Morgunblaðið - 28.03.2015, Side 18

Morgunblaðið - 28.03.2015, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Núna er mikilvægast að byggja upp útihúsin gömlu sem ekki hefur verið haldið við. Eitt þeirra, fjósið, er með byggingarlagi frá fyrstu öldum Ís- landsbyggðar. Fyrir fáum dögum brotnaði þakið á því,“ segir Sigurður Sigurðarson dýralæknir sem ásamt fleiri áhugamönnum um gamla bæ- inn á Keldum undirbýr málþing um ástand bæjarins og stofnun Vina- félags Keldna. Áhugamönnum og vinum gamla bæjarins og annarra mannvirkja á Keldum á Rangárvöllum hefur lengi sviðið að staðnum hefur hrakað. Gömlu torfhúsin eru í Húsasafni Þjóðminjasafnsins og hefur verið reynt að halda þeim við. Áhuga- mennirnir telja að ekki hafi verið til ráðstöfunar nægir fjármunir til við- halds og framkvæmda þar sem op- inber framlög til þessa málaflokks hafa farið minnkandi. Stefnir í eyðileggingu „Nú er ekki mikill tími til stefnu lengur. Merkar byggingar, sem til- heyra staðnum eru að síga ofan í jörðina og stefnir í eyðileggingu þeirra,“ segir í bréfi sem Sigurður Sigurðarson skrifaði fyrir hönd und- irbúningsnefndar málþings og Vina- félags til sveitarstjórnar Rang- árþings ytra. Sigurður hefur mestar áhyggjur af útihúsum við aust- urtraðirnar, á bak við kirkjuna, þar sem sést byggingarlag frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Þá segir hann að þótt Þjóðminjasafnið hafi eftir bestu getu reynt að halda við gamla skálanum sem sé einhver merkasta bygging sem uppistand- andi er á Íslandi, sé hann varla sýn- ingarhæfur þannig að sómi sé að. Myndarlegu átaki sem gert var fyrir aldamót hafi ekki verið hægt að fylgja eftir vegna fjárskorts. Margir búsmunir sem áður voru í húsunum þyrftu að komast þangað aftur. Þá kemur fram í bréfi Sigurðar að leynigöngin sem fundust fyrir til- viljun á 20. öld og ef til vill eru frá því skömmu eftir 1000 séu ekki sýning- arhæf. Lambhúsin á framtúni hafi verið lagfærð en séu samt ekki svip- ur hjá sjón. „Hinir fögru gaflar sneru að bænum og minntu prestinn í jólaguðsþjónustunni á það sem gerðist forðum við lágan stall í Betlehem. Þeir eru kollhúfulegir og ekki í samræmi við fyrra útlit. Hóla- vallavarðan sem e.t.v. er forn varð- turn og steinborg staðarins er sigin saman,“ segir í greinargerðinni. Þar er einnig vakin athygli á því að lækn- ingalindin Maríubrunnur er að síga saman. Á Framtúni leynist undir sléttu yfirborðinu rústir af þeim bæ sem er eldri en klausturhús Jóns Loftssonar og fyrsta kirkjan á staðn- um. Hér þurfi að taka til hendi, kort- leggja rústirnar með jarðsjá og ald- ursgreina. Staðurinn er þekktur, svo hægt er að ganga beint að honum. Málþing og vinafélag Áhugahópurinn vonast til að geta komið af stað umræðu sem leiði til úrbóta og reisi við gamla bæinn á Keldum. Áformað er að efna til mál- þings í Gunnarsholti um Jónsmessu í sumar um ástand bæjarins, aðgerðir og framtíðarsýn en klaustrið á Keld- um var helgað Jóhannesi skírara. Við lok þess yrði stofnað Vinafélag Keldna sem yrði brjóstvörn stað- arins og fylgdist með uppbyggingu og endurreisn. Rangárþing ytra og fleiri aðilar hafa lofað stuðningi við málþingið. Sigurður vonast til að stuðningur fá- ist til vinna að verkefnum á Keldum, til viðbótar við það sem ríkið leggur í viðhald húsanna. