Morgunblaðið - 10.03.2015, Side 21

Morgunblaðið - 10.03.2015, Side 21
SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Kínverska þingið kom saman á fimmtudaginn var, en það situr yf- irleitt í um tvær vikur á hverju ári í mars eða lok febrúar. Á þinginu koma saman um 3.000 „kjörnir“ fulltrúar, sem flestir hafa verið handvaldir af framkvæmdastjórn landsins, og ræða saman um þau mál er Kínverjar standa frammi fyrir. Og á yfirborðinu lítur staðan vel út. Kínverska hagkerfið stendur sig enn vel þrátt fyrir minnkandi hag- vöxt og er því spáð að landið muni taka fram úr Bandaríkjunum sem helsta iðnríki heims um miðja þessa öld. Út frá þeirri sterku stöðu hafa Kínverjar reynt að auka ítök sín á heimsvísu. En er staða landsins jafnsterk og ætla má? Fimm atriði er horfa þarf til David Shambaugh, prófessor í al- þjóðastjórnmálum og einn helsti sérfræðingur Vesturlanda í málefn- um Kína, birti um helgina grein í bandaríska dagblaðinu Wall Street Journal, þar sem hann heldur því fram að kínverski kommúnistaflokk- urinn, sem öllu hefur ráðið á meg- inlandi Kína frá árinu 1949, horfi nú fram á „endataflið“ líkt og hann orðar það. Hann rökstyður skoðun sína með því að benda á fimm atriði, sem sýni veikleika flokksins mjög skýrt. Í fyrsta lagi nefnir Shambaugh að helstu viðskiptajöfrar landsins séu nú þegar búnir að hasla sér völl er- lendis, og séu tilbúnir til þess að yf- irgefa landið ef útlitið versnar. Ný- leg skoðanakönnun sem gerð hafi verið meðal 393 ríkustu manna Kína hafi sýnt að 64% af þeim annaðhvort ætli sér, eða séu þegar flutt úr landi. Jafnframt sendi þeir börn sín frekar til náms erlendis. Í öðru lagi hafi Xi Jinping, leiðtogi Kína, stóraukið kúgun í landinu, sem miði að því að bæla niður alla óánægju með stjórnvöld í Peking. Er þá sérstaklega reynt að koma í veg fyrir stuðning við svonefnd „vestræn gildi,“ líkt og lýðræði og prentfrelsi. Í þriðja lagi segir Shambaugh að svo virðist sem helstu embættis- menn kínverska ríkisins séu ekki jafntrúaðir á áróðurinn um góða stöðu ríkisins og þeir hafi verið áður fyrr. Spilling eykst stöðugt Fjórða atriðið sem Shambaugh nefnir í grein sinni er spilling, sem nái í gegnum kommúnistaflokkinn, herinn og niður í dýpstu lög sam- félagsins. Herferð Xi gegn spillingu beinist í raun og veru gegn pólitísk- um andstæðingum hans og hafi ekki dregið úr spillingu í raun. Að lokum nefnir Shambaugh kín- verska efnahaginn, sem svo mikið hafi verið látið af, og segir að í raun sé hagkerfi Kína í mikilli tilvistar- kreppu, þar sem einræði flokksins standi efnahagslífinu fyrir þrifum. Þá hafi allar tilraunir til nauðsyn- legra umbóta á efnahagnum strand- að á sterkum hagsmunahópum. Shambaugh segist ekki geta spáð um það hvenær kommúnistaflokk- urinn muni missa völdin, og segir að það verði líklega ofbeldisfullt ferli sem muni taka langan tíma. Ekki sé hægt að útiloka að ferli Xi í forystu flokksins muni ljúka með stjórnar- byltingu, þar sem hann hafi ýtt kín- versku samfélagi út á ystu nöf. „Við getum ekki sagt fyrir um hvenær kommúnisminn muni líða undir lok í Kína,“ segir Shambaugh, „en það er erfitt að álykta ekki að við séum að verða vitni að lokastigum hans,“ segir Shambaugh í lok greinar sinn- ar. Brestir komnir í Kínamúrinn?  Einn helsti fræðimaður heimsins í málefnum Kína telur kommúnistaflokkinn kominn á endastöð  Segir hert tök Xi Jinping vera að sliga kínverskt samfélag  Efnahagurinn krefst pólitískra umbóta AFP Þingsetning Kínverska þingið kemur saman einu sinni á ári og situr í tvær vikur. Bandarískur fræðimaður spáði því í grein í Wall Street Journal um helgina að stjórn kommúnistaflokksins væri komin á lokastig. FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015 HLAÐBORÐ FYRIR FUNDinn EÐA AFMÆLIð. 