Morgunblaðið - 28.03.2015, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Trúlega hefur mörgumsem leið áttu um Nýhöfn-ina í Kaupmannahöfn í vik-unni brugðið í brún að sjá
forna bíla og hestvagna á malar-
götum, sem áður voru steinsteyptar,
seglskip í höfninni auk þess sem
varla varð þverfótað eða – hjólað
fyrir fólki klæddu eins og tíðkaðist
um aldamótin 1900.
Elínu Ingimundardóttur fannst
hún vera stödd í miðri bíómynd frá
þessum tíma á leið sinni í ITU-
tækniháskólann. Eins og hún var –
eða svona næstum því. Að vísu ekki í
settinu eins og sagt er heldur á hlið-
arlínunni því eftirgrennslan hennar
leiddi í ljós að verið var að taka upp
kvikmyndina The Danish Girl sem
breski leikstjórinn Tom Hooper
(The King’s Speech, Les Miséra-
bles) leikstýrir og frumsýnd verður í
lok nóvember.
„Vegfarendur voru vinsamleg-
ast beðnir að víkja um stundarsakir
á ákveðnum götuspottum á meðan
verið var að kvikmynda, en gátu að
mestu haldið för sinni óáreittir
áfram. Skipulagið virtist mjög fag-
mannlegt,“ segir Elín, sem sætti lagi
og tók nokkrar myndir á vettvangi
með símanum sínum, þ.á m.af leik-
stjóranum, sem hún sá glitta í bak
við mikið blómahaf.
Transkona
En hver er saga þessarar
„dönsku stúlku“ sem verið var að
kvikmynda með tilheyrandi breyt-
ingum á Nýhöfninni? Hún á sér fyr-
irmynd í listakonunni Lili Elbe,
transkonu sem fæddist 1882 í líkama
drengsins Einars Mogens Wege-
ners, og talin er vera fyrsta mann-
eskjan sem gekkst undir kynleið-
réttingu, samtals fimm
skurðaðgerðir á tveimur árum, sem
að lokum drógu hana til dauða tæp-
lega fimmtuga að aldri. Á þessum
tíma voru trúlega ekki mikið í um-
ræðunni ýmis tilbrigði við „normið“
varðandi það hvernig fólk upplifir
kyngervi sitt, svokallaða kynáttun.
Spennandi að vita hvernig Hooper
tæklar viðfangsefnið, sem greinilega
á sér lengri sögu en margir halda.
Kvikmyndin er byggð á met-
sölubók Davids Ebershoffs frá árinu
2000 um ævi og ástir Lili Elbe og
Gerdu Gottlieb. Sænski leikstjórinn
Tomas Alfredson (Tinker Tailor Sol-
dier Spy) hafði fyrir sex árum á
prjónunum að gera slíka mynd með
Nicole Kidman og Charlize Theron í
aðalhlutverkum, en þær áætlanir
fóru út um þúfur. Fyrrnefndur Tom
Hooper tók upp þráðinn og er langt
kominn í tökum.
Með hlutverk Einars Mogens
Wegener/Lili Elba fer breski leik-
arinn Eddie Redmayne, sem hamp-
aði Óskarnum í ár fyrir túlkun sína á
vísindamanninum Stephen Hawkins
í nýjustu mynd Hoopers, The
Theory of Everything. Sjálfur var
Hooper tilnefndur sem besti leik-
stjórinn fyrir þá mynd en laut í
lægra haldi fyrir leikstjóra Birdman,
Alejandro González Iñáritu. Sænska
leikkonan Alicia Vikander leikur
Gerdu Gottlieb, en hún er þekktust
fyrir leik sinn í The Royal Affair og
Ex Machina. Sögusviðin eru að-
allega Kaupmannahöfn og París.
Hæfileikaríkir listamenn
Einar og Gerda kynntust í
Listaháskólanum í Kaupmannahöfn
og giftust 1904. Bæði gátu sér gott
orð sem listamenn, hann fyrir lands-
lagsmyndir, hún fyrir teikningar í
bækur og tímarit, og voru mikið á
ferðinni um Evrópu áður en þau
settust að í París 1912.
