Morgunblaðið - 10.03.2015, Side 28

Morgunblaðið - 10.03.2015, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015 ✝ Friðrik RagnarEggertsson vélfræðingur fædd- ist í Reykjavík 1. apríl 1961. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 25. febrúar 2015. Foreldrar hans voru Ingibjörg Friðriksdóttir fulltrúi, f. 10. jan- úar 1935, d. 18. apríl 1997, og Eggert Karlsson framkvæmdastjóri, f. 8. mars 1936, d. 25. apríl 1983. Dóttir Friðriks er Ragna Hrund, f. 16. ágúst 1986, móðir hennar er Ásthildur Sigurðardóttir. Ragna Hrund á einn son, Alfreð Mána, f. 20. maí 2006. Faðir hans er Ingi Magnús Gíslason. Bróðir Friðriks samfeðra er Ármann Eggertsson, f. 23. jan- úar 1955. Ármann var fóstraður af föðurbróður sínum, Ágústi Guðmundsdóttur sem var hon- um stoð á erfiðum tímum. Friðrik stundaði nám við Laugarnes- og Laugarlækj- arskóla. Hann gekk í Vélskóla Íslands og útskrifaðist sem vél- fræðingur í maí 1984. Starfs- vettvangur Friðriks var á sjó. Hann var vélstjóri á flutninga- skipum, fyrst á Hofsá, skipi Haf- skipa, en síðar í nær 25 ár á skipum Eimskipafélags Íslands, síðast sem yfirvélstjóri á Brúar- fossi. Friðrik var virkur í fé- lagsmálum og gegndi ýmsum trúnaðarstöfum um ævina. Hann var m.a. í ritnefnd Hand- bókar vélstjóra, sem útskrift- arnemendur í Vélskóla Íslands gáfu út árið 1984, hann sat um tíma í stjórn Lífeyrissjóðs vél- stjóra og var í samninganefnd Vélstjórafélagsins. Friðrik var mikill áhugamað- ur um farartæki af öllum gerð- um, hvort sem það voru bílar, skip, mótorhjól eða flugvélar. Hans aðaláhugamál var að gera við bíla í sínum frítíma. Útför Friðriks fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 10. mars 2015, og hefst athöfnin kl. 15. Karlssyni, og konu hans, Guðríði Sæ- mundsdóttur. Bræður Friðriks eru Hafsteinn, f. 15. mars 1963, og Guð- jón Ingi, f. 2. mars 1967. Börn Haf- steins eru Eggert Karl, Stefán Árni, Ingibjörg Viktoría og Árni Elvar. Móð- ir þeirra er Þórunn Elva Guðjohnsen. Hafsteinn er í sambúð með Mandy Baucum og stjúpdóttir hans er Zora Bauc- um. Guðjón Ingi er kvæntur Steinunni Thorlacius og eiga þau tvær dætur, Bergdísi Ingu Tong og Eyrúnu Önnu. Árið 1996 kvæntist Friðrik Guðrúnu Björgu Egilsdóttur kennara, f. 12. apríl 1963. Þau skildu. Síðustu árin átti Friðrik mjög góða vinkonu í Guðrúnu Helgu Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þú hafir verið tekinn frá okkur. Þótt heilsan hafi farið niður á við undanfarin ár, þá varstu að leita orsaka þessa, og væntir þess að ná vinnuþreki á ný innan skamms. Máttarvöldin tóku samt í taumana, og rétt eins og í ljóði forðum, þá skeytti dauðinn hvorki um líf né lit. Það er varla hægt að hugsa um minningar, því þótt þær séu margar góðar, þá finnst mér enn sem þær bestu væru eftir. Bara fyrir rúmum hálfum mánuði töl- uðum við um að fara um göngu- leiðir, hjóla og njóta náttúrunn- ar á mínum nýju slóðum í vestrinu, en svo snögglega er það tekið frá okkur. Mér fannst sem mér gæfist loks tækifæri til að endurgjalda þér allt sem þú hefur gefið mér. Þótt þú ættir erfitt með að tala um tilfinning- ar, þá sýndir þú í verki hvern hug þú barst, og talaðir ekki hátt um þær fórnir sem þú færð- ir til að hjálpa öðrum. Til dæmis þegar þú nýútskrifaður vélstjóri áttir kost á að fara í langa sigl- ingu, en sagðir þig frá því þótt yrðir af vinnunni, þar sem þú hafðir tekið að þér að vera svaramaður minn, staðgengill gengins föður okkar, þegar ég gifti mig 6 vikum seinna. Ég frétti af þessu mörgum árum seinna. Eins þegar þú komst og réttir enn hjálpandi hönd á tím- um erfiðleika, breytinga og flutninga. Þá stóðstu með mér sem klettur og léttir mér lífsbar- áttuna. Á seinni tímum naut ég þess líka að búa hjá þér þegar ég var staddur á landinu. Og ævinlega gast þú skotið undir mig farar- skjóta. Ég naut líka frábærrar matseldar þinnar, eins af áhuga- málum þínum. Grillað saman, en grætt á nærverunni. Þar lærði ég loks að þekkja þig, fékk séð í gegnum varnirnar sem umluktu viðkvæma sálina en þráði hlýjuna. Þú áttir svo erfitt með að sýna tilfinningarnar, en barst þær svo ríkulega. Oft tók það tíma að komast framhjá gálga- húmor og glaðlegum útúrsnún- ingum, en þegar það hafðist kunni ég best að meta