Morgunblaðið - 28.03.2015, Side 2

Morgunblaðið - 28.03.2015, Side 2
Árekstur Vonskuveður á Holtavörðuheiði. Lögreglan lýsir eftir ökumanni sem ók bifreið sinni af vettvangi á Holtavörðuheiði eftir árekstur tíu bíla við aðstæður sem ekki verður lýst með öðrum hætti en blindbyl. Áreksturinn átti sér stað við Bisk- upsbeygju á Holtavörðuheiðinni rétt fyrir klukkan fimm í gær og urðu minniháttar slys á fólki. Bílarnir voru allir á norðurleið og var helmingur þeirra óökufær og þurfti því bæði að flytja fólk af vettvangi og bíla. Bíl sem hlut átti að máli var ekið af vettvangi og lýs- ir lögreglan eftir ökumanni hennar svo og vitnum. Bíllinn sem um ræð- ir er ljósgræn fólksbifreið, senni- lega Subaru, og var ekið norður. Tíu bíla árekstur á Holtavörðuheiði 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kaupum bíla Hærra uppítökuverð Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum. Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð þér að kostnaðarlausu. Örfirisey veitir gömlum húsum úr miðbæ Reykja- víkur bráðabirgðaheimili meðan unnið er að því að finna þeim nýja staðsetningu. Gráa húsið fyrir miðju kemur af baklóðinni á Laugavegi 36, fyrir aftan Sandholtsbakarí, og rauða húsið stóð eitt sinn við Grettisgötu en fyrirhugað er að end- urreisa þau þar sem nú er bílastæði við Grettis- götu 9. Gula húsið var upphaflega á horni Hverf- isgötu og Frakkastígs, óvíst er hvert það fer. Gömul hús úr miðbænum mætast í Örfirisey Morgunblaðið/Eggert Húsfriðun í Reykjavík Guðni Einarsson gudni@mbl.is Til stendur að kynna frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjald eftir helgina, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Beðið var eftir kostnaðarmati fjármálaráðuneytis- ins. Lagðar verða til talsverðar breyt- ingar á fyrirkomulagi innheimtu veiðigjalds. Þannig verði eitt af- komutengt veiðigjald sem komi í stað almenna veiðigjaldsins og sér- staka veiðigjaldsins. Með breyting- unum á að koma til móts við sjónar- mið útgerðarinnar en um leið eiga tekjur ríkissjóðs vegna veiðigjalds- ins að aukast, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Afkomustuðlar og staðgreiðsla Í frumvarpinu nú verður gerð til- laga um tvær aðrar meginbreyting- ar. Önnur er sú að jafna veiðigjald- inu út á einstakar fisktegundir með sanngjarnari hætti en verið hefur. Töluvert var rætt um þá nálgun í fyrra. Þá kom inn bráðabirgða- ákvörðun um að miða við svonefnda afkomustuðla í staðinn fyrir þorsk- ígildisstuðla. Afkomustuðlarnir taka tillit til afkomu ólíkra fisktegunda og þykir betra að miða við þá fremur en þorskígildisstuðla, það er hlutfalls- legt verð hinna ýmsu fisktegunda. Hin breytingin mun vera sú að taka upp staðgreiðslu á veiðigjaldi. Í stað þess að leggja veiðigjaldið á fyrirfram samkvæmt úthlutuðum aflaheimildum í upphafi fiskveiðiárs eða vertíðar verði það lagt á eftir hverja löndun. Gjaldið verði því reiknað út samkvæmt þeim afla sem landað verður hverju sinni. Einnig munu hafa verið ræddar hugmyndir um að breyta gjaldstofni veiðigjaldsins í framtíðinni og skil- greina hann víðar og út frá stöðugri grundvelli en nú er gert. Meginástæða þess er að skilgrein- ing á metinni auðlindarentu, sem er í lögunum nú, og hagnaður þykja hvort tveggja vera of óstöðug fyrir- bæri til að leggja þau til grundvallar gjaldtöku veiðigjalds. Stefnt mun að því að taka upp fyrirkomulag sem endurspeglar betur raunverulega af- komu