Lili Elbe er sögð hafa „fæðst“ í
vinnustofu Gerdu þegar hún bað eig-
inmann sinn að hlaupa í skarðið fyrir
fyrirsætu sem forfallaðist. Einar
kunni því vel að klæðast sokkabux-
um og hælaháum skóm og sat æ oft-
Danska stúlkan
í Nýhöfninni
Ásýnd Nýhafnarinnar í Kaupmannahöfn var með 19. aldar sniði í vikunni.
Breski leikstjórinn Tom Hooper og hans lið höfðu tekið völdin og endurskapað
umhverfi þar sem listamennirnir Einar Mogens Wegener, síðar Lili Elbe, og
Gerda Gottleib voru heimavön í gamla daga.
AFP
Karl og kona Eddie Redmayne leik-
ur Einar Wegener og Lili Elbe.
Ljósmynd/Elín Ingimundardóttir
Transkonan Lili Elbe,
fæddist 1882 í líkama
drengsins Einars Mo-
gens Wegeners. Hún er
talin vera fyrsta mann-
eskjan sem gekkst und-
ir kynleiðréttingu.
Hópur nemenda í 5.-9. bekk í Alþjóða-
skólanum í Reykjavík, Reykjavik Int-
ernational School (RIS), sýndi vís-
indaverkefni sín í Háskólanum í
Reykjavík á fimmtudaginn síðastlið-
inn.
„Þetta var mjög skemmtilegt og
gekk rosalega vel. Við stefnum að því
að halda hátíðina árlega eftir þetta
en markmiðið er að vekja áhuga
grunnskóla á Íslandi á vísindum,“
segir Alda Rose Cartwrightt, kenn-
ari við skólann.
Skipuð var sérstök dómnefnd há-
tíðarinnar sem kom og tók út verk-
efnin. Veitt voru verðlaun fyrir nokk-
ur verkefni.
Alþjóðaskólinn í Reykjavík var
stofnaður árið 2014. Nemendurnir
eru á bilinu 30 til 40 talsins á aldr-
inum 6 ára til 15 ára. Kennslan fer að
mestu leyti fram á ensku en íslenska
er líka kennd í skólanum. Flest börnin
sem ganga í skólann eiga ýmist ann-
að foreldri eða bæði sem hafa ekki ís-
lensku sem fyrsta mál. Margir nem-
endur í skólans eru tengdir erlendum
sendiráðum.
Alþjóðaskólinn í Reykjavík, Reykjavik International School (RIS)
Efla vísindi grunnskólabarna
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Sjáðu Skrafað um fróðlega tilraun.
Vísindahátíð Áhugasamir
nemendur kíkja á vísinda-
verkefni ofan í kassa.
Einar Wegener og Gerda Gottlieb voru virtir og hæfileikaríkir listamenn
sem sýndu verk sín víða um Evrópu og fengu yfirleitt góða dóma. Hann
var þekktur fyrir landslagsmálverk en hún fyrir myndir af konum með
seiðandi möndlulaga augu og teikningar í tískutímarit.
Þótt margir teldu Einar meiri listamann en Gerdu gekk henni betur að
selja verk sín og er hún ennþá talin meðal fremstu listamanna Art Deco-
stefnunnar. Verk beggja ganga enn kaupum og sölum og seljast nú dýr-
um dómum.
Rómaðir listamenn
EINAR WEGENER OG GERDA GOTTLIEB
Málverk eftir Einar Wegener. Konumynd eftir Gerdu.
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Töfrandi ferð um austurrísku og þýsku Alpana sem
skarta sínu allra fegursta á þessum árstíma, þegar
náttúran er í blóma. Gist verður við Zell am See, í einum
af eftirsóttustu ferðamannabæjum Salzburgarlands.
Farið verður í áhugaverðar skoðunarferðir m.a. í
Arnarhreiður Hitlers og til Salzburgar.
Verð: 199.300 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Sp
ör
eh
f.
Fararstjóri: Þórhallur Vilhjálmsson
13. - 21. júní
Königssee&Krimmlerfossar
Sumar 6