Morgunblaðið - 10.03.2015, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 10.03.2015, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015 Skipholt 50c • 105 Reykjavík • 582 6000 • www.computer.is Síðan 1986 Sendum hvert á land sem er Fartölvur í skólann GX-Gaming fyrir tölvuleikina Toshiba 2TB USB3 vasaflakkari Genius þráðlaus Bluetooth 4.0 ASUS X555LA 15,6 tommu skólatölva Intel i5 örgjörvi, 8GB vinnsluminni, 1000GB diskur, USB3, HDMI, Bluetooth 4.0, 5 klst. rafhlöðuending ASUS K552EA 15,6 tommu skólatölva AMD Quad Core örgjörvi, 6GB vinnsluminni, 750GB diskur, USB3, snertiskjár, 5 klst. rafhlöðuending GX-Gaming 38W RMS 2.1 hátalarar Silkimjúkur hljómur og ótrúlegur kraftur GX-Gaming músarmotta Hönnuð með tölvuleiki í huga Geymdu allt að 2000GB af gögnum á þessum pínulitla flakkara. Engin þörf á spennubreyti. Aðeins 180 grömm! GX-Gaming leikjamús Mjög hraðvirk og vönduð leikjamús á ótrúlegu verði! Virkar við iPhone, iPad, Samsung Galaxy og fleira. Allt að 10 metra drægni. Vönduð vara í fallegum umbúðum. In Win Gamer Pro leikjatölva Virkilega öflug leikjatölva sem spilar alla tölvuleikina í dag og fer létt með það! • AMD Radeon R9 280 3GB skjákort • Kingston 240GB SSD diskur • 8GB DDR3 vinnsluminni • AMD sex kjarna 4,1GHz Turbo örgjörvi • Þráðlaust og kapaltengt net • Windows 8.1 og margt fleira • Þriggja ára ábyrgð. 17.900 kr. 5.995 kr. 149.900 kr. 119.900 kr. 87.900 kr. 9.990 kr. 4.990 kr. 1.990 kr. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Mikill atburður mun hafa djúp áhrif á þig og gera þér ókleift um skeið að sjá hlutina í réttu ljósi. Tíminn stendur með þér, líka í peningamálum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þekking er vissulega vald en vald get- ur verið ofmetið. Farðu þér hægt og gerðu ekki ráð fyrir kraftaverkum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vertu reiðubúinn því allar breyt- ingar krefjast fórna. Vilji er það eina sem þarf. Hvernig væri að nota tækifærið og sjá þig líka ríkan og spengilegan? 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er gaman að gleðjast í góðra vina hópi en einvera er líka holl og kjörin til uppbyggingar. Spreðaðu í eitthvað léttúðugt, algerlega óþarft og fullkomlega eftirsókn- arvert. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Himnarnir gefa þér tækifæri til að dýpka skilning þinn á samúð. Fordæmi þitt er þeim hvatning og árangur þinn þeirra. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Stundum er eins og allt sé undir manni einum komið. Láttu það ekki koma þér úr jafnvægi heldur auka þér styrk. Ekki sniðganga þarfir annarra. 23. sept. - 22. okt.  Vog Athyglin sem þú veitir öðrum er gjöf. Aðrir sjá um sig en þín verk vinnur enginn fyrir þig. Spurðu og spurðu, þó að þú vitir ekki hvað þú átt að gera við svörin. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú er þín stund komin því eftir því er beðið að þú segir hug þinn og fylkir fólki á bak við þig. Láttu því einskis ófreist- að til að ná settu marki. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er hætt við að samskipti þín við fólk í valdastöðum gangi ekki nógu vel í dag. Talaðu hreint út við vinnufélaga þína og hugaðu betur að sjálfum þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú færð góðar hugmyndir um hvernig þú getur verið eigin atvinnurekandi eða varðandi sérverkefni sem færa þér fé. Ekki hlusta á þína innri rödd sem varar þig við hættunum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Leitaðu að öruggum farvegi fyrir atorku þína en mundu að enginn er annars bróðir í leik. Vertu góður við sjálfan þig og aðra. