Morgunblaðið - 28.03.2015, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íslensk erfða-greining hef-ur nánast frá
stofnun fyrir 18
árum verið í far-
arbroddi í erfða-
rannsóknum í
heiminum. Það
sýndi sig enn í vikunni þegar
fjórar greinar frá Íslenskri
erfðagreiningu birtust í
blaðinu Nature Genetics,
virtasta tímariti heims á
þessu sviði. Greinarnar eru
byggðar á rannsóknum á
erfðamengi rúmlega 100 þús-
und Íslendinga.
Í leiðara í Nature Genetics
segir að hér sé um að ræða
rækilegasta safn erfða-
upplýsinga, sem til séu um
eina þjóð. Þessar niðurstöður
auki skilning á stökkbreyt-
ingum, þróun, starfsemi gena
og áhrifum þeirra á sjúk-
dóma. Segir leiðarahöfundur
að greinarnar fjórar vísi öðr-
um veginn við samskonar
rannsóknir og veki um leið
spurningar um hvernig nýta
skuli þessa þekkingu.
Fjölmiðlar víða um heim
hafa fjallað um rannsóknir
Íslenskrar erfðagreiningar á
erfðamengi Íslendinga. Blað-
ið New York Times ræddi við
sérfræðinga, sem ekki tóku
þátt í rannsóknunum. Daniel
G. MacArthur, erfðafræð-
ingur við Massachusetts
General Hospital, sagði að
árangur ÍE væri undraverð-
ur. „Þeim hefur tekist að fá
meiri upplýsingar frá stærri
hluta íbúa en í nokkru öðru
landi heims,“ sagði hann.
David Reich, erfðafræðingur
við læknadeild Harvard-
háskóla, sagði að tæknilega
séð væru vísindagreinar ÍE
meistaraverk.
Barack Obama Bandaríkja-
forseti gerði í janúar grein
fyrir tillögum sínum um að
leggja rúmlega 200 milljónir
dollara í að kortleggja frávik
í erfðamengi bandarísku
þjóðarinnar í fjárlögum
næsta árs. Hafði Obama stór
orð um hvers væri að vænta
af slíkri kortlagningu. Á
þessu sviði væri um að ræða
„mestu möguleika á fram-
förum í læknavísindum, sem
við höfum nokkurn tímann
séð“, sagði forsetinn og bætti
við að með þessu átaki mætti
marka nýtt skeið uppgötv-
ana, sem bjarga myndu
mannslífum.
Obama á eftir að afla þeim
tillögum brautargengis. Það
er til marks um stöðu Ís-
lenskrar erfðagreiningar að í
greinunum fjór-
um, sem birtust
um helgina er
byggt á þeirri
kortlagningu á
frávikum í erfða-
mengi Íslendinga,
sem Obama vill
nú ráðast í að gera í Banda-
ríkjunum.
Nú eru þessi vísindi svo
langt á veg komin að taka
þarf á stóru spurningunni um
það hvernig eigi að nýta upp-
lýsingarnar. Vísindi snúast
ekki bara um forvitnilegar
niðurstöður, heldur að afla
vitneskju, sem til dæmis er
hægt að nota í baráttunni
gegn sjúkdómum. Vitneskju
um frávik í erfðamenginu er
hægt að nota með ýmsum
hætti, þar á meðal til for-
varna.
Besta dæmið um þetta er
sennilega stökkbreyting í
krabbameinsgeni, sem kall-
ast BRCA2. Ráðlegt er fyrir
þá, sem eru með stökkbreyt-
inguna, að fara fyrr í krabba-
meinsskoðun, en almennt
gerist. Það getur skipt máli
fyrir bæði heilsu og lífslíkur.
Rannsóknir Íslenskrar
erfðagreiningar eru gerðar
með samþykki þátttakenda í
trúnaði og samkvæmt því er
ekki rétt siðferðislega að
hafa samband við þá sem eru
með stökkbreytinguna. Um
leið vaknar hins vegar spurn-
ingin hvort það sé siðferð-
islega réttlætanlegt að láta
fólk ekki vita sé það í aug-
ljósri hættu. Sem dæmi má
nefna að líkur á að konur,
sem eru með stökkbreyt-
inguna í BRCA2, fái krabba-
mein eru 86% og þær lifa að
meðaltali 11 árum skemur en
konur, sem ekki eru með
stökkbreytinguna.
Kári Stefánsson, forstjóri
Íslenskrar erfðagreiningar,
hefur fært rök að því að það
standist ekki að rétturinn til
að vita ekki vegi svo þungt að
ekki megi nálgast fólk með
þessar upplýsingar. „Hvers
vegna erum við ekki farin að
nota þetta nú þegar í heil-
brigðiskerfinu?“ spyr Kári.
Vissulega þarf að taka yf-
irvegaða ákvörðun í þessum
málum, en spurningin var
ekki að vakna í dag, hún hef-
ur legið fyrir í nokkur ár.
Hversu lengi er hægt að
velta vöngum þegar mannslíf
eru í húfi? Á einhverjum
punkti hlýtur trúnaðurinn að
víkja fyrir upplýsingaskyldu.
