 Bókaðu núna! Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað. meiri hagsmunir liggi að baki svo sem vegna rannsóknar á stærri brotamálum,“ segir Kristján Ólafur. Lýsingar á stuldi á símum eru að sögn lögreglu svipaðar, það er að símum er stolið úr veskjum og vös- um fólks úti á dansgólfum skemmti- staðanna en einnig af borðum þar sem þeir eru gjarnan skildir eftir. „Í ljósi fjölda þessara tilvika er ekki hægt að útiloka að um skipulagða starfsemi sé að ræða. Lögregla hef- ur þó ekki upplýsingar eða rök- studdan grun um að símarnir til að mynda séu fluttir úr landi heldur virðast þeir fremur fara til notkunar eða sölu hérlendis.“ Tölfræði gerir starfið hnitmiðað Hvað varðar afbrot almennt í Vesturbæ og miðborg Reykjavíkur sem og á höfuðborgarsvæðinu öllu þá hefur þróunin verið jákvæð. Komi þar meðal annars til að mark- miðin í löggæslunni séu skýr og starfið mögulega hnitmiðaðra en áð- ur, meðal annars í krafti nákvæmrar skráningar og tölfræði sem segir til um hvert eðlilegast sé að beina kröftunum á hverjum tíma. Þá er að sögn Kristjáns Ólafs gott markvisst samstarf lögreglu og stofnana sveit- arfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og það skipti verulegu máli einnig. Tölfræðin hjá lögreglustöð 5 Eignaspjöll og þjófnaðir 2009 - 2014 Eignaspjöll Þjófnaðir - heild Þjófnaðir – gsm innbrot 2009 490 1.573 103 557 2010 477 1.337 114 356 2011 400 1.040 182 224 2012 351 1.068 254 130 2013 305 1.088 398 99 2014 295 1.061 330 128 Eignaspjöll og þjófnaðir janúar og febrúar 2009-2015 Eignaspjöll Þjófnaðir - heild Þjófnaðir – gsm innbrot 2009 86 323 25 159 2010 59 169 9 43 2011 84 164 31 46 2012 61 169 35 42 2013 46 158 63 13 2015 43 141 63 15 2014 42 133 47 15  Á árinu 2014 var hæsta fermetraverð á höfuðborgarsvæðinu 377 þúsund krónur í miðborg Reykjavíkur og það lægsta 214 þúsund krónur í Álfaskeiði í Hafnarfirði. Þarna á milli er 75% mun- ur og hefur hann aldrei verið meiri. Frá þessu er greint í pistli á vef Lands- bankans, en starfsmenn þar fylgjast vel með þróun fasteignaverðs eins og fleiri breytum í hagkerfinu. Fermetra- verð í Vesturbæ Reykjavíkur er lítið eitt lægra, eða í kringum 350 þúsund og stendur á pari við Seltjarnarnes og Sjá- landshverfi í Garðabæ. „Svo virðist sem þróun undanfarinna tveggja ára minni dálítið á árin 2004-2006, þegar verðmunur á milli dýrustu og ódýrustu hverfa jókst töluvert. Svo virðist sem íbúðir í miðlægum hverfum í Reykjavík og í Garðabæ og á Seltjarnarnesi hækki meira en íbúðir á öðrum svæðum,“ segja Landsbankamenn um fasteignamarkaðinn. sbs@mbl.is Miðborgarverð í hæstu hæðum 101 Kvosin er kvikan. Þangað falla öll vötn og eignir þar seljast fyrir metfé. Morgunblaðið/Ómar skyldan er því lykilatriði til að gera líf íbúanna bærilegra að þessu leyti.“ Og nú er miðborgin orðin ferða- mannastaður. Einu má gilda hvenær farið er um miðborgina, þar er jafn- an mergð túrista – og hefur þeim fjölgað mikið á síðustu árum. Og slíkt hefur sannarlega breytt svip- móti mannlífsins. Raski ekki ró nágranna „Fjölgun ferðamanna hefur margt jákvætt í för með sér, meðal annars má nefna fjölbreytta veit- ingastaði og þjónustu sem við njót- um öll. Aukinn ferðamannastraum- ur getur þó orðið til ama. Fólk er á ferli allan sólarhringinn, umferð stærri bíla eykst og næturró íbúa raskast,“ segir Áslaug. „Borgin skoðar nú hvernig draga má úr þess- ari umferð. En svo er deilihagkerfið komið til að vera og því fylgir að fólk mun leigja íbúðir og aðrar eignir út til ferðamanna. Endurskoða þarf reglur í kringum þá starfsemi þann- Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég vil ekki sjá miðborgina verða eingöngu að ferðamannastað. Það verður að sporna gegn einsleitri þróun og gæta þess að íbúum fækki