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú er að standast allar freistingar um fjárútlát því staðan er orðin nógu tæp fyrir. Margt gott kemur út úr þeim sam- skiptum. Sigurjóna Björgvinsdóttir yrkir áBoðnarmiði: Sólin okkur svoldið skín samt er enn að fenna bjart í lofti, brekkan fín á baráttudegi kvenna. Hvárt er það karlremba eður ei þegar Hallmundur Kristinsson yrk- ir 8. mars á baráttudegi kvenna: Veltir fyrir sér hvolpur hver hvort megi sköpum renna, nú í dag þegar einmitt er alþjóðadagur kvenna. Kristján frá Gilhaga spyr á Leirnum hvort einhver viti höfund þessara stórgóðu leiðbeininga? Öldur þarf að lægja og leiðir bestu finna í lífi konu og manns, og sá verður að vægja, sem vitið hefur minna því vitleysan er hans. Kristján talar um veðrið eins og Íslendinga er siður: Leiður veðra stendur styr stöðugar átta þrætur, en við höfum kannski kynnst því fyr hvernig hún góa lætur. Stundum frost og stundum þýtt stundum fýkur í skjólin, stundum kalt og stundum hlýtt og stundum brosir sólin. Hallmundur Kristinsson sér ekki hið óorðna: Fésbókarvinur sá færi og færði prestinum snæri. Varla neinn veit í Viðeyjarsveit hvað gerast nú mun á Mæri. Ármann Þorgrímsson spyr, hvort kannski vanti óhefðbundna lækn- ingu. Að þjóðarmeinsemd þetta er víst þekkja flestir hve margir eru sjálfum sér og sínum bestir. Hér er braghenda, sem Jósefína Dietrich yrkir á Boðnarmiði: Í þessum heimi’ er hætta mörg og hundur víða. Það sem kisa ljúf má líða, lítil og með snoppu fríða! Og að lokum gömul vísa: Hvað er að frétta? Harðindin. Hvað er starfað? Skorið. Hvað er dýrast? Heybjörgin. Hvað um bætir? Vorið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Alþjóðadagur kvenna, veðrið og fleira gott Í klípu SÍMON HAFÐI HALDIÐ SÉR VAKANDI TIL ÞESS AÐ HITTA TANNÁLFINN – SEM HONUM HAFÐI VERIÐ SAGT AÐ VÆRI MUN MEIRA AÐLAÐANDI. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÁTTAR ÞÚ ÞIG Á ÞVÍ AÐ VIÐ ERUM BÚNIR AÐ VERA ÚTI Í FJÓRA KLUKKUTÍMA, OG VIÐ ERUM EKKI EINU SINNI KOMNIR Á ÞRIÐJU FLÖTINA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að kalla eftirmiðdagslúrinn hans „kraftablund“. GRETTIR, ÉG VIL HORFA Á SJÓNVARPIÐ SLEPPTU FJARSTÝRINGUNNI ÞÚ GETUR ÞETTA GETUM VIÐ FENGIÐ SMÁSTUND SAMAN FYRST? ANNAÐ HVORT HÆTTUM VIÐ AÐ FARA ÚT AÐ BORÐA... ...EÐA VIÐ FÁUM OKKUR NÝJAN VARÐHUND! Harry Kane, miðherji TottenhamHotspur í ensku úrvalsdeild- inni, er að verða eitt mesta ævin- týri seinni ára í knattspyrnuheim- inum. Fáir aðrir en hörðustu stuðningsmenn Tottenham höfðu heyrt þessa 21 árs gamla leik- manns getið fyrir yfirstandandi sparktíð en nú er hann á allra vörum eftir að hafa gert 26 mörk í vetur, þar af 16 í úrvalsdeildinni. Ekkert benti til þess síðasta sumar að Harry Kane yrði ein af stjörnum vetrarins í ensku knatt- spyrnunni. Hann hafði fjórum sinn- um verið lánaður til annarra fé- laga, með þokkalegum árangri, en braust loks inn í lið Tottenham í fyrra. Lék 19 leiki og gerði fjögur mörk. Viðunandi árangur hjá ný- liða en ekkert til að fara á líming- unum yfir. Og klárlega engin vís- bending um það sem var í vændum. Enginn leikmaður í úrvalsdeild- inni hefur skorað meira í öllum keppnum og aðeins Diego Costa, Chelsea, og Sergio Agüero, Man- chester City, meira í deildinni, 17 mörk. Hörð barátta er framundan um markakóngstitilinn. x x x Kane á enn eftir að leika sinnfyrsta landsleik fyrir England en það breytist væntanlega næst þegar landsliðið kemur saman. Roy Hodgson landsliðseinvaldur hefur alltént verið hvattur til að velja Kane í hóp sinn áður en pilturinn stefnir skónum annað. Hann er líka gjaldgengur í landslið Írlands gegnum föður sinn. Lítil hætta er að vísu á því enda hefur Kane leik- ið með yngri landsliðum Englands. Annar enskur miðherji sem sleg- ið hefur í gegn í úrvalsdeildinni í vetur er Charlie Austin, sem skor- að hefur 14 mörk fyrir Queen’s Park Rangers. Hann hefur heldur ekki leikið landsleik. Til saman- burðar má nefna að helstu mið- herjar enska landsliðsins undan- farin misseri hafa allir skorað minna í deildinni í vetur: Wayne Rooney 10 mörk fyrir Manchester United, Danny Welbeck fjögur mörk fyrir Arsenal og Daniel Stur- ridge þrjú mörk fyrir Liverpool. Sá síðastnefndi var að vísu lengi frá vegna meiðsla. víkverji@mbl.is Víkverji Munnur minn er fullur lofgjörðar um þig, af lofsöng um dýrð þína allan dag- inn. (Sálmarnir 71:8)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.