Vísindi eru ekki leikur held-
ur alvara.
Íslensk erfðagrein-
ing hefur unnið
þrekvirki – nú þarf
að nýta niðurstöð-
urnar}
Frávik erfðamengis
þjóðar kortlögð
Þ
að er ekki á hverjum degi sem þú
horfir á söguna gerast í sófanum
heima hjá þér. Sú var raunin þeg-
ar merkið #FreeTheNipple fór á
flug á Twitter síðdegis á mið-
vikudegi og aðfaranótt fimmtudags, þar sem
íslenskar stelpur birtu mynd af brjósti eða
brjóstum, algjörlega óhuldum. (Ég leyfi mér
að nota orðið „brjóst“ frekar en „geirvarta“ í
þessu samhengi, því það er óumdeilanlega
ljótasta orð íslenskrar tungu.) Ástæður
stelpnanna, aðferðin, lof og last um atburði
næturinnar hafa þegar verið brotin svo til
mergjar, að ég eyði ekki dýrmætum línum í
þær vangaveltur.
Þegar ég sá þetta fyrst varð ég mjög hissa.
„Þetta er eitthvað sem stelpur gera ekki,“ hugsaði ég
með sjálfum mér. Hægt og rólega, eftir að hafa horft á
brjóst á iPadnum mínum í sex klukkutíma (þetta er
setning sem ég bjóst aldrei við að birta á opinberum
vettvangi) fann ég eins og lítill veggur í hausnum mín-
um hefði brotnað. „Af hverju er þetta eitthvað sem
stelpur gera ekki?“ Tilfinningin var mjög skrýtin.
Ber kvenmannsbrjóst eru eitthvað sem ég sé að jafn-
aði ekki nema í kynferðislegu samhengi, allavega síðan
ég varð nógu gamall til að fara einn í karlaklefann í
sundi. Ég leyfi mér að undanskilja sumrin þrjú þar sem
ég vann við aðhlynningu á hjúkrunarheimili, und-
anskilningur sem má svo sem setja spurningarmerki
við. Brjóst eru jú bara brjóst, og mín loðnu brjóst eru í
raun engu minna kynferðisleg en kven-
mannsbrjóst. Keisarinn er bara ekki í nein-
um fötum.
Tilfinningin sem gerði vart við sig ofarlega
í brjóstholinu var, á eftir undrun, tilfinningin
sem þú færð þegar þú veist að eitthvað
merkilegt var að gerast, og að hlutirnir
verða ekki alveg eins eftir það. Sumir muna
hvar þeir voru þegar þeir fréttu að Berl-
ínarmúrinn væri fallinn, aðrir hvar þeir
heyrðu rödd Neil Armstrong frá tunglinu.
#FreeTheNipple verður ekki borin saman
við þau afrek, þar sem milljónir voru frels-
aðar undan kommúnisma eða mannkyn steig
sín fyrstu skref á öðrum hnetti. Sigurinn
sem vannst með þessu var nefnilega á okkur
sjálfum og okkar eigin múrum.
Veggurinn sem brotnaði í hausnum mínum, einhvers-
staðar rétt fyrir ofan hægra augað, brotnaði undan
höggum þúsund hamra sem lömdu á þeim þrúgandi
veggjum sem við sem samfélag höfum byggt í kringum
okkur, öllum sem í því lifa til ama. Feluleikur, tabú og
leynd er ekki til þess fallin að gera hlutina spennandi,
heldur til að láta fólki líða illa. Með þessu þúsund
brjósta áhlaupi tóku stelpur meðal annars til sín vald
sem hingað til hefur verið haldið að þeim að sé ekki
þeirra, heldur illa innrættra manna sem komast yfir
myndir af þeim og dreifa gegn þeirra vilja, þeim til
óbærilegrar skammar. Ekki lengur. Hugur minn er hjá
þeim sem skilja þetta ekki. gunnardofri@mbl.is
Gunnar Dofri
Pistill
Þúsund litlir hamrar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Tilgangur hlutafélagsins er aðgæta hagsmuna íslenskaríkisins vegna þátttökuþess í kolvetnisstarfsemi
eins og um þá starfsemi er fjallað í
lögum um leit, rannsóknir og vinnslu
kolvetnis, nr. 13/2001. Hlutafélagið
skal sjá um alla umsýslu.“
Þannig hljóðar hluti 2. gr. laga
um stofnun hlutafélags um þátttöku
íslenska ríkisins í kolvetnisstarfsemi,
(stofnun ríkisolíufélags) sem sam-
þykkt voru mótatkvæðalaust á Al-
þingi þann 27. janúar sl. Allir við-
staddir þingmenn Samfylkingarinnar
greiddu atkvæði með frumvarpinu,
en sjö þingmenn úr röðum vinstri
grænna og pírata sátu hjá við at-
kvæðagreiðsluna.