ekki,“ segir Áslaug María Friðriks- dóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins. Hún tók sæti sem aðal- fulltrúi í borgar- stjórn á síðasta ári, en hefur ver- ið viðloðandi borgarmálin lengi. Áslaug hefur meðal annars lát- ið til sín taka í málefnum miðborgarinnar, hvar hún býr með fjölskyldu sinni. Og það hverfi freistar ungs fólks. Á síðasta ári var á vegum Capacent gerð könnun sem leiddi í ljós að ungt fólk sæktist eftir því að vera í miðborg- inni – í deiglu samfélagsins. Flestir segjast vilja flytja í mið- og vesturbæ Reykjavíkur eða 56%. Og um 85% fólks á aldrinum 18-24 ára stefna á þessi sömu hverfi. „Hvort þetta fólki vill síður flytja í úthverfi á fullorðinsaldri er ekki eins auðvelt að svara og fer eflaust mikið eftir því hvernig borgin á eftir að þróast á næstu áratugum,“ segir Áslaug og heldur áfram: „Miðborgin er líkust því að vera eins konar þorp í borg, gömlu timb- urhúsin hafa það í för með sér. Stutt er á milli staða og fjölbreytt verslun og þjónusta er nálæg. Helsti gallinn er of hröð umferð og mikið er kvart- að yfir skorti á bílastæðum. Gjald- ig að sem mest sátt verði. Eigendur hafi frelsi til að ráðstafa eignum sín- um en um leið verði gerðar kröfur um að raska umhverfi nágranna sem minnst. Miðborgarbragurinn þarf að ná til fleiri hverfa. Þannig styrkjast stærri svæði.“ Sterkara götulíf Það sjónarmið hefur heyrst að úthverfi Reykjavíkur séu afskipt við stjórn borgarinnar. En gildir hið sama um miðbæinn? „Það á við um flest hverfi að hlusta mætti betur á íbúa. Vel mætti heyrast hærra í íbúum í 101. Að- staða í skólum er komin til ára sinna og langt að sækja íþróttastarf. Ég er fylgjandi því að bæta miðborgina fyrir gangandi og hjólandi svo og aðgengi fatlaðra. Tillögur að nýju skipulagi eru spennandi og nýstár- legar. Flestar styðja sterkara götulíf og að hægt verði að færa veit- ingasölu og verslun út á götu þegar vel viðrar.“ Morgunblaðið/Ómar Mannlíf Miðborgin er deigla samfélagsins og þangað sækir fólk mikið. Miðborgarbrag í fleiri hverfi  Þróun á svæðinu verði ekki einsleit Áslaug María Friðriksdóttir  Miðbærinn heillar. Þetta er meginniðurstaða könnunar sem Capacent gerði nýlega fyrir Reykjavíkurborg, þar sem ungt fólk var spurt í hvaða hverfi það vildi búa flytti það í höfuð- borgina. Um 25% nefndu miðborgina sem fyrsta val- kost, 18% Hlíðarnar og 13% sögðust vilja í Vest- urbæinn. Þessi hverfi, að viðbættri þeirri byggð sem kennd er við Sund, Heima og Voga, var oft- ast annar valkostur aðspurðra. Þegar fólk var spurt hvort það vildi flytja í bæinn og teldi líklegt að svo yrði á næstu þrem- ur árum þá sögðu um 33% miðbæinn mest spennandi staðinn. Um 8% utanbæjarfólks sem horfir á höfuðborgina horfir á Grafarvoginn sem sína væntanlegu heimabyggð. sbs@mbl.is Ungt fólk vill spennandi valkost Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjavík Horft úr turni Hallgrímskirkjunnar. Lögreglustöðvarnar í Reykjavík eru fimm, staðsettar við Grens- ásveg og í Grafarholti í Reykja- vík, í Kópavogi og Hafnarfirði. Hver þeirra hefur sitt varð- svæði, svo og stöð 5 við Hverf- isgötuna, en menn þar sinna löggæslu í miðborg, Vesturbæ og á Seltjarnarnesi. Á hverri lögreglustöð höfuð- borgarsvæðisins eru 25 menn sem ganga almennar vaktir, en svo bætast við rannsóknar- deildir, stjórnendahópur og fleira. Þá eru landamæraeftirlit og fangavarsla – auk almennrar löggæslu – það sem Hverfis- götumenn sinna. Erillinn þar er talsverður svo sem á nóttunni um helgar, þegar skemmtistaðir í miðborginni eru opnir og margir á ferð, glaðir á góðri stund. Er liðsaflinn þá styrktur og aukamenn frá öðrum stöðv- um koma á vaktina. Liðsauki á helgarnóttum FIMM STÖÐVAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.