Morgunblaðið - 28.03.2015, Side 1

Morgunblaðið - 28.03.2015, Side 1
L A U G A R D A G U R 2 8. M A R S 2 0 1 5 Stofnað 1913  74. tölublað  103. árgangur  ARON LEIKUR 50. LANDSLEIK SINN Í ASTANA DANSKA STÚLKAN KVIKMYNDUÐ Í NÝHÖFNINNI MARGBROTIN SAGA 10FÓTBOLTI ÍÞRÓTTIR Upptaka nýrra lyfja of hæg  Yfirlæknir á krabbameinsdeild telur kerfið of þungt í vöfum  „Vildum gjarnan geta boðið fyrr upp á fleiri ný lyf“  Lyfjagreiðslunefnd bundin af fjárlögum á úreltar meðferðir og meðferðar- árangur er almennt mjög góður en við vildum gjarnan geta boðið fyrr upp á fleiri ný lyf. Í ákveðnum til- vikum myndi það fjölga möguleikum í meðferð ef við hefðum aðgang að þessum lyfjum,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyf- lækninga krabbameina á LSH. Segir hann að upptaka nýrra lyfja gangi of hægt fyrir sig á Íslandi og telur hann kerfið of þungt í vöfum. Lyfjagreiðslunefnd tekur ákvörð- un um það hvaða lyf eru tekin inn í greiðsluþátttökukerfi ríkisins. Guð- rún I. Gylfadóttir, formaður nefnd- arinnar, segir að nefndin sé bundin af fjárlögum hvers árs. Fyrir vikið hafi hún hafnað mörgum kostnaðar- sömum lyfjum að undanförnu. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Maður er að sjálfsögðu ekki ánægð- ur ef ekki er hægt að nota þau lyf sem maður vill bjóða upp á. En það má ekki gleyma því að það hafa orðið framfarir og lyf sem við bjóðum upp á nú þegar eru í samræmi við það sem notast er við annars staðar. Það er ekki svo að við séum að bjóða upp Ný lyf » Yfirlæknir á LSH telur að upptaka nýrra lyfja sé of hæg hér á landi. » Telur ný lyf geta fjölgað möguleikum til meðferðar. MLyf ekki tekin nægjanlega … »6 Þeir voru litríkir og líflegir strákarnir sem æfðu af kappi á gervigrasvelli Fylkis í Árbæ í gær og létu snjómugguna ekki trufla sig. Í dag fylgjast þeir trúlega með eins og aðrir þegar „stóru strák- arnir“ í landsliðinu mæta til leiks á gervigrasinu í Kasakstan í undankeppni Evrópumótsins. Morgunblaðið/Golli Litríkir og líflegir fótboltastrákar í Árbænum Æft af kappi og snjómuggan hafði lítil áhrif Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja (SV) á nú í viðræðum við Lands- bankann um samruna. Viðræðurnar halda áfram í dag, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Fjármálaeftirlitið gaf stjórn SV frest til kl. 16.00 í gær til að koma með áætlun um hvernig styrkja mætti eiginfjárgrunn sparisjóðsins. Talsmenn SV mættu með þrjár til- lögur. Sú fyrsta gekk út á að bæta eigin- fjárstöðu sjóðsins meðal annars með aðkomu erlends eignarhalds. Hún var ekki talin áreiðanleg og var því hafnað af Fjármálaeftirlitinu. Þá var lögð fram tillaga um að ganga til samninga við Landsbank- ann um samruna og er nú unnið eftir henni. Forsvarsmenn SV munu einnig hafa haft í handraðanum til- lögu um viðræður við Arion banka, en hún var ekki borin undir Fjár- málaeftirlitið, samkvæmt heim- ildum. Fulltrúar Sparisjóðs Vestmanna- eyja og Landsbankans áttu í gær eftir að ganga frá ýmsum atriðum samkomulags sín í milli og kemur í ljós í dag hvað Fjármálaeftirlitið mun veita þeim langan frest til þess. gudni@mbl.is, ses@mbl.is »22 Ræðir við Lands- bankann  Mál sparisjóðsins ættu að skýrast í dag Eyjar Bankasamruni. Samkvæmt nýrri reglugerð um velferð alifugla verður notkun á hefðbundnum búrum hætt í eggja- framleiðslu 31. desember 2021. Búrhænurnar eru því á leiðinni út og frjálsar hænur það sem koma skal. Ætla má að 78% varphæna séu í búrum og 22% í lausagöngu. Þetta þýðir því miklar breyt- ingar í búskapnum. Félag eggja- bænda fékk Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins til þess að meta áhrifin af nýju reglugerðinni. Þar er gert ráð fyrir því að heildar- fjárfesting íslenskra eggja- framleiðenda vegna aðlögunar að nýrri reglugerð sé á bilinu 2.000- 2.500 milljónir. Áhrifin eru lítil á suma framleið- endur eins og Brúnegg en fyrirtækið hefur frá stofnun 2004 eingöngu verið með vistvæn egg úr frjálsum hænum. Nánar er fjallað um egg og eggjabændur í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Frelsi Varphænurnar hjá Brúneggj- um í Borgarfirði eru frjálsar. Búrhænur á leiðinni út  Notkun búra hætt fyrir árslok 2021  Kostnaður bænda tveir milljarðar  Vandræða- gangur og úr- ræðaleysi ríkir í skólakerfinu þegar kemur að bráðgerum börn- um. Meyvant Þórólfsson, dós- ent við mennta- vísindasvið Há- skóla Íslands, segir fátt í boði fyrir þessa nemendur. „Það er ef- laust ekki meiningin en mig grunar að skólakerfið viti ekki alveg hvernig á að aðstoða bráðgeru börnin.“ »16 Bráðger börn út- undan í kerfinu Vantar úrræði í skólakerfið. Frumvarp sjáv- arútvegsráðherra um veiðigjald verður kynnt eft- ir helgina, sam- kvæmt heim- ildum Morgun- blaðsins. Þar mun vera lagt til eitt afkomutengt veiðigjald í stað tveggja veiði- gjalda nú. Þá mun vera komið til móts við sjónarmið útgerðarinnar en um leið eiga tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldinu að hækka. Einnig mun eiga að festa í sessi afkomustuðla í staðinn fyrir að miða við þorskígildi. Önnur meginbreyt- ing er sú að taka upp staðgreiðslu á veiðigjaldinu. Í stað þess að það sé lagt á fyrirfram samkvæmt afla- heimildum verði það staðgreitt eftir hverja löndun. »2 Veiðigjald skili meiri tekjum Veiðigjald Eitt í stað tveggja nú.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.