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Keldur Gamli bærinn á Keldum er talinn vera elsta hús sem uppistandandi er á Íslandi. Frá bænum liggja gömul jarðgöng að bæjarlæknum, væntanlega frá söguöld. Sést í göngin í barðinu en þau eru ekki sýningarhæf. Áhugamenn vilja bjarga Keldnabænum  Merkar byggingar eru smám saman að síga ofan í jörðina Í janúar 2015 voru 4.234 íslensk vegabréf gefin út, en til saman- burðar voru 3.511 vegabréf gefin út í janúar 2014. Fjölgar því útgefnum vegabréfum um 20,6% milli ára. Þjóðskrá Íslands annast útgáfu vegabréfa auk nokkurra annarra skílríkja og á vef stofnunarinnar kemur fram að flest vegabréf voru í fyrra gefin út yfir sumarmánuðina. Yfir 6.500 í maí og júní og alls 7.317 í júlímánuði, sem var stærsti mán- uður síðasta árs hvað varðar útgáfu vegabréfa. Flest vegabréf eru gefin út yfir sumarið Brynja Dögg Guðmundsdóttir brynjadogg@mbl.is Bílastæðasjóður stefnir á kynnisferð út fyrir landsteinana í haust í þeim tilgangi að hrista hópinn saman fyrir næsta kjörtímabil og veita fimm manna stjórn og ótilgreindum fjölda starfs- manna fræðslu um bílastæðamál í öðru landi. Horft er sérstak- lega til borgar- innar San Franc- isco í Kaliforníu. Sóley Tómasdótt- ir, formaður bílanefndar, segir þó aðra staði vel koma til greina. Rauntímamælar áhugaverðir Spurð um tilgang ferðarinnar vís- ar Sóley til þess að aðrar nefndir á vegum borgarinnar hafi verið að fara í sambærilegar ferðir. „Þetta er það sem ráðin hafa verið að gera, skóla- og frístundaráð var að koma frá Kanada úr svona kynn- isferð og menningar- og ferðamála- ráð fór til Amsterdam í haust. Það skiptir máli á fyrri hluta kjörtíma- bils að ná saman hópnum um ein- hverja þekkingu“ segir Sóley. Hún telur því mikilvægt að læra af skipulagi annarra borga. San Francisco þykir áhugaverð borg vegna rauntímamælinga sem þar er notast við í notkun bílastæða en þessi mæling hefur bein áhrif á gjaldskrá fyrir stæðin. Réttlætir kostnað Sóley var spurð að því hvort eðli- legt væri að kosta slíka utanlands- ferð fyrir starfsmenn Bílastæða- sjóðs? „Já, það er mjög mikilvægt, það er mjög mikilvægt að Bíla- stæðasjóður viti hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur. Bara eins og með annað starf í borginni. Við erum hluti af alþjóðasamfélagi,“ segir Sóley. Ferðin hafi ekki verið bókuð í fundargerð en stefnt sé að því að fara í fræðsluferð í haust. Sól- ey segir að almennt sé ekki mikið um utanlandsferðir hjá Bílastæða- sjóði. „Ég veit að framkvæmdastjórinn og bílastæðanefnd hafa farið á al- þjóðlega bílastæðaráðstefnu annað hvert ár þar sem verið er að kynna helstu nýjungar.“ Dugar internetið ekki til? „Það er mjög mikilvægt en það er ekkert óeðlilegt við það að starfsfólk borg- arinnar kynni sér það sem er að ger- ast erlendis og nei, netið er ekki nóg. Það er frábær viðbót og hefur gert okkur kleift að afla mjög mikilvægra upplýsinga með mjög einföldum hætti.“ Ekki fengust upplýsingar um áætlaðan fjölda embættismanna og starfsfólks sem kæmi til með að fara í ferðina, lengd ferðar eða áætlaðan kostnað vegna hennar. Vilja skoða San Francisco  Segir utanlandsferðir Bílastæðasjóðs til kynningar og fræðslu eðlilegan þátt í rekstri Sóley Tómasdóttir Spá um fjölgun nemenda í Norð- lingaholti kallar á viðbótarhúsnæði en gert er ráð fyrir að nemendum þar muni fjölga í rösklega 600 fram til 2019. Þrjú ár eru síðan nýr Norð- lingaskóli var að fullu tekinn í notk- un í þessu barnmarga hverfi. Skól- inn var byggður fyrir 450 nemend- ur en þar eru nú 520 nemendur. Til að leysa tímabundinn hús- næðisvanda skólans næstu árin verður tekið á leigu húsnæði við Norðlingabraut 4 sem þykir betri kostur en færanlegar kennslustofur á nýrri skólalóð. Borgarráð sam- þykkti því á fundi sem haldinn var í Árbæ í fyrradag að gera 10 ára leigusamning við BS eignir ehf. sem mun hefja byggingarfram- kvæmdir nú í vor. 1155 fermetra húsnæði verður lagað að þörfum skólans og mun Reykjavíkurborg taka það á leigu frá og með 1. jan- úar 2016, segir í frétt frá Reykja- víkurborg. Gert er ráð fyrir að 60 íbúðir verði byggðar í Norðlingaholti á næstu tveimur árum sem þýðir að nemendum muni fjölga meira en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Borgin leigir húsnæði fyrir Norðlingaskóla Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 7990.- m Vegna afnáms Vörugjalda nú kr. 6.990 m2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.