Morgunblaðið - 10.03.2015, Page 39

Morgunblaðið - 10.03.2015, Page 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Tónlist Beethovens býr yfir gíf- urlegri tilfinningalegri breidd þar sem bregður fyrir viðkvæmni og húmor jafnt sem heift. Á sama tíma hefur tónskáldið ótrúlegt vald á forminu,“ segir bandaríski píanóleik- arinn Richard Goode sem kemur fram á tónleikum í tónleikaröðinni Heimspíanistar í Norðurljósasal Hörpu í kvöld kl. 20. Goode er sérstaklega virtur fyrir túlkun sína á verkum eftir Ludwig van Beethoven og var fyrstur landa sinna til að hljóðrita allar sónötur meistarans. Hann er talinn meðal fremstu píanóleikara heims af sinni kynslóð og á glæsilegan feril að baki. Á efnisskrá kvöldsins eru síðustu þrjár sónöturnar sem Beethoven samdi. Fyrir hlé hljóma Sónata nr. 30 í E-dúr, op. 109 og Sónata nr. 31 í As-dúr, op. 110, en eftir hlé leikur Goode Bagatellur 6-11, op. 119 áður en komið er að Sónatu nr. 32 í c-moll, op. 111. Dularfull tengsl milli verka „Þessar þrjár sónötur hafa alltaf staðið hjarta mínu nærri. Í dag er mælt með því að ungir píanóleikarar byrji á því að stúdera sónöturnar sem Beethoven samdi á sínum yngri árum, en ég man að ég var ekki nema 13 ára þegar ég fór að glíma við op. 110. Ég heillaðist strax af stemning- unni í þessum þremur síðustu són- ötum hans og sögunni að baki verk- unum. Verkin búa yfir ótrúlegri tilfinningabreidd, fjölbreytni að formi til og tilfinningu fyrir tilrauna- og rannsóknarmennsku. Þessar són- ötur eru svo einstök smíð að ég gæti aldrei orðið leiður á þeim. Ég hef því glímt reglulega við þessar sónötur frá því ég var táningur að aldri,“ seg- ir Goode, sem verður 72 ára í júní nk. Spurður hvort skynjun tónleika- gesta á verkunum breytist við það að hlusta á þau leikin saman í stað þess að heyra hverja sónötu leikna staka svarar Goode því játandi. „Ég er sannfærður um það. Það eru yndis- leg og jafnframt dularfull tengsl milli sónatanna þriggja. Mér þykir vænt um hverja þeirra fyrir sig, en ég held að þegar maður leikur þær allar þrjár saman skynji maður breiðara tilfinningasvið og verði sér meðvit- aðri um þau sérkennilegu tengsl sem eru á milli þeirra. Þannig birtast sömu stef og þemu í öllum þremur sónötum. Verkin þrjú eru mjög ólík innbyrðis, en vísa þó með skemmti- legum hætti hvert til annars,“ segir Goode. Nýtur þess að kenna Eftir því sem blaðamaður kemst næst hefur Goode ávallt haft það að leiðarljósi að vera mjög trúr tón- skáldum og farið í einu og öllu eftir öllum merkingum um m.a. styrk- leika- og hraðabreytingar. Þegar þetta er borið undir píanistann og hann spurður hvað valdi svarar Goode um hæl: „Er einhver önnur leið fær?“ og hlær góðlátlega. „Að því sögðu er rétt að benda á að flestir tónlistarmenn segjast vera trúir tónskáldinu í nálgun sinni og túlkun, en sá trúnaður birtist síðan með afar ólíkum hætti, því allir hafa sína leið að viðfangsefninu. Það sem gerir tónlist Beethovens jafnfrábæra og raun ber vitni er að hver listamað- ur og hver ný kynslóð getur fundið sína leið að verkum hans og samt ávallt haldið trúnaði við tónskáldið. Mér finnst þannig alltaf jafngaman að hlusta á gamlar upptökur af són- ötum Beethoven og heyra hversu ólík nálgun listamannanna var. Hér áður fyrr voru margir sem fóru ekki jafnsamviskusamlega eftir forskrift- inni í nótum, en í mínum huga úti- lokar trúnaður við forskrift tón- skáldsins ekki ímyndunarafl og túlkun hljóðfæraleikarans. Við þurf- um að lesa í nóturnar og rýna í það sem liggur að baki þeim,“ segir Goode og tekur fram að afstaða hans hafi mótast þegar hann nam hjá Rudolf Serkin, en samstarf þeirra hófst þegar Goode var aðeins 14 ára. Aðspurður hvort hann