Morgunblaðið - 28.03.2015, Side 8

Morgunblaðið - 28.03.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015 Nýafstaðnar rafrænar kosn-ingar í Sveitarfélaginu Ölfusi eru umhugsunarverðar fyrir ým- issa hluta sakir. Fyrir það fyrsta er þátttakan mikið umhugsunarefni og hlýtur að verða talin enn ein ábend- ingin frá kjósendum um að þeir vilji að gætt sé hófs í fjölda kosninga.    Kosningarnarvoru um það bil eins aðgengi- legar og hægt er að hugsa sér, stóðu í marga daga og kjósendur voru mjög hvattir til þátttöku. Samt sáu ekki nema 43% ástæðu til að kjósa.    Meirihlutinn kaus ekki, semverður vart túlkað sem krafa um fjölgun kosninga, en því heyrist oft fleygt að almenningur hafi uppi slíka kröfu þó að krafan komi sjald- an úr þeirri átt.    Þá er umhugsunarvert að þeirsem þó tóku þátt felldu hug- myndir um sameiningu sveitarfé- lagsins við önnur sveitarfélög, þrátt fyrir stöðugan þrýsting að of- an um sameiningar.    Loks er umhugsunarvert hvorttekið verður mark á þeim vilja sem kom fram í þessum kosningum.    Verða sameiningaráform þarmeð lögð á hilluna eða verða fundnar leiðir til að halda áfram að þrýsta á um sameiningu þrátt fyrir vilja íbúanna?    Sveitarstjórnarmenn horfagjarnan til Brussel og sækja borgina oft heim, í brýnum erinda- gjörðum að sjálfsögðu. Það kann að skýra hvernig vilji íbúa til samein- ingar sveitarfélaga er stundum túlkaður. Lítill áhugi á fjölgun kosninga STAKSTEINAR Veður víða um heim 27.3., kl. 18.00 Reykjavík 0 snjóél Bolungarvík -2 léttskýjað Akureyri 1 snjóél Nuuk -8 skýjað Þórshöfn 5 skúrir Ósló 2 skýjað Kaupmannahöfn 6 skúrir Stokkhólmur 6 skýjað Helsinki 2 skúrir Lúxemborg 8 léttskýjað Brussel 8 léttskýjað Dublin 11 skýjað Glasgow 8 alskýjað London 12 heiðskírt París 11 alskýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 7 léttskýjað Berlín 8 léttskýjað Vín 9 skýjað Moskva 4 léttskýjað Algarve 17 heiðskírt Madríd 18 léttskýjað Barcelona 16 heiðskírt Mallorca 18 léttskýjað Róm 13 léttskýjað Aþena 16 skýjað Winnipeg -2 alskýjað Montreal -2 snjókoma New York 5 alskýjað Chicago -2 skýjað Orlando 25 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:01 20:06 ÍSAFJÖRÐUR 7:03 20:14 SIGLUFJÖRÐUR 6:46 19:57 DJÚPIVOGUR 6:30 19:36 Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sjúkra- húss Suðurlands, and- aðist á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands 26. mars sl. á 84. ári. Hafsteinn fæddist í Hafnarfirði 28. apríl 1931 og var sonur Lovísu Aðalbjargar Egilsdóttur húsmóður og Þorvaldar Guð- mundssonar, verka- manns og bónda. Hafsteinn nam við Íþróttaskólann í Haukadal 1946-1948. Hann lauk fyrri hluta Lögregluskólans 1964 og kennaranámskeiði í hjálp í viðlögum hjá RKÍ 1968. Þá sótti hann ýmis námskeið m.a. í Stjórnunarskóla Ís- lands og endurmenntun. Hafsteinn var bóndi í Syðri-Gróf í Villingaholtshreppi 1950-1961, starfsmaður Selfoss- hrepps, lögreglumaður og sölumaður 1961- 1967. Hann var fram- kvæmdastjóri Sjúkra- hússins á Selfossi 1967-1981 og fram- kvæmdastjóri Sjúkra- húss Suðurlands og Heilsugæslustöðvar Selfoss 1982-1995. Hann tók mikinn þátt í félagsstörfum og gegndi mörgum ábyrgðarstörfum. Haf- steinn var m.a. í stjórn og formaður UMFÍ, í Æskulýðsráði ríkisins og formaður þess, í sveitarstjórn á Selfossi og formaður bæjarráðs um tíma. Hafsteinn var kvæntur Ragnhildi Ingvarsdóttur (1929-2006) og eign- uðust þau fimm börn, Þorvald, Ragnheiði, Þráin, Aðalbjörgu og Vé- stein. Andlát Hafsteinn Þorvaldsson, fv. framkvæmdastjóri Verð frá539.900 kr.