Morgunblaðið - 28.03.2015, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 28.03.2015, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015 Þann 22. mars síð- astliðinn var Dagur vatnsins haldinn há- tíðlegur um heim all- an. Dagur vatnsins er árlega tilefni til þess að fagna vatns- auðlindinni, hvetja til góðrar umgengni um hana og sérstaklega hérna á Íslandi, vera þakklát fyrir hversu vel við búum, til dæmis m.t.t neysluvatns, húshit- unar og grænnar raforkuvinnslu. Í ár er þema Dags vatnsins vatn og sjálfbær þróun. Mikilvægi sjálf- bærrar nýtingar vatns um heim allan hefur sennilega aldrei verið meira, og á næstu árum og ára- tugum mun það enn aukast. Hvort sem um er að ræða matvæli, orku, hreinlæti og heilbrigði, efnahags- vöxt eða lífsskilyrði almennt, þá er mikilvægi vatnsins gríðarlegt. Í dag er ástandið í heiminum þannig að 748 milljónir manns hafa ekki aðgang að fullnægjandi drykkjar- vatni og 2,5 milljarðar hafa ekki aðgang að fullnægjandi salern- isaðstöðu og eru þetta tölur sem stefna í ranga átt. Vatnið er notað í svo miklu meira en margir gera sér grein fyrir og með fólksfjölgun og sér- lega auknum efna- hagsumsvifum eykst notkun á vatni gríð- arlega. Sem dæmi má nefna að 10 lítra af vatni þarf til að búa til eitt A4 blað, til að búa til 500 grömm af plasti þarf 91 lítra af vatni og til að framleiða einn smábíl þarf meira vatn en fyllir 50 metra langa sundlaug. Því er spáð að vatnsnotkun í iðnaði í heiminum muni meira en þre- faldast til ársins 2050. Eina leiðin til að svara þessari auknu eft- irspurn, er að fara betur með auð- lindina, vernda hana og vinna að sjálfbærri nýtingu hennar um heim allan. Hérna á Íslandi er það hluti af okkar grunnlífsgæðum að við höf- um nóg af vatni. Vatnsveitur um land allt veita hreinu og heilnæmu vatni til íbúa landsins – neyslu- vatni sem er með því allra hrein- asta og besta sem fáanlegt er á byggðu bóli. En hvers vegna er ástandið svona gott? Svarið er að íslenskar vatnsveitur leggja gríð- arlega vinnu og metnað í að tryggja hreint og heilnæmt neysluvatn. Mikil og vandvirkn- isleg vinna er lögð í skipulag og umsjón vatnsverndar, allt ferlið við flutning vatnsins frá vatnsbóli til neytenda og almenn gæða- umsjón vatnsins. Það er reynsla, þekking og metnaður íslenskra vatnsveitna og starfsmanna þeirra sem tryggir okkur þessi mik- ilvægu lífsgæði. Þó að auðlindin sé stór og við fá sem nýtum hana, þá er engu að síður ábyrgðarmál að nýta auð- lindina skynsamlega og fara vel með hana. Neysla Íslendinga á vatni per einstakling er mun hærri en hjá þeim þjóðum sem við ber- um okkur saman við – t.d. meira en 50% hærri en hjá þeirri Norð- urlandaþjóð sem næst kemst okk- ur. Það er því tilefni til þess að hvetja Íslendinga bæði til þess að nýta vatnið skynsamlega, og til þess að fara vel með vatns- auðlindina um land allt. Vatn og sjálfbær þróun Eftir Sigurjón Nor- berg Kjærnested Sigurjón Norberg Kjærnested »Dagur vatnsins: Mikilvægi sjálf- bærrar nýtingar vatns um heim allan hefur sennilega aldrei verið meira, og á næstu árum og áratugum mun það enn aukast. Höfundur er framkvæmdastjóri veitusviðs Samorku. hver að upplifa fimmta ófriðarárið í röð. Óbærileg voða- verk hafa verið framin í fjölmörgum styrj- öldum, mestmegnis í Írak, Sýrlandi, Líbíu og Egyptalandi, bæði af stjórnvöldum og herskáum stjórn- arandstæðingum. Í þessum átökum hafa hundruð þúsunda týnt lífi, mestmegnis sak- lausir borgarar, og þar á meðal fjöldi barna. Milljónir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín og föðurland. Fjöldi þeirra sem horfið hafa sporlaust inn í