þig. Afa- strákurinn þinn fékk svo vel að kynnast þínum bestu hliðum, enda leyfum við okkur opnara viðmót gagnvart börnunum. Þú hafðir áhuga á mörgu, varst vel lesinn, og svo fljótur að lesa að ég óskaði að ég gæti það sama. Kunnátta þín á ótrúleg- ustu hlutum var frábær. Sér- staklega þegar kom að áhuga á bílum, skipum og flugvélum, en líka á tónlist og sjónvarpsefni. Þessi glás af mynd- og hljóð- diskum lá þó ekkert úti um allt, því allt var vandlega skráð og raðað eftir settum reglum. Litið yfir farinn veg, þá get ég samt ekki hætt að hugsa að okkar bestu stundir í lífinu lágu enn fyrir stafni. Í kjölsoginu hvirflast myndir og minningar, birtast og hverfa, minna á skin og skúrir mannlífsins, en mest ber á brosi og krafti til að takast á við hafið og hætturnar, leysa verkefnin og koma skipi og áhöfn heilu í höfn. Þú fórnaðir þér svo oft fyrir aðra, að helst var að þú gleymdir að næra sjálfan þig. Og þar sem þú kvartaðir ekki, fór það oftast fram hjá okkur. En minningin um þig mun halda áfram að næra okkur og minna okkur á hve dýrmætur tími okkar er saman. Far þú í friði inn á nýjar víddir, og ég veit að þú munt bíða þess að aðstoða okkur þar seinna. Þinn bróðir, Hafsteinn. Elsku stóri bróðir. Ég man það vel þegar þú réttir mér lykl- ana að spánýrri Mözdunni þinni. Bauðst mér að prófa. Vá, stóri bróðir að treysta mér, nýkomn- um með bílpróf, fyrir nýja sportbílnum sínum. Gat lífið orðið betra? En svona var okkar samband. Þú treystir mér alltaf fyrir hlutunum þínum. Jafnvel þegar ég hélt að ég hefði fyr- irgert traustinu, þá léstu það ekki á þig fá og gafst mér alltaf annað tækifæri. Svo var það húmorinn. Það sem við gátum bullað á góðum stundum, skild- um algjörlega hvor annan á meðan viðstaddir horfðu stór- eygir á okkur og veltu fyrir sér hvort við værum endanlega gengnir af göflunum. Alla tíð hef ég litið upp til þín. Þú varst stóri bróðir sem gast allt. Þú varst alltaf sá sem ég gat leitað til. Það var ekki að spyrja að því, þegar ég í mínum klaufaskap var búinn að mála mig út í horn, þá hringdi ég í þig og þú komst og reddaðir mál- unum. Hvort sem það sneri að viðhaldi á bílum, að laga ljós eða hvað sem var, alltaf mátti leita til þín og fá lausn mála. Með aldrinum áttaði ég mig á því að þú varst eins og við hin, breyskur maður með þína kosti og galla. En það breytti ekki því að ég leit áfram upp til þín Þú barst ekki tilfinningar þínar á torg og ef reynt var að ræða persónuleg mál þá snerir þú því upp í gálgahúmor og kaldhæðni. Innra með þér var þó viðkvæmt sálartetur sem þráði næringu og átti skilið að fá mikið meira út úr lífinu en raun bar vitni. Börnin áttu þó greiða leið í gegnum múrinn og náðu fram því besta hjá þér. Það hef- ur verið yndislegt að fylgjast með ykkur Rögnu Hrund frá því hún fæddist og fram á þennan dag. Svo margar góðar minn- ingar af ykkur saman. Hún er það besta sem lífið færði þér og svo færði hún þér afastrákinn hann Alfreð Mána. Hann var þér svo ákaflega dýrmætur og mikið sem ég hlakkaði til að fá að fylgjast með ykkar fallega sambandi þróast áfram. Síðustu ár hafa ekki verið þér auðveld. Veikindi á veikindi ofan hafa dregið úr þér mátt, líkam- lega sem andlega og sett þér ýmsar skorður. Síðustu 3-4 ár hafa hrjáð þig veikindi sem fjöldi lækna í ýmsum sérgrein- um hefur ekki náð að skýra. Flestir horfðu þeir á þig í for- undran þegar einkennin komu fram, m.a. mikil mæðiköst og skjálfti í útlimum, en þegar öll próf og rannsóknir komu vel út var úrskurðurinn að ekkert væri að þér. Það var þér ákaf- lega þungbært að fá enga skýr- ingu á veikindunum, enga skýr- ingu á því hvað rændi þig starfsþreki og sjálfstrausti og gerði þig að aumingja, eins og þú orðaðir það sjálfur. Það átti ekki við þig að geta ekki unnið og leikið þér eins og þú vildir, hart að þurfa leita ásjár hjá öðr- um. Óvænt varstu svo leystur frá þessum raunum þegar þú varðst bráðkvaddur, kannski mömmu og pabba hafi þótt tímabært að fá þig til sín til að annast um strákinn sinn. Það var síðan eftir öðru í sjúkrasög- unni að fyrstu niðurstöður krufningar leiddu ekki í ljós ákveðna dánarorsök. Eftir allt var kannski bara ekkert að, ekkert nema sú staðreynd að þú ert farinn frá okkur. Lagður í hinstu