* og 12.500 Vildarpunktar *Verð án Vildarpunkta 429.900 kr. Drykkjarpakki innifalinn ef bókað er fyrir 31. mars Fararstjóri er Þóra Valsteinsdóttir VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444Flogið með Icelandair Sigling umSuðaustur Asíu 7. - 23. nóvember HONGKONG-VIETNAM-TAILAND-SINGAPORE Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Það er kominn mikill kraftur og hugur í samtökin. Við munum halda starfinu áfram og efla vitund fólks um mikilvægi þess að byggja fyrir meginstarfsemi spítalans, ekkert má hökta og framkvæmdir verða að halda áfram linnulaust,“ segir Anna Stefánsdóttir, formaður samtakanna Spítalinn okkar, sem hélt sinn fyrsta aðalfund sl. fimmtudag. Anna segir ákveðna áfanga hafa náðst í því að byggja nýjan Land- spítala og samtökin hafi átt ágætt samstarf við byggingarnefnd og vel- ferðarráðuneytið. Hún segir að á samtökin sé hlustað og vonandi verði svo áfram. „Við finnum jákvæða strauma og fáum alls staðar góðar móttökur við okkar málstað, hvar sem við komum. Menn sjá nauðsyn þess að byggja fyrir starfsemina,“ segir Anna en samtökin hafa á síðustu mánuðum haldið um 30 kynningarfundi víða um land og tvö málþing. Stórir áfangar hafa náðst Anna tekur fram að ekkert sé end- anlega í höfn þó að framkvæmdir fari að byrja á lóð Landspítalans fyr- ir meðferðarkjarna og sjúkrahótel. Mikilvægt sé að sameina starfsemi spítalans á einn stað og skapa betri aðstæður fyrir bæði starfsmenn og sjúklinga sem þurfa á þjónustunni að halda. „Við höfum fengið jákvæð skila- boð í fjárlögum þessa árs þar sem ákveðið var að setja meira fé í þetta. Ráðuneytið er búið að fela bygging- arnefnd spítalans að bjóða út fulln- aðarhönnun á meðferðarkjarna og hefja framkvæmdir á lóðinni fyrir sjúkrahótel. Þetta eru stórir áfang- ar,“ segir Anna ennfremur. Á aðalfundinum greindi Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstr- arsviðs Landspítalans, m.a. frá reynslu Norðmanna af byggingu nýrra sjúkrahúsa. Tekið var dæmi um Þrándheim og sagði Ingólfur þá framkvæmd í anda þess sem vilji væri til hér á landi, með góðu rými fyrir hvern sjúkling. Þá væri góð reynsla af því í Noregi að hafa starfs- menn með í ráðum við hönnun nýrra spítala, allt frá upphafi til lokastigs framkvæmda. Með þeim hætti gætu starfsmenn aðlagast betur nýrri að- stöðu. Að sögn Önnu hefur þessi leið verið farin hér á landi og Landspít- alinn skipað starfsmenn í vinnuhópa vegna nýs spítala. Ekkert má hökta með nýjan spítala  Mikill hugur á aðalfundi samtakanna Spítalinn okkar  Fá góðar móttökur Ljósmynd/Magnús Heimisson Spítali Frá aðalfundi landssamtak- anna Spítalinn okkar. Spítalinn okkar » Landssamtökin Spítalinn okkar voru stofnuð 9. apríl árið 2014. Stofnfélagar eru um 1.000, áhrifafólk um allt land. » Markmið samtakanna er að stuðla að uppbyggingu nýs húsnæðis fyrir Landspítalann og afla til þess stuðnings með- al stjórnvalda og almennings.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.