fangelsi, mætt pyntingum og illri meðferð, svipt grundvallar lífs- skilyrðum – og mannréttindum, er óteljandi. Enginn þátttakandi í þessum átökum bera virðingu fyrir alþjóðlegum mannréttindalögum og allir hafa þeir framið bæði stríðsglæpi og glæpi gegn mann- kyni. Í öllum þessum hörmungum eru trúar- og þjóðernishópar í minni- hluta, viðkvæmustu samfélögin. Meðal þeirra eru hin kristnu, syst- ur okkar og bræður í Drottni. Þau mæta sístæðri ógn útrýmingar, eða útlegðar frá eigin landsvæði; um er að ræða hörmulega árás á krist- ið líf og kristna boðun í þessum löndum. Margar kirkjudeildir og kristnir hópar hafa sýnt samhug og samúð í gegnum bænavökur, mannúðarhjálp og með ákalli og baráttu fyrir friði. En þrátt fyrir þessa viðleitni eru fjölmargir van- Á helgri lönguföstu minnumst við inn- reiðar Drottins vors Jesú Krists inn í Jerúsalem, pínu hans, dauða og upprisu frá dauðum. Er við íhug- um þessa leynd- ardóma trúarinnar, hugsum við til systra okkar og bræðra í Kristi í Mið- Austurlöndum, sem eru nú mörg máttugir og ófærir um að leggja sitt af mörkum. En við sem til- biðjum Guð vonarinnar vitum að þar sem er kross, þar er upprisa. Sem kristið fólk erum við kölluð til þess að lifa í þeirri von sem Krist- ur gaf okkur, og bera þann vitn- isburð áokkar neyðar- og sorg- artímum. Á þessari lönguföstu býður Al- kirkjuráðið meðlimakirkjum sínum og öllum kristnum mönnum og konum að biðja með okkur sunnu- daginn 29. mars. Þá biðjum við fyrir öllum þeim sem hafa borið skaða vegna þessara átaka. Við óskum þess sérstaklega að beðið sé fyrir Írak, Sýrlandi, Líbíu og Egyptalandi, löndum þar sem kristið fólk hefur búið og borið vitnisburð síðan Drottinn hold- gerðist í Jesú Kristi, og hvaðan góðu tíðindin hafa breiðst út um veröld alla. Við erum kölluð til þess að biðja án afláts og megi það verða til þess að raddir okkar heyrist, í von okkar og þrá fyrir réttlæti og friði. Kröftug bæn megnar mikið Eftir dr. Olav Fykse Tveit Dr. Olav Fykse Tveit » Sem kristið fólk er- um við kölluð til þess að lifa í þeirri von sem Kristur gaf okkur, og bera þann vitnisburð okkar á neyðar- og sorg- artímum. Höfundur er aðalritari Alkirkjuráðsins. PÖNTUN AUGLÝSINGA: til kl. 16 mánudaginn 13. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is -Meira fyrir lesendur Sérblað Morgunblaðsins um brúðkaup kemur út föstudaginn 17. apríl Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun og hárgreiðsla, brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir og brúðargjafir eru meðal efnis í blaðinu. BRÚÐKAUPSBLAÐIÐ SÉRBLAÐ Kauptúni 3 / Garðabæ / Sími: 564-3364 Ævintýraleg gæludýrabúð kíktu í heimsókn BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Einn elsti sigurvegari landsins Hraðsveitakeppni Bridsfélags Kópavogs lauk sl. fimmtudag með sigri sveitar Jörundar Þórðarsonar, en með honum í sveitinni voru Sig- urður Sigurjónsson, Ragnar Björns- son og Þórður Jörundsson sem er líklega einn aldnasti sigurvegari landsins, nýorðinn 93 ára og hefur sjaldan spilað betur. Helstu úrslit urðu þessi: Jörundur 2305 Pétur og úlfarnir 2270 Rimi 2261 JASS 2229 Sigmundur 2226 Fimmtudaginn 9. apríl hefst svo Impamót Bakarameistarans sem er þriggja kvölda Butler-tvímenningur. Aðalsveitakeppni BR Lögfræðistofa Íslands er með for- ystu eftir 8 umferðir af 12 í aðal- sveitakeppni Bridsfélags Reykjavík- ur. Lögfræðistofa Íslands 120,30 Grant Thornton 113,78 Vestri 110,35 Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og trygg- ir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráning- arferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.