siglinguna, siglir inn í sólarlagið. Góða ferð, elsku bróðir. Guðjón Ingi. Hann er dáinn hann Friðrik mágur minn, alltof fljótt og allt- of snöggt. Eftir sitjum við með minningar um góðan dreng. Frikki var fróður og vel lesinn, mikill dellukarl sem átti sínar bestu stundir innan um vélar og tæki. Í Tjaldanesinu fundum við hann yfirleitt í vel útbúnum bíl- skúrnum og seinna var hann með iðnaðarhúsnæði á Lóns- brautinni, þar sem hann gerði við bíla og annað sem komið var með til hans. Frikki var einkar handlaginn og gat gert við svo til alla hluti. Viðkvæðið á mínu heimili hefur enda alltaf verið: „Sjáum hvort Frikki getur ekki fundið út úr þessu“ – sem hann líka yfirleitt gerði. Hans starfs- vettvangur var á millilandaskip- um, en eins og hann sagði mér einu sinni þá þarf að vera hægt að laga allt sem bilar úti á sjó, hvort sem það er skipsvélin eða brauðristin. Frikki hafði skemmtilega svartan húmor, var töffari sem var ekki mikið að flíka tilfinn- ingum sínum. En innan um börn var hann allur annar. Dætur mínar sjá á eftir skemmtilegum frænda, sem þær höfðu mikið dálæti á. Máni afastrákur var í miklu eftirlæti og var frábært að sjá þá saman. Elsku Ragna og Máni, Guð- rún, Guðjón minn og Hafsteinn, haldið fast í minningar um góð- an föður, afa, vin og bróður. Takk Frikki minn fyrir sam- fylgdina síðustu 18 árin, þín verður sárt saknað. Steinunn Thorlacius. Friðrik Ragnar Eggertsson Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ALLAR SKREYTINGAR UNNAR AF FAGMÖNNUM Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, HRÖNN JÓNSDÓTTIR, Dalhúsum 63, áður handavinnukennari á Akranesi, lést 3. mars. Útförin verður gerð frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 11. mars kl. 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Neistann styrktarsjóð; nr. 0101 26 4995, kt. 4906952309. . Halldór Jóhannsson, Berglind Halldórsdóttir, Þóra Halldórsdóttir, Kristjana Halldórsdóttir. Ástkær fósturmóðir mín, amma og langamma, SIGRÍÐUR TÓMASDÓTTIR frá Sútarabúðum, Grunnavík, Jökulfjörðum, andaðist á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði 25. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 14. mars kl. 14. Fyrir hönd aðstandenda, . Jón Friðrik Jóhannsson. Okkar ástkæri, SKÚLI KETILSSON, Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, Akranesi, andaðist 3. mars. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 13. mars kl. 15. . Sigurjón Skúlason, Ólöf Agnarsdóttir, Guðlaug Skúladóttir, Jón Halldórsson, Þórdís Skúladóttir, Johannes Simonsen og afabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SALÓME JÓNSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja að Hvammi í Vatnsdal, lést á Hrafnistu í Kópavogi fimmtudaginn 5. mars. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 19. mars kl. 13. . Theodóra Reynisdóttir, Grímur Jónasson, Valgerður Reynisdóttir, Gísli Úlfarsson, Sara Lind Gísladóttir, Salóme Gísladóttir, Rakel Grímsdóttir og Salóme Grímsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ALBERT JÚLÍUS KRISTINSSON, Reykjavíkurvegi 52, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 28. febrúar. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 11. mars kl. 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. . Elsa Kristinsdóttir, Kristinn J. Albertsson, Sigríður Ágústsdóttir, Magnús Páll Albertsson, Halla Björg Baldursdóttir, Sverrir Mar Albertsson, Gréta Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HREINN RAGNARSSON, Torfholti 4, Laugarvatni, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju föstudaginn 13. mars kl. 14. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Hjartadeildar Landspítalans. . Guðrún Einarsdóttir, Harpa Hreinsdóttir, Atli Harðarson, Ragna Hreinsdóttir, Friðrik Þorvaldsson, Freyja Hreinsdóttir, Gísli Másson, Einar Hreinsson, Hrefna Karlsdóttir, barnabörn og langafabarn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN B. HÁLFDANARSON, lést á Hrafnistu í Reykjavík 8. mars. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 13. mars kl. 11. . Hjalti Jón Sveinsson, Soffía Lárusdóttir, Óttar Sveinsson, Alda Gunnlaugsdóttir, Álfheiður Hanna Friðriksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.