Morgunblaðið - 28.03.2015, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015
• Fargjaldið veitir ekki vildarpunkta
• Flug, gisting og skoðunarferðir er ekki
endurgreitt nema veður hamli flugi
• Lágmarksfjöldi 15 manns
• Greiða verður með 4 vikna fyrirvara
FJÖR Í FÆREYJUM
SPENNANDI FÆREYJAFERÐ FYRIR ELDRI BORGARA
DAGANA 19. – 22. MAÍ 2015
Nánari upplýsingar
í síma 570 3075
eða hopadeild@flugfelag.is
154.000 kr. 168.000 kr.
Verð á mann í tveggja manna herbergi Verð á mann í eins manns herbergi
ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ
MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ
INNIFALIÐ:
• Flogið frá Reykjavíkurflugvelli kl.
18:45 og komið til Færeyja kl. 21:10
• Gönguferð um Þórshöfn:
Tinganes, Skansinn o.fl.
• Landsbyggðarferð Þórshöfn – Gjógv
– Fuglafjörður – Göta – Þórshöfn
• Brottför frá Færeyjum
kl. 12:35 á föstudag
• Flug til og frá Færeyjum með
íslenskri fararstjórn
• Gisting á Hótel Tórshavn í 3 nætur
með morgunmat
• Rúta frá og til flugvallar
• Skoðunarferðir ásamt leiðsögn
20. og 21. maí
• Fararstjóri er Davíð Samúelsson
• Tékkað inn á Hotel Tórshavn sem er
þriggja stjörnu hótel, staðsett í hjarta
Þórshafnar, við höfnina
• Heimsókn í Kirkjubæ – skoðunarferð
• Léttur hádegisverður í Gjógv
(drykkir ekki innifaldir)
• Dans í Hornhúsinu í Þórshöfn
um kvöldiðLagt er til í stjórnarfrumvarpi inn-
anríkisráðherra að dómurum í
Hæstarétti Íslands verði fjölgað
tímabundið úr níu í tíu frá og með
1. september nk. til að bregðast við
miklu álagi á réttinum. Gert er ráð
fyrir að heimildin falli niður 31.
desember 2016. Fram kemur í skýr-
ingum að ekki verði skipað í emb-
ætti dómara sem losnar eftir þann
tíma nema nauðsynlegt sé til að
dómarar verði níu talsins.
„Málum sem eiga upphaf sitt í
hruni fjármálakerfisins og afleið-
ingum þess er enn ekki lokið,“ segir
í greinargerð. Bent er á að á síðasta
ári hafi nýjum málum fjölgað frá
árinu 2013. Ef tekið sé mið af með-
altali fjölda mála á árunum 2008-
2013 hafi málum á síðasta ári fjölg-
að um 111 mál eða 13%. Kærum í
einkamálum hafi fjölgað verulega,
um 96 mál, eða 33% miðað við sama
mælikvarða. „Þannig hafa spár um
að draga mundi úr málafjölda í
Hæstarétti ekki gengið eftir.“
Dómurum
verði fjölg-
að í tíu
Tímabundin
fjölgun vegna álags
Morgunblaðið/Kristinn
Hæstiréttur Nýjum málum fjölgaði.
Karl Ásgeir Sigurgeirsson
Hvammstanga
Nýr veitingastaður var opnaður á
Hvammstanga í gær. Hefur hann
hlotið heitið Sjávarborg. Kaupfélag
Vestur-Húnvetninga hefur inn-
réttað staðinn í gömlum hluta slát-
ur- og frystihússins, sem stendur
við Hvammstangahöfn.
Nafnið er eftir gömlu íbúðarhúsi
sem stóð þar á lóðinni, en var flutt
fyrir áratugum. Veitingasalurinn
minnir á margan hátt á fyrri not
hússins, þar má sjá spírala úr
gamla frystiklefanum, kjötkróka
sem nýtast í fatahengi og veitinga-
borð smíðuð úr bobbingum. Stein-
steypt barborð salarins vekur sér-
staka athygli vegna frumleika.
Endurgerð hússins og innréttingar
voru unnar af iðnaðarmönnum í
héraðinu og eru mjög vandaðar að
allri gerð. Gott útsýni er úr salnum
yfir höfnina og fjöruna, þar sem sjá
má fuglalífið allan ársins hring.
Hönnuður Sjávarborgar er Hólm-
fríður Ó. Jónsdóttir arkitekt.
Sveitasetrið á Gauksmýri hefur
Sjávarborg á leigu og rekur þar
einnig skólamötuneyti fyrir Grunn-
skóla Húnaþings vestra. Að sögn
Jóhanns Albertssonar og Sigríðar
Lárusdóttur, sem reka staðinn, eru
viðtökur afar jákvæðar. Sjávarborg
hefur veitingaleyfi fyrir 130 gesti
og verður staðurinn opinn frá kl 10
– 22 virka daga, en til kl eitt eftir
miðnætti um helgar, nema annað sé
umsamið. Nú um helgina verður op-
ið til kl. þrjú eftir miðnætti, með lif-
andi tónlist.
Veitingahús í frystiklefa
Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson
Reka Sjávarborg Sigríður Lárusdóttir og Jóhann Albertsson.
Veitingaborð úr bobbingum og barborðið steinsteypt
Dagur B. Egg-
ertsson borgar-
stjóri verður
meðal ræðu-
manna á ráð-
stefnu ICLEI
(Local Govern-
ments for Sust-
ainability) í Seúl
í Kóreu dagana
8.-12. apríl nk.
ICLEI eru al-
þjóðleg samtök sveitarfélaga sem
gert hafa skuldbindingu um sjálf-
bæra þróun en samtökin voru
stofnuð árið 1990. Dagur mun
ásamt borgarstjóra Seúl og öðrum
borgarstjórum funda um samstarf
á sviði umhverfis- og loftslags-
mála. Ólöf Örvarsdóttir, sviðs-
stjóri umhverfis- og skipulags-
sviðs, og Pétur Ólafsson,
aðstoðarmaður borgarstjóra,
munu jafnframt sækja ráðstefn-
una. brynjadogg@mbl.is
Borgarstjóri á
leið til Seúl í
Suður-Kóreu
Dagur B.
Eggertsson