565 6000 / somi.is Við bjóðum upp á ferska og ljúffenga veislubakka og bjóðum ókeypis heim- sending á höfuðborgarsvæðinu ef pantaðir eru fjórir bakkar eða fleiri. Pantaðu í síma 565 6000 eða á somi.is. Flugvélin Solar Impulse 2 hóf í gær hnattflug sitt með því að fljúga frá Abu Dhabi til borgarinnar Múskat í Óman. Aðstandendur ferðarinnar stefna að því að vélin verði sú fyrsta sem fljúgi í kringum hnöttinn ein- ungis knúin af sólarorku. Ferðalagið á þessum fyrsta áfanga vélarinnar tók 13 klukkutíma og tvær mínútur og náði yfir 400 kílómetra vega- lengd. Bertrand Piccard, stjórnar- formaður Solar Impulse-félagsins, sagði í gær að ævintýrið væri hafið, eftir að flugmaðurinn Andre Borsch- berg hafði tekið á loft. Ferðalaginu er meðal annars ætlað að vekja fólk til vitundar um getu umhverfis- vænna orkugjafa. Ferðalagið markar lokahnykkinn á 13 ára rannsóknarstarfi þeirra Borschbergs og Piccards, og munu þeir skiptast á um að fljúga vélinni. Upphaflega var stefnt að því að vélin tæki á loft á laugardaginn, en hætt var við þau áform vegna þess að of vindasamt var í Abu Dhabi. Gert er ráð fyrir því að ferðalagið muni taka þá um fimm mánuði, og verður vélin á lofti í um það bil 25 daga á þeim tíma. Næsti áfanga- staður vélarinnar er Ahmedabad á Indlandi. Lengsta tímabilið sem vélin þarf að vera á lofti verður þegar flug- mennirnir munu reyna að fljúga yfir Kyrrahafið á milli Nanjing í Kína og Hawaii á fimm dögum, en sú vega- lengd er um 8.500 kílómetrar. Sér- stök stjórnstöð í Mónakó mun fylgj- ast með fluginu, auk þess sem 65 flugvirkjar ferðast samhliða vélinni. Stefnt að sögulegum áfanga í flugsögunni  Fyrsta áfanga vélarinnar lokið Heimild: solarimpulse.com Solar Impulse 2 Vænghaf: 72,3 m Lengd: 22,4 m Þyngd: 2.300 kg Meðalhraði: 70 km/klst Hámarkshæð: 8.500 m Kolefnistrefjar: 80% Vélarafl: 4 rafmagnsvélar Flugstjórnarklefi: 3,8 m3 - Er ekki með loftþrýstibúnaði - Enginn hita- eða loftstilling - Einangrunarfroða 17.000 sólarrafhlöður eru dreifðar yfir 270 m2 af vængjum og búk vélarinnar Þykkt rafhlaðnanna: 35 míkron Skrúfur 4 metrar að þvermáli Vegalengd: 35.000 km 500 klukkutímar í flugi Ferðin tekur 5 mánuði Áætluð hringferð um heiminn til þess að hvetja til notkunar umhverfisvænna orkugjafa Múskat Hawaii Abu Dhabi Abu DhabiAhmedabad Varanasi Mandalay Chongqing Nanjing Phoenix Kyrrahafið Atlantshafið New York Suður-Evrópa eða Norður-Afríka Miðvesturríki Bandaríkjanna Sólarvélin hefur langflug sitt umhverfis hnöttinn Stríðandi fylk- ingar í Líbíu verða að koma sér saman um þjóðstjórn á næstu dögum, segir Federica Mogherini, yfir- maður utanrík- ismála hjá Evr- ópusambandinu. Mogherini sagði við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að Evrópusambandið væri reiðubúið til þess að veita Líb- íu ríkulega aðstoð um leið og búið væri að stilla til friðar í landinu, en tíminn væri af skornum skammti. LÍBÍA Evrópusambandið krefst samkomulags Federica Mogherini Barack Obama Bandaríkja- forseti skipaði í gær fyrir hertar refsiaðgerðir gagnvart hátt- settum embætt- ismönnum í Venesúela. Að- gerðunum er ætl- að að hegna fyrir pólitískar ofsóknir gagnvart stjórn- arandstæðingum í landinu, þar á meðal ákæru á hendur borgarstjóra höfuðborgarinnar Caracas. BANDARÍKIN Hert á refsiaðgerð- um gegn Venesúela Barack Obama Ferðamönnum til Kúbu fjölgaði um 16% í janúar miðað við sama mánuð í fyrra, að sögn embættismanna eyjunnar. Er talið að batnandi sam- skipti á milli Bandaríkjanna og Kúbu eigi þar mestan þátt, en 75.435 Bandaríkjamenn heimsóttu eyjuna í ár miðað við 66.195 í fyrra. Kanadamenn eru þó langfjölmenn- astir þeirra sem heimsóttu eyjuna, eða rúmlega 150.000 manns. KÚBA Ferðamannaiðn- aðurinn blómstrar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.