Morgunblaðið - 28.03.2015, Side 21

Morgunblaðið - 28.03.2015, Side 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015 Borgarbókasafn býður upp á skemmtilega afþreyingu fyrir páska. Meðal annars verða föndraðir páskaungar, kanínur, páskafuglar og fuglaskraut. Kringlusafn hefur boðið upp á páskaföndur fyrir gesti síðustu daga en það stendur til 1. apríl næstkom- andi. Bókasöfnin í Gerðubergi og Spönginni verða með páskaföndur frá kl. 14 í dag. Á morgun, sunnudag, verður páskaföndur og sögustund á bóka- safninu í Grófinni. Fulltrúar Biblíu- félagsins munu heimsækja safnið og segja frá atburðum páskahátíð- arinnar auk þess sem brúðan Viktor kemur í heimsókn. Páskabingó verður í Ársafni mánudaginn 30. mars kl. 16 og í Sól- heimasafni miðvikudaginn 1. apríl næstkomandi kl. 15. brynjadogg@mbl.is Páskafönd- ur í bóka- söfnum  Föndur, bingó og fleira skemmtilegt Morgunblaðið/Rósa Braga Páskaföndur Á Borgarbókasafni verður föndrað og spilað bingó. Tónleikar fóru fram fyrir troðfullu húsi í Tjarnarbíói í fyrrakvöld en þeir voru haldnir til minningar um Elísabetu Sóleyju Stefánsdóttur, sem lést fyrr í vetur eftir snarpa baráttu við krabbamein, aðeins 37 ára að aldri. Allir þeir sem komu að tónleikunum; listamenn, tækni- menn og aðrir, gáfu vinnu sína og allur ágóði rennur óskiptur til styrktar þremur dætrum Elísabet- ar; Hörpu Katrínu, Sólveigu Birnu og Rebekku Hólm. Elísabet greindist með krabba- mein í júlí á síðasta ári og var allan tímann staðráðin í að sigrast á veik- indunum. Var hún ásamt vinum sín- um og fjölskyldu byrjuð að und- irbúa styrktartónleika í Tjarnarbíói þegar hún lést 15. febrúar sl. Var hún m.a. langt komin með að velja listamenn. Fjöldi tónlistarmanna steig á svið, eins og Jógvan Hansen og Vignir Snær, Pétur Ben, Sigga Beinteins, Guðrún Gunnars, Sandra Gunnarsdóttir, Karl Olgeirsson, Hreindís Ylfa, Kristján Gíslason og hljómsveitin Spútnik, Guðmundur Jónsson úr Sálinni og hljómsveit hans, Vestanáttin, og hljómsveitin Víó. Þá sungu tvær af dætrum El- ísabetar; Rebekka og Harpa Katrín, og einnig fleiri ættmenni hennar; bróðurdóttirin Ólöf Rún, frændinn Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og dóttir hans, Ása Svanhildur. Kynnir kvöldsins var Valgerður Erlings- dóttir, vinkona Elísabetar. Opinn er styrktarreikningur fyr- ir dæturnar, sem Ásdís Rósa Ás- geirsdóttir stendur fyrir. Númerið er 323-13-302434, kt. 160373-3429. Tjarnarbíóið troðfylltist Morgunblaðið/Björn Jóhann Minningartónleikar Kristján Gíslason og Vignir Snær léku og sungu með Rebekku Halldórsdóttur, yngstu dóttur Elísabetar, í upphafi tónleikanna.  Vel heppnaðir minningartónleikar um Elísabetu Sóleyju Í dag, 28. mars kl. 14.00, mun fær- asta rúningsfólk landsins mæta á Kex Hostel við Skúlagötu og keppa um Gull- klippurnar. Keppendur eru af báðum kynjum og mun sá sem framkvæmir sneggstu og bestu rúninguna standa uppi sem sigurvegari. Meðal kepp- enda í ár eru núverandi Íslands- meistari Hafliði Sævarsson, Julio Cesar, sigurvegari Gullklippanna frá því í fyrra, Gavin Stevens frá Skot- landi og Englendingurinn Foulty Bush. Skemmtunin verður haldin í portinu fyrir aftan Kex Hostel og er hún opinn öllum, ungum sem öldn- um. Á meðan á keppni stendur verð- ur boðið upp á tvíreykt sauðakjöt, kúmenbrennivín, harmonikkuund- irleik og fleira, segir í tilkynningu. Bestu rúnings- menn landsins keppa á Kex BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16 RECAST TVÍBREIÐUR SVEFNSÓFI MEÐ ÞYKKRI OG GÓÐRI SPRINGDÝNU. KR. 129.900 ÞYKK OG GÓĐ SPRINGDÝNA RÚMFATAGEYMSLA SVEFNBREIDD 140X200 ÞYKK OG GÓĐ SPRINGDÝNA RÚMFATAGEYMSLA SVEFNBREIDD 140X200 EXTRA ÞYKK OG GÓĐ SPRINGDÝNA RÚMFATAGEYMSLA SVEFNBREIDD 140X200 GÓĐ SPRINGDÝNA SVEFNBREIDD 120X200 SVEFNBREIDD 140X200 SÓFAR SEM HENTA JAFNT FYRIR HEIMILI OG GISTIHÚS - SKOÐAÐU ÚRVALIÐ OGMYNDBÖND AF SÓFUNUM INN Á HEIMASÍÐU OKKAR - SVEFNSÓFAR TILBOÐVERÐ UNFURL RHOMB TRYM LISTAVERÐ - kr. 139.900 - SVEFNBREIDD 120X200 SVEFNBREIDD 140X200 SVEFNBREIDD 140X200 kr. 119.900 kr. 128.900 kr. 139.900 kr. 198.900 SLY Góðir að nóttu sem degi... sem breytast í rúm á augabragði... deluxe

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.