Morgunblaðið - 28.03.2015, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Fólkið vill fjölbreytni í kirkju-
starfinu og í Ástjarnarsókn er
áhugi fyrir því að fara nýjar leiðir.
Í tónlistarstarfinu hefur verið
bryddað upp á ýmsu sem hefur
mælst vel fyrir. Við syngjum mest
gospel, en höfum einnig boðið upp
á djass, blús og popp og rokk-
messurnar hafa slegið rækilega í
gegn,“ segir Heiða Björk Ingv-
arsdóttir.
Heiða Björk er formaður Kórs
Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði sem
á sunnudagskvöld kl. 20 kemur
fram á rokkmessu í Víðistaða-
kirkju þar í bæ. Þetta er í annað
sinn sem Ástirningar standa að
slíkri guðþjónustu, en áður var
efnt til sams konar messu með
lögum U2 í aðalhlutverki.
Ástjarnarsókn nær yfir nýjustu
hverfi í Hafnarfirði, þar sem ungt
fólk er í meirihluta meðal íbúa.
„Þetta er kynslóðin sem vill nýja
strauma inn í kirkjustarfið og
presturinn okkar, sr. Kjartan
Jónsson, hefur verið tilbúinn að
mæta því,“ segir Heiða sem býr í
Vallahverfi og er jafnframt safn-
aðarfulltrúi í sóknarnefnd. Hún
kveðst finna sig vel í kórstarfinu,
finna þar útrás og gleði.
„Hinar gegorísku sígildu messur
eru góðar, en við viljum meira,“
segir Heiða sem hefur síðustu vik-
ur með öðrum kórfélögum verið á
stífum æfingum fyrir rokkmess-
una. Hún segir mikla vinnu liggja
að baki og mikið hafi mætt á tón-
listarstjóranum, Matthíasi V.
Baldurssyni, við útsetningar og
æfingar.
Í dauðans böndum drottinn lá
Í messunni verða tekin lög með
til dæmis Led Zeppelin, Janis
Joplin, Whitesnake, Bon Jovi, AC/
DC, Kiss og U2, flest með íslensk-
um texta eftir þá Guðmund Karl
Brynjarsson og Gunnar Sigur-
jónsson Þá koma fram einsöngv-
ararnir Áslaug Helga Hálfdánar-
dóttir, Sigurður Ingimarsson og
Pál Rósinkranz. Þá eru tveir ein-
söngvarar úr röðum kórfélaga,
þær Áslaug Fjóla Magnúsdóttir
og Kristjana Þórey Ólafsdóttir.
„En við ætlum að bjóða upp á
meira en bara rokklög þekktra
hljómsveita. Þarna verða líka tveir
sígildir sálmar úr sálmabókinni
settir í rokkbúning, Í dauðans
böndum drottinn lá og Ég kveiki á
kertum mínum sem er sígildur
sálmur við ljóð Davíðs Stefáns-
sonar, “ segir Heiða Björk um
sunnudagsmessuna sem ætla má
að mörgum rokkurum sé tilhlökk-
unarefni – enda hafi messan í
fyrra verið fjölsótt og líklega verði
svo aftur í ár.
Morgunblaðið/Kristinn
Rokkmessa Kór Ástjarnarkirkju og hljómlistarmenn hafa æft baki brotnu fyrir tónleikana annað kvöld.
Viljum nýja
strauma í
kirkjustarfinu
Kór Ástirninga heldur rokkmessu í
Víðistaðakirkju Led Zeppelin, Janis
Joplin, Whitesnake, U2 og Bon Jovi
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp
um breytingar á lagaákvæðum um
viðurlög við brotum á fjármála-
markaði. Í frumvarpinu eru lagðar
til nokkrar breytingar á flestum
þeim lögum sem gilda á fjár-
málamarkaði, eða alls breytingar á
tólf lagabálkum. Er meðal annars
lagt til að styrkt verði heimild til að
refsa lögaðilum fyrir brot á þeim
lögum og að heimild til þess að veltu-
tengja fjárhæðir stjórnvaldssekta
hjá lögaðilum bætist við fimm laga-
bálka.
Einnig er lagt til að í sömu laga-
bálkum verði fjárhæðir stjórnvalds-
sekta hjá einstaklingum hækkaðar í
65 milljónir króna. Þá er lagt til að
bæta heimild inn í lög um fjármála-
fyrirtæki og lög um verðbréfa-
viðskipti til þess að ákvarða stjórn-
valdssekt með hliðsjón af fjárhags-
legum ávinningi hins brotlega af
broti. Einnig er lagt til að hækka
refsirammann fyrir brot á ákvæðum
um takmarkanir á stórum áhættum í
lögum um fjármálafyrirtæki, eða
upp í sex ára fangelsi.
Beðið með uppljóstrunarreglur
Nefndin sem vann tillögur að
frumvarpinu skoðaði löggjöf um
uppljóstrun (e. Whistle Blowing) í
Danmörku, Bretlandi, Liechtenstein
og á Möltu en engin slík ákvæði er
að finna í frumvarpinu.
Þær upplýsingar fengust hjá fjár-
málaráðuneytinu að ákveðið hefði
verið að bíða með lagabreytingar um
uppljóstrun. Væri það gert vegna
þess að rétt þætti að fylgjast með út-
færslu slíkra ákvæða í nágrannaríkj-
unum, aðallega Noregi og Svíþjóð,
en Danir hefðu þó innleitt slíkt
ákvæði.
brynja@mbl.is
Leggja til hærri sektir
Morgunblaðið/Júlíus
Fangelsi Lagt er til að brot gegn
lögum um fjármálafyrirtæki varði
allt að sex ára fangelsi.
Breytt viðurlagaákvæði vegna fjármálabrota
Hæ sæti, hvað ert þú að borða?
Smáralind | Kringlunni | Krossmóa Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is
– Bragðgott og hollt fóður sem inniheldur
100% náttúruleg efni.
– Inniheldur ENGIN gerfiefni
– Engin litarefni.
– Engin auka bragðefni.
– Engin erfðabreytt matvæli eru í fóðrinu.
Verð frá 2.49
4 kr.
22. apríl vinnur
heppinn áskrifandi glæsilega
Toyota Corolla bifreið að
verðmæti 4.899.000 kr.
Í síðustu viku dró úr fjölda tilkynn-
inga inflúensulíkra einkenna að því
er fram kemur á vef landlæknis.
Enn er nokkuð um innlagnir á
Landspítala vegna inflúensu. Fjöldi
innlagna náði hámarki í 9. viku, en
sl. þrjár vikur voru þær færri.
Stærstur hluti þeirra sem hafa
þurft á innlögn að halda er eldri
borgarar og/eða einstaklingar með
undirliggjandi áhættuþætti.
Samkvæmt upplýsingum frá
veirufræðideild Landspítala var
töluvert um jákvæðar greiningar á
öndunarfærasýnum, segir á vef
landlæknis. Töluvert greindist af
inflúensu A(H3) og inflúensu B-
greiningum fjölgaði í síðustu viku.
Fjöldi innsendra öndunarfærasýna
og hlutfall jákvæðra sýna var svipað
og vikuna á undan.
Þetta er í samræmi við virkni
inflúensu á meginlandi Evrópu en
hún hefur náð hámarki í flestum
löndum þar og dregur úr útbreiðslu
hennar. Ráðandi stofn víðast hvar
hefur verið inflúensa A(H3N2), en
nú virðist inflúensa B breiðast út.
Færri tilkynningar
um inflúensu