muni hvert var fyrsta tónverkið eftir Beethoven sem hann heyrði svarar Goode því játandi. „Það var þegar fyrsti píanó- kennarinn minn lék fyrir mig upp- hafstónana að Tunglskinssónötunni svonefndu þegar ég var sex ára,“ segir Goode sem sjálfur hefur sinnt kennslu um margra áratuga skeið. „Ég hef kennt allt frá því ég útskrif- aðist sjálfur. Í dag er ég aðeins með fjóra nemendur, en ég nýt þess svo sannarlega að kenna og skoða tón- listina í samvinnu við nemendur mína. Á síðustu árum hef ég í aukn- um mæli kennt í formi masterklassa. Það er mjög góð leið til að fylgjast með þróun spilamennskunnar.“ Nauðsynlegt að kvelja sig Goode hóf feril sinn sem píanóleik- ari í kammerverkum. Spurður hvort sá bakgrunnur hafi mótað hann sem einleikara hugsar Goode sig vel um og svarar svo: „Þetta er góð spurn- ing, en ég er ekki alveg viss um hvert svarið sé. Einn stærsti kosturinn við píanóið í klassískum verkum er að hljóðfærið er býsna hlutlaust, en get- ur hermt eftir bæði heilli hljómsveit og líka einni söngrödd. Ég var aðeins 14 ára þegar ég komst í kynni við Marlboro þar sem kammermúsík var í fyrirrúmi og það reyndist mér ómetanlegur skóli þegar kom að samvinnu við önnur hljóðfæri. Nám- ið þar kom í veg fyrir að nálgun mín á tónlistina væri alfarið hugsuð út frá forsendum píanósins,“ segir Goode sem var ásamt Mitsuko Uchida list- rænn stjórnandi Marlboro- tónlistarháskólans og tónlistarhátíð- arinnar á árunum 1999-2013. Goode hefur á ferli sínum verið mjög ötull við að hljóðrita tónlist, en hljómplötur hans telja á þriðja tug- inn. Spurður hvers vegna honum hafi þótt mikilvægt að hljóðrita jafnmikið og raun ber vitni svarar Goode um hæl: „Það er nauðsynlegt að kvelja sjálfan sig. Því upptökuferlið er hreinasta kvöl og pína. Engu að síður hef ég litið á það sem skyldu mína að hljóðrita. Framkoma á tónleikum er hverfult augnablik og mér fellur sá hverfulleiki að miklu leyti. Þegar tónninn hefur verið sleginn lifir hann aðeins í eyrum og síðan minningu tónleikagesta sé hann yfirhöfuð þess virði að minnast. En það er líka ágætt að geta skilið eitthvað eftir sig bæði fyrir mann sjálfan og þá sem á eftir koma. Mér finnst ég hafa getað lært ótrúlega mikið af því að hlusta á túlkun fyrirrennara minna,“ segir Goode. Spurður hvort það venjist vel að vera á sífelldum ferðalögum um heiminn, en Goode kom á síðasta ári fram á 50 tónleikum víðs vegar um heiminn, svarar Goode því neitandi. „En ég reyni núorðið að horfa á björtu hliðarnar og fá sem mest út úr ferðalögunum. Þannig nýt ég t.d. þeirrar gæfu að fá núna tækifæri til að heimsækja Ísland í fyrsta sinn á ferlinum. Við eiginkona mín völdum að fljúga til landsins nokkrum dögum fyrir tónleikana til þess að fá tæki- færi til að upplifa náttúruna og njóta staðarins. Ég hlakka mikið til tón- leikanna í Hörpu enda hef ég heyrt afar vel af tónlistarhúsinu ykkar lát- ið,“ segir Goode að lokum. Þess má að lokum geta að miðasal- an er á harpa.is, en vakin er athygli á því að tónlistarnemendur fá ókeypis aðgang að tónleikunum. „Alltaf staðið hjarta mínu nærri“  Richard Goode leikur verk eftir Beethoven í kvöld kl. 20 Ljósmynd/Steve Riskind Heimspíanisti „Það er nauðsynlegt að kvelja sjálfan sig. Því upptökuferlið er hreinasta kvöl og pína,“ segir Richard Goode sem kemur fram í Hörpu. Kvenpersónur sem leggja allt í sölurnar fyrir ástina verða í forgrunni á hádegistón- leikum Íslensku óperunnar sem hefjast kl. 12.15 í Norð- urljósum í Hörpu í dag. Á þeim mun Sólrún Bragadótt- ir sópransöngkona bregða sér í hlutverk Leónóru úr Valdi örlaganna, Elísabetar úr Tannhäuser, Santuzzu úr Cavalleria Rusticana og Maddalenu úr Andrea Ché- nier, að því er segir