útgerðarinnar. Reynslan þykir hafa sýnt að af- koma útgerðar mæld í bókhaldsleg- um hagnaði sé ekki góð viðmiðun. Hann geti aukist á milli ára þótt af- koma útgerðarinnar versni í raun. Þetta gerðist t.d. þegar illa gekk að selja mjöl og lýsi úr uppsjávarafla 2012 og var kostnaðurinn færður til gjalda það ár. Birgðirnar seldust svo árið 2013 og tekjurnar færðust á því ári. Annað sem hafði áhrif var að gengi krónunnar veiktist á árinu 2012 en styrktist 2013. Þannig varð gengistap 2012 en gengishagnaður á árinu 2013. Frumvarp kynnt eftir helgi  Eitt afkomutengt veiðigjald í stað almenns og sérstaks veiðigjalds  Komið til móts við sjónarmið útgerðar  Tekjur ríkissjóðs aukast  Veiðigjaldið staðgreitt Morgunblaðið/Árni Sæberg Breytt veiðigjöld Meðal annars mun verða lagt til í nýju frumvarpi að taka upp eitt afkomutengt veiðigjald og að það verði staðgreitt eftir löndun. Almannavarnir og Veðurstofa Ís- lands hafa augun á Heklu en fjórir litlir jarðskjálftar hafa mælst norð- austur af Heklu síðustu tvo sólar- hringa. Stærsti skjálftinn mældist 1,5 á stærð en hinir voru allir undir 1 að stærð. Engin merki eru um hreyfingu í bergkvikunni. Þó er talið mögulegt að skjálft- arnir endurspegli sívaxandi þrýst- ing undir Heklu. Á fundi Veðurstof- unnar, Almannavarna og ISAVIA í gær voru skjálftarnir ræddir en ekki þótti ástæða til að hækka við- bragðsstig líkt og gert var á sama tíma í fyrra þegar níu skjálftar mældust í Heklu og litakóðun fyrir flug var breytt í gulan. Náttúra Jarðskjálftar mælast við Heklu. Jarðskjálftar mælast við Heklu Banaslys varð á Suðurlandsvegi, vestan við Kirkjubæjarklaustur, á tíunda tímanum í gærmorgun. Tveir erlendir ferðamenn voru á ferð og virðist sem ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum í slæmri færð með þeim afleiðingum að hann valt út fyrir veg. Annar mannanna var úrskurðað- ur látinn á vettvangi, en hinn slas- aðist lítillega, að því er segir í til- kynningu frá lögreglu. Lögregla á Suðurlandi er með málið til rann- sóknar. Banaslys varð á Suðurlandsvegi Fyrirhugaðar breytingar á vopna- lögum nr. 16/1998 koma sér illa fyrir smærri söluaðila flugelda á Ís- landi en breytingarnar lúta fyrst og fremst að innflutningi og sölu skot- elda. „Núna verður gerð sú krafa að allir aðilar uppfylli CE- samræmismerkingu og gerðarvið- urkenningu en það hefur í för með sér meiri kostnað fyrir alla smærri aðila sem flytja inn flugelda og al- veg ljóst að sá kostnaður mun að einhverju leyti bitna á neytendum,“ segir Lúðvík Georgsson hjá KR- flugeldum en íþróttafélögin selja lítið af skoteldum miðað við björg- unarsveitir landsins. Jón Svanberg Hjartarson, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, telur lagabreyt- inguna ekki munu hafa áhrif á sölu flugelda hjá björgunarsveitum. „Ég á eftir að kynna mér frumvarpið betur en mér sýnist á fyrstu yf- irferð að þetta sé í samræmi við væntingar okkar. CE-staðallinn vegur þarna þyngst en við höfum ekki áhyggjur af honum enda upp- fyllum við hann þegar í dag.“ Mark- miðið með tilskipuninni sem laga- breytingin byggist á er að koma á frjálsum flutningum á flug- eldavörum á innri markaðinum og jafnframt að tryggja öfluga heilsu- vernd manna og almannaöryggi og vernd og öryggi neytenda sem og að taka tillit til umhverfisverndar. Flugeldar þurfi sérstaka gæðavottun  Evrópustaðall kemur niður á smærri söluaðilum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.