Í 1. gr. ofangreindra laga segir
m.a.: „ Ráðherra er heimilt að stofna
opinbert hlutafélag sem verður að
fullu í eigu ríkisins og hefur það að
markmiði að gæta hagsmuna íslenska
ríkisins vegna þátttöku þess í kol-
vetnisstarfsemi.“
Líkt og að ofan greinir sam-
þykktu allir viðstaddir samfylking-
arþingmenn frumvarpið í janúar sl.
en á landsfundi flokksins fyrir síðustu
helgi varð algjör stefnubreyting hjá
flokknum, þar sem í landsfund-
arsamþykkt undir fyrirsögninni
„Náttúran er lífsnauðsyn“ segir m.a.:
„Vinnsla jarðefnaeldsneytis á ís-
lensku hafsvæði er í ósamræmi við
hagsmuni Íslendinga í loftslags-
málum. … Samfylkingin telur að mis-
tök hafi verið gerð þegar leit var
hleypt af stað á Drekasvæðinu. Nú
þarf að vinda ofan af þeirri leit og
vinnsluáformum og lýsa því yfir að
Íslendingar hyggist ekki nýta hugs-
anlega jarðefnaorkukosti í lögsögu
sinni.
Slík yfirlýsing verði hluti af
framlagi Íslendinga til heildar-
samkomulags um aðgerðir gegn
loftslagsvá.“
Þessi tillaga var samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum – gegn
tveimur. Eins og fram kom í Morg-
unblaðinu á miðvikudag, var Kristján
Möller annar þeirra sem greiddu at-
kvæði gegn tillögunni.
Ragnheiður Elín Árnadóttir,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði
m.a. á Alþingi á þriðjudag: „...kemur
stefnubreyting Samfylkingarinnar
verulega á óvart. Hér situr í salnum
fyrrverandi olíumálaráðherra, hæstv.
Össur Skarphéðinsson, sem fór mik-
inn í því máli. En ég verð að rifja það
upp að þau leyfi sem gefin voru (leyfi
til olíuleitar á Drekasvæðinu – innsk.
blm.) einmitt í tíð ríkisstjórnar Sam-
fylkingar og Vinstri grænna voru
ekki bara rannsóknarleyfið, það voru
leyfi til rannsókna og vinnslu.“
Morgunblaðið hefur undanfarna
daga reynt að ná sambandi við Össur
Skarphéðinsson, fyrrverandi iðn-
aðarráðherra, án árangurs.
Dofri Hermannsson sagði hér í
Morgunblaðinu á miðvikudag að að-
dragandi þessa máls væri sá að rík-
isstjórn Samfylkingar og VG hefði
heimilað olíuleit á Drekasvæðinu með
tilheyrandi leyfum, án þess að nokkur
umræða innan flokkanna hefði farið
fram um málið. Því hefðu margir
brugðist illa við ákvörðuninni.
Kunnugir telja að með því að
samþykkja kúvendinguna, hafi þeir
sem eldri og reyndari eru í flokknum,
verið að bregðast við óánægju ung-
liðahreyfingarinnar, berja í brestina
og reyna fyrir sér í brúarsmíði á milli
kynslóða. Samþykkt tillögunnar hafi
tvímælalaust haft þau áhrif að lægja
öldur óánægju meðal ungliðanna í
flokknum, þótt það sé auðvitað spurn-
ing, hversu lengi róinn í þeim röðum
varir.
Aðrir gefa lítið fyrir slíkar
söguskýringar og segja löngu
tímabært að Samfylkingin
tæki afstöðu með loftslags-
vernd – um það snúist málið,
ekkert annað.
Reyna að byggja brú
á milli kynslóðanna
Morgunblaðið/Eggert
Spjall Hér spjalla þeir Hjálmar Sveinson, Árni Páll og Össur saman á
landsfundi fyrir viku, en Össur vill ekki svara blaðamönnum núna.
Guðlaugur Þór Þórðarson sagði
m.a. um kúvendingu Samfylking-
arinnar á Alþingi sl. þriðjdag:
„… vil bara segja fyrir mig sem
áhugamann um stjórnmál að ég
er mjög spenntur að heyra hvaða
samfylkingarspuni fer af stað
núna þegar kemur að kúvending-
unni í olíumálinu. Hér hafa
hvorki meira né minna en
aðalþungavigtarmennirnir í
Samfylkingunni, hv. þm. Össur
Skarphéðinsson, hv. þm. Katrín
Júlíusdóttir og hv. þm. Oddný
Harðardóttir, farið mikinn sem
olíumálaráðherrar, lofað öllu
fögru og séð alveg gríðarleg
tækifæri í þessu öllu saman.
Núna, ekki fyrir nokkrum árum,
ekki fyrir nokkrum mánuðum,
heldur 27. janúar, kom
þetta mikla olíufólk og
samþykkti á þinginu til-
lögu um ríkisolíufélag.
Sem áhugamaður um
stjórnmál er ég
spenntur að fylgj-
ast með því hvaða
spuni fer af
stað.“
Spuni um
kúvendingu
Á ALÞINGI FYRR Í VIKUNNI
Guðlaugur Þór
Þórðarson