í tilkynn- ingu. „Ást, afbrýði, hatur, hefnd og hamingja einkennir umfjöllunarefni þessara kvenna,“ segir í tilkynning- unni. Meðleikari á píanó er Antonía Hevesi og aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Ást, afbrýði, hatur, hefnd og hamingja Samstilltar Antonía Hevesi píanóleikari og Sólrún Bragadóttir sópransöngkona. Ljósmynd/Gísli Egill Hrafnsson Sumarliði Ís- leifsson, sagn- fræðingur og ritstjóri, flytur hádegisfyrir- lestur á vegum Sagnfræðinga- félags Íslands undir yfirskrift- inni „Hreinlæti og óhreinlæti í lýsingum frá Ís- landi og Grænlandi frá 18. öld og fram á hina 20.“ í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í dag kl. 12.05. Í honum verður rætt um hvernig hugmyndir um óhrein- læti og hreinlæti birtast í erlend- um lýsingum frá Íslandi og Græn- landi frá 18. öld og fram á 20. og kannað hvaða merkingu þessar lýsingar hafa. Kynþáttahyggja komi m.a. til umræðu og hvort litið hafi verið á fólk þessara landa sem „hreint“ eða ekki í því samhengi. Óhreinlæti og hreinlæti Sumarliði Ísleifsson Sýning á verkum Óskars Guðnason- ar stendur nú yfir í kaffistofu Do- mus Medica og lýkur 15. mars. Ósk- ar sýnir þar 12 olíumálverk og tvö akrýlverk sem hann vann á sl. tveimur árum. Óskar hefur haldið nokkrar einkasýningar, þá síðustu í fyrrasumar í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði en hann er þar fæddur og uppalinn. Óskar segist mála óhlutbundin verk með hornfirsku náttúruívafi. Með hornfirsku náttúruívafi Hr. Burns „Af hverju grætur Hr. Burns?“, verk eftir Óskar. Billy Elliot (Stóra sviðið) Þri 10/3 kl. 19:00 aukas. Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Fim 23/4 kl. 19:00 Mið 11/3 kl. 19:00 4.k. Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Fös 24/4 kl. 19:00 Fim 12/3 kl. 19:00 5.k. Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Sun 26/4 kl. 19:00 Sun 15/3 kl. 19:00 6.k. Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Mið 29/4 kl. 19:00 Þri 17/3 kl. 19:00 aukas. Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Fim 30/4 kl. 19:00 Mið 18/3 kl. 19:00 7.k. Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Sun 3/5 kl. 19:00 Fim 19/3 kl. 19:00 8.k. Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Fim 7/5 kl. 19:00 Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Fös 8/5 kl. 19:00 Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Mið 22/4 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 14/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Lau 18/4 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 13:00 Lau 11/4 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Fös 20/3 kl. 20:00 Frums. Þri 14/4 kl. 20:00 aukas. Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Sun 22/3 kl. 20:00 2.k Mið 15/4 kl. 20:00 9.k Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Þri 24/3 kl. 20:00 aukas. Fim 16/4 kl. 20:00 10.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Mið 25/3 kl. 20:00 aukas. Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Fim 26/3 kl. 20:00 3.k. Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Fös 27/3 kl. 20:00 4.k. Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Sun 29/3 kl. 20:00 aukas. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Mið 8/4 kl. 20:00 5.k. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Fim 9/4 kl. 20:00 6.k. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Lau 11/4 kl. 20:00 7.k. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Sun 12/4 kl. 20:00 8.k. Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Sun 17/5 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Fim 12/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.